Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 42
Fram eru komin drög að frumvarpi til breytingar á gildandi sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Meginefni frumvarpsins felur í sér að minni sveitarfélögum hér á landi verður gert að sameinast. Í frumvarpsdrögunum er mælt fyrir um að lágmarksíbúatala verði 1.000 íbúar og að nota skuli fjármuni úr Jöfnunarsjóði til að liðka fyrir sameiningarferli þeirra sveitarfélaga sem ekki uppfylla lágmarkskröfuna um íbúafjölda. Hafi íbúafjöldi sveitarfélags verið lægri en þetta viðmið í þrjú ár samfleytt skuli ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina það öðru eða öðrum sveitarfélögum. Af frumvarpinu verður ráðið að meginmarkmið fyrirhugaðra lagabreytinga sé að gera sveitarfélög að sjálfbærum einingum þannig að þau geti rækt lögbundin verkefni og fleiri verkefni með tekjustofnum sínum. Þetta fyrirkomulag, að miða við lágmarksíbúatölu, er ekki nýtt af nálinni í íslenskri löggjöf. Í sveitarstjórnarlögum nr. 58/1961 var kveðið á um að sveitarfélög sem hefðu færri en 100 íbúa í fimm ár þyrftu að sameinast öðrum sveitarfélögum. Í sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986 var lágmarksíbúatala lækkuð í 50 og þurftu sveitarfélög sem höfðu haft lægri íbúatölu í þrjú ár samfleytt að sameinast öðrum sveitarfélögum en tækt var að veita undanþágur frá því við sérstakar aðstæður. Sama viðmið var lagt til grundvallar í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998. Í gildandi sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 var horfið frá því að kveða á um lágmarksíbúatölu sveitarfélaga og þess í stað kveðið á um ítarleg ákvæði varðandi grundvöll fyrir samvinnu sveitarfélaga. Í frumvarpinu er meðal annars ráðgert að heimilt sé að veita tímabundna undanþágu frá lágmarksíbúatölu við tilteknar aðstæður. Áður var í lögum slík ótímabundin undanþáguheimild. Verði frumvarpið að lögum er jafnframt horfið frá núverandi lagaumhverfi sem ætlað hefur verið að stuðla að samvinnu sveitarfélaga, eins eða fleiri, þar sem þörf er á. Þá er í athugasemdum með frumvarpinu klifað á því að litið hafi verið til reynslu hinna Norðurlandanna af sameiningu sveitarfélaga, þrátt fyrir að þar sé ekki líku saman að jafna við fámenni og dreifingu Sameiningar Síðasta orðið Síðasta orðið birtir stutt viðtöl við sveitarstjórnarfólk um lífið og tilveruna í sveitarstjórn. SÍÐASTA ORÐIÐ landsmanna og landfræðilegar aðstæður hérlendis. Sveitarfélög eru staðbundnar sjálfstæðar stjórnsýslueiningar og er mælt fyrir um tilvist þeirra og sjálfstjórn í 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar. Með tilliti til stöðu sveitarfélaga sem staðbundinna stjórnvalda er það tvímælalaust áhorfsmál að löggjafinn skuli telji sér fært að ganga svo langt í að knýja fram sameiningu smærri sveitarfélaga án þess að fram hafi farið viðhlítandi samráð á vettvangi allra sveitarfélaga landsins og leitað eftir afstöðu þeirra til þessara fyrirætlana. Af frumvarpinu verður heldur ekki ráðið að framkvæmd hafi verið áreiðanleg athugun á fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins, þ. á m. kostnaði og ábata af sameiningu minni sveitarfélaga í stærri, sem hlýtur þó að vera lykilatriði með tilliti til markmiðs frumvarpsins um sjálfbærni sveitarfélaga. Slík athugun hlýtur að vera forsenda fyrir því að ráðast í svo viðamikið inngrip, því ella er alls óvíst um að markmiði frumvarpsins verði náð. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hugnast ekki sú aðferðarfræði sem beitt er með þessari lögþvingun og hvetur Ríkisstjórn og Alþingi til að virða lýðræði og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga getur verið valkostur en meginatriði er að hún verði á grundvelli ákvörðunar íbúanna sjálfra. Ása Valdís Árnadóttir oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.