Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 17
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Ungir sjálfboðaliðar koma oftar en ekki með nýja sýn, auðga starfið og öðlast sjálfir nýja reynslu
og fá möguleika á að fræðast um menningu annarra Evrópulanda. Erasmus+ og European Solidarity
Corps veita styrki til verkefna tengdu ungu fólki og starfsmönnum í æskulýðsstarfi.
Kynnið ykkur möguleikana á www.erasmusplus.is
Hefur þitt sveitarfélag áhuga á að kynna sér möguleika
á að fá sjálfboðaliða frá Evrópu?
Frá upphafi sjálfboðaliðaáætlunarinnar
árið 1996 hafa samtök á Íslandi fengið
til sín sjálfboðaliða sem hafa sinnt
ýmsum verkefnum eins og hreinsun
strandlengjunnar víða í kringum
landið og einnig tekið þátt í lagningu
göngustíga víða í þjóðgörðum. Einnig
hafa sjálfboðaliðar sinnt ýmsum öðrum
verkefnum t.d. með fötluðum og í ýmsum
verkefnum á vegum Rauða krossins.
Um þessar mundir eru nokkur
sveitarfélög að kynna sér möguleikann
á því að taka þátt í áætluninni með því
að bjóða velkomna sjálfboðaliða sem
munu koma inn í æskulýðsstarf og e.t.v.
fleiri störf á vegum sveitarfélaganna.
Í löndunum í kringum okkur er komin
löng og góð reynsla af því að vera með
erlenda sjálfboðaliða í félagsmiðstöðvum
og ungmennahúsum til að auka við
fjölbreytni í starfseminni með áherslu á
gagnsemi og gildi fyrir sjálfboðaliðann og
unga fólkið sem tekur þátt í starfinu.
Þá er einnig mikilvægt fyrir ungmenni
á Íslandi að vita af möguleikanum að
taka þátt í sjálfboðaliðastörfum í Evrópu
sem hluti af þroskaferli þeirra og kynnast
öðrum menningarheimum. Það liggur
því beinast við að besta kynningin á
sjálfboðaliðastörfum er ungt fólk sem
er sjálft að sinna þannig verkefnum.
Til þessa hafa hlutfallslega fá íslensk
ungmenni notfært sé möguleikann á því
að fara sem sjálfboðaliðar en þau sem
gera það koma öll til baka og segjast
munu lifa á reynslunni alla ævi.
Þau samtök og sveitarfélög sem hafa
hug á að taka þátt í European Solidairty
Corps áætluninni þurfa að sækja um
gæðavottun fyrir það verkefni sem
ætlunin er að senda inn umsókn fyrir.
Í framhaldinu er send inn umsókn og
styrk til verkefnisins. áður en eiginleg
verkefnisumsókn er send inn.
European Solidarity Corps áætlunin
snýst um persónulega og faglega þróun
einstaklingsins, að hjálpa öðrum, gefa
af sér og víkka sjóndeildarhringinn.. Þau
ungmenni sem taka þátt í áætluninni
öðlast sjálfstæði ásamt því að auka
tungumálafærni og samstarfshæfni.
Þau kynnast og tengjast menningu
landsins, nota sína færni eða hæfni til
uppbyggingar og takast á við margskonar
áskoranir sem gera þau hæfari til
samfélagslegrar þátttöku. Að taka þátt í
sjálfboðaliðastörfum gefur þeim innsýn
inn í líf annarra, nýja menningarheima,
gildi og hefðir ólíkra landa.