Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 23
Verkefni slökkviliðs á óvissustigi Fer yfir þau verkefni sem því eru ætluð á hættu og neyðarstigi og tryggir að lágmarks viðbúnaður sé fyrir hendi til að sinna þeim. Tryggja að slökkvibifreiðar og annarra björgunarbúnaður sé tiltækur ef á þarf að halda, Fara yfir hvað mannvirki skal reyna að verja, við það mat skal fara eftir eftirfarandi forgangsröðun: • Húsnæði þar sem fólk hefst við og ekki er hægt að flytja á öruggan stað. • Húsnæði þar sem mikilvæg kerfi eru: • Spennistöðvar • Hitaveitur • Vatnsveitur • Símstöðvar • Skolpdælur • Fjármálastofnanir • Hús þar sem búfénaður er hýstur Lögreglustjóri tekur endanlega ákvörðun um hvaða húsnæði skal verja. Úr viðbragðsáætlun vegna eldgoss á Reykjanesi, dags. 7. febrúar 2020 SVEITARSTJÓRNARMÁL 23 um 400 Pólverjar og þetta kom mjög illa við marga í þeim hópi. Pólverjar þekkja ekki vá af þessu tagi. Þeir byggja jafnvel vitneskju sína um jarðskjálfta á myndum úr sjónvarpsfréttum og kvikmyndum. Þar sést að jarðskjálftar geta verið ávísun á hrunin hús og lík út um allt. Sumir nefndu jafnvel að fólk gæti dáið úr jarðgaseitrun frá hrundum byggingum. Hér býr jafnframt nokkuð af Taílendingum, Slóvökum og fólki af ýmsum uppruna. Við lögðum því strax mikla áherslu á að koma okkur upp túlkaþjónustu þannig að útlendingar í bænum hefðu aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum. Það er mikilvægt að hafa í huga að bakland til dæmis Pólverjanna er fyrst og fremst aðrir Pólverjar í sömu stöðu. Við héldum því þrjá kynningarfundi með íbúum af pólskum uppruna til að upplýsa þá um stöðu mála og fara yfir hvaða hætta steðjaði í raun að. Ég held að okkur hafi tekist ágætlega að leysa úr þessu en ég ítreka að við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því fyrir fram að huga þyrfti sérstaklega að þessum hópi,” viðurkennir Fannar. Börn og eldri borgarar Við bæjarbúum blasti sá möguleiki að þurfa hugsanlega að yfirgefa heimili sín og rýma bæinn. Fannar segir að að mörgu hafi verið að hyggja í því sambandi. „Það vöknuðu ýmsar spurningar hjá fólki. Ógnin af landrisi, jarðskjálftum og jafnvel eldgosi í grennd við byggðina var ansi raunveruleg og nálæg. Við stóðum frammi fyrir því að þurfa jafnvel að rýma bæinn og þá er að mörgu að hyggja. Við þurftum að tryggja að þeir sem hugsanlega þyrftu aðstoð við rýmingu hefðu nauðsynlegar bjargir. Yfir allt þetta var farið vel með björgunarsveitum og forstöðumönnum stofnana, ekki síst forstöðumönnum stofnana fyrir aldraða. Fara þurfti yfir hvaða eldri borgarar hefðu ekki yfir bíl að ráða og kortleggja þurfti heimili í bænum sem hugsanlega þyrfti að aðstoða við rýmingu. Rýmingu skóla og leikskóla þurfti jafnframt að undirbúa vel og tryggja að börnin hefðu forgang við slíkar aðstæður,” segir Fannar. Hann segir að rýmingaráætlanir hafi að mestu legið fyrir í vikunni eftir að tilkynnt var um vána við Grindavík. Aðspurður um eigin líðan fyrstu vikuna segir Fannar að hann hafi aldrei verið óttasleginn og yfirleitt náð góðum nætursvefni. „Þetta var heilmikið verkefni sem bæjarstjórn, bæjarstarfsmenn og aðrir þurftu að takast á við og við erum nokkuð ánægð með hvernig til tókst. Við höfðum líka mikinn stuðning frá öflugu teymi almannavarna, lögregluembætta, vísindamanna og viðbragðsaðila. Þeir voru tilbúnir að koma okkur til aðstoðar hvenær sem var,” segir hann. Innviðir efldir Grindvíkingar búa svo vel að hafa þrjár rýmingarleiðir á landi og höfnina að auki Varðskipið Þór í Grindavíkurhöfn. Skipið getur gengt mikilvægu hlutverki við neyðaraðstæður.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.