Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 11
SVEITARSTJÓRNARMÁL 11 Auk flækjustigs gagnvart ákvarðanatöku sem snýr að verkefninu sjálfu er innra skipulag Strætó einnig flókið og þurfa handhafar eigendavaldsins meðal annars að bera allar stærri ákvarðanir um starfsemi Strætó undir sveitarstjórn sína. Skipulagið má sjá á Mynd 2 sem sýnir hina flóknu ábyrgðakeðju innan Strætó. Hafa markmiðin tvö náðst? Til þess að hægt sé að samnýta ferðir farþega sem búa í sitthvoru sveitarfélaginu þurfa þau sveitarfélög að vera í samstarfi um þjónustuna. Íbúar Kópavogs geta ekki samnýtt ferðir með öðrum þar sem Kópavogsbær er ekki aðili að verkefninu. Með brotthvarfi Hafnarfjarðar munu íbúar þeirra ekki geta samnýtt ferðir með öðrum. Þetta markmið er því að hluta til uppfyllt. Varðandi fjárhagslega hagræðingu er erfiðara að segja til um. Hafnarfjörður hefur sagt sig frá verkefninu þar sem kostnaður jókst við þátttöku í verkefninu og telja fulltrúar bæjarins sig geta rekið þjónustuna á hagkvæmari hátt án samreksturs. Kostnaður sveitarfélaganna hefur vissulega aukist en einnig hefur ýmislegt breyst með nýju verkefni, svo sem þjónustustigið hækkað ásamt því að nýir bílar voru teknir í notkun sem uppfylltu nýja öryggisstaðla. Erfitt er því að meta hið raunverulega fjárhagslega hagræði. Líklega verðum við að bíða og sjá hvernig kostnaður Hafnarfjarðar við þjónustuna muni verða í framtíðinni til að segja til um það. Heimildir: Bovens, M. (2007). Public accountability. Í E. Ferlie, L.E. Lynn Jr. og C. Pollitt (Ritstj.), The Oxford Handbook of Public Management (bls. 182-208). Oxford: University Press. Kettl., D.F. (2006). Managing boundaries in American administration: The collaboration imperative. Public Administration Review, 66, 10-19. Thompson, D.F. (2017). Designing responsibility: The problem of many hands in complex organizations. Í J. van den Hoven, S. Miller og T. Pogge (Ritstj.), The Design Turn in Applied Ethics (bls. 32-56). Oxford: University Press. Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu Framkvæmdastjórn Strætó bs. Eigendur Strætó bs. –sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu Stjórn Strætó bs. – kjörnir fulltrúar frá sveitarfélögum Ber ákvarðanir undir Hefur vald yfi r Setur stefnu Ber ákvarðanir undir Hefur vald yfi r Ber ákvarðanir undir Hefur vald yfi r Setur stefnu Framkvæmir Ber ábyrgð gagnvart Mynd 2 Ein heild í þína þágu LÁTTU OKKUR SJÁ UM HÝSINGU OG REKSTUR TÖLVUKERFA FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI www.trs.is - 480-3300

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.