Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 14
SVEITARSTJÓRNARMÁL Blönduð leið í rafkyntar dreifiveitur – sjóvarmi og lífmassi 14 Höfundur: Ragnar Ásmundsson, Varmalausnum ehf. Húshitun er yfirleitt ekki vandamál á Íslandi, enda búum við flest við jarðvarma og ef hann er ekki til staðar þá er kynt með raforku og í undantekningartilfellum með olíu. Vegna mikils kostnaðar við rafhitun er hún niðurgreidd af ríkissjóði til lögheimila. Varmadælur hafa víða verið notaðar til þess að spara raforku og nýlega var 10 MW sjóvarmadælustöð reist í Vestmannaeyjum til að spara umtalsverða raforku sem áður fór beint til hitunar á vatni í dreifiveitu. Sjórinn í Eyjum er hlýr á hérlendan mælikvarða og nýtni varmadælna í kaldari sjó er ekki eins mikil á Vestfjörðum og Austurlandi, sérstaklega ef gerð er krafa um að hita Frá Ísafirði. Ljósm.: Aron Gestsson á Unsplash. Nánari lýsing Gefum okkur að til sé þéttbýli við sjávarsíðu sem hefur dreifiveitu sem annar húshitun til helstu stofnana sveitarfélags, þar með talin íþróttahús og sundlaug. Kostnaður við rafhitun í dreifiveitunni er óheppilega mikill þrátt fyrir niðurgreiðslur eða góðan raforkusamning. Hvað er til ráða? Staðreynd: Sjóhiti sem notaður er í Vestmannaeyjum er nánast stöðugur við 7,8 °C allt árið. Frá Vestfjörðum og austur um land getur lægsti sjóhiti við strendur farið niður undir 1 °C. Ragnar Ásmundsson

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.