Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 15
SVEITARSTJÓRNARMÁL
15
vatn í nær 80 °C, eins og við eigum að venjast frá jarðvarmanum.
Húshitunarkostnaður er of hár á þessum stöðum (og víðar) og
við þurfum að finna ódýrari aðferðir til kyndingar án þess að tapa
þeim lífsgæðum sem við búum við.
Hér er bent á leið til að nýta varma frá sjó sem er kaldari en við
Vestmannaeyjar til upphitunar vatns en samt sem áður með
svipaðri hagkvæmni og þar er nú gert. Þetta næst með því að
hita vatnið ekki eins hátt með varmadælunum en skerpa svo á
því með lífmassaofnum. Lífmassaofnar eru gjörþekktir erlendis
en nýjung á Íslandi með tilkomu framleiðslu á viðarperlum í
umtalsverðu magni á Eskifirði (sjá einnig nýlega umfjöllun í
Bændablaðinu, 5. mars bls. 40).
Lausn
Varmadæla gæti með hagkvæmum hætti nýtt sér varma
úr köldum sjó ef ekki er gerð krafa um upphitun í hæstu
hitastigin, t.d. einungis í 65°C (til samanburðar við 77 °C í
Vestmannaeyjum). Lífmassaofn getur svo skerpt á hitanum upp
í 75 °C. Sá ofn væri einnig til vara ef varmadæla bilar eða við
rafmagnsleysi.
Kostnaður
Hægt væri að nota lífmassaofn alfarið til hitunar (án
varmadælu) ef viðarperlurnar væru á hagkvæmu verði. Slíkar
forsendur eru á Neskaupstað vegna nálægðar við framleiðsluna
á Eskifirði. Í flestum öðrum bæjum þyrfti að fara blandaða
leið, þ.e. varmadælur og lífmassaofn, til að hagkvæmni náist.
Búið er að skoða þessa leið nokkuð ítarlega á Seyðisfirði í
Evrópuverkefninu SMARTrenew. Án þess að rekja tæknilausnir
hér nákvæmlega, þá kostar slík samsett lausn um 200 Mkr og
rekstrartekjur væru 22 Mkr við tiltekna sviðsmynd sem gefin
var í verkefninu. Ekki var tekið tillit til niðurgreiðslna í þeim
útreikningum, enda hita rafkyntu dreifiveiturnar oft að stærstum
hluta húsnæði í eigu ríkis eða sveitarfélaga, sem ekki njóta
niðurgreiðslna. Hagkvæmni svona verkefnis er hæglega innan
við 15 ár.
Lokaorð
Með blandaðri leið er hægt að anna nánast allri orkuþörf til
hitunar með varmadælum og fá þá orku sem upp á vantar frá
viðarperlum. Nýting þeirra styður við skógrækt í landinu.
Lífma
ssaof
n
Varm
adæla
Heitt vatn út
Sjór inn
Mynd 1. Varmi frá sjó er nýttur í varmadælu til að hita upp vatn. Það
vatn er hitað upp enn meira í lífmassaofni.
Faraldurinn COVID-19 af völdum nýrrar
kórónaveiru hefur verið að breiðast hratt út.
Staðfest er að veiran smitast milli manna og
að hún getur valdið alvarlegum veikindum.
Í ljósi þessa lýsti embætti ríkislögreglustjóra
yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni
og embætti landlæknis vegna COVID-19.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út viðbragðs-
áætlun fyrir sambandið sem þjónar þeim tilgangi að vera
stjórnendum sambandsins til stuðnings um það hvernig
takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að
ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð
innan sambandsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu.
Á þessari síðu hefur sambandið einnig safnað saman
upplýsingum er varða sveitarfélögin sem og upplýsingar
sem margar hverjar eru aðgengilegar eru á vef
Landlæknisembættisins eða Almannavarna.
Slóðin á síðuna er: www.samband.is/covid-19.
Upplýsingasíða
sambandsins vegna
COVID-19 kórónaveirunnar