Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 2020, Blaðsíða 34
SVEITARSTJÓRNARMÁL 34 fyrir mikilli uppbyggingu. Tómas Ellert segir að innviðir hafi í raun og veru verið sprungnir þegar núverandi meirihluti tók við eftir kosningarnar 2018. „Það má segja að fyrrverandi meirihluti hafi sofið á verðinum á sínum tíma og því lendum við í því að framkvæma fyrir tvö kjörtímabil. Við þurfum að byggja nýjan grunnskóla og leikskóla og þörfin fyrir fjölnota íþróttahús er orðin mjög brýn. Þetta helgast af því að þeir sem flutt hafa á Selfoss eru að miklu leyti fjölskyldufólk með börn á grunnskólaaldri. Börnum á leikskólaaldri fjölgar einnig talsvert. Einnig flykkist hingað til okkar fólk sem komið er á efri ár, fólk sem er 65 ára og eldra. Það hefur í miklu mæli selt húsin sín á höfuðborgarsvæðinu og víðar og flutt hingað. Hér hefur fólk aðgang að allri þjónustu en ef eitthvað þarf að sækja til Reykjavíkur er það hægur vandi vegna nálægðarinnar. Hér er öflug verslun og margvísleg þjónusta sem uppfyllir allar daglegar þarfir íbúa. Við búum að því að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu á staðnum og við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands rís nú hjúkrunarheimili með 60 rýmum sem sveitarfélagið tekur þátt í að byggja. Þar verður góður kjarni fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu. Auk þess eru að rísa og hafa risið íbúðir fyrir 60 ára og eldri sem seldust allar á svipstundu. Við það losna fjölmörg einbýlishús í grónum hverfum. Við höfum dæmi um slík hverfi sem voru orðin nánast barnlaus fyrir fimm árum en þar eru nú börn í hverju húsi,“ segir Tómas Ellert. „Síðast þegar við bjuggum á höfuðborgarsvæðinu áttum við 110 fermetra íbúð í Hafnarfirði. Við vildum stækka við okkur vegna barnanna en leist ekki á að kaupa stærra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo við seldum íbúðina í Hafnarfirði og keyptum 200 fermetra hús hér á Selfossi með góðum bílskúr vorið 2018. Ég starfaði fyrir Reykjavíkurborg á þessum tíma og sótti vinnu þangað en starfa nú hér heima á Selfossi. Ég hef búið víða hér á Íslandi og erlendis en einhvern veginn endar maður alltaf hér í veðursældinni þar sem að ég hef búið í samtals um 35 ár af minni ævi. Konan er ekki héðan en hún sagði strax já þegar ég velti upp möguleikanum á að flytja hingað,“ segir hann. Innviðir springa Þegar íbúum fjölgar svo ört sem raun ber vitni í Sveitarfélaginu Árborg kemur að því á ákveðnum tímapunkti að innviðir sveitarfélagsins anna ekki eftirspurn eftir margvíslegri þjónustu. Sú er raunin í Árborg og sveitarfélagið stendur frammi Yfirlitsmynd frá Selfossi. Skolp rennur nú óhreinsað út í Ölfusá og við teljum að við svo búið megi ekki standa öllu lengur.”

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.