Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Síða 6

Skessuhorn - 22.04.2020, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 20206 Styrkja skátana BORGARBYGGÐ: Sveit- arstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum 8. apríl styrkveitingu til Skátafélags Borgarness, að fenginni til- lögu byggðarráðs. Styrkurinn hljóðar upp á 250 þúsund krón- ur. Jafnframt var samþykkt að styrkveitingar til skátafélagsins verði frá árinu 2020 í samræmi við styrki til UMSB og úthlut- unarreglur þeirra. -kgk Hraðabrotum fjölgar VESTURLAND: lögregl- an á Vesturlandi hefur orðið þess vör að umferð sé farin að aukast miðað við það sem verið hefur undanfarnar vikur. Fylgi- fiskur þess er að hraðakstursmál eru töluvert fleiri en verið hefur upp á síðkastið. Einn ökumaður var tekin á 127 km hraða á klst. á Vesturlandsvegi á móts við Munaðarnes og þarf að reiða fram 120 þús. krónur í sekt og fleiri voru stöðvaðir á um og yfir 120 km hraða í vikunni. Tilkynningar hafa borist um ölvun í heimahúsum, ágrein- ingsmál, ónæði og beiðnir um að fjarlægja fólk úr heimahús- um. lögregla sinnir þeim mál- um sem öðrum og vísar fólki út úr heimahúsum eftir atvikum ef það er ekki velkomið þar. Einn- ig hefur lögregla fengið nokkr- ar tilkynningar um ógætilegt aksturslag á götum úti í vik- unni. Til að mynda einn sem ók milli kanta og mjög rásandi á fimmtudaginn. lögregla kann- aði málið og reyndist ástand ökumannsins vera í lagi. Einn ökumaður var stöðvaður í um- dæminu í vikunni sem leið, þar sem hann ók sviptur ökurétt- indum. Málið er til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem viðkomandi á lögheimili. Tilkynnt var um hugsanlega ölvaðan ökumann í Borgarnesi á miðvikudag en þegar lögregla kannaði málið reyndist ökumaðurinn allsgáð- ur. -kgk Samfés þessa árs hefur verið aflýst LANDIÐ: Stjórn Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á íslandi, hef- ur tekið þá ákvörðun að aflýsa SamFestingnum 2020 vegna COVID-19. „í byrjun mars var ákveðið að fresta viðburð- inum til 22.-23. maí í þeirri von um að aðstæður yrðu þá aðrar. Þrátt fyrir ánægjuleg- ar fréttir um að dregið verði úr takmörkunum á samkom- um og skólahaldi næstu vik- ur leggur sóttvarnarlæknir í minnisblaði til heilbrigðis- ráðherra til að fjöldasamkom- ur hér á landi verði takmark- aðar við að hámarki tvö þús- und manns, að minnsta kosti út ágúst. Ungmennaráð Sam- fés, sem er skipað 27 lýðræð- islega kjörnum fulltrúum af öllu landinu hefur haft veg og vanda að dagskránni þar sem um 4500 ungmenni af öllu landinu koma saman á tónleik- um, leiktækjamóti og Söng- keppni Samfés. Ungt fólk af öllu landinu hefur verið að taka virkan þátt í starfi félags- miðstöðva til að tryggja sér miða á viðburðinn sem einn- ig er mjög mikilvægur í rekstri samtakanna. Við hlýðum Víði og hlökkum til sjá unga fólkið á SamFestingnum 2021,“ seg- ir í tilkynningu. -mm Samþykktu nýj- an samning LANDIÐ: Nýr kjarasamn- ingur landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna við ríkið var samþykktur síð- astliðinn föstudag í almennri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var 70,73%. Já sögðu 58,62%, nei sögðu 37,93% og 3,45% skil- uðu auðu. „Samningurinn var lagður fyrir vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og byggður á lífskjarasamningunum,“ segir í tilkynningu. -mm Spíttaður á stolnum bíl BORGARNES: Rétt eft- ir miðnætti á föstudag- inn var ökumaður stöðvað- ur við hringtorgið í Borgar- nesi. Reyndist hann aka und- ir áhrifum fíkniefna. Ökumað- ur viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna. Bíllinn sem hann ók reyndist vera stolinn, en hann hafði verið tekinn ófrjálsri hendi í Reykjavík. Fjórmenn- ingarnir voru síðan fluttir til Reykjavíkur og gistu fanga- geymslur þar. Málið er í rann- sókn. -kgk Alþingi hefur samþykkt að veita hálfum millarði króna til menn- ingarstarfs og skapandi greina, með sérstakri áherslu á sjálfstætt starf- andi listamenn, og öðrum hálfum milljarði króna til íþrótta- og æsku- lýðsstarfs, til að mæta áhrifum CO- VID-19. Að auki verður 100 millj- ónum króna varið til varðveislu menningararfs með sérstöku fram- lagi í Húsafriðunarsjóð. Stuðning- ur þessi byggir á þingsályktunar- tillögu um fjárfestingarátak stjórn- valda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfarald- ursins og var samþykkt á Alþingi 30. mars síðastliðinn. Hefðbundin menningarstarfsemi og íþrótta- og æskulýðsstarf hefur nánast lagst af á undanförnum vikum og stór hópur fólks og félaga orðið fyrir miklum tekjumissi. lilja D Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að mikilvægt sé að fjárveiting þessi skili sér hratt og vel út í samfélagið, svo hjólin haldi áfram að snúast og tjónið af núverandi aðstæðum verði sem minnst. „Heildaráhrif COVID-19 eiga eftir að skýrast og mögulega þarf meiri stuðningur að koma til svo þessi mikilvæga starf- semi blómstri. Við munum taka af- stöðu til þess þegar frekari upplýs- ingar liggja fyrir,“ sagði ráðherra. mm Nýverið fékk hjúkrunar- og dval- arheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi tímabundna heimild, til 1. októ- ber 2020, til að reka fjögur viðbót- ar hvíldarrými í Brákarhíð þannig að nú eru rýmin 56 sem má starfs- rækja á heimilinu, í stað 52 eins og verið hefur. „Þetta er fagnaðarefni og bindum við miklar vonir við að a.m.k. tvö þessara rýma verði gerð að varanlegum rýmum í haust. í þeirri trú erum við að hefja undir- búning að því að taka til lagfæringa tvö af þeim fjórum rýmum sem við höfum ítrekað nefnt við stjórn- völd að hægt væri að útbúa án mik- ils tilkostnaðar og fyrirvara í sam- anburði við að byggja ný rými frá grunni,“ segir Björn Bjarki Þor- steinsson framkvæmdastjóri í sam- tali við Skessuhorn. mm Fyrstu tvö bráðabirgða rýmin verða innréttuð á neðstu hæð Brákarhlíðar. Björn Bjarki Þorsteinsson stendur hér við innganginn inn á Tjörn. Tímabundin heimild til að fjölga hjúkrunarrýmum Milljarði varið til skapandi greina og íþrótta

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.