Morgunblaðið - 21.07.2020, Side 9

Morgunblaðið - 21.07.2020, Side 9
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Rósaræktin gengur alveg ótrúlega vel þegar haft er í huga að Ísland er við heimskautsbaug og hér er oft svalt og sviptingar miklar í veðri. Þetta sumar hefur líka verið einstaklega gróskumikið og garðurinn hér er fallegur yfir að líta,“ segir Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræð- ingur og ræktunarkona. Sjö tegundir sendar frá Póllandi Í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. júlí kl. 20, er í boði fræðsluganga um Grasagarð Reykjavíkur og Rósagarðinn í Laugardal – Borgargarðinn – þar sem skoðaðar verða og sagt frá algeng- ustu rósategundum og -yrkjum sem finnanleg eru á Íslandi. Ásta verður þar til frásagnar ásamt Hirti Þorbjörnssyni, forstöðumanni Grasagarðsins. Í fræðslugöngu kvöldsins mæt- ir fólk við aðalinngang Grasagarðsins, en Borgargarðurinn er þar skammt frá. Innan hans eru svo rósabeðin góðu, þar sem í sumar voru gróðursett ný yrki rósa sem Lukasz Roj- ewski í Konstantynów Łódzki í Póllandi gaf Ís- lendingum nýlega. „Við vorum nokkur héðan frá Íslandi sem fórum til Kaupmannahafnar fyrir tveimur ár- um á alþjóðlega ráðstefnu rósaræktenda. Þar hittum við Rojewski og sendingin frá honum kom í vor. Rósirnar hans, alls sjö tegundir, voru settar niður snemma sumars og dafna vel,“ sagði Ásta í gær, þegar Morgunblaðið hitti hana í Rósagarðinum. Þar blómstra nú fallega til dæmis Ivona og Spanish Caravan, hvoru tveggja yrki frá Póllandi sem eru ný á Íslandi. Garðurinn er fallegur yfir að líta – fal- in perla í miðri borginni. Grasagarðurinn er svo í raun heill heimur út af fyrir sig, fjöl- breytt flóra og þar koma margir til þess að sjá, njóta og upplifa. Vinsælt kaffihús er í garð- inum og margt fleira skemmtilegt sem gefur fólki ástæðu til þess að njóta. Betri skilyrði „Samfélag rósaræktenda á Íslandi er stórt. Hundruð tilheyra Rósaklúbbnum, Facebook- hópi fólks sem hefur yndi af þessari rækt. Við- burðurinn nú er kærkomið tækifæri þess fólks til þess að hittast og bera saman bækur sínar. Og það er um margt að ræða. Gróskan er mik- il og rósaræktun verður sífellt auðveldari og þar hefur hlýnun andrúmsloftsins áhrif. Þó að við gleðjumst yfir betri skilyrðum til rósa- ræktunar er ekki gert lítið úr afleiðingum loftslagsbreytinga annars staðar í heiminum, svo sem að ný skordýr herja á plöntur,“ segir Ásta Þorleifsdóttir. Rósarækt verður sífellt auðveldari Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rósir Björk Þorleifsdóttir, fræðslustjóri í Grasagarðinum í Laugardal, til vinstri, og Ásta, systir hennar, sem í kvöld ætlar að segja gestum Grasagarðsins frá því helsta um rósarækt.  Fræðsluganga í Laugardal í kvöld FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 39 milljarða króna á árinu 2019, en fjár- lög ársins höfðu hins vegar gert ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi. Var niðurstaða ríkissjóðs því 68 milljörð- um króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kemur fram í endur- skoðuðum ríkisreikningi ársins 2019 sem Fjársýsla ríkisins birti á dögun- um. Þar kemur einnig fram að skatt- tekjur ríkisins námu 654 milljörðum króna, en það er 44 milljörðum minna en áætlað var í fjárlögum. Þá námu tryggingagjöld tæpum 97 milljörðum samanborið við 101 milljarð sam- kvæmt fjárlögum. Aðrar tekjur skil- uðu ríkinu 76 milljörðum, samanborið við 93 milljarða samkvæmt fjárlög- um. Alls voru tekjur ríkisins því 64 milljörðum minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá voru gjöld ríkisins fjór- um milljörðum yfir áætlun. Stjórnvöld sýnt fyrirhyggju Í inngangi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að reikningnum segir að á árinu 2019 hafi liðið að lokum lengsta hagvaxt- arskeiðs í hagsögu Íslands, en það hafi varað samfellt í níu ár. Segir Bjarni að hraður uppgangur ferðaþjónustu hafi þar átt stóran hlut að máli, og að stjórnvöld hafi sýnt þá fyrir- hyggju að styrkja mjög fjárhag hins opinbera með ábyrgri fjármála- stefnu. Blikur hafi hins vegar verið á lofti á fyrri hluta ársins 2019 og ferðaþjón- ustan hafi mætt mótbyr sem nú sé ljóst að hafi einungis verið forleikur- inn að þeim þrengingum sem heims- faraldurinn hefur haft í för með sér. Engu að síður telji flestir spáaðilar að kreppan verði skammvinn og að efna- hagsbatinn muni hefjast þegar á árinu 2021. „Miklu varðar við þessar aðstæður að traust fjárhagsstaða ríkissjóðs og tiltrú á umgjörð efnahagsmála gera stjórnvöldum fært að bregðast við áfallinu af miklum þunga og mynda mótvægi og skjól fyrir fyrirtæki og heimili,“ segir Bjarni meðal annars í inngangi sínum og bætir við að ein helsta áskorun stjórnvalda verði að skapa góð skilyrði fyrir efnahagsbata og nýju hagvaxtarskeiði. Afkoman lakari um 68 milljarða  Lengsta hagvaxtarskeiðinu lokið Bjarni Benediktsson Þó það kunni að vera um einhver líkindi að ræða milli listaverks Marcus Lyall og herferðar Ís- landsstofu fær stofan ekki séð hvernig tímasetningar erindisins ganga upp. „Það er mjög erfitt að sjá hvernig verkefni sem hefur verið í vinnslu frá því um miðjan apríl getur byggt á hugverki sem var fyrst kynnt þann 16. júní,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu, sem hefur borist erindi frá Lyall þess efnis að markaðsaðgerðin Let it Out byggi á hugverki hans Scream the House Down sem staðið hefur yfir í London frá 16. júní. Í tilkynningu Íslandsstofu seg- ir að kynningum fyrir útboð markaðsverkefnisins Saman í sókn hafi verið skilað til Ríkis- kaupa 30. apríl, og stofan fengið kynningu á verkefninu þann 6. maí. Ljóst hafi mátt vera að þá hafi verið unnið að verkefninu í talsverðan tíma. Tímasetningarnar gangi ekki upp Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.