Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 32
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Því var fagnað víða um Ísland þegar hið fornfræga knattspyrnufélag Leeds Utd. tryggði sér þátttökurétt í ensku úrvaldsdeildinni um helgina eftir 16 ára fjarveru. Áhangendur félagsins hérlendis skipta þúsundum og hafa þeir haldið tryggð við félagið þrátt fyrir mis- jafnt gengi. Í hinum öfluga stuðn- ingsmannaklúbbi Leeds eru 775 skráðir félagar. Klúbburinn hefur staðið fyrir samkomum og fjölmenn- um ferðum á leiki Leeds. Stuðningsmenn félagsins eru í daglegu tali kallaðir Leedsarar. Í þeim hópi eru félagar í knatt- spyrnuliðinu Uglunni, sem stofnað var fyrir hálfri öld, eða árið 1969. Uglumenn höfðu pantað borð á Rauða ljóninu á sunnudaginn og ætl- uðu að horfa saman á leik Derby og Leeds. Fyrirfram var búist við því að þetta yrði úrslitaleikur fyrir Leeds en heilladísirnar gripu í taum- ana. Vegna hagstæðra úrslita í öðr- um leikjum hafði Leeds tryggt sér sigur í deildinni og sæti í úrvalsdeild áður en flautað var til leiksins. Uglumenn mættu engu að síður á Rauða ljónið til að fagna áfanganum. Reyndar var minna horft á leikinn en efni stóðu til enda ekkert í húfi. Þess í stað var mikið rætt um Leeds og rifjaðar upp gamlar minningar. Uglan var dæmigert lið síns tíma, stofnað af strákum sem áttu heima á Rauðalæk og Bugðulæk, segir Er- ling Ó. Aðalsteinsson ljósmyndari, aðspurður um tilurð félagsins. Leeds var á toppnum á Englandi á þessum árum og því ákváðu dreng- irnir að styðja það félag. Nafnið Ugl- an var sótt í merki félagsins, sem skartaði uglu. „Þá var ekki hægt að kaupa búninga svo við keyptum tau- merkin í Hellas á Skólavörðustíg. Svo voru keyptir hvítir bolir og mæður okkar saumuðu merkin á þá,“ segir Erling. Þeir Uglumenn skarta búningunum á minni mynd- inni. Til að fagna áfanganum voru pantaðir alvörubúningar frá Leeds, sem þeir klæðast á stærri myndinni. Liðsmenn Uglunnar hafa alltaf haldið tryggð við Leeds í meðbyr og mótbyr og eru vongóðir um gott gengi á næstu árum. „Við verðum alltaf Leedsarar,“ segir Erling. Ljósmynd/Aðalsteinn Dalmann Gylfason Uglan á Ljóninu 2020 Frá vinstri: Brynjar Jóhannesson, Jens Ágúst Jóhannesson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Aðalsteinn Dalmann Októsson (faðir Erlings og Gylfa), Erling Ó. Aðalsteinsson og Þorgeir Jóhannesson. Leedsarar í sigurvímu  Liðsmenn Uglunnar fögnuðu áfanganum vel Uglan 1970 Efri röð frá vinstri: Óskar Hlynsson, Erling Ó. Aðalsteinsson, Lýður Pétursson og Tryggvi Stefánsson. Neðri röð: Gylfi Dalmann Aðal- steinsson, bræðurnir: Brynjar Jóhannesson, Jens Ágúst Jóhannesson og Þorgeir Jóhannesson. Myndina tók faðir þeirra bræðra, Jóhannes. ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Guðjón Baldvinsson, sem er leikmaður sjöundu um- ferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta hjá Morg- unblaðinu, segir að Stjörnumenn hafi ekki látið sóttkví í tvær vikur slá sig út af laginu en þremur leikjum liðs- ins frestað. „Við æfðum hrikalega vel í samkomubann- inu og það má eiginlega segja að þetta hafi verið þrjú undirbúningstímabil; fyrir áramót, eftir kórónuveiruna og svo erum við aftur sendir út að hlaupa þegar mótið er hafið!“ segir Guðjón en í blaðinu í dag má einnig sjá úrvalslið 7. umferðar hjá Morgunblaðinu. »27 Vorum sendir aftur út að hlaupa eftir að mótið var hafið ÍÞRÓTTIR MENNING Myndlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason stendur þessa dagana að verkefni sem nefnist Yfir- gefin list og felst í því að listamaðurinn skilur verk sín eftir á víðavangi víðs vegar um landið. Guð- mundur tekur ljósmyndir og vinnur eingöngu með sjaldgæfa tegund útrunninna polaroidfilma. Viðfangs- efni hans eru að mestu leyti náttúra Íslands og segir hann um verkefnið að hann vilji að list sín fari heilan hring. „Ég skil verkin eftir á eða rétt hjá þeim stöðum þar sem myndirnar voru teknar, eða í það minnsta á stöðum sem hafa einhverja tengingu við þann stað þar sem myndin var tekin. Til dæmis hef ég skilið eftir tvær myndir sem voru teknar á sama eyðibýlinu, en aðeins önnur þeirra var skilin eftir þar, en hin var skilin eftir á öðru eyðibýli,“ segir Guðmundur sem mun næstu vikur og mánuði fara um landið og skilja verk sín eftir hér og þar. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á vef- slóðinni kuggur.com/2020/07/06/leaving-art/. Skilur verk sín eftir á víðavangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.