Morgunblaðið - 12.09.2020, Qupperneq 52
Unnur Birna Björnsdóttir, Björn Thoroddsen og Sigur-
geir Skafti Flosason leika blús, djass og rokk á tón-
leikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á morgun,
sunnudag, kl. 14. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð
til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ. Markmið tón-
leikanna er einnig að viðhalda staðnum sem menning-
arstað. „Allur ágóði rennur til styrktar staðnum sem
með tímanum mun vonandi verða aðdráttarafl fyrir
landsmenn sem og erlenda ferðamenn,“ segir í tilkynn-
ingu frá skipuleggjendum.
Djass í Hallgrímskirkju í Saurbæ
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í fyrsta skipti í þrjátíu ár stendur Liverpool frammi fyrir
því verkefni að eiga meistaratitil að verja í ensku knatt-
spyrnunni. Það hefst í dag þegar nýliðarnir í Leeds mæta
á Anfield í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Liverpool og
Manchester City hafa verið langbestu lið deildarinnar
undanfarin tvö ár og nú er spurningin hvort einhver lið,
og þá helst Chelsea og Manchester United, nái að veita
þeim keppni á komandi tímabili. »44
Verður Liverpool og Manchester
City ógnað í vetur?
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn bitnar mis-
jafnlega á fólki og Margrét Soffía
Björnsdóttir, listmálari í Reykja-
nesbæ, Sossa, kvartar ekki. „Ég er
mikið ein, vinn ein, geng ein, og far-
aldurinn hefur þannig séð ekki haft
nein áhrif á mig, nema hvað ég hef
fengið meira næði en áður til að
mála.“
Mörg undanfarin ár hefur Sossa
opnað vinnustofu sína fyrir gestum
og gangandi á Ljósanótt og sýnt verk
sín. Vegna faraldursins var engin há-
tíð um liðna helgi, en Sossa lét það
ekki stöðva sig, fylgdi ráðleggingum
þríeykisins í hvívetna og var með sýn-
inguna „Tveir metrar“ á vinnustof-
unni við Mánagötu 1.
„Ég ætlaði ekki að vera með sýn-
ingu,“ segir Sossa, „en þar sem fresta
varð fyrirhugaðri afmælissýningu í
Kaupmannahöfn nú í september
vegna veirunnar ákvað ég að opna
vinnustofuna og sýna verkin, sem ég
hef unnið í ár.“
Sossa ætlaði að sýna um 20 verk á
25 ára afmælissýningunni í Gallerí
Sct. Gertrud um næstu helgi. Mörg
þeirra seldust um helgina og því þarf
hún að safna í sarpinn á ný, en gert er
ráð fyrir því að sýningin ytra verði í
vor.
Ástand og upplifun
Fólk er áberandi í verkum Sossu
og heiti sýningarinnar var nærtækt.
„Ég litast af ástandinu og það sem ég
upplifi endar í málverkum,“ segir
hún. „Ég mála gjarnan fólk og per-
sónurnar eru venjulega þétt saman
en nú var langt á milli þeirra. Eðli-
lega.“
Myndlist hefur fylgt Sossu frá
barnsaldri. „Bestu myndirnar mínar
gerði ég þegar ég var fimm ára og
þær hanga uppi á vegg hjá mér,“ seg-
ir hún sposk. Bætir við að mikill list-
áhugi hafi verið og sé í fjölskyldunni
og faðir hennar, séra Björn Jónsson,
hafi hvatt hana manna mest í list-
sköpuninni. „Ég ólst upp á miklu
menningarheimili og þótt hann hafi
fyrst og fremst safnað bókum á ég
einn stein sem hann tálgaði í sem
strákur.“
Eftir útskrift frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands fór Sossa í
framhaldsnám í listaháskóla í Kaup-
mannahöfn og tók síðan masterinn
við listaháskóla í Boston. Hún hefur
haldið margar sýningar heima og er-
lendis og verið verðlaunuð í bak og
fyrir. Hún var á Fulbright-styrk fyrir
fjórum árum og kenndi málun, eina
önn við Green River College í Au-
burn. Hún fékk Súluna 2018, menn-
ingarverðlaun Reykjanesbæjar, sem
veitt eru árlega fyrir stuðning við
menningarlíf sveitarfélagsins. „Til að
byrja með var ég aðallega í grafík,
fyrsta sýningin mín var grafíksýning,
en þegar ég fór í mastersnámið 1990
byrjaði ég að mála með litum. Fram
að því var ég bara svarthvít.“
Sossa segir að mjög gaman sé að
mála, það sé meira lifandi en grafíkin.
Hins vegar hafi hún hug á að fara aft-
ur í grafíkina með það sem hún hafi
lært, sé komin með pressu og sé í
startholunum. „Málverkið á samt bet-
ur við mig,“ áréttar hún. Hún vilji liti
og húmor, því nóg sé af hinu í sam-
félaginu. „Maður á að vera glaður
þegar maður horfir á myndlist, jafn-
vel brosa. Ég mála það sem ég upplifi,
mikið konur. Ætli ég sé ekki alltaf að
mála sjálfa mig!“
Tveir metrar hjá Sossu
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Tveir metrar Sossa fer að ráðleggingum þríeykisins í þessu verki sínu.
Listakonan fer að ráðleggingum þríeykisins í sköpuninni
Vill gleðja fólk með myndlistinni og fá það til að brosa
List Sossa og Viggó, barnabarn hennar, á fullu í vinnustofunni.