Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 6
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allsherjarþing sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í höfuðstöðvum sam- takanna í New York. Faraldur kór- ónuveirunnar setur að sjálfsögðu sinn svip á þinghaldið. Mun færri fulltrúar sitja þingið en alla jafna og viðstaddir bera andlitsgrímu. En það breytist ekki að fundarhamarinn Ásmundarnautur er á sínum stað í þingsalnum, gjöf Íslendinga til sam- takanna. Hefð er fyrir því að forseti þingsins hverju sinni taki við hamr- inum sem tákni um að hann hafi tekið við stjórn þingsins. Ráðherravika allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fer fram með blönduðum hætti að þessu sinni, sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu. Fastanefnd Íslands gagnvart SÞ, undir forsæti Jörundar Valtýssonar fastafulltrúa, sinnir við- burðum á staðnum en vegna kórónu- veirufaraldursins stendur ekki til að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands taki þátt í þinginu nema í gegnum fjar- fundarbúnað og með myndbands- ávörpum. Þá munu alþingismenn ekki sækja þingið að þessu sinni, eins og venjan hefur verið undanfarna áratugi. Ræður ráðherra teknar upp Ráðherravikan hófst með sér- stökum 75 ára afmælisfundi Samein- uðu þjóðanna mánudaginn 21. sept- ember og var upptaka með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra leikin á fundinum. Forsætis- ráðherra tekur einnig þátt í fundi um jafnréttismál 1. október nk. en all- nokkur fjöldi funda og hliðarviðburða fer fram með þátttöku fulltrúa Ís- lands. Guðlaugur Þ. Þórðarson utanríkis- ráðherra ávarpar allsherjarþingið venju samkvæmt og verður upptaka með ávarpinu flutt þar 29. september nk. Hann tekur einnig þátt í hliðar- viðburði um málefni hinsegin fólks miðvikudaginn 23. september á veg- um sérstaks kjarnahóps um þau mál- efni, sem Ísland fékk aðild að í maí sl. Hann mun einnig ávarpa fund sér- staks bandalags um fjölþjóða- samvinnu, „Alliance for multilateral- ism“, sem fer fram rafrænt kl. 14-17 að íslenskum tíma nk. föstudag. Þá er stefnt að þátttöku Guð- mundar Inga Guðbrandssonar um- hverfis- og auðlindaráðherra á ráð- herrafundi um líffræðilegan fjöl- breytileika sem fer fram 30. september. 75. allsherjarþing SÞ var sett með formlegum hætti í síðustu viku. Við setninguna var Volkan Bozkir settur formlega í embætti forseta allsherj- arþingsins en hann tók við fund- arhamrinum og gjöf Íslands, Ásmundarnaut, úr hendi Tijjanis Mu- hammad-Bandes, fráfarandi forseta. Ásmundur Sveinsson skar út Hamarinn er nefndur eftir Ás- mundi Sveinssyni sem skar út hamar sem Ísland afhenti Sameinuðu þjóð- unum að gjöf árið 1952. Sá hamar brotnaði og árið 2005 færði Ísland SÞ annan hamar, sem er eftirlíking af hinum fyrri. Sigríður Kristjánsdóttir, Sigga á Grund í Villingaholtshreppi, skar út þann hamar. „Hann er í notkun og er raunar ánægjulegt að geta skýrt frá því að þegar nýr forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna tekur verið störfum á hausti hverju gerist það með þeim táknræna hætti að fráfar- andi forseti þingsins afhendir hinum nýkjörna hamarinn góða, gjöf Ís- lands, Ásmundarnaut,“ segir á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Fulltrúar úr fastanefnd Íslands í New York sitja að þessu sinni í fremstu röð í sal allsherjarþingsins en sá háttur er hafður á í aðdraganda þingsins að dregið er um hvaða ríki situr fremst í salnum. Önnur ríki rað- ast svo í stafrófsröð þar á eftir. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, 193 að tölu, eiga öll sæti á þinginu. Ljósmynd/SÞ Veifar hamrinum Volkan Bozkir tekur við embætti þingforseta af Tijjani Muhammad-Bande við setningu þingsins. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fylgist með. Vegna heimsfaraldursins eru viðstaddir með grímu. Ásmundarnautur á sínum stað á allsherjarþingi SÞ  Ráðherrar sækja ekki þingið í ár  Fastanefnd Íslands situr í fremstu röð 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is 2020 HAUST Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tvær grímur fóru að renna á konu nokkra á höfuðborgarsvæðinu þegar hún fékk skilaboð og hringingar frá fjölda áhyggjufullra og dómharðra vina eftir að grín vinkonu hennar fór úr böndunum. Hafði vinkonan stofn- að svokallaða hópfjármögnunarsíðu eftir að konan tjáði vinkonu sinni að hún þyrfti að selja annan af tveimur bílum fjölskyldunnar og er bíllinn í dýrari kantinum. Vinkonan taldi sig vera að gera augljóst grín ætlað innsta hring en annað kom á daginn. „Ég er búin að vera með í mag- anum síðan í gær. Þetta var rosa- fyndið í fyrradag þegar ég sagði vin- konu minni að ég þyrfti að selja bílinn minn. Hún sagði „guð minn góður, ég þarf að setja á fót allsherj- arsöfnun fyrir þig“, segir konan sem ekki vill láta nafns getið. Hún segir að hópfjármögnunar- síðan hafi fengið að standa fram á kvöld og henni verið deilt á Insta- gram en svo hafi hún verið tekin nið- ur. Taldi hún framsetninguna þess eðlis að allir myndu átta sig á því að hér væri um grín að ræða. „Ég er í vinnu og hef það ágætt. Meira að segja mömmu fannst þetta fyndið þangað til fólk fór að hringja. Þetta var einfaldlega grín sem gekk allt of langt.“ Á hópfjármögnunarsíðunni var mynd af konunni með börnum sínum og tekið fram að greiða ætti niður námslán með söfnuninni en konan segir að námslán hennar og eigin- mannsins séu þegar greidd og því hafi þetta verið algjörlega úr lausu lofti gripið. „Ég er gjörsamlega í rusli yfir þessu. Þetta var rosalega fyndið í svona korter,“ segir konan. „Gjörsamlega í rusli yfir þessu“  Grín fór úr böndunum  Bjó til hópfjármögnunarsíðu fyrir námslán Morgunblaðið/Golli Netgrín Fólk getur lagt ólíkan skilning í það sem það sér. Útgjöld hins opinbera til íþrótta og tómstundastarfs eru mun hærri hér á landi en í nokkru öðru Evrópulandi sem nýbirtar tölur Eurostat, Hag- stofu Evrópusambandsins, ná til. Hlutur íþrótta og tómstunda af út- gjöldum hins opinbera er lang- hæstur á Íslandi í samanburði við 30 önnur Evrópuríki og var 3,7% af heildarútgjöldunum á árinu 2018. Ís- land er einnig í efsta sæti ef útgjöld- unum er deilt niður á íbúa umreikn- að í evrur. Hér voru framlögin 963 evrur á íbúa á árinu 2018 og situr Lúxemborg í öðru sæti með 500 evr- ur á íbúa. Soffía Ámundadóttir, for- maður íþróttanefndar menntamála- ráðuneytisins, segir ánægjulegt að stjórnvöld styðji svona vel við íþrótt- ir á Íslandi, þegar tölurnar eru born- ar undir hana. ,,Á þessum for- dæmalausu tímum tel ég þetta bestu leiðina við að vinna gegn þunglyndi og einangrun landsmanna. Forvörn í gegnum íþróttir er sterkt vopn,“ segir hún. omfr@mbl.is Opinber útgjöld til íþrótta og tómstunda Evrur á íbúa í löndum Evrópu Ísland Lúxemborg Noregur Svíþjóð Sviss Finnland Frakkland Holland Danmörk Belgía Austurríki ESB-meðaltal Þýskaland Spánn Ítalía Grikkland Írland Bretland Pólland Portúgal Lettland Litháen Slóvakía Rúmenía Búlgaría 963 500 307 259 245 226 204 202 201 162 122 113 evrur á hvern íbúa 101 100 75 68 64 62 59 52 45 35 31 30 11 H e im ild : E u ro st a t Framlögin langhæst hér á landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.