Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allsherjarþing sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í höfuðstöðvum sam- takanna í New York. Faraldur kór- ónuveirunnar setur að sjálfsögðu sinn svip á þinghaldið. Mun færri fulltrúar sitja þingið en alla jafna og viðstaddir bera andlitsgrímu. En það breytist ekki að fundarhamarinn Ásmundarnautur er á sínum stað í þingsalnum, gjöf Íslendinga til sam- takanna. Hefð er fyrir því að forseti þingsins hverju sinni taki við hamr- inum sem tákni um að hann hafi tekið við stjórn þingsins. Ráðherravika allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fer fram með blönduðum hætti að þessu sinni, sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu. Fastanefnd Íslands gagnvart SÞ, undir forsæti Jörundar Valtýssonar fastafulltrúa, sinnir við- burðum á staðnum en vegna kórónu- veirufaraldursins stendur ekki til að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands taki þátt í þinginu nema í gegnum fjar- fundarbúnað og með myndbands- ávörpum. Þá munu alþingismenn ekki sækja þingið að þessu sinni, eins og venjan hefur verið undanfarna áratugi. Ræður ráðherra teknar upp Ráðherravikan hófst með sér- stökum 75 ára afmælisfundi Samein- uðu þjóðanna mánudaginn 21. sept- ember og var upptaka með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra leikin á fundinum. Forsætis- ráðherra tekur einnig þátt í fundi um jafnréttismál 1. október nk. en all- nokkur fjöldi funda og hliðarviðburða fer fram með þátttöku fulltrúa Ís- lands. Guðlaugur Þ. Þórðarson utanríkis- ráðherra ávarpar allsherjarþingið venju samkvæmt og verður upptaka með ávarpinu flutt þar 29. september nk. Hann tekur einnig þátt í hliðar- viðburði um málefni hinsegin fólks miðvikudaginn 23. september á veg- um sérstaks kjarnahóps um þau mál- efni, sem Ísland fékk aðild að í maí sl. Hann mun einnig ávarpa fund sér- staks bandalags um fjölþjóða- samvinnu, „Alliance for multilateral- ism“, sem fer fram rafrænt kl. 14-17 að íslenskum tíma nk. föstudag. Þá er stefnt að þátttöku Guð- mundar Inga Guðbrandssonar um- hverfis- og auðlindaráðherra á ráð- herrafundi um líffræðilegan fjöl- breytileika sem fer fram 30. september. 75. allsherjarþing SÞ var sett með formlegum hætti í síðustu viku. Við setninguna var Volkan Bozkir settur formlega í embætti forseta allsherj- arþingsins en hann tók við fund- arhamrinum og gjöf Íslands, Ásmundarnaut, úr hendi Tijjanis Mu- hammad-Bandes, fráfarandi forseta. Ásmundur Sveinsson skar út Hamarinn er nefndur eftir Ás- mundi Sveinssyni sem skar út hamar sem Ísland afhenti Sameinuðu þjóð- unum að gjöf árið 1952. Sá hamar brotnaði og árið 2005 færði Ísland SÞ annan hamar, sem er eftirlíking af hinum fyrri. Sigríður Kristjánsdóttir, Sigga á Grund í Villingaholtshreppi, skar út þann hamar. „Hann er í notkun og er raunar ánægjulegt að geta skýrt frá því að þegar nýr forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna tekur verið störfum á hausti hverju gerist það með þeim táknræna hætti að fráfar- andi forseti þingsins afhendir hinum nýkjörna hamarinn góða, gjöf Ís- lands, Ásmundarnaut,“ segir á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Fulltrúar úr fastanefnd Íslands í New York sitja að þessu sinni í fremstu röð í sal allsherjarþingsins en sá háttur er hafður á í aðdraganda þingsins að dregið er um hvaða ríki situr fremst í salnum. Önnur ríki rað- ast svo í stafrófsröð þar á eftir. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, 193 að tölu, eiga öll sæti á þinginu. Ljósmynd/SÞ Veifar hamrinum Volkan Bozkir tekur við embætti þingforseta af Tijjani Muhammad-Bande við setningu þingsins. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fylgist með. Vegna heimsfaraldursins eru viðstaddir með grímu. Ásmundarnautur á sínum stað á allsherjarþingi SÞ  Ráðherrar sækja ekki þingið í ár  Fastanefnd Íslands situr í fremstu röð 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is 2020 HAUST Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tvær grímur fóru að renna á konu nokkra á höfuðborgarsvæðinu þegar hún fékk skilaboð og hringingar frá fjölda áhyggjufullra og dómharðra vina eftir að grín vinkonu hennar fór úr böndunum. Hafði vinkonan stofn- að svokallaða hópfjármögnunarsíðu eftir að konan tjáði vinkonu sinni að hún þyrfti að selja annan af tveimur bílum fjölskyldunnar og er bíllinn í dýrari kantinum. Vinkonan taldi sig vera að gera augljóst grín ætlað innsta hring en annað kom á daginn. „Ég er búin að vera með í mag- anum síðan í gær. Þetta var rosa- fyndið í fyrradag þegar ég sagði vin- konu minni að ég þyrfti að selja bílinn minn. Hún sagði „guð minn góður, ég þarf að setja á fót allsherj- arsöfnun fyrir þig“, segir konan sem ekki vill láta nafns getið. Hún segir að hópfjármögnunar- síðan hafi fengið að standa fram á kvöld og henni verið deilt á Insta- gram en svo hafi hún verið tekin nið- ur. Taldi hún framsetninguna þess eðlis að allir myndu átta sig á því að hér væri um grín að ræða. „Ég er í vinnu og hef það ágætt. Meira að segja mömmu fannst þetta fyndið þangað til fólk fór að hringja. Þetta var einfaldlega grín sem gekk allt of langt.“ Á hópfjármögnunarsíðunni var mynd af konunni með börnum sínum og tekið fram að greiða ætti niður námslán með söfnuninni en konan segir að námslán hennar og eigin- mannsins séu þegar greidd og því hafi þetta verið algjörlega úr lausu lofti gripið. „Ég er gjörsamlega í rusli yfir þessu. Þetta var rosalega fyndið í svona korter,“ segir konan. „Gjörsamlega í rusli yfir þessu“  Grín fór úr böndunum  Bjó til hópfjármögnunarsíðu fyrir námslán Morgunblaðið/Golli Netgrín Fólk getur lagt ólíkan skilning í það sem það sér. Útgjöld hins opinbera til íþrótta og tómstundastarfs eru mun hærri hér á landi en í nokkru öðru Evrópulandi sem nýbirtar tölur Eurostat, Hag- stofu Evrópusambandsins, ná til. Hlutur íþrótta og tómstunda af út- gjöldum hins opinbera er lang- hæstur á Íslandi í samanburði við 30 önnur Evrópuríki og var 3,7% af heildarútgjöldunum á árinu 2018. Ís- land er einnig í efsta sæti ef útgjöld- unum er deilt niður á íbúa umreikn- að í evrur. Hér voru framlögin 963 evrur á íbúa á árinu 2018 og situr Lúxemborg í öðru sæti með 500 evr- ur á íbúa. Soffía Ámundadóttir, for- maður íþróttanefndar menntamála- ráðuneytisins, segir ánægjulegt að stjórnvöld styðji svona vel við íþrótt- ir á Íslandi, þegar tölurnar eru born- ar undir hana. ,,Á þessum for- dæmalausu tímum tel ég þetta bestu leiðina við að vinna gegn þunglyndi og einangrun landsmanna. Forvörn í gegnum íþróttir er sterkt vopn,“ segir hún. omfr@mbl.is Opinber útgjöld til íþrótta og tómstunda Evrur á íbúa í löndum Evrópu Ísland Lúxemborg Noregur Svíþjóð Sviss Finnland Frakkland Holland Danmörk Belgía Austurríki ESB-meðaltal Þýskaland Spánn Ítalía Grikkland Írland Bretland Pólland Portúgal Lettland Litháen Slóvakía Rúmenía Búlgaría 963 500 307 259 245 226 204 202 201 162 122 113 evrur á hvern íbúa 101 100 75 68 64 62 59 52 45 35 31 30 11 H e im ild : E u ro st a t Framlögin langhæst hér á landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.