Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin mun halda áfram með þá vegagerð á Vestfjarðavegi sem búið er að undirbúa, það er í Gufu- firði og þverun Þorskafjarðar, og áfram verður unnið að undirbúningi nýs vegar yfir Gufufjörð og Djúpa- förð og um Teigsskóg. Ekki hafa tekist samningar við landeigendur á síðastnefnda svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru nokkurra aðila til ógildingar á fram- kvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur gaf út til handa Vegagerðinni vegna nýs vegar á milli Skálaness og Bjarkalundar. Vegagerðin fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 10 kílómetra stytting Magnús Valur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að nú hafi Vegagerðin gilt framkvæmdaleyfi og muni vinna í samræmi við það. Framkvæmdir eru þegar hafnar við stuttan kafla í Gufufirði, kafla sem nýtast mun umferðinni að miklu leyti, hvernig sem fer með aðal- framkvæmdina. Hann segir stefnt að því að bjóða út í haust eða fyrri- hluta vetrar fyrsta stóra áfangann sem er þverun Þorskafjarðar. Tekur hann fram að samningum við land- eigendur sé ekki að fullu lokið en bindur vonir við að þeir takist á næstunni. Sú framkvæmd styttir leiðina um 10 km. Raunar var ætl- unin að byrja hinum megin frá, á þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar og lagningu vegar á strönd Þorska- fjarðar um Teigsskóg en óvissan um leyfin breytti forgangsröðun Vega- gerðarinnar. Magnús segir að enn sé verið að vinna í samningum við land- eigendur um stóru framkvæmdina, við þveranir og veg um Teigsskóg. Samningar hafi ekki tekist en nú verði látið á það reyna til þrautar. Ef samningar nást ekki verði óskað eft- ir heimild til eignarnáms þess lands sem þurfi fyrir veginn. Ekki er víst að öllum hindrunum hafi verið rutt úr vegi með úrskurð- inum í fyrradag. Kærendur geta lát- ið reyna á málið fyrir dómstólum. Þá geta þolendur hugsanlegs eignar- náms varist því fyrir dómstólum, ef þeir telja ástæðu til. Reynt til þrautar að ná samningum  Undirbúið útboð á þverun Vestfjarðavegar í Þorskafirði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafarland Birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi og nágrenni. Dj úp ifjö rð ur Gufu- fjörður Þor ska fjör ður Þo rs ka fjö rð ur B erufjörður Skálanes Teigs skóg ur Hja llah áls Gufudalssveit Grónes Hallsteinsnes Ódrjúgs- háls Leið Þ-H um Teigsskóg Núverandi vegur Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Loftmyndir ehf. Alls 37 smit af kórónuveirunni greindust á landinu í fyrradag, þar af 26 meðal fólks sem var utan sóttkví- ar. Þrettán úr þessum hópi sýktra eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjör- gæsludeild. Fjöldi smita er þessa stundina í línulegum vexti, það er svipaður frá degi til dags. Væri fjölg- unin til dæmis 50% milli daga mætti tala um veldisvöxt, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. Starfsmaður Krabbameinsfélags Íslands var í gær greindur smitaður af COVID-19 og átta samstarfsmenn viðkomandi voru í kjölfarið sendir í sóttkví. Það var gert í fyrirbyggjandi skyni.„Smitrakningarteymið hefur gripið til ráðstafana og þeir sem talið er að gætu hafa smitast voru sendir heim,“ segir Sigríður Sólan Guð- laugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins. 605 með virk smit Alls 605 manns voru í gær í ein- angrun með virk smit og 1.845 í sóttkví. Í skimunarsóttkví voru 1.577 manns. Til skoðunar er að koma með hertari reglur um lokanir og fjöl- dtakmarkanir, líkar því sem gildu á útmánuðum þegar fyrsta bylgja kór- ónuveirufaldurs gekk yfir. Um slíkar ráðstafanir segir Þór- ólfur Guðnason að fólk sem ráði mál- um sé núna að bera saman bækur – og ná þurfi lendingu. Spurður hvort aðgerðir verði ekki hertar nema veldisvöxtur komi til eða að ástandið verði Landspítalanum óviðráðanlegt segir hann aðgerðir muni væntan- lega ráðast af þessu tvennu. Horfa þurfi til margra þátta. Margir séu veikir og haldi sú þróun áfram verði meiri þungi í starfsemi sjúkrahús- anna sem eru í lykilhlutverki í bar- áttunni. Veiran er enn þá í línulegum vexti  Margir smitast ut- an sóttkvíar  37 greindust í fyrradag Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóttvarnalæknir Þórólfur skoðar að varnaraðgerðir verði hertar. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta hefur verið alveg ótrúlega gaman, nýtt og skemmtilegt æv- intýri og maður að upplifa bæinn á annan hátt en vant er,“ segja þeir Sigurður Þorri Gunnarsson og Logi Bergmann sem sendu síðdegisþátt sinn á útvarpsstöðinni K100 út frá veitingastaðnum Verksmiðjunni á Akureyri í gær. Þeir félagar kölluðu sig auðvitað son og tengdason Akur- eyrar og voru hæstánægðir með þá nafngift. K100 kynnir um þessar mundir skemmtilega áfangastaði í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Við elskum Ísland“ þar sem út- varpsmenn stöðvarinnar fara í stutt- ar helgarferðir og kanna hvað er í boði fyrir hlustendur á hverjum stað. Það væsti ekki um þá félaga á Verksmiðjunni, matur borinn fram í stórum stíl og máttu þeir hafa sig alla við að smakka á herlegheitunum sem þeir vitanlega luku lofsorði á. Hinir og þessir gestir mættu hressir og kátir í útsendinguna og ræddu málefni tengd Akureyri. Útvarpsmennirnir voru líka sam- mála um að ferðin í gamla heimabæ Sigurðar hefði lukkast einkar vel og dekrað verið við þá á alla lund, enda standa nú yfir Dekurdagur í þeim ágæta bæ og fólk hvatt til að gera vel við sig af því tilefni. Morgunblaðið/Margrét Þóra Stemning Siggi Gunnars og Logi Bergmann á útvarpsstöðinni K100 voru í góðum gír í útsendingu á veitingastaðnum Verksmiðjunni á Akureyri í gær. Dekrað við Sigga og Loga á Akureyri  K100 sendi út frá Akureyri í gær Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna í miskabætur fyrir að hafa beitt þáverandi sambýlis- konu sína grófu ofbeldi og nauðgað henni í íbúðargámi þar sem þau höfðu dvalarstað. Veittist maðurinn ítrekað að konunni með ofbeldi og nauðgun á eins og hálfs sólarhrings tímabili. Staðfesti Landsréttur með þessu dóm héraðsdóms í málinu. Maðurinn sló konuna meðal ann- ars ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, risti skurð á læri hennar, ýtti henni og tók hana kverkataki þar til hún gat ekki andað. Fimm ára dómur staðfestur í Landsrétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.