Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin mun halda áfram með þá vegagerð á Vestfjarðavegi sem búið er að undirbúa, það er í Gufu- firði og þverun Þorskafjarðar, og áfram verður unnið að undirbúningi nýs vegar yfir Gufufjörð og Djúpa- förð og um Teigsskóg. Ekki hafa tekist samningar við landeigendur á síðastnefnda svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru nokkurra aðila til ógildingar á fram- kvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur gaf út til handa Vegagerðinni vegna nýs vegar á milli Skálaness og Bjarkalundar. Vegagerðin fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 10 kílómetra stytting Magnús Valur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að nú hafi Vegagerðin gilt framkvæmdaleyfi og muni vinna í samræmi við það. Framkvæmdir eru þegar hafnar við stuttan kafla í Gufufirði, kafla sem nýtast mun umferðinni að miklu leyti, hvernig sem fer með aðal- framkvæmdina. Hann segir stefnt að því að bjóða út í haust eða fyrri- hluta vetrar fyrsta stóra áfangann sem er þverun Þorskafjarðar. Tekur hann fram að samningum við land- eigendur sé ekki að fullu lokið en bindur vonir við að þeir takist á næstunni. Sú framkvæmd styttir leiðina um 10 km. Raunar var ætl- unin að byrja hinum megin frá, á þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar og lagningu vegar á strönd Þorska- fjarðar um Teigsskóg en óvissan um leyfin breytti forgangsröðun Vega- gerðarinnar. Magnús segir að enn sé verið að vinna í samningum við land- eigendur um stóru framkvæmdina, við þveranir og veg um Teigsskóg. Samningar hafi ekki tekist en nú verði látið á það reyna til þrautar. Ef samningar nást ekki verði óskað eft- ir heimild til eignarnáms þess lands sem þurfi fyrir veginn. Ekki er víst að öllum hindrunum hafi verið rutt úr vegi með úrskurð- inum í fyrradag. Kærendur geta lát- ið reyna á málið fyrir dómstólum. Þá geta þolendur hugsanlegs eignar- náms varist því fyrir dómstólum, ef þeir telja ástæðu til. Reynt til þrautar að ná samningum  Undirbúið útboð á þverun Vestfjarðavegar í Þorskafirði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafarland Birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi og nágrenni. Dj úp ifjö rð ur Gufu- fjörður Þor ska fjör ður Þo rs ka fjö rð ur B erufjörður Skálanes Teigs skóg ur Hja llah áls Gufudalssveit Grónes Hallsteinsnes Ódrjúgs- háls Leið Þ-H um Teigsskóg Núverandi vegur Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Loftmyndir ehf. Alls 37 smit af kórónuveirunni greindust á landinu í fyrradag, þar af 26 meðal fólks sem var utan sóttkví- ar. Þrettán úr þessum hópi sýktra eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjör- gæsludeild. Fjöldi smita er þessa stundina í línulegum vexti, það er svipaður frá degi til dags. Væri fjölg- unin til dæmis 50% milli daga mætti tala um veldisvöxt, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. Starfsmaður Krabbameinsfélags Íslands var í gær greindur smitaður af COVID-19 og átta samstarfsmenn viðkomandi voru í kjölfarið sendir í sóttkví. Það var gert í fyrirbyggjandi skyni.„Smitrakningarteymið hefur gripið til ráðstafana og þeir sem talið er að gætu hafa smitast voru sendir heim,“ segir Sigríður Sólan Guð- laugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins. 605 með virk smit Alls 605 manns voru í gær í ein- angrun með virk smit og 1.845 í sóttkví. Í skimunarsóttkví voru 1.577 manns. Til skoðunar er að koma með hertari reglur um lokanir og fjöl- dtakmarkanir, líkar því sem gildu á útmánuðum þegar fyrsta bylgja kór- ónuveirufaldurs gekk yfir. Um slíkar ráðstafanir segir Þór- ólfur Guðnason að fólk sem ráði mál- um sé núna að bera saman bækur – og ná þurfi lendingu. Spurður hvort aðgerðir verði ekki hertar nema veldisvöxtur komi til eða að ástandið verði Landspítalanum óviðráðanlegt segir hann aðgerðir muni væntan- lega ráðast af þessu tvennu. Horfa þurfi til margra þátta. Margir séu veikir og haldi sú þróun áfram verði meiri þungi í starfsemi sjúkrahús- anna sem eru í lykilhlutverki í bar- áttunni. Veiran er enn þá í línulegum vexti  Margir smitast ut- an sóttkvíar  37 greindust í fyrradag Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóttvarnalæknir Þórólfur skoðar að varnaraðgerðir verði hertar. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta hefur verið alveg ótrúlega gaman, nýtt og skemmtilegt æv- intýri og maður að upplifa bæinn á annan hátt en vant er,“ segja þeir Sigurður Þorri Gunnarsson og Logi Bergmann sem sendu síðdegisþátt sinn á útvarpsstöðinni K100 út frá veitingastaðnum Verksmiðjunni á Akureyri í gær. Þeir félagar kölluðu sig auðvitað son og tengdason Akur- eyrar og voru hæstánægðir með þá nafngift. K100 kynnir um þessar mundir skemmtilega áfangastaði í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Við elskum Ísland“ þar sem út- varpsmenn stöðvarinnar fara í stutt- ar helgarferðir og kanna hvað er í boði fyrir hlustendur á hverjum stað. Það væsti ekki um þá félaga á Verksmiðjunni, matur borinn fram í stórum stíl og máttu þeir hafa sig alla við að smakka á herlegheitunum sem þeir vitanlega luku lofsorði á. Hinir og þessir gestir mættu hressir og kátir í útsendinguna og ræddu málefni tengd Akureyri. Útvarpsmennirnir voru líka sam- mála um að ferðin í gamla heimabæ Sigurðar hefði lukkast einkar vel og dekrað verið við þá á alla lund, enda standa nú yfir Dekurdagur í þeim ágæta bæ og fólk hvatt til að gera vel við sig af því tilefni. Morgunblaðið/Margrét Þóra Stemning Siggi Gunnars og Logi Bergmann á útvarpsstöðinni K100 voru í góðum gír í útsendingu á veitingastaðnum Verksmiðjunni á Akureyri í gær. Dekrað við Sigga og Loga á Akureyri  K100 sendi út frá Akureyri í gær Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna í miskabætur fyrir að hafa beitt þáverandi sambýlis- konu sína grófu ofbeldi og nauðgað henni í íbúðargámi þar sem þau höfðu dvalarstað. Veittist maðurinn ítrekað að konunni með ofbeldi og nauðgun á eins og hálfs sólarhrings tímabili. Staðfesti Landsréttur með þessu dóm héraðsdóms í málinu. Maðurinn sló konuna meðal ann- ars ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, risti skurð á læri hennar, ýtti henni og tók hana kverkataki þar til hún gat ekki andað. Fimm ára dómur staðfestur í Landsrétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.