Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 568 4240 Barnastígvél Nýtt frá Náttúrulegt gúmmí Stærðir 19-28 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ómálefnaleg og veruleikafirrt“  SA gagnrýna herferð Eflingar  Vilja fylgja niðurstöðu nefndar um refsiábyrgð Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins eru síður en svo sáttir við málflutning stéttarfélagsins Efl- ingar en félagið hefur sett í gang herferð gegn launaþjófnaði á vinnumarkaði og vill að hann verði gerður refsiverður. Í samtölum í gær kom fram að SA líta svo á að nefnd félagsmálaráðherra sem ASÍ og SA áttu sæti í, þar sem fjallað var um refs- ingar vegna brota á vinnumarkaði, hafi komist að niðurstöðu sem eðlilegt sé að fylgt verði og gengið verði beint til verks, en nú vilji Efling eitthvað allt annað en nefndin komst að niðurstöðu um. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Staðreyndaþjófnaður Eflingar“, þar sem hann gagnrýnir auglýsingar Eflingar og segir herferðina hafa að markmiði að stilla at- vinnurekendum og starfs- mönnum upp sem andstæðing- um. „Atvinnurekendur séu upp til hópa brotamenn sem veigri sér ekki við því að hlunnfara starfsfólk sitt. Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórn- endum fyrirtækja og Samtök- um atvinnulífsins (SA) er bæði ómálefnaleg og veruleikafirrt,“ segir hann m.a. í greininni. Halldór segir SA ekki mál- svara þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi. „SA tóku ásamt ASÍ þátt í starfi nefndar um fé- lagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumark- aði sem lagði til refsiábyrgð vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota gegn launafólki. SA hafa lengi stutt breytingar á lögum til að hrinda þessum til- lögum í framkvæmd, eins og ítrekað var í grein formanns SA í Fréttablaðinu 19. ágúst sl. Hvorki Efling né ASÍ geta andmælt því,“ skrifar Halldór. Fram kemur að SA væntu þess að ný starfs- kjaralög yrðu samþykkt síðastliðið vor þar sem ákvæði um refsiábyrgð væri að finna. Það hafi því miður ekki gerst, einkum vegna kröfu ASÍ um allt aðra útfærslu viðurlaga en samþykkt hafði verið í samráðshópi ráðherra og vilyrði var gefið um í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífs- kjarasamningsins. Tillaga ASÍ feli í sér að at- vinnurekandi sem vangreiði launamanni beri að endurgreiða honum hin vangreiddu laun með dráttarvöxtum og 100% álagi. omfr@mbl.is »35 Halldór Benjamín Þorbergsson Útgjöld Ábyrgðasjóðs launa, sem ábyrgist greiðslu á kröfum um van- goldin laun, hafa stóraukist á þessu og síðasta ári. Árið 2018 var heildar- fjárhæð útgjalda um 850 milljónir en í fyrra voru útgjöldin um 2,1 millj- arður, að sögn Björgvins Stein- grímssonar, hjá Ábyrgðasjóði launa. ,,Við gerum ráð fyrir svipaðri fjár- hæð útgjalda á þessu ári en sjóð- urinn hefur greitt um 1.439 milljónir fyrstu 9 mánuði ársins. Fjöldi launa- manna sem fengu greitt árið 2018 var 533 en 1.001 árið 2019. Í ár ger- um við ráð fyrir að fjöldinn geti náð 1.200 en á fyrstu 9 mánuðum ársins höfðu 882 fengið greitt,“ segir hann. Eignin úr 1.200 milljónum í 100 Eign sjóðsins nam um 1.200 millj- ónum í byrjun þessa árs en að sögn Björgvins er gert ráð fyrir að í lok ársins verði eignir um það bil 100 milljónir eða minna. „Á næsta ári er gert ráð fyrir að fjöldi greiddra krafna verði svipaður og útgjöld verði álíka eða meiri miðað við árið 2020 þegar litið er til fjölda krafna sem bíða afgreiðslu,“ segir hann. Efling heldur því fram að launa- þjófnaður sé sívaxandi vandamál á vinnumarkaði sem geti komið niður á Ábyrgðasjóði. Aðspurður segir Björgvin að sjóðnum berist reglu- lega kröfur félagsmanna Eflingar vegna gjaldþrota fyrirtækja þar sem verið er að leiðrétta kjör starfs- manna. Ábyrgðasjóður ábyrgist að- eins kröfur vegna gjaldþrota, þannig að þær kröfur sem næst ekki að inn- heimta hjá launagreiðanda geti lent á sjóðnum. omfr@mbl.is Hefur greitt út milljarða Kennslanefnd ríkislögreglu- stjóra staðfesti í gær að líkams- leifar mannsins sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi síðast- liðið föstudags- kvöld séu af Ein- ari Jónssyni, sem fæddur var 21. ágúst 1982. Einar átti lögheimili í Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Skv. upplýsingum frá lögreglu í gær má af rannsókn ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts. Lést þegar húsbíll brann Einar Jónsson Amerískur flækingsfugl, fléttuskríkja, heimsótti garðinn hjá Eyjólfi Vilbergssyni í Grindavík hinn 12. október. Hann tók myndina af fuglinum. Að öllum líkindum hraktist þessi smágerði fugl hingað með haustlægð. Þetta var í níunda skipti sem tegundin sást hér á landi, samkvæmt fugla- fréttasíðu Yanns Kolbeinssonar. Heimkynni fléttuskríkjunnar eru á austur- strönd Norður-Ameríku, frá syðsta hluta Kan- ada og þaðan alla leið til Mexíkóflóa og til vest- urs í átt að sléttunum miklu, að því er fram kom í Náttúrufræðingnum (3.-4. tbl., 1997). Vetrar- stöðvar hennar ná frá Flórída og Bahamaeyjum, suður um Mexíkó og Mið-Ameríku til Níkaragva, Antillaeyja og Barbados. gudni@mbl.is Fléttuskríkja á faraldsfæti í Grindavík Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson Hjalti Geir Kristjáns- son, húsgagnaarkitekt í Reykjavík, er látinn, 94 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík hinn 21. ágúst 1926, son- ur Ragnhildar Hjalta- dóttur og Kristjáns Sig- geirssonar. Hjalti lauk verslunar- prófi frá VÍ 1944 og sveinsprófi í húsgagna- smíði frá Iðnskólanum 1948. Hélt þá til Sviss og lauk námi í húsgagna- teiknun frá Kunstgewerbeschule der Stadt Zürich 1950, fór í framhalds- nám í húsgagnahönnun í Svíþjóð og verslunargreinum við Columbia- háskóla í New York. Hjalti var framkvæmdastjóri Kristjáns Siggeirssonar hf. frá 1952, ásamt því að hanna þau húsgögn sem fyrir- tækið framleiddi, og var stjórnarformaður GKS 1990. Hann var stofnandi FHI, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, árið 1953 og formaður til 1962. Árið 2019 var Hjalti gerður að heið- ursfélaga FHI. Hann sat í stjórn Versl- unarráðs Íslands 1969- 1982, þar af formaður frá 1978. Hjalti var stjórnarformaður Almennra trygginga 1974-1989 og varaformaður stjórnar Sjóvár- Almennra frá 1989. Hann sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda 1975- 1979, í stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1975-1979. Þá sat Hjalti í stjórn Slippfélagsins og Hamars hf. 1976-1986, stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis frá 1978-2003, stjórn Eimskipafélagsins 1981-2000, stjórn Stálsmiðjunnar 1986-1990. Hjalti var ræðismaður Sviss á Íslandi 1987-1997, var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1986 og finnsku Ljóns- orðunni 1982. Hjalti Geir var brautryðjandi á sviði íslensks iðnaðar og hönnunar. Hann studdi inngönguna í EFTA 1970 en þá gátu íslenskir hönnuðir beint sjónum sínum utan, sem hleypti lífi í starf íslenskra húsgagna- arkitekta og íslensk hönnun varð að sjálfstæðri atvinnugrein ekki síst fyr- ir framgöngu hans. Eiginkona Hjalta Geirs er Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur. Þau eignuðust fjögur börn: Ragnhildi, Kristján, Erlend og Jóhönnu Vigdísi. Andlát Hjalti Geir Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.