Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is Haust 20% AFSLÁTTUR AF FATNAÐI OG SKÓM! GILDIR ÚT 17.OKT. Kóði fyrir netverslun: HAUST DAGAR! BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verði af samruna tveggja til þriggja fiskeldisfyrirtækja, sem eru með höfuðstöðvar í miðhluta Noregs, gæti það haft áhrif á fiskeldisfyrir- tækin á Íslandi og ekki ómögulegt að í kjölfarið komi til samruna. Fyrirtækin sem athuga sameiningu eiga helming eða meirihluta í tveim- ur íslenskum laxeldisfyrirtækjum og einn hluthafinn á meirihluta í þriðja fyrirtækinu. Norskir og alþjóðlegir fréttamiðl- ar hafa haft veður af viðræðum um samruna Norway Royal Salmon (NRS) og NTS, hugsanlega með þátttöku þriðja fiskeldisfyrirtækis- ins. Eftir að fréttir fóru að birtast á fréttamiðlum um fiskeldi gáfu NRS og NTS út sameiginlega tilkynningu til kauphallarinnar í Osló þar sem fram kom að athugun væri í gangi en niðurstaðan enn óljós. Í viðtölum við stjórnendur hefur komið fram að vonast er eftir niðurstöðu í nóvem- ber eða desember. Eignarhald að nokkrum fiskeldisfyrirtækjum sem eru með höfuðstöðvar í miðhluta Noregs en rekstur víðar er sam- tvinnað. Þannig er Helge Gåsø stærsti hluthafinn í NTS og stjórn- arformaður NRS. Hann er lykilmað- urinn í þessum þreifingum. Hagræði að sameiningu Fyrirtækin og hluthafar þeirra eru með miklar tengingar við þrjú af fjórum stóru fiskeldisfyrirtækjunum hér. NRS á 50% í Arctic Fish á Vestfjörðum. Dótturfyrirtæki NTS, Midt-Norsk Havbruk, á tæp 63% hlutafjár í Fiskeldi Austfjarða og fjölskyldufyrirtækið Måsöval sem á tæp 13% í NRS á tæplega 60% hluta í Löxum fiskeldi. Lítið hefur lekið út um áhrif hugs- anlegs samruna á rekstur dóttur- og hlutdeildarfyrirtækjanna á Íslandi. Stóru laxeldisfyrirtækin á Aust- fjörðum reka saman laxasláturhúsið Búlandstind á Djúpavogi. Mikil stærðarhagkvæmni er í laxeldi. Í kjölfar samruna muni því, sam- kvæmt áliti manna sem til þekkja, aukin samvinna eða samruni fyrir- tækjanna á Austfjörðum örugglega koma til skoðunar. Þannig væri hægt að nýta betur tæki, mannskap og staðsetningar í sjó. Samlegðar- áhrif við Arctic Fish á Vestfjörðum eru ekki eins augljós, sérstaklega vegna þess að öll þessi þrjú fyrir- tæki eru með samninga við norska sölufélagið Seaborn um sölu og dreifingu á laxi og geta því að óbreyttu ekki hagrætt í þeim þætti. Aðalspurningin er því hvort samein- að félag sæi sér hag í því að dreifa áhættunni með því að vera með eldi bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum eða hvort það beiti sér fyrir sam- runa Arctic við Arnarlax eða selji hlutabréfin. Öllum laxi frá Arnarlaxi og Arctic Fish er slátrað hjá Arn- arlaxi á Bíldudal. Verði hið síðarnefnda niðurstaðan yrðu tvö stór fyrirtæki í laxeldi, eitt fyrir vestan og annað fyrir austan, bæði með 50-60 þúsund tonna fram- leiðslu á ári. Hræringar í Noregi hafa áhrif hér  Stærstu eigendur Arctic Fish og Fiskeldis Austfjarða athuga samruna og eigandi Laxa fiskeldis yrði þar stór hluthafi  Verði af samruna gæti það leitt til breytinga hjá íslensku fiskeldisfyrirtækjunum Ljósmynd/Laxar fiskeldi Reyðarfjörður Norsku fiskeldisfyrirtækin hafa staðið vel við bakið á dótturfyrirtækjum sínum hér, meðal annars með fjárfestingum í tækjum. Álkarlar Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara voru fjar- lægðir ofan af Arnarhvoli í miðbæ Reykjavíkur í gær og fluttir í stúdíó hennar til vörslu, uns þeim verður fundið nýtt heimili. Fyrirheitna landið er Bandaríkin, þeir voru á leið þangað, en veiran var á öðru máli. „Þeir eru komnir heim til mömmu í bili en þess er ekki langt að bíða að þeir fari aftur á stjá, enda ferðalangar í eðli sínu,“ segir Steinunn. Ellefu manna styttu- hópurinn var höggvinn 2015-2017, sleit barnsskónum á stríðs- minjasafni í Dresden en fór upp á Arnarhvol vorið 2019. Morgunblaðið/Árni Sæberg Styttur stíga niður af Arnarhvoli Fólksflutningar úr fjármálaráðuneytinu Samkvæmt upplýsingum Hafrann- sóknarstofnunar veiddust sam- kvæmt bráðabirgðatölum um 42.800 laxar á stöng hér á landi í sumar, þegar lögð er saman veiði í ám með náttúrulegum stofnum og í ám sem byggja á sleppingu gönguseiða eins og Rangánum, og að auki veiði á löx- um sem sleppt er aftur. Um er að ræða 46% aukningu frá sumrinu í fyrra sem var eitt versta laxveiði- sumarið síðan tekið var að halda ut- an um veiðitölur. Veiddust um 13.500 löxum meira nú en í fyrra. Aukning varð í veiði milli ára í öll- um landshlutum nema á Norður- landi eystra og mest varð aukningin á Suðurlandi. Heildarveiðin sumarið 2020 var nærri meðallaxveiði frá árinu 1974. Umtalsverð aukning varð í lax- veiði í þeim ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða og var veið- in í þeim ám alls um 14.200 laxar og munar þar mest um að metveiði var í Eystri-Rangá þar sem um 8.600 lax- ar hafa veiðst en veiði í hafbeitar- ánum er ekki lokið, lýkur ekki fyrr en 20. október. Laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega fram- leiðslu ánna og þegar veitt er og sleppt í stangveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni. Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu – ekki úr seiðasleppingum, að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2020 um 23.500 laxar, sem er sjötta minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn. Því er ljóst að hvað varðar eingöngu laxagengd og veið- ar úr ám með náttúrulegum stofn- um, þá var sumarið slakt sögulega séð. Fjögur þessara lökustu veiðiára frá 1974 eru á síðasta áratug, sumrin 2012, 2014, í fyrra og núna. efi@mbl.is Um 42.800 laxar veiddust í sumar  Með verstu veiði- árum úr náttúru- legum stofnum Morgunblaðið/Einar Falur Eftirsóttur Nýgenginn og kröftug- ur lax kominn í háfinn í Norðurá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.