Morgunblaðið - 15.10.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.10.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 NET- LAGERSALA RUN.IS Sendum frítt um allt land ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira Ath. Eingöngu á netinu 9.-18. október GALLERÍ KÚNST TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum, (veikindi) er til sölu frábært tækifæri til eigin reksturs. Gallerí Kúnst ehf. er til sölu ásamt öllum lager listmuna, fasteignum, tólum og tækjum. Meðal eigna er glæsilegt einbýlishús (330 m2) á stórri lóð með mikla möguleika á einum besta stað í Garðabæ. Skjólsælt og ,,prívat‘‘, hlaðið alls konar listmunum og húsgögnum sem fylgja að mestu leiti. Skemmtilegt tækifæri fyrir fagurkera. Mercedes Bens jeppi ekinn 180 þ. km. Stór listmunalager, tilbúinn í jólasöluna. Hægt er að selja fyrirtækið og listmuni sér. Miklir möguleikar: * Umboðssala fyrir hugvitsfólk og listamenn Allar nánari upplýsingar í síma 861 6660, Jóhann eða um netfangið j j j j@simnet.is Það eru miklir peningar í listinni. * Heildsala, smásala * Inn- og útflutningur * Vefverslun * Uppboðshald * Sala til ferðamanna * Sölusýningar * Kaffihús o.m.fl. * Jólasalan framundan Allt um sjávarútveg Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einstaklingum sem hafa verið án atvinnu og á atvinnuleysisskrá leng- ur en í hálft ár hefur fjölgað hratt og stórlega að undanförnu. Þeir voru alls 8.417 í seinasta mánuði og voru þá orðnir fjórfalt fleiri en í lok sumars árið 2018. Alls fjölgaði lang- tímaatvinnulausum um 6.400 frá því sem var fyrir tveimur árum. Í skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuleysið í septembermán- uði sem út kom í vikunni, kemur fram að alls höfðu 3.274 atvinnuleit- endur í almenna atvinnuleysiskerf- inu verið án vinnu í heilt ár eða lengur í lok september, en þeir voru 1.389 í sama mánuði í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 1.885 milli ára. Þar segir einnig að þeim ein- staklingum sem verið hafa atvinnu- lausir í 6-12 mánuði fari fjölgandi. Þeir voru 5.143 í lok september en 2.045 fyrir ári. Með stórauknu atvinnuleysi má búast við að sífellt fleiri leiti eftir starfsendurhæfingu á vegum VIRK. Þess má þegar sjá merki en það sem af er árinu 2020 hafa 1.848 einstaklingar hafið starfsendurhæf- ingu á vegum VIRK. Á sama tíma í fyrra voru þeir 1.683 talsins, sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá VIRK í gær. 1.242 þjónustuþegar hafa út- skrifast eða lokið þjónustu á yfir- standandi ári en á sama tíma í fyrra voru þeir 1.072, að sögn Eysteinn Eyjólfssonar, verkefnastjóra al- mannatengsla og útgáfu hjá VIRK. Um þessar mundir eru 2.574 einstaklingar í starfsendurhæfingu hjá VIRK, sem er um það bil sami fjöldi og var í þjónustu VIRK í október á síðasta ári. Eysteinn seg- ir að komið hafi í ljós í þjónustu- könnun að 87% þeirra telji að VIRK hafi aðlagað þjónustuna vel að þörfum þeirra á tímum veirufar- aldursins. Spurður um útlitið á komandi mánuðum í ljósi stóraukins atvinnu- leysis og þrenginga eftir að kór- ónuveirufaraldurinn hófst segir Ey- steinn að erfitt sé að spá fyrir um það hver þróunin verður ,,en við gerum samt ráð fyrir í ljósi reynsl- unnar af fjármálahruninu að það muni fjölga hjá okkur umsóknum á næstu árum vegna Covid-krepp- unnar. Það gerist ekki endilega strax en áhrifin komi í ljós eftir ein- hverja mánuði og jafnvel ár,“ segir Eysteinn. Samhliða stórauknu atvinnu- leysi fjölgar þeim sem sækja þurfa um fjárhagsaðstoð vegna fram- færslu til sveitarfélaga. Útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhags- aðstoðar hafa aukist verulega. Fram kom á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á dögunum að sam- kvæmt könnun meðal tíu stærstu sveitarfélaga landsins er fjárhags- aðstoðin að blása út. Í fyrra greiddu þessi tíu sveitarfélög 3.258 milljónir kr. vegna fjárhags- aðstoðar. Sú fjárhæð stefnir í að verða 4.230 milljónir á yfirstand- andi ári og á næsta ári er talið að gera megi ráð fyrir að fjárhags- aðstoðin verði meira en tvöfalt hærri en á árinu 2019 og verði ná- lægt 6.673 milljónir kr. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar gætu hækk- að um 57,8% á milli áranna 2020 og 2021. Fjórfalt fleiri lengi án atvinnu en árið 2018 Langtímaatvinnuleysi » Erlendir ríkisborgarar eru yfir 40% langtímaatvinnulausra. » Um 1.800 einstaklingar sem eru á aldrinum 16 til 29 ára höfðu í ágúst sl. verið atvinnu- lausir lengur en í hálft ár. » Ríflega eitt þúsund ein- staklingar á þessum aldri hafa verið án atvinnu í meira en eitt ár og hefur sá hópur nær tvö- faldast að stærð á einu ári. » 39% þeirra sem voru at- vinnulausir í Reykjavík í ágúst hafa verið lengur en hálft ár á at- vinnuleysisskrá. 1.451 eða 19% hafa verið án vinnu og í atvinnu- leit í eitt ár eða lengur. » Á höfuðborgarsvæðinu höfðu í ágúst sl. um 4.600 manns verið án vinnu og í at- vinnuleit í hálft ár eða lengur. » Á landinu öllu höfðu í ágúst sl. 2.024 karlar og 1.603 konur verið atvinnulaus í sex til tólf mánuði og 1.708 karlar og 1.343 konur voru án atvinnu lengur en í heilt ár. Langtímaatvinnuleysi í september Fjöldi langtímaatvinnulausra í lok septembermánaðar 2018-2020 Heimild: Vinnumálastofnun 905 1.389 3.274 1.106 2.045 5.143 September 2018 September 2019 September 2020 Lengd atvinnuleysis: 6-12 mánuðir Meira en 12 mánuðir Atvinna óskast Útboði á nýju hlutafé í Icelandic Sal- mon, norsku eignarhaldsfélagi Arn- arlax, lauk í gær. Áhugasamir kaup- endur skrifuðu sig fyrir margfalt meira hlutafé en í boði er. Kjartan Ólafsson, stjórnarformað- ur Arnarlax, segir ánægjulegt að hafa lokið svona vel heppnuðu útboði á þessum viðsjárverðu tímum. Meðal þátttakenda eru Gildi lífeyrissjóður og Stefnir, sjóðastýringafyrirtæki Arion banka. Spurður um áhuga annarra íslenskra fjárfesta segir Kjartan: „Mér sýnist áskriftir frá ís- lenskum fjárfestum hafa farið langt umfram væntingar.“ Aukið um milljarð Upphaflega var boðið út nýtt hlutafé sem svarar til 6,5 milljarða íslenskra króna, auk þess sem selt var hlutafé sem tveir eldri hluthafar vildu selja, samtals rúmir tveir millj- arðar kr. Vegna eftirspurnar var nýtt hlutaféð aukið um milljarð og voru því seldir 7,5 milljarðar kr. Stjórn félagsins ákveður hvaða áskrifendum verður gefinn kostur á að kaupa hlutafé og hvernig það skiptist á milli þeirra. helgi@mbl.is Áskriftir íslenskra fjár- festa umfram væntingar  Mikil eftirspurn í útboði Arnarlax Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bíldudalur Laxi pakkað til útflutn- ings í laxavinnslu Arnarlax. Verktakar eru að ljúka vinnu við Dýrafjarðargöng. Stefnt hefur verið að því að taka þau formlega í notk- un sunnudaginn 25. október en það hefur þó ekki verið ákveðið end- anlega. Athöfnin verður óvenjuleg vegna samgöngutakmarkana. Þann- ig mun ráðherra, forstjóri Vega- gerðarinnar og fleiri gestir stýra opnuninni í gegnum fjarfundabún- að. Venjan hefur verið sú að sam- gönguráðherrar mæti við opnun jarðganga og annarra stórfram- kvæmda í samgöngumálum, klippi á borða og aki fyrstir í gegn. Síðan hefur heimamönnum og öðrum gestum gefist kostur á að aka um göngin og boðið til samsætis á eftir. Ljóst er að þetta verður með öðru sniði nú, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar, vegna samkomu- takmarkana. Aðeins mega 20 koma saman og mælst er til þess að sam- gangi höfuðborgarbúa og íbúa á landsbyggðinni verði haldið í lág- marki. Ljóst er að fáir munu koma sam- an við enda ganganna en heima- mönnum verður þó gefinn kostur á að aka í gegn. Samsætið gæti orðið síðar. helgi@mbl.is Dýrafjarðargöng opnuð gegnum netið  Göngin tekin í notkun um aðra helgi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hátíð Jarðgöng bæta mjög sam- göngur. Myndin er úr safni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.