Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
Ekki er ofsögum sagt að geð-heilsa okkar allra sé eittstærsta áskorunarefni ársins
2020. Árið hefur einkennst af mikilli
óvissu um hvað hver dagur mun fela í
skauti sér og krefst mikils æðruleysis
af okkur.
Covid-19 felur ekki einungis í sér
líkamlega heilsuvá heldur tekur bar-
áttan við þennan illskæða sjúkdóm
mikið á andlega. Frasinn „Við erum
öll almannavarnir“ er orðinn okkur
vel kunnugur. Hann minnir okkur á
mikilvægi samstöðu og samheldni, að
við komumst ekki í gegnum þetta ein
og óstudd og að mikilvægt er fyrir
hvert og eitt okkar að leggja af mörk-
um eins og við getum og hlúa hvert að
öðru. Til að vera fær um það þá þurf-
um við auðvitað líka að hlúa að okkur
sjálfum.
Andlegt ástand er lúmskt
Þó að ýmsu sé hægt að venjast þá
er ástandið í grunninn nýtt og fram-
andi fyrir okkur og viðbrögð okkar
við því geta þá líka verið okkur fram-
andi. Andlega álagið sem fylgir því að
vera stöðugt á varðbergi getur verið
lúmskt og stundum áttum við okkur
ekki almennilega á áhrifum þess fyrr
en það er orðið langvarandi og varn-
irnar sem við komum okkur upp til að
þrauka fara að gefa eftir. Ekki bætir
úr skák að hefðbundnar lausnir verða
margar erfiðari eða jafnvel ómögu-
legar í því raski á daglegu lífi og
hvers kyns starfsemi sem fylgir sótt-
varnaaðgerðum.
Við höfum minni möguleika en áð-
ur á því að rækta félagsleg tengsl,
skreppa í líkamsrækt eða sund eða
sækja hvers kyns afþreyingu. Mörg
okkar eru síðan að lenda í áföllum á
borð við að missa vinnu eða missa af
alls kyns öðrum tækifærum og þurf-
um því að endurskoða fyrirætlanir
okkar verulega. Það er þekkt og við-
urkennt að hvers kyns rask á högum
okkar af slíku tagi felur í sér gríðar-
legt andlegt álag og reynir mjög á
þolgæðin.
Við svona krefjandi aðstæður er
mikilvægt að huga að því að vera
meðvituð um hvað er í gangi hjá sjálf-
um okkur og hvert öðru og gefa okkur
svigrúm til að finna fyrir því sem við
finnum. Tala upphátt og spyrja um
líðan hvert annars, leita inn á við og
lækka kröfurnar sem við gerum til
sjálfra okkar. Stöðluð geðráð á borð
við að huga vel að því hvernig við nær-
umst, hvernig við sofum og hvernig
við tæklum neikvæðar hugsanir eiga
við nú sem aldrei fyrr.
Batahugmyndafræðin sem við hjá
geðheilsuteymum Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins vinnum út frá
snýst um að mæta slíkum áskorunum
með því að skoða styrkleika okkar
gagngert, fara yfir hvað það er sem
veitir okkur von og viðheldur okkur
og nærir. Út frá því er hægt að setja
niður plan um hvernig við viljum
sinna sjálfum okkur. Einfaldar að-
ferðir á borð við að skipuleggja vik-
una, halda í rútínu, skrifa niður skipu-
lega hvar við erum stödd og hvert við
viljum stefna til framtíðar (eftir því
sem það er hægt í núverandi ástandi)
geta gert mikið. Hugleiðslu- og slök-
unartækni er hægt að beita heima
fyrir eða úti í náttúrunni. Netsam-
skipti er hægt að virkja til þess að
halda sambandi og jafnvel mynda ný
tengsl. Verum ófeimin við að deila
ráðum hvert með öðru og nýta þá
þekkingu sem við, hvert og eitt okk-
ar, búum yfir á því hvernig takast má
á við erfiðar aðstæður. Á vefsíðunni
covid.is/undirflokkar/lidan-okkar er
að finna góðar almennar upplýsingar
um líðan og hvernig er hollt að bregð-
ast við áhyggjum.
Hjálp ekki feimnismál
Það er algjörlega eðlilegt að ráða
hreinlega ekki við aðstæður án fag-
legrar hjálpar. Slíkt á aldrei að vera
nokkurt einasta feimnismál, að leita
sér hennar. Heilsugæslan er til stað-
ar fyrir geðheilsu jafnt sem aðra
heilsu. Þangað getur þú alltaf leitað
þér aðstoðar á því sviði sem öðrum
heilsutengdum.
Geðrækt á tímum Covid-19
Morgunblaðið/Eggert
Gaman Líf og leikur í Hljómskálagarðinum. Samheldni er mikilvæg og í gegnum núverandi ástand komumst við
ekki ein og óstudd. Því verðum við hvert og eitt okkar að leggja af mörkum eftir megni og hlúa hvert að öðru.
Heilsuráð
Halldór Auðar Svansson
notendafulltrúi í geðheilsuteymi
HH vestur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Göng Allt rask á högum okkar felur í sér andlegt álag og reynir á þolgæði.
Unnið í samstarfi við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
Á vefnum bokmenntaborgin.is má
fara í stafrænt ferðalag um Reykjavík
og kynna sér sögusvið sagna og rit-
höfunda í borginni. Tæpt er á ýmsu
og af nægu er að taka. Á vef þessum
segir meðal annars frá skáldabekkj-
um sem eru víða um borgina, en
nærri viðkomandi bekk getur fólk
nálgast á netinu t.d. ljóð sem staðn-
um tengist. Að fara um þessar slóðir
getur verið ágæt afþreying, sé fólk
eitt á rölti nú á tímum smitvarna.
Við styttu Tómasar Guðmunds-
sonar við Tjörnina, niður af Ráð-
herrabústaðnum, má hlusta á Hjalta
Rögnvaldsson flytja ljóðin Hótel jörð
og Við Vatnsmýrina úr bókinni Fagra
veröld, sem kom út í Reykjavík árið
1933. Íslensk skáld byrjuðu seint að
nýta sér borgina sem yrkisefni, en
Tómas var á meðal þeirra fyrstu sem
tóku skrefið og hefur því löngum bor-
ið titilinn „borgarskáldið“.
Gengið um bókmenntaborg
Skáld á bekk
Borgarskáld Tómas Guðmundsson á
bekk við Tjörnina. Hjólið er til taks.
Grímur koma
aldrei í stað al-
mennra sýkinga-
varna eins og
handþvottar, al-
menns hreinlætis
og þrifa á flötum
sem margir snerta,
segir á heilsuveru.
Með tilliti til sóttvarna geta þær verið
góðar þegar fólk er með einkenni frá
öndunarvegum og vill forðast að
smita aðra, t.d. í margmenni. Notaðu
alltaf hreina eða nýja grímu, rakar og
skítugar gera ekkert gagn og auka
sýkingarhættu. Einnota gríma dugar í
fjórar klukkustundir en skemur ef hún
skemmist eða verður rök.
Spritta þarf hendur hafi gríma í
notkun verið snert.
Smitvarnir á tímum Covid-19
Góðar grímur
Grímur eru í ýms-
um útfærslum.
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
Smoothease
ONE-SIZE buxur frá Fantasie
Einstaklega mjúkar og teyjanlegar.
7 litir í boði. Hentar stærðum XS-XL
Verð 2.850,-
ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT.
ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB.
ob.is
LÆGSTA
VERÐÓB
ARNARSMÁRI
BÆJARLIND
FJARÐARKAUP
HLÍÐARBRAUT AKUREYRI