Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 18

Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 18
Alma Rosé Virtur fiðluleikari sem lifði og hrærðist í menningarelítu Vínarborgar. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég rambaði á sögu ÖlmuRosé fyrir tilviljun þegarég var að leita að upplýs-ingum um gleymdar kon- ur í listasögunni, fyrir verkefni á síð- asta ári mínu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þegar ég fann síðu um kvennahljómsveit í Auschwitz, þá greip það mig strax. Þetta vatt upp á sig og Alma tók verkefnið alveg yfir,“ segir Melkorka Gunborg Brians- dóttir, ung íslensk kona sem er í bók- menntafræðinámi í London, en hún var í haust með útvarpsþátt á RÚV- undir heitinu, Að spila sér til lífs, þar sem hún fjallaði um hina stórmerki- legu Ölmu Rosé, konu sem stjórnaði kvennahljómsveit í Auschwitz- Birkenau, stærstu fanga- og útrým- ingarbúðum nasista. „Sinfóníuhljómsveit og fanga- búðir eru eitthvað sem flestum finnst ekki passa saman, það er bæði skrýtið og óþægilegt, en oftast var að minnsta kosti ein sinfóníu- hljómsveit í hverjum fangabúðum og líka kórar. Í fangabúðunum í Auschwitz var hljómsveit með yfir hundrað meðlimum, en oftast voru það karlmenn. Hljómsveitin hennar Ölmu var eina hljómsveitin sem ein- vörðungu var skipuð konum.“ Fjölskyldan flúði til London Melkorka segir að skarpar andstæður geri sögu Ölmu sér- staka. „Alma kom úr virtri og vel menntaðri fjölskyldu, hún var fædd í Austurríki rétt eftir aldmótin nítjánhundruð og var systurdóttir Gustafs Mahler. Hún ólst upp innan um menningarelítu Vínarborgar, lærði fiðluleik og faðir hennar, Arn- old Rosé, var mjög þekktur fiðlu- leikari og konsertmeistari Vínar- fílharmóníunnar og Vínar- óperunnar. Áður en stríðið skall á hafði Alma stofnað kvennahljóm- sveitina Valsdömur Vínar og þær ferðuðust um Evrópu og spiluðu við góðan orðstír, enda allar atvinnu- hljóðfæraleikarar. Þegar stríðið braust út þá flúði fjölskylda Ölmu til London, en þau voru af gyðingaættum. Alma sneri aftur til meginlands Evrópu þegar þrengdi að fjárhagslega, með það að markmiði að sjá fjölskyldunni fyrir tekjum. Þá var hún gripin af Gesta- pómönnum sem færðu hana í fanga- búðirnar í Auschwitz. Þar var henni falið að stjórna sinfóníuhljómsveit kvenna, en hún var líka látin spila einleik á fiðluna þegar SS- foringjum þóknaðist, og hljóm- sveitin lék þá undir.“ Nutu örlítilla aukafríðinda Í útrýmingarbúðunum þurfti Alma að stjórna konum sem flestar kunnu sáralítið í tónlist og töluðu ólík tungumál enda komu þær alls staðar að úr Evrópu. „Meðalaldur þeirra var 19 ár, svo þetta voru bara unglingar sem lifðu þarna við hörmulegar aðstæður. Samsetning hljóðfæra í hljómsveit- inni var undarleg, engin blásturs- hljóðfæri, aðeins eitt selló og svo var harmonikka og mandólín. Fyrir vikið er virkilega áhugavert að hugsa til þess hvernig þetta hefur hljómað,“ segir Melkorka og bætir við að kon- urnar í hljómsveitinni hafi þurft að spila á hverjum morgni eldsnemma við hliðið þegar kvenfangarnir fóru til vinnu og líka þegar þær komu aft- ur í búðirnar að afloknum vinnudegi. „Þær spiluðu þýska marsa sem áttu að vera upplífgandi fyrir kven- fangana, sem er svo skelfilegt, í ljósi aðstæðna. Þær þurftu líka að spila tónleika alla sunnudaga fyrir SS-liða og þá fanga sem vildu hlusta. Ekki tóku allir því vel, enda sársaukafull áminning um horfinn tíma. Einnig má gera ráð fyrir einhverri afbrýði- semi, því stúlkurnar í kvennahljóm- sveitinni nutu örlítilla aukafríðinda. Þær máttu borða við borð og það var örlítið betri kynding í æfingaskálan- um af því hljóðfærin máttu ekki skemmast. Þær fengu aðgang að frumstæðu klósetti og máttu fara oft- ar í sturtu en aðrir fangar. Samt voru þær rétt eins og aðrir fangar líkam- lega vannærðar og upplifðu hörm- ungar eins og allir aðrir í búðunum.“ Alma var harður stjórnandi Melkorka segir að kröfurnar hafi verið afar strangar hjá hljómsveitarstjóranum Ölmu. „Hún beitti þessar ungu konur járnaga, sem hún þekkti úr sínu tón- listaruppeldi. Hún hafði faglega þjálfun sem hún beitti grimmt, enda sjálfsbjargarviðleitni fólgin í því að leggja metnað sinn í að standa sig vel í tónlistarflutningnum, þannig gátu þær haldið sönsum í hörmungum fangabúðanna. Þær spiluðu klassíska sinfóníutónlist en líka ný tónverk og óperettur, valsa, marsa, tangó og annað sem var vinsælt á þessum tíma. Að lokum samanstóð efnisskrá þeirra af yfir tvö hundruð verkum,“ segir Melkorka og bætir við að þær konur sem voru í hljómsveitinni og hafa tjáð sig um þetta tímabil í lífi sínu, segi að Alma hafi verið mjög harður stjórnandi, en hún hafi líka varið þær, hún krafðist þess til dæm- is að læknir yrði sóttur ef þær voru veikar. „Að vera í hljómsveitinni tryggði meðlimum ákveðna vernd, enda höfðu þær ákveðnu hlutverki að gegna. Alma var mjög kröfuhörð og er sögð hafa sagt við þær: „Ef við spilum ekki vel þá er ekkert sem hindrar þá í að senda okkur í brennsluofninn.“ Að spila vel var því upp á líf og dauða. Líf þessara kvenna var undir því komið hversu ánægðir SS-foringjarnir voru með hljómsveitina. Þeir gátu komið hve- nær sem þeim hentaði og krafið þær um að spila fyrir þá. Þær þurftu að lúta vilja þeirra í einu og öllu.“ Þær þökkuðu henni lífgjöfina Engin kvennanna í hljómsveit- inni dó í fangabúðunum, nema Alma, hún dó þar 1944 þegar hún var 38 ára, rétt áður en stríðinu lauk og fangar fengu frelsi. „Mér finnst það hryllilega sorglegt, eftir að hafa haldið lífi í sér og konunum í hljómsveitinni með hæfileikum sínum. Alma veikt- ist eftir að hafa borðað mat í afmæl- isveislu í fangabúðunum og samsæriskenningar segja að eitrað hafi verið fyrir hana, en líklegra er að hún hafi dáið úr matareitrun, því fleiri en hún veiktust eftir þessa veislu. Alma naut virðingar og hafði sérstaka stöðu, því lík hennar var lagt á viðhafnarbörur og konurnar í hljómsveitinni fengu að kveðja hana þar, sem var algjört einsdæmi í fangabúðunum.“ Melkorka segir að ein kona úr hljómsveitinni hafi skrifað bók um reynslu sína og þar segi hún Ölmu hafa verið ósann- gjarna og harða. „Aðrar konur úr hljómsveitinni hafa þakkað Ölmu fyrir að bjarga lífi sínu og bera mikla virðingu fyrir henni.“ Mel- korka tekur fram að hægt sé að hlusta á hljóðupptökur á YouTube þar sem Alma og faðir hennar spila saman á fiðlur. Að spila vel var upp á líf og dauða Melkorka Gunborg Bri- ansdóttir kynnti sér sögu Ölmu Rosé, konu sem var fangi í Auschwitz og fékk það undarlega hlut- verk að stjórna sinfóníu- hljómsveit kvenfanga. Melkorka Hún heillaðist af sögu Ölmu þegar hún rakst á hana. Ung stúlka Alma Rosé barn að aldri og upprennandi fiðlusnill- ingur, óafvitandi hvaða örlög biðu hennar á fullorðinsárum. 18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla LEUCA Model 3186 L167 cm Leður ct 10 Verð 339.000,- L207 cm Leður ct 10 Verð 379.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.