Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti í gær friðlýsingu menningarlands- lags í Þjórsárdal í Árnessýslu. Frið- lýsingin sameinar minjar 22 forn- býla í Þjórsárdal sem eina heild, auk umhverfis þeirra og annarra fornminjar á svæðinu og er ætlað að standa vörð um þau verðmæti sem felast menningarlandslagi dalsins. Í tilkynningu frá ráðuneyt- inu kemur fram að Þjórsárdalur geymi einstakar minjar sem spanni tímabilið frá landnámi fram á mið- aldir og að svæðið sé lítt snortið af síðari tíma framkvæmdum. Friðlýsa minjar 22 fornbýla í Þjórsárdal UNICEF á Íslandi hefur hafið sölu á hettupeysum fyrir börn og full- orðna. Allur ágóði af sölu peys- unnar rennur í baráttu UNICEF fyrir velferð og réttindum barna um allan heim þar sem forgangs- atriði er að tryggja menntun barna á tímum COVID-19, segir í tilkynn- ingu. Peysan er fáanleg í bæði barna- og fullorðinsstærðum. Takmarkað upplag er í boði. Vegna aðstæðna í samfélaginu er skrifstofa UNICEF á Íslandi lokuð og því einungis hægt að panta peysurnar í heim- sendingu eða sendingu á næsta pósthús. Hægt er að kaupa peysur gegnum vefsíðuna sannargjafir.is. UNICEF selur góðgerðarpeysur Góðgjörðir Hægt er að kaupa hettupeys- ur af UNICEF á síðunni sannargjafir.is. SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum sífellt að bregðast við breyttum neysluvenjum neytenda og liður í því er öflug vöruþróun. Þessi nýjasta afurð okkar er einmitt til þess fallin að svara kallinu um sykurminni vörur,“ segir Gunnar B. Sig- urgeirsson, að- stoðarforstjóri Ölgerðarinnar. Nýjasta út- spilið í þessa átt er sykurskert út- gáfa af hinni sí- gildu jólablöndu landsmanna, malti og appelsíni. Ís- lendingar hafa rennt jólasteikinni niður með malti og appelsíni um 65 ára skeið en vinsældir sykurskertra drykkja leiddu til þess að ákveðið hefur verið að bjóða upp á sykur- skerta útgáfu blöndunnar góðu. „Það má svo sem spyrja hvort það sé ekki einkennilegt að breyta þjóðardrykknum en við teljum svo ekki vera enda verður áfram hægt að fá hina klassísku blöndu. Sú syk- urskerta inniheldur 60% minni syk- ur og hentar þeim sem kjósa heilsu- samlegri kosti og minni sykur,“ segir Gunnar. Sykurlaus sveifla Í viðtali við Morgunblaðið segir Gunnar að undanfarin ár hafi vin- sældir sykurlausra drykkja aukist jafnt og þétt á kostnað þeirra hefð- bundnu. „Það er mikil sveifla úr sykruðum drykkjum yfir í sykur- lausa. Það virðist ekkert lát vera á,“ segir aðstoðarforstjórinn og bætir við að sölutölur úr stórmörkuðum sýni þetta svart á hvítu. „Sölutölur síðustu 12 mánuði sýna að sykurlausir drykkir eru 63% af heildarsölunni en fyrir tveimur árum voru þeir 54% af söl- unni. Sykraðir drykkir eru á und- anhaldi og tólf mánaða uppsöfnuð sala núna er 7% minni á sykruðum drykkjum en hún var fyrir tveimur árum.“ Pepsi Max nú með yfirburði Þegar horft er til einstakra vöru- merkja má sjá að þessi þróun og vitund neytenda um sykurminni og sykurlausa drykki hefur leitt til þess að Pepsi Max er nú mest seldi gosdrykkurinn hér á landi að sögn Gunnars. Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Coca-Cola sé velt af stalli. „Þessi þróun er sérstaklega áberandi í stórmörkuðum. Fyrir tveimur árum var árssala á Pepsi Max rúmlega 30% minni en á kóki í stórmörkuðum. Núna er árssala Pepsi Max 7% meiri í stórmörk- uðum og ég sé að síðustu sex mán- uði er það aldrei minna en 10% stærra þannig að það má segja að um nokkra yfirburði sé að ræða.“ Bylting í neysluháttum Gunnar segir að þessi þróun markaðarins sjáist vel á því að syk- urnotkun í verksmiðju Ölgerðar- innar minnki sífellt. „Frá árinu 2016 hefur sykurnotkun minnkað um 34% þótt framleitt magn hafi aukist, aðallega í kolsýrðu vatni. Þetta er því lýsandi fyrir ákveðna byltingu í neysluháttum og viðhorfum til syk- urs,“ segir hann. Sykurskatturinn óþarfur „Þetta leiðir auðvitað hugann að því að það að skattleggja sérstak- lega sykur í gosdrykkjum mun skila litlu því þessi þróun hefur átt sér stað án nokkurrar skattlagningar. Ljóst er að þær tölur sem hið opin- bera hefur verið að nefna um það hvað mikinn sykur Íslendingar inn- byrða í gegnum gosdrykki eru víðs fjarri raunveruleikanum enda byggjast þær tölur á gömlum upp- lýsingum sem endurspegla engan veginn stöðuna í þessum málum eins og hún er í dag.“ Mikil sveifla úr sykruðum drykkjum yfir í sykurlausa  Landsmenn hafa tekið sykurlausa sveiflu síðustu ár  Pepsi Max vinsælla en kók  Malt & appelsín fæst sykurskert  Sykurnotkun minnkað um þriðjung Morgunblaðið/Eggert Vinsældir Sykurlausir gosdrykkir njóta sífellt meiri vinsælda. Pepsi Max er nú mest seldi gosdrykkurinn hér. Gunnar B. Sigurgeirsson Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Samherji fiskeldi ehf. hefur undir- ritað viljayfirlýsingu þess efnis að fé- lagið festi kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Um er að ræða um 23 þús- und fermetra byggingu og um 100 hektara lóð. Hugmyndir eru um að koma upp landeldi á svæðinu sem mun framleiða lax, en Norðurál hefur þegar óskað eftir heimild Reykjanes- bæjar til að stunda aðra starfsemi en álframleiðslu á svæðinu. „Við erum búin að undirrita vilja- yfirlýsingu um kaup á eignum Norð- uráls og við erum með þetta í frum- athugun til að kanna möguleikana sem eru til staðar. Við erum að ræða við bæjaryfirvöld og skoða forsendur fyrir uppbyggingu,“ sagði Jón Kjart- an Jónsson, framkvæmdastjóri Sam- herja fiskeldis, í samtali við mbl.is í gær. Fulltrúar fyrirtækisins og bæj- arstjórar Reykjanesbæjar og Suður- nesjabæjar hafa þegar fundað vegna málsins. Er Jón Kjartan var spurður um hversu stóra fjárfestingu væri hugs- anlega að ræða sagði hann það velta á ýmsum breytum sem geta haft áhrif á forsendur verkefnisins. „Það eru grunnforsendurnar sem ráða stærð- inni á fjárfestingunni.“ Engin ákvörðun Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um það hvort verkefninu verði hrundið af stað enda sé aðeins frumathugun í gangi að sögn fram- kvæmdastjórans, en gert er ráð fyrir að niðurstaða athugunarinnar verði tilbúin fyrir áramót. Samherji fiskeldi er þegar með starfsemi á Suðurnesjum og rekur eldisstöð á Stað við Grindavík og eld- isstöð á Vatnsleysuströnd auk slát- urhúss og vinnslu í Sandgerði. Fyrir- tækið hefur undanfarin ár eingöngu lagt áherslu á landeldi. Ekki útséð um landeldi í Helguvík  Hafa rætt áformin við bæjarstjóra á Suðurnesjum Morgunblaðið/RAX Helguvík Það sem átti að verða álver gæti orðið laxeldisstöð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.