Morgunblaðið - 15.10.2020, Page 29

Morgunblaðið - 15.10.2020, Page 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Fyrirtækið okkar er skráð í Lond- on, en varan er framleidd í Sviss. Svo vildi til að ég þekki lögmann sem aðstoðaði okkur við að koma fyrirtækinu á fót í Bretlandi. Til þess að reka þetta hér þyrftum við að hafa leyfi stjórnvalda til að selja læknisfræðilegar kannabisafurðir sem er gríðarlega flókið ferli.“ Svona lýsir Henry Kristófer Harðarson, 26 ára gamall Vest- mannaeyingur og atvinnumaður í ísknattleikum, eða íshokkí, í Dan- mörku upphafi fyrirtækisins MEON sem hann starfrækir með rússneskum liðsfélaga sínum, Kirill Kabanov. Heyrt um CBD-olíu MEON selur svokallaða CBD- olíu, sem er afurð kannabis- jurtarinnar og hefur víða um heimsbyggðina getið sér góðan orðstír sem kvalastillandi lyf við íþróttameiðslum. CBD er eitt af fjölmörgum virk- um efnum plöntunnar og algengasti kannabínóðinn á eftir THC eða te- drahýdrókannabínóli, sem hins veg- ar er hin þekkta vímuafurð plönt- unnar. „Við höfðum heyrt nokkrum sinnum um CBD-olíu. Á þeim tíma var mikið að gerast í Bandaríkj- unum í þeim efnum,“ segir Vest- mannaeyingurinn. „Þá heyrðist af nokkrum UFC-íþróttamönnum [bardagaíþróttakeppnin Ultimate Fighting Championship] sem not- uðu CBD-olíu til að jafna sig á meiðslum. Segja má að þetta hafi opnað augu mín fyrir þessari afurð í fyrstu,“ segir Henry frá. Fékk lausn þjáninga Það sem hins vegar sannfærði hann endanlega voru þrálátir bak- verkir, fylgifiskur ísknattleiksins þar sem átökin verða gjarnan römm. „Ég losnaði bara ekki við þetta, ég hafði prófað endalausar með- ferðir, nudd, kírópraktor, sjúkra- þjálfun, nálastungur og nefndu það bara. Pabbi, sem þá hafði verið að nota CBD-olíu við liðagigt í fingr- um með góðum árangri, benti mér þá á þessa lausn og þannig losnaði ég að lokum við sársaukann í bak- inu,“ segir Henry. Hjólin taka að snúast „Við íþróttamennirnir erum próf- aðir af lyfjaeftirliti Danmerkur sem heyrir undir WADA, Alþjóðalyfja- eftirlitið. Þess vegna er mjög mik- ilvægt að þú sem íþróttamaður haf- ir þekkingu á þeim fæðubótar- efnunum sem þú neytir,“ útskýrir Henry. Árið 2018 hafi CBD verið tekið út af bannlyfjalista WADA sem hafi gert íþróttamönnum um gervalla heimsbyggðina kleift að nota af- urðina. Þar með hafi hjólin farið að snúast hjá þeim Kabanov og þeir samið við birgja í Sviss um að út- vega þeim olíuna sem þeir selja nú út um allan heim. „Nema til landa sem leyfa þetta ekki enn þá, til dæmis Frakklands, við megum ekki senda olíuna þangað,“ segir Henry og hlær. Hardarson selur kannabis „Auðvitað er maður meðvitaður um að fólk hefur skiptar skoðanir á CBD og ég viðurkenni fúslega að ég var kvíðinn gagnvart því hvernig viðskiptavinir okkar myndu bregð- ast við. Við vorum með íshokkí- tímarit sem skrifaði um stofnun MEON og fyrirsögnin þar var „Hardarson og Kabanov selja kannabis“, þú getur rétt ímyndað þér. En það var bara eitthvað sem ég þurfti að venjast. En almennt hefur gengið mjög vel hjá okkur síðan við stofnuðum fyrirtækið,“ segir Vestmannaeyingurinn og bæt- ir því við að dagarnir geti orðið býsna langir. „Viðskiptavinir okkar eru forvitnir og spyrjast mikið fyr- ir. Við upplifum að vörur okkar hafa jákvæð áhrif á til dæmis verki, kvíða, liðagigt, svefnvandamál, bólgu og almenna líðan,“ segir Henry og játar að dagar þeirra Kabanov geti orðið býsna langir, en Henry býr með danskri kærustu sinni og fjögurra mánaða dóttur ásamt því að stunda atvinnu- mennskuna hjá Odense Bulldogs af einurð og festu. Er CBD-olía framtíðarplásturinn?  Vestmannaeyingur og Rússi starfrækja fyrirtækið MEON  Hafði neytt allra ráða til að losna við bakverki  Hjólin tóku að snúast þegar CBD hvarf af bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins WADA 2018 Ljósmynd/Aðsend Vestmannaeyingurinn og Rússinn Henry Kristófer Harðarson og liðs- félagi hans á ísnum, Kirill Kabanov, eiga og reka fyrirtækið MEON. Viðtalið í fullri lengd verður birt á mbl.is í dag. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.