Morgunblaðið - 15.10.2020, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
✝ Jón Hjartarsonfæddist í
Reykjavík 5. sept-
ember 1946. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
hinn 7. október
2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Ásta
Jónsdóttir frá Pat-
reksfirði, f. 1917,
d. 1969, og Hjörtur
Jónsson frá Suðureyri við Súg-
andafjörð, f. 1915, d. 1993.
Systur Jóns eru Ása Hanna,
f. 1940, og Steinunn Ragnheið-
ur, f. 1948. Systir sammæðra
var Sigríður Birna Bjarnadótt-
ir, f. 1938, d. 2001.
Jón kvæntist Sólveigu Ás-
geirsdóttur frá Hafnarfirði, f.
1948, hinn 27. júní 1970. Þau
skildu eftir 24 ára hjónaband
en héldu ætíð vináttu sín á
milli. Dætur Jóns og Sólveigar
eru: 1) Ásta, f. 1970, hún á þrjú
börn með barnsföður sínum,
Árna Þór Guðmundssyni. Börn-
in eru: Eva Karen, f. 1990,
maki: Róbert Freyr Pálsson, f.
1991, sonur þeirra er Kári Páll,
ævi, lengst af í prentsmiðju
Morgunblaðsins.
Jón og Sólveig voru frum-
byggjar í Breiðholti, byggðu
sér hús í Vesturbergi og
bjuggu þar í mörg ár. Jón var
stofnfélagi Íþróttafélagsins
Leiknis í Breiðholti og fyrsti
formaður knattspyrnudeildar
félagsins. Jón hafði unun af
hreyfingu, fjölskyldan var dug-
leg í skíðaíþróttinni og Jón var
mjög virkur golfspilari um ára-
tugaskeið.
Jón flutti árið 2012 til Torre-
molinos á Spáni. Hann kom
reglulega heim til Íslands á
þessu tímabili og var búinn að
dvelja hér heima síðan um
páska vegna kórónuveiru-
faraldursins en stefndi á að
fara aftur út um leið og það
myndi rofa til.
Útför hans fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag,
15. október 2020, klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða
aðeins nánustu ættingjar og
vinir viðstaddir, en athöfninni
verður streymt. Upplýsingar
um streymið má finna á fésbók-
arsíðu Jóns.
https://tinyurl.com/yxdt8g33
Virkan hlekk á slóð má finna
á:
https://www.mbl.is/andlat
f. 2017; Lára Dís, f.
1995, maki: Ólafur
Helgi Jónsson, f.
1996, dóttir þeirra
er Áslaug Eva, f.
2018; Kristófer
Hjörtur, f. 2006.
Sambýlismaður
Ástu heitir Einar
A. Símonarson, f.
1959. 2) Vala
Hrund, f. 1975,
hún á þrjú börn.
Elsta dóttir hennar er Kolbrún
Ýr Bragadóttir, f. 1994, faðir
hennar heitir Bragi Þór
Bjarnason. Eiginmaður Völu
heitir Sigfús Kröyer, f. 1979.
Börn þeirra eru Jón Hjörtur, f.
2006, og Díana Sif, f. 2011.
Jón ólst upp í Stangarholti í
Reykjavík. Barnaskólaárin
voru í Austurbæjarskólanum,
síðan lá leiðin í Lindargötu-
skólann og að lokum í Iðnskól-
ann í Reykjavík þar sem hann
lauk námi í offsetprentun. Á
æskuárum sínum dvaldi hann
nokkur sumur við sveitastörf á
bænum Gemlufalli í Dýrafirði.
Jón starfaði sem prentari
stærstan hluta sinnar starfs-
Elsku pabbi. Það er svo ótrú-
lega sárt að setjast hér niður og
skrifa minningargrein um þig,
ég bíð eftir að vakna og að þetta
sé bara vondur draumur.
Þú varst ekki bara pabbi
minn heldur besti vinur minn og
við brölluðum svo margt saman.
Ég minnist með hlýju allra ferð-
anna okkar í Bláfjöll og Skála-
fell, það var sko gaman, svo
sungum við „kátir voru karlar“ í
stólalyftunni þegar kalt var.
Síðustu árin áður en þú fluttir
út áttir þú heima á sömu hæð og
við í Gaukshólunum. Endalaus
samgangur var á milli og sér-
staklega var hann Jón Hjörtur
minn mikið hjá afa sínum. Pabbi
elskaði að elda góðan mat og fá
fólkið sitt í mat til sín og gleðj-
ast saman.
Eftir að pabbi flutti til Spán-
ar vorum við dugleg að fara út
til hans og búa til fallegar minn-
ingar saman.
Einnig var hann duglegur að
koma til Noregs til Ástu og Ís-
lands til að hitta fólkið sitt og
skapa enn meiri fallegar minn-
ingar. Hann elskaði barnabörn-
in og litlu langafabörnin sín
mikið og elskaði að sprella með
þeim.
Mikið var mér létt þegar
pabbi kom til Íslands í apríl,
greinilegt var að hann var mikið
veikur og ég verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa haft hann
hér hjá okkur síðustu mánuði
sína.
Takk fyrir allt elsku pabbi,
sjáumst seinna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín dóttir,
Vala.
Látinn er elskulegur bróðir
minn, Jón Hjartarson, eftir erfið
veikindi. Við systkinin ólumst
upp í Stangarholtinu í Reykja-
vík. Þar voru margir krakkar,
enda Holtahverfið að byggjast
upp, og þarna áttum við
skemmtilega daga. Nonni átti
marga vini og fótboltinn átti
hans hug.
Nonni fór í sveit eins og al-
gengt var á þessum tíma. Hann
var í Arney á Breiðafirði og að
Gemlufalli í Dýrafirði, en þar
eignaðist hann góða vini sem
entust honum ævina.
Við Ásbjörn, hófum búskap í
Stangarholtinu á sama tíma og
Nonni og Solla og gekk sú sam-
búð vel.
Dætur Nonna, Ásta og Vala,
voru augasteinarnir hans og
barnabörnin voru hans yndi.
Hann elskaði að elda fyrir alla á
hátíðum. Steikur voru hans.
Eftir að Nonni flutti til Spán-
ar urðu samverustundirnar
færri, en tæknin var notuð, og
talað með mynd í gegnum netið.
Hann naut sín á Spáni. Hitinn
gerði honum gott. Honum leið
best þegar hann fékk fjölskyld-
una í heimsókn, ekki síst barna-
börnin, enda var hann mikill
barnakarl.
Að leiðarlokum þökkum við
Ásbjörn og fjölskylda okkar fyrir
að hafa átt Nonna í okkar lífi.
Guð blessi fjölskyldu hans og
vini.
Steinunn (Steina) systir.
Með örfáum fátæklegum orð-
um vil ég minnast míns kæra
frænda Jóns Hjartarsonar.
Nonni eins og hann var ávallt
kallaður, eins og ég reyndar líka,
var frændi minn í Reykjavík, við
vorum bræðrasynir.
Á ferðum mínum suður í höf-
uðborgina vestan af Ísafirði var
dvalarstaðurinn ávallt Stangar-
holt 4, hjá Hirti, Ástu og börnum
þeirra þremur.
Við Nonni frændi vorum góðir
vinir á þessum árum og hann
þreyttist aldrei á að sýna frænda
sínum af landsbyggðinni töfra
höfuðborgarinnar og kynna hann
fyrir sínum vinum. Síðar meir
þegar ég flutti á mölina var Lídó
okkar helsti staður, síðar Glaum-
bær og höfuðborgin heltók ung-
an mann með töfrum sínum og
mikilfengleika.
Nonni frændi var góður
drengur eins og hann átti kyn til,
hann var vinsæll og vinmargur
og ég fékk að kynnast því á þess-
um ungdómsárum okkar saman.
Svo líða árin og smátt og smátt
breikkar bilið. Við héldum góðu
sambandi á fyrstu árum okkar
þegar við vorum báðir komnir
með konu og börn og að basla í
lífsbaráttunni.
Síðar lágu leiðir okkar á aðrar
brautir en aldrei misstum við þó
sjónar hvor á öðrum, enda segir
máltækið „blóð er þykkara en
vatn“.
Minningar mínar um þennan
frænda minn eru mér ákaflega
dýrmætar og í hjarta mér geymi
ég ótal augnablik á samferð okk-
ar fyrr á árum. Ekki skemmdi
það heldur að börn okkar, Vala
Hrund dóttir hans og Finnur
Tryggvi sonur minn, voru skóla-
systkin allt frá Ísaksskóla og upp
grunnskólastigið. Eftir að starfs-
ævi frænda míns lauk bjó hann í
allmörg ár í sól og blíðu suður á
Spáni, þar naut hann sín og átti
góða daga. Í samtali sem við átt-
um fyrir um það bil tveimur ár-
um sagði hann mér að á þessum
slóðum liði honum vel og hann
væri ánægður. Við töluðum um
að hittast, það varð aldrei af því
og nú er hann farinn minn kæri
frændi.
Elsku Ásta, Vala og fjölskyld-
ur, við Systa og börn okkar vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð
sem og systrum Nonna, þeim
Ásu Hönnu og Steinunni Ragn-
heiði. Frænda mínum elskulega
bið ég góðrar heimkomu og
þakka honum ógleymanlega vin-
áttu liðinna ára. Hvíli hann í
friði.
Sigurjón Finnsson.
Nonna hef ég hef bara alltaf
þekkt því ég var þriggja ára þeg-
ar ég fluttist með foreldrum mín-
um í húsið beint á móti Nonna og
Sollu í Vesturberginu og byrjaði
að sparka í hurðina hjá þeim til
að spyrja eftir Ástu dóttur
þeirra en vinskapur okkar hefur
haldist síðan, og með þeim og
foreldrum mínum skapaðist líka
ævilöng og góð vinátta oft á tíð-
um skrautleg en líka skemmti-
leg. Það var mikið og margt
brallað í uppeldinu en þar komu
Nonni og Solla oft við sögu.
Margar skemmtilegar minn-
ingar rifjast upp þegar litið er
yfir farinn veg. Ég minnist þess
þegar við Ásta áttum að passa
Völu yngri dóttur ykkar í vagn-
inum, þá skildum við vagninn
eftir á göngustígnum, þegar við
áttu að ganga með vagninn svo
barnið svæfi, en Vala grét svo
mikið að við skildum hana bara
eftir, það var nú ekki ánægjan
með okkur þá.
Í gegnum tíðina hef ég ávallt
hugsað til þín og þinna af mikilli
væntumþykju. Þótt svo sam-
skiptin hafi minnkað þegar fjöl-
skyldulífið tók við og allir að
vinna í sínu eins og gengur var
ávallt samgangur milli okkar
allra í gegnum veislur og heim-
sóknir.
Svo fluttir þú til Costa del Sol
þegar þú komst á aldur þar sem
þú bjóst svo árum skipti, enda
átti það mjög vel við þig að búa á
Spáni, enda stór partur af lífinu
að geta notið þess, og hafa gam-
an að því sem maður er að gera
og það gerðir þú. Við hittum
ykkur Sollu einmitt fyrir tveimur
árum á Spáni, það var ekki hægt
að fara gegnum Spán án þess að
heilsa aðeins uppá ykkur.
Í fyrra var ég svo heppin að fá
heimboð frá þér þegar Ásta var
hjá þér og brunaði ég á bíla-
leigubílnum til ykkar frá Ali-
cante og áttum við frábæra daga
öll saman sem gaman er að
minnast og ég þakklát fyrir.
Eins þegar þú komst eftir mikið
ferðalag og gistir hjá okkur Óla á
Spáni áður en við fórum saman
til Íslands í neyðarfluginu vegna
veiru ástandsins.
Þegar ég heimsótti þig á spít-
alann varstu svo ánægður og
þakklátur hvað margir komu i
heimsókn og sagðist vera svo
ríkur að eiga góða fjölskyldu,
vini og gott fólk í kringum þig.
Ég sagði reyndar stundum að
værir eins og kötturinn með níu
líf, en þau kláruðust öll nú í hið
hinsta sinn.
Ásta og Einar, Vala og Fúsi,
Solla, barnabörn og barnabarna-
börn
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra vegna frá-
falls föður, tengdaföður, kærs
vinar, afa og langafa.
Hugur okkar er hjá ykkur
minning Jóns Hjartarsonar lifir
áfram í hjörtum okkar.
Nú vinurinn okkar farinn er
lífið farið og núið þess búið.
Sálarró tryggð, og hafin til himna er
nær lífi er lokið og búið hér.
Mest óska ég þess, minn kæri
að þú njótir með þínum gengnu.
Takk fyrir allt minn kæri
Fólkið þitt naut með þér gæsku og láni
elskaði og með þér deildi lífi,
heima og á Spáni
þar er ég minnist þín líka, minn kæri.
Hafðu þökk fyrir liðnar stundir
útganga þín og innganga lýsa nú
fallegum hugsunum þinna
þá er hjartað nær að lina,
en það lýsir systrum sorgar og svo
gleði
er þær hugsa með elsku til þín, minn
kæri.
Andrea og Óli.
Jón Hjartarson
✝ Elínborg Þor-steinsdóttir
Maack, fæddist í
Ekru, Reyðarfirði,
5. október 1928.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Huldu-
hlíð, Eskifirði 6.
október 2020.
Foreldrar Elín-
borgar eru Áslaug
Katrín Péturs-
dóttir Maack, f. 27.
janúar 1891, d. 8. desember
1951, og Þorsteinn Pálsson, f.
28. ágúst 1892, d. 9. febrúar
1964. Systkini Elínborgar eru
Pétur Andrés, f. 21. desember
1919, d. 23. ágúst 2006, Páll, f.
22.11. 1921, d. 19. ágúst 2015,
Helga, f. 22.7. 1923, d. 12.1.
2011, og Elínborg, f. 1925, d.
ung.
Elínborg giftist 21. nóvember
1953 Aðalsteini Valdimarssyni
skipstjóra, f. á Eskifirði 24.5.
1931, d. 14. október 2012. For-
eldrar hans eru Eva Pétursdótt-
ir og Valdimar Ásmundsson.
Börn Elínborgar og Aðal-
steins eru: 1) Valdimar, kona
hans er Unnur Eiríksdóttir og
eiga þau þrjú börn. 2) Þor-
steinn, kona hans er Ásta
Guðný Einþórsdóttir, þau eiga
tvo syni. 3) Atli Rúnar, kona
hans er Berglind Eiríksdóttir
og eiga þau einn son. 4) Áslaug
Katrín, fyrrverandi eiginmaður
er Steinar Tómasson og eiga
þau þrjú börn. 5) Aðalsteinn
Helgi, kona hans er Mie Bror-
son Andersen. Aðalsteinn á eina
dóttur, móðir hennar er Valdís
Bára Guðmundsdóttir.
Elínborg ólst upp á Reyð-
arfirði og gekk í Barnaskóla
Reyðarfjarðar. Hún flutti 16 ára
til Reykjavíkur með fjölskyld-
unni og þaðan í Kópavog með
foreldrum sínum sem voru með-
al frumbyggja þar.
Elínborg lauk
gagnfræðaprófi frá
Ingimarsskóla í
Reykjavík.
Að loknu gagn-
fræðaprófi bjó El-
ínborg um hálfs árs
skeið í London og
eftir dvölin þar
flutti hún aftur í
foreldrahús í Kópa-
vogi. Elínborg
starfaði í verslunum í Kópavogi
og í Reykjavík, lengst af í versl-
uninni Remedía eða þar til
barneignir og húsmóðurstörf
tóku við.
Elínborg og Aðalsteinn
bjuggu fyrstu árin á Urð-
arbraut í Kópavogi en fluttu,
haustið 1959, á Fáskrúðsfjörð
þar sem þau bjuggu í þrjú ár.
Þaðan fluttu þau á Eskifjörð
þar sem þau bjuggu lengst af í
Akri, húsinu sem þau byggðu
sér og stendur við Strandgötu á
Eskifirði.
Elínborg hóf aftur störf við
verslun þegar börnin komust á
legg, auk þess var hún virk í fé-
lagsstörfum, meðal annars í
Slysavarnarfélaginu þar sem
hún gegndi formennsku um
tíma. Hún var tónlistarkona og
söng í kórum frá unga aldri,
meðal annars í kirkjukórnum á
Reyðarfirði og í Kirkjukór
Eskifjarðar söng hún ásamt eig-
inmanninum í marga áratugi.
Útför Elínborgar fer fram
frá Eskifjarðarkirkju í dag, 15.
október 2020, athöfnin hefst
klukkan 14.
Streymt verður frá athöfn-
inni:
https://www.facebook.com/
eskifjardarkirkja
Virka slóð á hlekk má nálg-
ast á :
https://www.mbl.is/andlat
Elsku amma okkar
Takk fyrir að gefa svona stór-
an hluta af þér til okkar í gegnum
tíðina.
Þú kenndir okkur svo margt
nytsamlegt og gerðir ótalmargt
með okkur: lesa, leggja kapal,
fara í göngutúr og berjamó og
borða með okkur ís.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar, hláturinn, knúsin og hlýjuna,
það var alltaf svo gott að koma til
þín. Við munum geyma þig alltaf í
hjörtum okkar og söknum þín svo
mikið.
Takk fyrir að vera bara þú og
svona æðisleg amma. Við elskum
þig.
Ríkey, Aðalsteinn
og Iðunn Kara.
Elínborg Þor-
steinsdóttir Maack
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓNA GUNNLAUGSDÓTTIR,
Ljárskógum 18,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
mánudaginn 28. september. Hún var
jarðsungin í kyrrþey föstudaginn 9. október í Seljakirkju.
Reynir Haraldsson
Hjördís Kristjánsdóttir
Linda Björk Ólafsdóttir Brynjar Björnsson
Gunnlaugur Reynisson Erla Björk Hauksdóttir
Steinunn M. Sigurbjörnsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
AGNAR BÚI AGNARSSON,
Heiði, Skagafirði,
lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki
sunnudaginn 11. október. Útför hans fer
fram föstudaginn 16. október klukkan 15
í Sauðárkrókskirkju.
Regína B. Agnarsdóttir Páll Ingi Pálsson
Agnar Búi Agnarsson Harpa Eygló Arnljótsdóttir
Heba Sóley Agnarsdóttir John Robert Fels
Eygló Rós Agnarsdóttir Guðrún West Karlsdóttir
Sæunn Kristín Jakobsdóttir Birgir Smári Sigurðsson
John Thor Fels, Mikael Búi Eyglóarson,
Aron Frosti Birgisson, Óliver Davíð Birgisson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN GUNNLAUGUR STEFÁNSSON
frá Höfðabrekku,
lést fimmtudaginn 8. október á
dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík.
Í ljósi aðstæðna verður útförin ekki auglýst og mun hún fara
fram með nánustu aðstandendum. Aðstandendur senda
sérstakar þakkir til starfsfólks Hvamms fyrir einstaka umönnun
síðustu árin.
Kristín Erla Jónsdóttir Garðar Tyrfingsson
Ari Þór Jónsson Ragnheiður Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn