Morgunblaðið - 15.10.2020, Page 44

Morgunblaðið - 15.10.2020, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 ✝ Jónas Bjarna-son fæddist 2. maí 1925 í Kálfárdal í Bólstaðarhlíð- arhreppi í A- Húnavatnssýslu. Hann lést á Hrafn- istu í Laugarási 30. september 2020. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 10. júlí 1890, d. 23. júní 1963, ættaður úr Skagafirði, og Ríkey Gests- dóttir, f. 11. sept. 1890, d. 29. ágúst 1983, ættuð af Ströndum. Systkini hans: Hulda Aradóttir, f. 15. júlí 1914, eiginmaður Stef- án Sveinsson; Þorbjörn, f. 17. jan. 1916; Kristín, f. 3. febr. 1917, fyrri eiginmaður Guð- mundur Ögmundsson, d. 1946, síðari eiginmaður Björn Jóns- son; Þorbjörg Guðrún, f. 22. júní 1919, eiginmaður Björn Jóhann Jóhannesson; Ingólfur, f. 15. mars 1921, eiginkona Guðrún Þórunn Steingrímsdóttir; Stein- unn, f. 27. júní 1923, eiginmaður Ólafur Jóhannesson (þau skildu), sambýlismaður Sveinbjörn H. Jóhannsson; og Bjarni Hólm f. 24. jan. 1927, eiginkona Inga Hansdóttir Wium, d. 1996, sam- býliskona Kristjana Guðmunda Jónsdóttir. Þau eru öll látin hans var Eva María Jónsdóttir miðaldafræðingur, dætur þeirra eru a) Matthildur, b) Júlía, c) Sigrún. Jónas stundaði nám í héraðs- skólanum í Reykholti 1941-43, vann í Bretavinnunni og ók sendibíl fyrir Kiddabúð, uns hann gerðist lögreglumaður í Reykjavík 1949. Hann stundaði nám í Lögregluskólanum 1950- 51 og sótti árið 1966 námskeið í slysarannsóknum og meðferð slasaðra hjá dönsku björg- unarþjónustunni í Tinglev. Í kjölfarið kenndi hann á fjölda námskeiða um skyndihjálp inn- an lögreglunnar og utan. Frá 1960 starfaði hann við slysa- rannsóknir og síðar við rann- sóknir afbrota í Rannsóknarlög- reglu ríkisins (RLR). Eftir starfslok 1989 tók hann í nokkur ár næturvaktir hjá RLR við síma- og fjarskiptaþjónustu. Þau Guðrún hófu byggingu einbýlishúss árið 1952 í Bakka- gerði 3 í Smáíbúðahverfi og bjuggu þar í nærri hálfa öld en fluttust síðan í Gerðhamra 32 og að síðustu í Hæðargarð 35. Útför Jónasar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 15. október 2020, klukkan 13. Streymt verður frá athöfn- inni: https://youtu.be/YkjMojT7fyQ Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat nema Bjarni Hólm. Jónas kvæntist 4. nóv. 1950 Guð- rúnu Guðmunds- dóttur, f. 26. okt. 1928, d. 28. júlí 2019. Börn þeirra: 1) Lilja, hjúkr- unarfræðingur, f. 28. febr. 1951, maki Stefán Atli Halldórsson, rekstrarhagfræð- ingur, dætur þeirra eru a) Ásta Björg, maki Bergur Már Bern- burg, synir þeirra Óliver og Benjamín; b) Sólveig, maki Kjartan Ingvarsson, börn þeirra Kári, Hekla og Lóa Bryndís; c) Hildur Kristín. 2) drengur, óskírður, f. 5. sept. 1954, d. 14. sept. 1954. 3) Gunnar Örn, bíla- smiður, f. 14. okt. 1958. 4) Sig- rún, lífeindafræðingur, f. 10. okt. 1961, maki hennar var Georg Guðni Hauksson listmál- ari, d. 2011, börn þeirra eru a) Elísabet Hugrún, sambýlis- maður Ted Karlsson; b) Guðrún Gígja, sambýlismaður Magnús Júlíusson, dóttir þeirra Helga Soffía; c) Tómas Kolbeinn, sam- býliskona Guðrún Sara Örnólfs- dóttir; d) Hrafnkell Tumi, e) Jón Guðni. 5) Óskar, kvikmyndaleik- stjóri, f. 30. júní 1963, eiginkona Eftir að mamma dó fyrir rúmu ári flutti pabbi sig yfir á Hrafnistu í Laugarnesi. Þar kynntumst við systkinin enn einni hliðinni á hon- um. Þó að tilveran þarna hafi verið í einfaldari kantinum, þá var pabbi alltaf tilbúinn og meðvitaður um að láta hlutina ganga upp. Að finna nýja fleti á breyttri stöðu - aðlaga sig að öðrum aðstæðum, rannsaka og kanna umhverfið. Maður gat átt það til að finna pabba í litlum ævintýraleiðöngr- um á hjólastólnum hér og þar í húsinu. Með blik í augum - augum sem þó sáu ekki mikið annað en móðu. Það var ekki fyrr en líkamlegir veikleikar náðu yfirhöndinni að pabbi ákvað að segja þetta gott. Og það virtist líka vera meðvituð ákvörðun. Fyrir nokkrum vikum sagði hann við mig að það væri kominn tími til að fara í svefninn. Ég spurði hvort hann ætlaði að fara að sofa um miðjan dag. Þá svaraði hann að hann vildi ein- faldlega fara að sjá fyrir endann á þessu. Og svo tók við ferli þar sem hann bjó sig undir að sofna svefninum langa. Hann fór jafn- vel að velta því fyrir sér hvort eitthvað tæki við hinum megin. Það var eins og hann væri spenntur að fá að vita það, að komast á nýjan stað og upplifa ný ævintýri. Einmitt það einkenndi líf pabba, hann var svo áhugasamur um allt mögulegt, víðförull og fróðleiksfús. Og við systkinin nutum góðs af því. Hann var áreiðanlega eins og margir fjöl- skyldufeður - sérstaklega í þá daga - alltaf í vinnunni. En ég man ekki betur en hann hafi ver- ið mikið til staðar og sinnt okkur börnunum af alúð og látið sig okkur varða. Og auk þess mátt- um við alltaf heimsækja hann í vinnuna sem var auðvitað ákaflega spennandi. Hann tók okkur með í veiðitúra og útilegur … sem reyndar breyttust síðan oft í veiði- túra. Það má segja að óslökkvandi áhugi hans á náttúrunni hafi fund- ið sér einhvers konar farveg í veiðimennskunni. Pabbi fæddist og ólst upp á af- skekktum slóðum í Austur-Húna- vatnssýslu. Í torfhúsinu hjá ömmu og afa var hvorki rafmagn né renn- andi vatn, en hann minntist þess- ara ára sem hamingjuríks tíma. Að það hafi ekki verið fyrr en hann fór í skóla í Svartárdal sem hann kynntist köldum húsakynnum. Við þessar aðstæður lærði fólk að bjarga sér og finna út úr hlut- unum sjálft. Sú útsjónarsemi fylgdi pabba alla tíð, hann naut þess að takast á við smíðar og alls konar uppfinningar. Ef mamma lagði fyrir hann flókin viðfangs- efni, þá leysti hann yfirleitt úr þeim. Sem dæmi má nefna að þegar mamma og pabbi fluttu í Gerð- hamrana á efri árum, þá lét hann sér ekki nægja að búa til litla tjörn í garðinum, heldur útbjó hann tjörnina þannig að silungar gátu hafst þar við. Og fyrst það var komin tjörn þá þurfti auðvitað að græja gosbrunn. Og vitaskuld skoppaði lítil hvít borðtenniskúla ofan á gosbrunninum - eins og punkturinn yfir i-inu. Þessu ríkulega og fjölbreytta æviskeiði er nú lokið - en minn- ingin er sterk, sterkari en mann hefði grunað - og hún mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við söknum þín, pabbi, en við treystum því líka að þið mamma séuð sameinuð á góðum stað. Að gera nýjar og spennandi uppgötvanir. Óskar Jónasson. Jónas tengdafaðir minn hefur lokið langri og farsælli lífsgöngu. Ég var honum samferða í rúm 50 ár frá því er við Lilja hófum til- hugalífið. Reyndar vissi ég af hon- um mun lengur því að Halldór fað- ir minn var samtíða honum í lögreglunni í tæp 16 ár til 1965 og Jónas, sem hafði um skeið öku- kennslu að aukastarfi, kenndi Sig- rúnu móður minni á bíl. Jónas var vel gerður maður til sálar og líkama. Hann var einkar fær í mannlegum samskiptum, naut virðingar samferðamanna, þar á meðal margra þeirra brota- manna sem hann þurfti að yfir- heyra. Hann var mjög barngóður, skemmtilegur og uppátækjasam- ur í samskiptum við dætur mínar og barnabörn. Hann var handlag- inn og viljugur að hjálpa til, enda var gjarnan viðkvæði dætra minna þegar hlutir biluðu eða brotnuðu: „Afi getur lagað.“ Hann var hraustur og hafði unun af úti- vist og ferðalögum, stundaði veið- ar til matar og til að útrýma mink og ref og fékkst einnig við dún- og eggjatekju. Það segir sitt um virð- inguna sem hann naut, að ýmsir bændur sem bönnuðu skotveiði í landi sínu undanskildu Jónas frá slíku banni. Segja má að löng ganga hafi verið snar þáttur lífi hans frá barnæsku. Frá æskuheimilinu í Kálfárdal þurfti oft að ganga sex kílómetra hvora leið í og úr skóla og fara yfir tvær ár á leiðinni. Þeg- ar hann hóf nám í Héraðsskólan- um í Reykholti gekk hann að heiman frá sér á Bollastöðum í Blöndudal, um 200 km leið. Í veið- um, einkum á rjúpu, gekk hann oft heilu dagana og virtist ekkert finna fyrir því. Án efa hefur hreyf- ingin átt sinn þátt í að styrkja heilsu hans og veita honum þetta langa líf, rúm 95 ár. Jónas var fjölhæfur maður. Hann hefði án efa getað stundað háskólanám og orðið vísindamað- ur, ef fjárhagur fjölskyldunnar hefði leyft. Fróðleiksáhugi hans, vilji og hugvitssemi við að leita nýrra lausna báru vitni skýrri hugsun. Hann útbjó ýmis áhöld til að auðvelda sér veiðiskapinn, inn- réttaði húsbíla, smíðaði fellihýsi – og þegar vantaði myndir á veggi heimilisins dreif hann sig á kvöld- námskeið og málaði þrjú falleg málverk. Jónas fæddist og átti bernsku- ár í torfbæ í afdal. Eins og gjarnan tíðkaðist í kotbúskap fátækra fjöl- skyldna voru sum systkinin send í vist á aðra bæi sem matvinnungar. Hann þurfti því snemma að læra að bjarga sér og leggja lið við bú- skap og alla tíð síðan einkenndi vinnusemi hann. Meðfram lög- reglustörfum sinnti hann ýmsum aukastörfum og byggði sjálfur fyrsta einbýlishús sitt að mestu og sá um viðbætur og viðhald meðan sjón hans leyfði. Síðasta áratuginn var hann blindur, en var þó áfram áhuga- samur um fréttir og samfélags- mál, hlustaði á útvarp og hljóð- bækur og spjallaði við gesti og í síma. Minni hans gaf aldrei eftir og ógleymanlegt verður mér og Lilju þegar hann, blindur maður- inn, sagði okkur til vegar í bílferð og lýsti landslaginu sem fyrir augu okkar hjóna bar. Ljúft er að geyma minninguna frá liðnu sumri er hann lagðist í grasið í Heiðmörkinni og naut sólar í blíð- viðri, innilega glaður yfir þessum lífsgæðum. Ég er líka innilega glaður yfir þeim lífsgæðum að hafa átt þennan frábæra tengda- föður. Stefán Halldórsson. Við systurnar eigum allar ynd- islegar minningar um afa Jónas. Betri afa væri eiginlega ekki hægt að hugsa sér. Hann virtist kunna allt og geta allt og svo var hann svo laginn í að halda í grínið og prakkaraskapinn meðfram því að reyna alltaf að kenna okkur eitt- hvað nýtt. Hann var lögga sem elti uppi bófa, uppfinningamaður sem gat smíðað hvað sem var og rækt- að vínber í gróðurhúsinu, og æv- intýramaður sem var alltaf til í að segja sögur. En umfram allt var afi þó hlýr. Þau amma tóku alltaf á móti okkur af heilum hug og opnu hjarta. Gáfu sér tíma til að sitja og spjalla, segja sögur og vera til staðar. Eftir sitja ótal minningar um afa sem gat skapað ævintýri í alls konar aðstæðum. Til dæmis sil- ungsveiðin og mikilvægi þess að læra að slægja fisk, róa bát og dorga í gegnum vök. Allar elsk- uðum við heimasmíðaða húsbíllinn sem var ævintýralegur, jafnt á ferðalögum um landið eða í dúkkuleik í innkeyrslunni. Vinnu- herbergið hans var líka kafli út af fyrir sig. Það var fullt af byssum og skrítnum hlutum sem hann hafði sankað að sér í gegnum æv- ina. Og svo voru það öll dýrin! Í bílskúrnum voru oft lifandi yrð- lingar í búri, í tjörninni í garðinum syntu silungar og stundum veiddi afi líka mýs sem við fengum að hafa sem gæludýr í heimasmíðuðu búri (ótrúlegt hvernig þær sluppu þó alltaf, okkur grunar að afi hafi vitað eitthvað aðeins meira en við um það mál). Meira að segja í út- löndum tók veiðimaðurinn við sér. Til að mynda þegar afi veiddi frosk sem gæludýr fyrir okkur í saklaus- um göngutúr um skóglendi Amer- íku og mamma þurfti að láta sokk- inn sinn undir froskaveiðar. Afi var skýr fram að síðustu heimsóknunum. Stundum mundi hann hluti betur en við og lumaði oft á einhverjum skemmtilegum sögum sem við höfðum ekki heyrt áður. Nú voru það langafabörnin sem fengu að skríða upp í kjöltu hans og upplifa sögustund um Pét- ur kanínu eða að takast á við bóndabeygjuna góðu – já eða jafn- vel hjólastólarall ef þau skorti við- fangsefni á elliheimilinu Öllum yndislegu minningunum sem rifjast upp nú á kveðjustund fylgir svo mikið þakklæti fyrir að hafa átt þessi góðu hjón sem ömmu og afa. Við munum sakna þín, elsku afi. Þú varst yndisleg manneskja sem glæddi líf okkar allra. Ásta Björg, Sólveig og Hildur. Það voru ómetanleg forréttindi að fá að taka þátt í heimi afa Jón- asar, þar sem raunveruleikinn var jafn ævintýralegur og þær ótal sögur sem hann sagði okkur barnabörnunum. Hann sagði vel frá og sá spaugilegu hliðina á hlut- unum. Hjá honum var alltaf rými fyrir prakkarastrik og hrekkja- brögð, hvort sem þau voru af hans hálfu eða annarra. Hann hafði gaman af okkur barnabörnunum og gaf okkur mikinn tíma og þol- inmæði. Afi var handlaginn og miklaði hlutina ekki fyrir sér. Hann byggði sitt eigið hús ungur, smíðaði hús- gögn og málverkin í stofunni mál- aði hann sjálfur með listilegu handbragði. Mér fannst hann geta gert við allt. Þegar ég var barn brotnaði ljósapera á heimilinu og ég taldi það ekki vera neitt mál, afi gæti örugglega gert við hana. Sjálfur hafði hann þó fæðst í torfbæ og alist upp án rafmagns. Þegar það var lagt rafmagn í ná- grannabæinn mætti afi á svæðið til að líta undrið augum. Í stofunni var rafmagnsljósapera í loftinu, en einn á bænum sagði afa að það virkaði jafnvel ef hann stingi ljósa- perunni upp í sig og fingri í per- ustæðið. Afi rankaði við sér skömmu síðar og varð sem betur fer ekki meint af en var skamm- aður fyrir að hafa brotið peruna. Afi var bæði lögga og veiðimað- ur. Hann eltist við glæpona á vinnutíma en í frítíma við minka og gæsir, þorska og silunga. Hann seig í björg eftir eggjum og safnaði æðardún til að geta gefið æðar- dúnssængur í fermingargjafir. Eitt það skemmtilegasta var þeg- ar hann fór á ref og tók yrðlinga með sér heim svo við krakkarnir gætum fengið að leika við þá. Það var fátt notalegra en að hafa lítinn yrðling inni í úlpunni en kannski minna vinsælt að koma heim lykt- andi eins og refur. Að vera í pössun hjá afa Jónasi og ömmu Guðrúnu var ævintýri út af fyrir sig. Á heimili þeirra í Gerð- hömrum hafði afi byggt gróður- hús, stútfullt af grænmeti, ávöxt- um og suðrænum plöntum. Fyrir utan var matjurtagarður og tjörn sem stundum voru í silungar sem hægt var að veiða í kvöldmatinn. Einnig var oft farið á Reynisvatn að veiða. Á sumrin var róið út á vatnið á bátnum hans afa en á vet- urna boraði hann gat á ísinn og svo sátum við og dorguðum þar til eitt- hvað beit á. Fengurinn var svo tek- inn með heim til ömmu Guðrúnar sem galdraði fram veislu. Það var erfitt fyrir afa að missa ömmu fyrir ári og síðasta árið dvaldi hann á Hrafnistu. Vegna ástandsins var því miður ekki hægt að koma jafnoft í heimsókn og löngun var til en þegar tækifæri Jónas Bjarnason HINSTA KVEÐJA Kveðja til vinar, Jónasar Bjarnasonar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Erlendur Sveinsson. Okkar ástkæri MAGNÚS JÓHANNSSON, Hafnarstræti 16, Akureyri, lést 7. október á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. október klukkan 10.30. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju; beinar útsendingar. Elín Björg Jóhannsdóttir Sævar Sæmundsson Ingunn Þóra Jóhannsdóttir Skúli Eggert Sigurz Björn Jóhannsson Sigrún Harðardóttir Jóhann Gunnar Jóhannsson Ragna Ósk Ragnarsdóttir Ásta Hrönn Jóhannsdóttir Gísli Agnar Bjarnason Sólveig Jóhannsdóttir Þröstur Vatnsdal Axelsson Margrét Alfreðsdóttir og frændsystkini Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR BERGMANN, kennari og rithöfundur, lést á Landspítalanum 10. október. Útförin verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. október klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá útförinni í facebookhópnum Útför – Hörður Bergmann á eftirfarandi slóð: https://www.facebook.com/groups/967438233742990 Halldóra Björk Bergmann Atli Bergmann Unnur Elísabet Ingimarsdóttir Jóhanna Bergmann Helga Lilja Bergmann barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS DÜRR, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 8. október. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólheima á Mörk fyrir einstaka umönnun og alúð. Jarðarför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. október klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana biðjum við þá sem sjá sér fært að vera viðstaddir athöfnina að hafa fyrst samband við Guðrúnu. Athöfninni verður streymt, sjá uppl. hjá Bústaðakirkju. Ólafur F. Bjarnason Hinrik Gústaf Ólafsson Marianne B. Olafsson Guðrún Ólafsdóttir Jón Steingrímsson Gunnar Bjarni Ólafsson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR INGVI ÞORLÁKSSON, fv. kaupmaður í versluninni Vísi, Blönduósi, sem lést á HSN Blönduósi 7. október, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 17. október klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök HSN, Blönduósi. Í ljósi aðstæðna verður að takmarka fjölda viðstaddra. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/HGXsWa80qXw Arndís Þorvaldsdóttir Einar Einarsson Hafdís Ævarsdóttir Margrét Einarsdóttir Jón Sigurðsson Gróa María Einarsdóttir Guðmundur R.S. Kemp barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.