Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
þegar í ljós að hann var hörkutól
og vel fylginn sér fyrir utan að
vera skemmtilegur félagi. Ferill
Helga upp frá þessu bar vott um
dugnað, þrautseigju og samvisku-
semi í þeim störfum sem hann tók
að sér í þjónustu Vegagerðar rík-
isins og sem vegamálastjóri í fyll-
ingu tímans. Þjóðin öll dáðist að
brúargerðinni miklu á Skeiðarár-
sandi á árunum 1972-1974 þar
sem Helgi hafði forystu og lagði
nótt við dag.
Vegagerðin hefur löngum notið
góðra starfskrafta og sem þing-
maður fann ég vel það álit sem
Helgi naut á sínum vettvangi áður
en hann sjálfur tók við sem vega-
málastjóri 1992. Náin samvinna
við forverann Snæbjörn Jónasson
var honum góður skóli, m.a. í við-
horfi til umhverfismála. Í tíð
beggja komst á góð samvinna
Vegagerðarinnar við Náttúru-
verndarráð um nýlagningu og frá-
gang vega þar sem oft reyndi á að
þræða bil beggja. Náið samráð
ríkti milli þingmanna kjördæm-
anna og yfirstjórnar Vegagerðar-
innar á þessum áratugum. Þannig
sátu þingmenn hvers umdæmis
fundi með vegamálastjóra við frá-
gang framkvæmdaáætlana og eru
margir þessara samráðsfunda
mér minnisstæðir. Gott viðmót og
kímni Helga átti sinn þátt í að þar
náðist að jafnaði samkomulag þótt
naumt væri skammtað.
Jarðgangagerð bættist við brú-
argerð sem stór framkvæmda-
þáttur í tíð Helga sem vegamála-
stjóra. Áætlanir lágu fyrir í hans
tíð bæði um jarðgöng á Vestfjörð-
um og Austfjörðum, m.a. um svo-
nefnd T-göng milli Seyðisfjarðar
og Norðfjarðar með legg undir
Mjóafjarðarheiði til Héraðs.
Seyðfirðingnum Helga leist vel á
þá framkvæmd, en óeining í röð-
um sveitarstjórna eystra leiddi til
að ekkert varð úr allt til þessa
dags.
Árið 1999 stuttu eftir að Helgi
lét af starfi vegamálastjóra var
efnt til pílagrímsferðar gamalla
mælingamanna norður yfir
Tungná, í Illugaver og að Há-
göngum. Margt hafði breyst á
þeim slóðum og þátttakendur
bætt við sig 43 árum frá sumrinu
forðum. Óbreytt var hins vegar
glaðværð og létt lund Helga sem
og annarra. Nú að leiðarlokum
tveim áratugum síðar þakka ég
honum samfylgdina.
Hjörleifur Guttormsson.
Helgi frændi var mér nánast
frá fæðingu eins konar aukapabbi,
samgangur fjölskyldna okkar var
það mikill alveg frá upphafi, og
alltaf kallaði Siggi Valur bróðir
hann Helga pabba. Saman fórum
við um hverja helgi á skíði í
Hamragil þar sem Helgi Hall var
lykilmaður í að reisa lyftu; á skíða-
mótum var Helgi gjarnan ræsir
og síðar markstjóri, best treyst
fyrir tölunum, í skíðagallanum
þar sem teipum fjölgaði með ár-
unum, því lítill sundurgerðarmað-
ur var frændi, en aftur á móti
maður teipsins; við fórum viku-
lega í fótbolta á vetrum og þar var
Helgi alltaf aftasti maður, í mestu
ábyrgðarstöðunni í samræmi við
sinn karakter; og svo oft í útilegur
þar sem Helgi naut sín vel í gleði,
söngmaður góður, og ekki síst í
Stóra-Langadal og á leiðinni
stoppaði Helgi, samviskusami
brúarverkfræðingurinn, við
hverja brú og fór undir hana.
Aðeins einu sinni man ég til
þess að ljúfmennið Helgi ávítti
okkur. Einhver unglingsgalsi
hafði gripið okkur Hallgrím á
Sprengisandi og við skrifuðum
SOS í sandinn með stígvélunum,
allstórt – þá kom Helgi aðvífandi
og stöðvaði okkur, slík skilaboð
væru ekkert grín og gætu vakið
óþarfa ótta um neyð, sem lýsir
Helga vel. Á menntaskólaárunum
þegar róttæknin sveif á mann var
gott að eiga Helga að með sínar
yfirveguðu, jarðbundnu athuga-
semdir. Mér er með öllu ógleym-
anleg stund í Stóra-Langadal þeg-
ar ég var eitthvað að þenja mig
um framkvæmd sósíalismans, en
þá tók Helgi mig á eintal og flutti
mér, á sinn stóíska hátt, áhrifa-
mikinn einkafyrirlestur um hið
stóra samhengi hlutanna sem ég
man enn.
Fyrir rúmum tuttugu árum
fóru fjölskyldurnar austur á Seyð-
isfjörð og Hérað. Helgi varð auð-
vitað fararstjóri, leiðbeindi okkur
um ættarslóðir og hvar okkar fólk
hafði haft viðkomu, og þar naut
sín vel stálminni hans á örnefni,
bæjarnöfn og svo ættfræðin, sem
var eitt áhugasviða hans, ekki síst
ættir Austfirðinga sem hann
kunni utanbókar. Einhvern veg-
inn small allt þarna saman og mér
fannst ég sjá Helga í sínu rétta
elementi; þetta var hans svæði
þar sem hann þekkti hverja þúfu
og mundi allt. Þarna sagði hann
sögur af forfeðrum okkar og for-
mæðrum, kryddaðar litríkum og
úthugsuðum mannlýsingum.
Helgi frændi var einhver vand-
aðasti maður til orðs og æðis sem
ég hef þekkt. Hann var varkár og
orðvar um leið og hann var
skemmtilegur og fyndinn, hlýr og
fordómalaus, þolgóður og ósér-
hlífinn með afbrigðum og hafði
alltaf hagsmuni heildarinnar að
leiðarljósi, öll sérgæska lá honum
víðs fjarri. Samgöngumálin voru
honum hugsjón fremur en launa-
vinna, sú gamla hugmynd að
vinna þjóð sinni gagn var honum
runnin í merg og bein. Það var
líka mjög gaman að kynnast því
sem starfsmaður Vegagerðarinn-
ar síðar hvað Helgi naut mikillar
og almennrar virðingar, bæði fyr-
ir þekkingu og dugnað en líka al-
þýðlega framkomu.
Ég kveð frænda minn fullur
þakklætis fyrir það mikla lífslán
að hafa átt hann sem aukapabba,
sínálægan og áhugasaman um
mitt bauk alla tíð. Það get ég sagt
með sanni að þá er ég heyri góðs
manns getið mun ég hugsa til
Helga Hallgrímssonar.
Páll Valsson.
Ein mín mesta gæfa var að
kynnast Helga. Við sáumst fyrst
þegar ég var kynntur og sýndur
foreldrum Nínu minnar. Við átt-
um einn snertiflöt, Sverri föður-
bróður minn sem pirraði vega-
gerðaryfirvöld í landinu í einhver
misseri. Svo ræddum við það ekki
meir. Það hafa margir orðið til að
lýsa mannkostum Helga, hrein-
lyndi, sanngirni, fordómaleysi,
áhuga á öðru fólki og almennum
heilbrigðum mannskilningi. Þeg-
ar maður hugsar aftur þessi 26 ár
sem við vorum samferða og fer að
leita að göllum á manninum, mað-
ur hlýtur að finna einhverja
hnökra, þá gefst maður upp. Það
var helst þegar mér tókst að koma
honum í vandræði með því að
kveikja í sinunni í Borgarholti og
ekkert varð við ráðið og Jói á
Núpum kom glottandi með vatns-
slöngu, að Helga fannst þetta
helst til langt gengið; skattpen-
ingum eytt í fullkominn og
ástæðulausan óþarfa, tengdason-
ur sem ekki á að handleika eld-
spýtur; hann fyrirvarð sig fyrir
uppákomuna og ég man ég fylgd-
ist með honum til að reyna að átta
mig á hvort Helgi væri reiður
núna. Og ég gat ekki séð það, eða
hann fór þá alla vega vel með.
Þegar ég hugsa um Helga og
hve góður og vandaður maður
hann var þá kemst ég ekki hjá því
að hugsa hvernig hefði Helgi tekið
á þessu, hvernig hefði hann
brugðist við, Helgi verður óhjá-
kvæmilega viðmið um rétta og fal-
lega breytni. Þess á maður eftir að
njóta lengi.
Verðmætast af öllu eru þó
minningar um fjölskylduna, ferð-
irnar saman, ánægjan sem hann
hafði af börnunum okkar Nínu og
þau af honum, og Möggu, alltaf
mættur með verkfærin og máln-
ingargræjurnar þegar fjölskyldan
flutti milli íbúða og boðinn og bú-
inn þegar börnin þurftu tilsögn í
stærðfræði. Ég hafði svo mikla
ánægju af samveru með Helga og
Möggu að þegar okkur datt í hug
að fara á Brunasand eða bjóða
fólki í mat, og Nína spurði hverj-
um eigum við að bjóða, þá svaraði
ég ævinlega: pabba þínum og
mömmu. Mér fannst þau alltaf
besti félagsskapurinn og vissi ég
talaði ekki bara fyrir minn munn.
Við höfum öll misst góðan fjöl-
skyldumann, pabba og afa og ég
góðan vin. Ég mun lengi sakna
Helga og óska þess að hann hvíli í
friði. Margréti tengdamóður
minni færi ég mína dýpstu samúð
og fjölskyldunni allri.
Kjartan Valgarðsson.
Manni hlýnar um hjartaræt-
urnar við það að minnast Helga.
ÍR á honum mikið að þakka, hann
lék handbolta sem markmaður í
meistaraflokki ÍR í mörg ár á
sjötta áratugnum. Seint á sjöunda
áratugnum kynntist ég Helga er
hann lagði leið sína í Hamragil
ásamt fríðu föruneyti, Margréti
og börnum þeirra, sem síðar urðu
meðal bestu skíðakeppenda
landsins.
Helgi var afskaplega yfirveg-
aður maður og allt sem hann tók
sér fyrir hendur var unnið af
vandvirkni og útsjónarsemi.
Hann átti stóran þátt í því að
reisa skíðalyfturnar í Hamragili
og alla aðstöðu þar, s.s byggingar
og fleira. Þá eru ótalin öll skíða-
mótin sem hann vann við og í
mörg ár var varla haldið skíðamót
á Reykjavíkursvæðinu án þess að
hann væri kallaður til. Það mynd-
aðist fljótlega stór hópur skíða-
fólks innan ÍR sem hélt vel sam-
an, gengu saman á
sunnudagsmorgnum með kaffi á
eftir og ljúft er að minnast allra
ferðanna í ítölsku, austurrísku og
frönsku Alpana, svo og ótal ferða í
Hamragil, Bláfjöll og ýmissa ann-
arra ferða innanlands. Þegar
skíðagetan dvínaði tók við golfið
og hafa verið haldin golfmót á
einkavelli á Hólmsheiði á hverju
ári í yfir tuttugu ár og ávallt grill-
að á eftir.
Þegar óbyggðanefnd fór að
seilast í lönd á Hellisheiði vorum
við Helgi, fyrir hönd ÍR, kallaðir
fyrir rétt sem haldinn var í Hvera-
gerði og var ótrúlegt að fylgjast
með hversu vandlega hann und-
irbjó okkur fyrir þessi réttarhöld.
En ÍR hélt eignarhaldi sínu á
landinu við Kolviðarhól, ekki síst
vegna vandaðs undirbúnings
Helga og hefur ÍR notið góðs af
því eignarhaldi undanfarin ár og
má ætla að brúarverkfræðin hafi
komið að góðum notum þar við að
brúa ágreining af ýmsu tagi.
Helgi var ávallt hrókur alls
fagnaðar og átti létt með að setja
saman gamanmál þegar á þurfti
að halda á hinum ýmsu uppákom-
um sem ávallt fylgja félagsskap af
þessu tagi.
Á þessum liðlega 50 árum sem
vinátta okkar hefur staðið hefur
aldrei borið skugga á og minnist
ég síðustu skíðaferðar okkar til
Selva á Ítalíu með hlýhug.
Við í skíðahópnum kveðjum
Helga með sárum söknuði og hans
verður alltaf minnst þegar við
hittumst, við munum sakna hlýj-
unnar frá þessum einstaka manni
og ekki síst hins góða húmors sem
var honum svo eðlislægur.
Skíðahópurinn sendir ykkur
öllum, Margéti, Hallgrími, Nínu,
Gunna og Ása og börnum ykkar
og fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúðarkveðjur
F.h. skíðahóps ÍR,
Þórir Lárusson.
Helgi Hallgrímsson er látinn.
Ég kynntist honum þegar hann
var vegamálastjóri, en við þing-
menn Austurlands höfðum mikið
samband við vegagerðarmenn í
Héraði og í aðalstöðvunum í
Reykjavík. Vegagerð ríkisins er
ein af stærstu stofnunum hins op-
inbera, ef ekki stærst, með starfs-
stöðvar í öllum landshlutum.
Þessari stofnun stýrði Helgi
styrkri hendi þegar okkar fundum
bar fyrst saman. Hann hafði yf-
irburðareynslu, var verkfræðing-
ur sem komið hafði að stærstu
samgönguverkefnum hérlendis
og stjórnað mörgum þeirra. Hann
var einstaklega traustur og yfir-
vegaður maður en þar að auki
hafði hann húmorinn í lagi og var
kunnugur mönnum og málefnum
um land allt. Ekki spillti fyrir að
hann átti rætur á Austurlandi og
bróðir hans bjó í sömu götunni og
við hjónin á Egilsstöðum, einstak-
lega traustur og farsæll maður.
Þegar ég var formaður fjár-
laganefndar Alþingis auk þess að
vera í nefndinni um nokkurra ára
skeið var það siður að nefndin fór í
skoðunarferð um eitt kjördæmi á
ári, og vegna þess hve vegamál
voru fyrirferðarmikil í starfi okk-
ar og annarra þingmanna fór
vegamálastjórinn með okkur í
þessar ferðir. Ég þarf ekki að lýsa
því hve verðmæta þekkingu við
fengum í þessum leiðöngrum.
Maður sá ekki betur en Helgi
væri kunnugur hverjum vegar-
spotta á landinu sem þurfti lag-
færingar við eða uppbyggingar.
Þar að auki var hann bráð-
skemmtilegur ferðafélagi.
Minningarnar leita á þegar
hugsað er um þessi samskipti, og
ég vil minnast á eitt atriði sem
sýndi forustu Helga og styrk
Vegagerðarinnar. Miklar nátt-
úruhamfarir urðu á Skeiðarár-
sandi, svo miklar að brýrnar
miklu á sandinum urðu ófærar og
jaka á stærð við íbúðarblokkir var
að finna um allan sand. Þegar sól-
arhringur um það bil var liðinn frá
hamförunum vorum við þingmenn
Austurlands kallaðir til neyðar-
fundar í Vegagerðinni til þess að
ræða vegasambandið austur. Það
er skemmst frá því að segja að all-
ar áætlanir lágu þá fyrir hjá stofn-
uninni um uppbygginguna og búið
að sjá út efni í bráðabirgðabrýr.
Helgi gerði okkur grein fyrir
þessu með sínum rólega og
traustvekjandi hætti. Niðurstað-
an var að vegasamband komst á
fyrr en áætlað var.
Nú er þessi ágætismaður fall-
inn frá og við Margrét hugsum til
hinna góðu kynna við þau hjónin,
hann og Margréti Schram konu
hans, sem lifir mann sinn. Við
vottum henni og fjölskyldunni
hennar innilega samúð.
Jón Kristjánsson.
Helgi fæddist á Selstöðum í
Seyðisfirði en ólst upp í kaup-
staðnum unglingsárin. Þau mót-
uðu hann. Hvarf svo burt að heim-
an til mennta. Barátta
Seyðfirðinga fyrir bættum sam-
göngum landleiðina yfir Fjarðar-
heiði, sem hefur staðið í hálfa öld,
hefur alla tíð átt áhuga hans, vel-
vild og stuðning. Sem vegamála-
stjóri 1992-2003 varð það oft hans
hlutskipti að taka á móti óþolin-
móðum vegþyrstum fulltrúum
Seyðisfjarðar sem þrýstu fast á
um bættar samgöngur. Alltaf var
viðmótið eins. Glaðlegt. Hlustað
og svo spurt. Staðreyndir dregnar
fram í lokin. Síðan spurði hann
frétta að heiman. Ég minnist þess
ekki að hafa farið fúll af þeim
fundum.
Þegar ég hitti hann sem oftar
síðasta vetur í hádegisverði í
Mörkinni á Suðurlandsbraut þar
sem þau hjón bjuggu sagði ég
honum aðspurður fréttir að heim-
an. Nokkrir fyrrverandi félagar
hans búa hér enn og bar ég honum
kveðjur þeirra og hans síðan til
baka. Ég sagði að nú væru Fjarð-
arheiðargöngin að nálgast og að
síðasta ár hefði slegið öll fyrri met
akandi umferðar um heiðina. Ég
sagði að við saman færum akandi
göngin eftir örfá ár. Ekki tók
hann undir það en brosti glettinn
og gladdist fréttunum.
Þar sem ég var á leiðinni í
skíðaferð til Ítalíu með Seyðfirska
alpaklúbbnum bárust skíðin og
Austfirski alpaklúbburinn hans í
tal.
Við rifjuðum upp að hóparnir
okkar hittust í Selva 1998 þegar
við gistum á Hótel Oswald; við í
Sf-Alp höfðum heyrt af ferðum
þeirra t.d. í Austurríki er við vor-
um þar en aldrei hist fyrr en
þarna. Slegið var upp móttöku á
herbergi þeirra hjóna þar sem
okkur félögum hlotnaðist sá heið-
ur að vera innvígðir sem vina-lim-
ir í Austfirska alpaklúbbinn. Þar
voru félagar m.a. skíða- og skála-
félagar hans úr ÍR en foringinn
var klárt Seyðfirðingur. Hann
stjórnaði athöfninni af sinni al-
kunnu hógværð og snilld. Auðvit-
að var lagið tekið vel og hressi-
lega. Þegar horft er til baka má
segja að það hafi verið mikil synd
að þessir tveir öflugu síkátu skíða-
hópar sem áttu rætur í Seyðisfirði
hittust aldrei aftur saman. En golf
og skíði eru oft nátengd þegar
rifjaðar eru upp skemmtilegar
stundir. Fyrir nokkrum sumrum
hringdi Helgi í mig og sagði að
hann yrði á Egilsstöðum með golf-
hópinn sinn. Hann langaði að sýna
þeim og spila Hagavöll okkar
Seyðfirðinga. Það var auðsótt. Því
miður veiktist Helgi um nóttina
og gat ekki komið en frú Margrét
kom með hópinn í golfskálann þar
sem ég tók á móti þeim. Í hópnum
voru þá nokkrir félagar úr Aust-
Alp, það urðu því gleðifundir er
við rifjuðum upp hittinginn í Selva
forðum.
Nú hefur Aust-Alp fækkað
ferðum og foringinn farinn í önn-
ur skíðalönd. Hans er sárt saknað.
Seyðfirðingar þakka stuðning og
hlýhug við æskustöðvarnar sem
hefur verið mikils virði í barátt-
unni að viðhalda byggð í firðinum
fagra. Við félagar í Sf-Alp þökk-
um samfylgdina. Þegar við hitt-
umst næst tökum við upp þráðinn
þar sem hann slitnaði en þá í
skíðabrekkunum hinum megin.
Þá verður gaman.
Kæra Margrét og fjölskylda.
Minning um traustan Seyðfirðing
og farsælan félaga mun lifa um
ókomin ár.
F.h. Seyðfirska alpaklúbbsins
og félaga á Seyðisfirði,
Þorvaldur Jóhannsson.
Það mun hafa verið um tíu ára
aldurinn að ég sá Helga Hall-
grímsson fyrst. Það var á Brekku
í Hróarstungu á Héraði eystra.
Helgi, þá nýbakaður verkfræð-
ingur, átti erindi við húsbónda
minn varðandi vegaumbætur. En
í barnsminni mínu ræddu þeir ör-
nefni og Helgi skrifaði niður eftir
Sigurjóni bónda. Ekki mundi
Helgi þennan tiltekna fund þegar
ég spurði hann fimm áratugum
síðar en hallaðist í hógværð sinni
frekar að því að hann hefði ekki
verið í örnefnasöfnun þannig að
endanleg fundargerð verður lík-
lega ekki samþykkt úr þessu.
Þessi fundur á Brekku varð þó til
þess að alla tíð fylgdist ég vel með
Helga og störfum hans úr fjar-
lægð og nálægð eftir atvikum
enda varð smám saman drjúgur
þáttur þjóðarsögunnar undir. Og
þegar við hjónin fórum að hafa
fasta vikudvöl í Skógargerði hvert
sumar síðustu áratugi fræddumst
við um Skógargerðisættina óafvit-
andi að við myndum síðar tengj-
ast henni. Þar höfum við notið
þess sælureits sem Skógargerði
er orðið sem skógræktarjörð og
þeirrar merkilegu ræktarsemi við
gamla tímann sem þar er ríkjandi.
Þar er fallegur heimagrafreitur
þar sem Hallgrímur faðir Helga
hvílir en hann lést fyrir aldur fram
árið 1940.
Loks á efri árum Helga og
Margrétar tókust með okkur góð
kynni og reyndar fjölskyldubönd.
Sú háttvísi og hlýja sem þau
sýndu okkur Sigrúnu og reyndar
öllum er einstök. Að eiga tal við
Helga var eins og að vera kominn
hálfa leiðina austur og engin saga
var sögð af þeim slóðum að ekki
vekti nýja og jafnvel betri. Fyrir
tveimur árum komu svo Helgi og
Margrét austur um leið og við og
saman fórum við þrjár kynslóðir
með litlu Málfríði Jóhönnu og átt-
um góða stund á ættarslóðum
Málfríðar Þórarinsdóttur móður
Helga sem fædd var og uppalin í
Gilsárteigi í Eiðaþinghá.
Merkilegri ævi og ævistarfi er
lokið. Brýr, jarðgöng og malbik
snúast líklega í huga flestra um að
stytta sér leið og jafnvel að auka
leti sína. En þjóðarsaga 20. aldar
ber þó engin merki leti eða vana-
hugsunar. Að færa fólk saman og
vinna í þágu fólks og byggða er
gefandi og þar var gæfa Helga
fólgin en mest þó í fjölskyldunni,
því einstaklega lífsglaða fólki sem
mat hann mest. Við fjölskyldan
hér á Kambsveginum sendum
Margréti, börnum þeirra og öllum
afkomendum þakkar- og samúð-
arkveðjur við fráfall Helga Hall-
grímssonar. Hvíli hann í friði.
Magnús Ingólfsson.
Helgi Hallgrímsson valdi að
helga Vegagerðinni starfskrafta
sína nánast allan sinn starfsaldur.
Brýr voru hans meginviðfangs-
efni á fyrri árum, þar sem hann
bæði hannaði brýr og hélt utan
um byggingu þeirra, og stýrði síð-
an brúadeildinni í mörg ár. Á
þessum tíma var brúagerð eitt af
umfangsmestu verkefnum Vega-
gerðarinnar. Nefna má brúagerð
á Skeiðarársandi og opnun hring-
vegarins 1974, en óhætt er að
segja að Helgi hafi verið guðfaðir
þess verkefnis sem tókst giftu-
samlega að ljúka, við mjög krefj-
andi aðstæður.
Baráttan við náttúruöflin, ekki
síst jökulhlaup og önnur vatns-
flóð, var honum hugleikin, hann
lagði rækt við samstarf við vís-
indamenn á því sviði og samtal við
heimamenn á hverjum stað, og
nýtti sér þekkingu þeirra og til-
lögur við val á verkfræðilegum úr-
lausnum við mannvirkjagerð á
söndum Suðurlands og fleiri stöð-
um á vegakerfinu.
Samstarf mitt við Helga á fyrri
árum var ekki síst á þessu sviði. Í
embætti vegamálastjóra hélt
hann áfram að sinna þessum verk-
efnum og stýrði m.a. hópi vega-
gerðarmanna við undirbúning og
endurbyggingu mannvirkja á
Skeiðarársandi eftir Gjálpargosið
og jökulhlaupið haustið 1996.
Á tíma Helga Hallgrímssonar
urðu gífurlegar framfarir í vega-
gerð á Íslandi. Þar starfaði öflug-
ur og samhentur hópur fólks á öll-
um vígstöðvum. Margir voru af
sömu kynslóð og hafa nú lokið
störfum og aðrir tekið við keflinu.
Ótrúlega margir völdu að verja
öllum sínum starfsaldri hjá Vega-
gerðinni eins og Helgi, og starfs-
mannavelta mun hafa verið minni
þar en víðast annars staðar. Verk-
efnin voru spennandi og gefandi,
en mannkostir stjórnenda höfðu
þar líka sitt að segja. Öðlingurinn
Snæbjörn Jónasson stýrði Vega-
gerðinni þegar ég kom til starfa
1981 og síðan tók Helgi Hall-
grímsson við. Hann var góður
húsbóndi sem hugsaði vel um sína
starfsmenn, veitti mönnum svig-
rúm til að taka verkefnin eigin
tökum en var einnig ávallt
reiðubúinn til að taka nauðsynleg-
ar ákvarðanir þegar þurfti. Það
var gott að umgangast, vinna með
og fyrir Helga, auðvelt að leita til
hans með öll mál, hann var róleg-
ur, yfirvegaður og traustur. Hann
hafði metnað fyrir hönd Vega-
gerðarinnar og lagði jafnan
áherslu á að hún væri öflug og vel
rekin stofnun, sem þjónaði landi
og þjóð vel.
Það var gaman að ferðast með
Helga innan lands sem utan, hann
hafði mikinn áhuga á að ræða við
fólk sem við hittum og ekki síður
um allt annað en vegagerð. Ekki
var verra ef hægt var að syngja
svolítið í góðra vina hópi! Það á til
dæmis við um fundi með systur-
stofnunum á Norðurlöndum, þar
sem menn hafa lengi minnst
skemmtilegrar samveru með
Helga og Margréti konu hans.
Helgi naut virðingar innan
Vegagerðarinnar og utan. Ég er í
þeim hópi og er þakklátur fyrir
gott og gefandi samstarf, farsæla
forystu og áratuga samferð sem
var mér dýrmæt. Hann var læri-
faðir sem hafði mikil áhrif á mitt
lífsstarf og starfsferil.
Við Ólöf vottum Margréti sam-
úð okkar, um leið og við þökkum
henni fyrir margar góðar og
skemmtilegar stundir gegnum
tíðina. Samúðarkveðjur fylgja til
fjölskyldunnar allrar.
Hreinn Haraldsson.