Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
✝ Hulda ElmaGuðmunds-
dóttir fæddist 16.
janúar 1943 í Nes-
kaupstað. Elma
lést á Droplaug-
arstöðum í Reykja-
vík 8. október
2020. Hún var
dóttir Oddnýjar
Sigurjónsdóttur, f.
1916 í Neskaup-
stað, og Guðmund-
ar Friðrikssonar, f. 1913 í Sel-
dal, Norðfirði. Elma var
næstyngst fjögurra systkina.
Elst er Jóhanna Ríkey, f. 1937,
í sambúð með Sigurliða Guð-
mundssyni, á hún fjögur börn,
næst var Hulda Guðrún, f. 1940
en hún lést aðeins 6 mánaða
gömul, og yngstur er Friðrik,
f. 1944, kvæntur Þórheiði Ein-
arsdóttur og eiga þau tvær
dætur en fyrir átti Friðrik tvo
syni. Jóhanna Ríkey og Friðrik
eru eftirlifandi systkini.
Elma giftist Jón Einari Jó-
hannssyni, f. 1942, þann 9. júní
1963. Jón Einar er sonur Jó-
hanns Jónssonar og Soffíu
Helgadóttur. Elma og Jón
eignuðust tvö börn: 1) Petrún
Björg Jónsdóttir, f. 1962, gift
Sólrúnu Færseth og búa þær í
Reykjavík. Petrún á þrjú börn:
Hulda Elma Eysteinsdóttir, f.
blaki og starfaði lengi í for-
ystusveit Íþróttafélagsins
Þróttar í Neskaupstað. Hún
var formaður Þróttar á árun-
um 1970-71 og 1981-82, auk
þess að sitja í stjórn BLÍ og GN
um skeið. Einnig gegndi hún
margvíslegum störfum fyrir
UÍA og var hún formaður sam-
bandsins á árunum 1972-73 en
Elma var fyrsta konan á land-
inu sem gegndi formennsku í
Héraðssambandi ungmenna-
félaga og hefur hún hlotið gull-
merki ÍSÍ, UMFÍ, BLÍ, Þróttar
og silfurmerki KSÍ.
Elma var mikil bókakona og
ljóðaunnandi en á skáldabekk
var Steinn Steinarr alltaf verið
í miklu uppáhaldi hjá henni.
Árið 2010 gaf hún út bókina
„Galar hann enn!“ sem hefur
að geyma gamansögur af
Norðfirðingum og nærsveit-
ungum.
Elma tók virkan þátt í sveit-
arstjórnarmálum og var í bæj-
arstjórn Neskaupstaðar á ár-
unum 1982-90, sat hún einnig í
fjölmörgum nefndum bæj-
arfélagsins. Einnig sat hún í
ritstjórn vikublaðsins Austur-
lands um áratuga skeið og var
ritstjóri blaðsins á árunum
1991-95, 1999 og 2000-2001.
Útför fer fram frá Garða-
kirkju 15. október 2020 kl. 13 í
návist nánustu aðstandenda.
Útförinni verður streymt á
slóðinni:
https://www.sonik.is/elma
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
1982, gift Sigurði
Grétari Guð-
mundssyni og eiga
þau fjögur börn.
Atli Rúnar Ey-
steinsson, f. 1985, í
sambúð með Ösp
Jónasardóttur og
eiga þau tvo syni.
Jón Gunnar Ey-
steinsson, f. 1986, í
sambúð með
Lovísu Jónsdóttur
og eiga þau tvo syni. 2) Jóhann
Freyr Jónsson, f. 1975, giftur
Camillu Guðjónsdóttur og búa
þau í Noregi. Jóhann á fjögur
börn: María Mist Jóhanns-
dóttir, f. 1999, Jóhann Nökkvi
Jóhannsson, f. 2006, Hafdís
Helga Jóhannsdóttir, f. 2008
og Arna Marín Jóhannsdóttir,
f. 2010. Elma og Jón Einar
slitu samvistum 2006 en héldu
ætíð góðu sambandi.
Elma Guðmundsdóttir ólst
upp í Neskaupstað og átti þar
heima alla tíð fram til 2012 er
hún flutti til Reykjavíkur.
Elma gekk í barnaskóla Nes-
kaupstaðar og var einn vetur í
Gagnfræðaskólanum á Eiðum.
Elma var mikil félagsmála-
manneskja og kom víða við á
því sviði. Hún æfði sjálf og
keppti í ýmsum íþróttagreinum
eins og í handbolta, golfi og
Elsku mamma mín, þú varst
svo mikil fyrirmynd fyrir mig og
margar aðrar konur, töffari sem
var til í að berjast fyrir rétti
kvenna og vera brautryðjandi á
mörgum sviðum.
Fyrir mig voru það forréttindi
að eiga svona mömmu og á ég þér
margt að þakka. Ferilskráin mín
væri sennilega öðruvísi ef þú
hefðir ekki verið svona hvetjandi
og ákveðin í að koma mér til
konu, takk fyrir það, elsku
mamma.
Ef fíknin hefði ekki ráðið ríkj-
um í lífi þínu, þá held ég að þú
hefðir orðið drottning, allavega í
Neskaupstað, bænum sem þú
varst reiðubúin til að gera allt
fyrir og gerðir svo margt fyrir.
Þetta ljóð skrifar þú í nóvem-
ber 1989 og eftir það áttir þú
mörg góð ár í bata.
Ég óttaðist daginn bjarta
og dimmuna undi ég við.
Ég nærðist á angri míns hjarta
og unaðar drykksins hlið.
En innihald drykksins var lítið
sem tók af mér visku og völd
og alltaf magnaðist bálið
sem brenndi mig þúsundföld.
Í drykkjunnar dauðamóði
mig dreymdi um forna frægð.
Úr hugarfylgsnunum flóði
hvað olli mér þessari mærð.
En á sjálfa mig minnst vildi leggja
upp valdsins miklu braut
það var annarra kvenna að segja
og kenna, hver örlög ég hlaut.
En í brjósti brann enn neisti
sem nærðist ei áti á
og bölinu frá mig leysti
lífsins sterka þrá.
Og upp ég loks þorði að rísa
og þerra burt sorgar tár.
Ó guð minn, viltu mér lýsa
ókomin æviár.
2012 slasaðist þú illa og varst
nær dauða en lífi og eftir það
komst þú hingað suður til okkar
systkina. Þú varst með takmark-
aða getu til áframhaldandi sjálf-
stæðs lífs. Verst fannst mér þó að
þú gast ekki lesið þér til ánægju,
þú sem varst svo mikill bóka- og
ljóðaunnandi. En ég held að þér
hafi fundist verst að geta ekki
keyrt, þú sem varst með brenn-
andi bíladellu og áttir allskonar
kagga.
Við reyndum okkar best til að
halda í húmorinn og gátum oft
hlegið að vitleysunni, meira að
segja að það væri nú gott ef þú
hefðir gleymt því að þú værir
alkóhólisti.
Það var svo gott líka þegar ég
kom til þín eftir að þú varst orðin
alveg rúmföst, hafðir ekki farið
út úr húsi í marga mánuði og
spurði þig hvernig dagurinn
hefði verið og þú svaraðir: „Hann
var bara fínn, ég skrapp í bæinn
aðeins að snattast og fór svo til
Egilsstaða að sækja Maríu Mist.“
Þú gast þó haldið áfram að gera
þitt í huganum.
Ég skal kyssa pabba frá þér,
ég veit að þú vilt þakka honum
fyrir það hvað hann var góður við
þig.
Farðu í friði, elsku mamma
mín.
Þín
Petra Elmu.
Elsku mamma, efst í huga mér
er síðasta samtal okkar í síma,
yndislegt samtal. Samtal sem ég
er þakklátur fyrir og mun
geyma.
Í kvöld er ég búinn að lesa öll
fallegu bréfin sem þú hefur sent
mér, bréf komin frá hinum ýmsu
heimshornum þar sem þú þreifar
á þessu helsta; veðrinu, umhverf-
inu, bæjarmálunum sem þú
brannst fyrir, íþróttum og síðast
en ekki síst hvað fjölskyldan var
að aðhafast. Bréfin enda öll á
sama máta þar sem þú lest mér
lífsreglurnar, sem mér gekk
kannski ekkert of vel að fara eftir
en veit vel að þú vildir mér allt
það besta. Á einum stað í bréf-
unum sagðir þú mér að pabbi
væri að koma í frí en þið væruð
ekki með neitt planað. Kannski
einhver rúntur innanlands og
pabba langaði að skoða hálendið.
Kannski mynduð þið skreppa ut-
an, en endaðir með því að segja
að líklegast yrði bara tekin kas-
ína. Kasína, já eða manni, kani,
bridge eða lagður kapall!
Minningar mínar um spil eru
sterkar. Það var ýmist spilað
bridge á einu eða tveimur borð-
um þar sem föðurfólkið þitt frá
Seldal var jafnan með, eða þið
Olla Njáls heitin sátuð við eld-
húsborðið með kaffi og salem og
tókuð yatzy. Annað bréf sendirðu
mér út til St. Johns í millilöndun
þar sem þulið er upp þetta helsta,
svo segir þú: „Ég ætla að hringja
í Dalla og Ingvar í kvöld og
spyrja hvað er að frétta áður en
ég klára bréfið.“ Þetta er svo lýs-
andi fyrir þig að vilja gera vel
fyrir aðra.
Ég man hvað ég var stoltur af
þér þegar þú tókst við Austur-
landi eftir brölt síðustu ára.
Tölvu hafðir þú aldrei notað, en
það var ekki spurning fyrir þig að
nútímavæða Austurland og ekki
annað að gera en læra á tölvu.
Eftir þetta vannstu ófá frétta-
skot, pistla, hönnun, mynda-
vinnu, layout og fleira af lykla-
borðinu. Ekki voru það margir
dagar sem tók þig að ná tökum á
þessu ólíkindatóli sem tölva var á
þessum tíma.
Tölvuvæðing fréttamiðils var
lýsandi dæmi fyrir dugnað þinn
og kraft í verki, svo ekki sé
minnst á þor og ósérhlífni sem
var einkennandi fyrir þig í lífi og
starfi. Margt sem þú kenndir
mér hef tekið með út í lífið, margt
gott og annað misgott. Allt sem
tókst þér fyrir hendur gerðir þú
vel þegar þú hafðir heilsu til,
þegar þú varst mamma þá varstu
besta mamman, besta amman.
En það voru líka veikindin sem
voru allt of stór hluti af lífi okkar.
Veikindin þar sem þú varst líka
„winner“ í að vera veikust. Marg-
ar orrustur unnum við og áttum
við fjölskyldan yndislegan tíma,
aðrar stundir töpuðust. Veikind-
in unnu stríðið að lokum.
Elsku mamma, börnin mín
munu fá að heyra um allt það fal-
lega sem þú varst og gerðir. Ég
mun taka það besta og læra af því
versta og koma áfram til minna
barna og þau áfram til sinna
barna. Á þann hátt mun minning
þín sem stórkostlegrar konu lifa.
Elsku mamma, það er viðeig-
andi að vera að skrifa þér hinstu
kveðju í flugvél. Sólin er að koma
upp í austri og ég hugsa um þig,
þessa kraftmiklu konu að austan
sem var svo stolt af því að vera
mamma, amma, systir, frænka,
Þróttari, nobbari og allaballi í
Neskaupstað.
Elsku mamma, ég elska þig af
öllu hjarta.
Kær kveðja. Þinn sonur
Jóhann Freyr Jónsson.
Elsku besta amma. Ég man
kvöldin þegar ég var lítil stelpa
og grét mig í svefn við tilhugs-
unina að amma myndi einhvern
tímann deyja, ég gat ekki hugsað
mér lífið án þín. Þú gerðir allt
fyrir mig og varst alltaf til staðar
fyrir mig. Það kom fyrir að þú
lést kannski full mikið eftir mér,
ég man allavega eftir stundum
þar sem mamma og pabbi sögðu
nei við einhverju sem mig langaði
í, þá fór ég bara til ömmu og hún
reddaði málunum. Á sama tíma
og þú dekraðir mig alla leið, þá
kenndir þú mér einnig að við
þurfum að hafa fyrir hlutunum í
lífinu. Það gerðir þú meðal ann-
ars með því að láta mig selja
SÁÁ-álfinn, bera út bæjarblaðið,
þrífa og flokka myndir á skrif-
stofunni þinni þegar þú varst rit-
stjóri. Þessi vinna kenndi mér
svo margt og er ég þér afar þakk-
lát fyrir þetta.
Þú varst alltaf til í að koma í ís-
rúnt og enduðu þeir oft á sveit-
arúnti sem urðu til þess að ég var
orðin fínasti ökumaður áður en
ég fór til ökukennara. Þú studdir
mig alla leið í blakinu og varst
alltaf svo ofboðslega stolt af mér.
Ég man svo vel eftir leiknum þar
sem þú komst inn á blakvöllinn
og spilaðir með okkur mömmu.
Þá fannst mér þetta ekki neitt
sérstaklega merkilegt en þegar
ég horfi til baka er ég svo þakklát
fyrir að hafa átt svona unga og
spræka ömmu sem bjó til enda-
laust af skemmtilegum minning-
um með mér.
Þegar ég byrjaði að eignast
börnin mín var fíknin ekki alveg
búin að yfirtaka þig aftur og
varstu svo stolt af þeim. Þrátt
fyrir að þú hafir ekki verið upp á
þitt besta síðustu árin og verið
farin að rugla aðeins spurðir þú
alltaf út í krakkana og þeirra
íþróttaiðkun. Það lifnaði alltaf
svo fallega yfir þér þegar ég
sagði þér frá einhverju sem þau
afrekuðu. Ég vildi að þau hefðu
fengið að kynnast þér eins og ég
fékk að gera þegar þú áttir þín
bestu ár. En þau hafa fengið að
heyra mikið af skemmtilegum
sögum af þér og fá að heyra enn
fleiri í framtíðinni.
En það kom að þeim degi sem
ég kveið svo fyrir sem barn; dag-
urinn sem ég sagði þér að þú
mættir loka augunum og sofna.
Þessi dagur var einn af þeim erf-
iðari en samt svo friðsæll og fal-
legur.
Ég mun sakna þín mikið
amma mín en allar fallegu minn-
ingarnar um þig munu ylja mér.
Sofðu rótt amma mín.
Guð – gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ
ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get
breytt
og visku til að greina þar á milli.
Þín
Elma.
Elsku amma, síðastliðin ár
hafa verið þér sérstaklega erfið
en núna ertu komin á betri stað
og sé ég þig fyrir mér með golf-
kylfu í hendi eða blakbolta á lofti
og breitt bros á vör. Þegar ég
hugsa til þín minnist ég allra
bréfanna sem ég fékk frá þér
sem barn, þar sem þú sagðir mér
skemmtilegar sögur og kenndir
mér alltaf eitthvað nýtt. Ég
minnist einnig tímanna okkar
saman sem varið var í leik og
íþróttir þar sem við spiluðum golf
á ganginum og handbolta í for-
stofunni. Minningar mínar um
þig eru margar en það sem
stendur allra helst upp úr er það
að með þér hlaut ég alla þína at-
hygli og áhuga. 21 ár var ekki
nægur tími og ég mun alltaf
hugsa til þín með hlýju í hjarta.
Takk fyrir allt, elsku amma, ég
mun sakna þín.
Þín
María.
Fimmtudagurinn 8. október
var dagurinn sem systir mín,
Hulda Elma, kvaddi þennan
heim södd lífdaga.
Með nokkrum orðum minnist
ég hennar sem ofurkonu, sama
hvað hún tók sér fyrir hendur.
Ritstjóri, fréttakona, forstöðu-
maður Egilsbúðar ásamt mörgu
öðru en fyrst og fremst íþrótta-
kona og Þróttari. Fyrst var það
knattspyrnan og síðan blakið
sem átti hug hennar allan. Elma
var sæmd silfurmerki KSÍ á sín-
um tíma og síðar gullmerki
Þróttar Nes, auk viðurkenninga
frá UÍA og Blaksambandinu.
Eftir að blakið eignaðist hug
hennar áorkaði hún því að spila
blakleik með Petru dóttur sinni
og Elmu dótturdóttur, hvílík
kona. Þrír ættliðir í einum leik,
sennilega heimsmet!
Búandi hvort á sínu lands-
horninu var síminn okkar tól til
samskipta. Sjálfur starfaði ég
mikið fyrir HSÍ og er mér það
mjög minnisstætt er ég kom því
til leiðar að farið var með lands-
leik austur á land.
Neskaupstaður varð fyrir val-
inu (skrítið) og skipulögðum við
systkinin umræddan landsleik,
Ísland-Danmörk. Elma sá um
allt fyrir austan og var að sjálf-
sögðu húsfyllir. Í hálfleik sæmdi
hún mig svo silfurmerki Þróttar.
Tveimur árum seinna fór ég svo
með japanska landsliðið til Fá-
skrúðsfjarðar og sáu þau Elma
og Alli Kemp um allar móttökur
fyrir austan. Eitt sinn er ég fór
austur og eins og alltaf gisti ég
hjá Elmu. Mér varð það á að
opna bílskúrsdyrnar hjá henni og
var þá skúrinn fullur af klósett-
pappír. Ég áttaði mig ekki strax
á tilganginum en skýringin kom
þá frá Elmu; nú myndu allir
Norðfirðingar skeina sig til
styrktar blakdeild Þróttar.
Er við vorum að alast upp á
Norðfirði var gott að eiga eldri
bróður en þótt ég ætti engan
bróður kom það ekki að sök;
Elma var stór og sterk og það
vildi enginn reita hana til reiði og
var hún sá bakhjarl sem ég átti
alla tíð.
Með þessum orðum kveð ég
systur mína og vin og vona að
foreldrar okkar hafi tekið vel á
móti henni. Guð blessi minningu
þína.
Friðrik bróðir.
Elsku litla systir mín dáin,
minningabrotin hrannast upp,
hún var ekki gömul þegar hún
vissi hvað hún vildi, hún var for-
inginn. Hún var vinsæl meðal
krakkanna, áræðin og uppá-
tækjasöm. Það var gott að vera í
liði með Elmu því hún varði vini
sína. Ósjaldan kom hún heim
með fallega mikla hvíta hárið sitt
eldrautt eftir stein í höfuðið. Ég
man aldrei eftir því að hún hafi
grátið eða gefist upp hvorki þá né
síðar á lífsleiðinni. Hún var ein-
stök manneskja hún Elma og
stóð alltaf með þeim sem minni-
máttar voru, var hugrökk og
djörf og bráðvelgefin. Hún var
mikill Norðfirðingur í sér og
vann fyrir bæinn ótal mörg störf
á svo mörgum sviðum, t.d í
íþróttum, pólitík, menningu og
fleira, ég held að hún hafi látið
sig allt varða sem vel var gert
fyrir bæinn hennar og ég veit að
Norðfirðingar kunna henni þakk-
ir og minnast hennar fyrir það.
Elma fór einn vetur á Eiða-
skóla, seinna fóru þær Olla Njáls,
besta vinkona hennar, í atvinnu-
leit til höfuðborgarinnar og lentu
þá í vinnu á Álafossi, stoppuðu
stutt þar en ákváðu að fara á ver-
tíð til Vestmannaeyja. Þær áttu
enga peninga en fengu ódýrt far
með gömlu skipi sem þurfti að
setja smjörlíki í rifurnar á svo að
það héldist á floti (Skaftfellingur)
en þær sluppu þaðan lifandi, þær
hafa trúlega verið um 14 til 15
ára gamlar sem þætti ótrúlegt í
dag.
Við Elma vorum nánar og góð-
ar systur og á ég henni mikið og
margt að þakka, það voru mikil
samskipti á milli heimilanna og
börnin okkar eins og systkini,
hún tók að sér Söndru mína að-
eins eins og hálfs árs gamla þeg-
ar ég þurfti á sjúkrahúsdvöl að
halda í nokkra mánuði og reynd-
ist henni sem önnur móðir alla
tíð. Eins var elsta dóttir mín hjá
þeim hjónum heilan vetur í gaggó
þegar við fluttum til Vestmanna-
eyja, hún var alltaf tilbúin að
hjálpa.
Elsku hjartans Elma mín, gott
er að minnast gömlu og góðu
daganna sem við áttum saman.
Seinustu árin hafa verið systur
minni afar erfið vegna mikilla
veikinda, en aldrei kvartaði hún
frekar en fyrri daginn. Ég segi
bara, foringinn mikli, elsku litla
systir mín, er fallinn, ég kveð þig
með miklum söknuði, elsku Elma
mín.
Ég votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Þín systir,
Ríkey.
Mig langar að minnast elsku
frænku minnar. Elma var mér
svo umhyggjusöm, kærleiksrík
og góð og sýndi mér frá því ég
man eftir mér mikla ást, það
kemur líka kannski til af því að
hún tók mig að sér aðeins eins
árs gamla þegar mamma átti við
berklaveikindi sín að stríða.
Á uppvaxtarárum mínum var
ég mikið hjá Elmu, Nonna og
Petru, tóku þau mér öll eins og
ég væri þeirra og þannig hefur
það alltaf verið í gegnum tíðina.
Ást mín og væntumþykja var
alveg gagnkvæm og hef ég alltaf
litið mikið upp til Elmu frænku
minnar, fannst hún klár og
ákveðin kona sem lét ekki bugast
við nokkurn skaðaðan hlut sem
hún tók sér fyrir hendur, hvort
sem var í vinnu eða félagsstarfi,
metnaðurinn var mikill hjá henni.
Hún var mín fyrirmynd og ég var
mjög stolt af henni.
Eitt sumar fór ég með fjöl-
skyldunni til Ítalíu. Þá var Jó-
hann fæddur og áttum við Petra
að hjálpa til við að passa, en lítið
fór fyrir því, við 14 og 15 ára ung-
lingar og í nógu að snúast. Einn
daginn fórum við Petra í göngu
um göturnar með Elmu, var mik-
ið blístrað og kallað, við vorum
voða montnar, héldum að við
værum algjörar skvísur en síðan
kom annað í ljós. Einn maður
kom upp að okkur og spurði
hvort við værum í sirkushópi,
ekki vanalegt að sjá þrjár konur
allar um 180 cm háar á götum
bæjarins! Við hlógum mikið og
okkur var skemmt. Þetta er bara
ein minning af mörgum sem mér
þykir vænt um.
Elsku Elma mín, orð fá ekki
lýst hvað mér þótti vænt um þig
og ég er þér ævinlega þakklát
fyrir að hafa átt þig að, átt þátt í
lífi þínu.
Elsku Petra, Jóhann Freyr,
Nonni og aðrir aðstandendur,
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Þín
Sandra.
Í dag er til moldar borin ein af
þeim fyrstu vinkonum sem ég
kynntist þegar ég kom til Nes-
kaupstaðar 16 ára gömul, en Ólöf
Njálsdóttir frænka mín og hún
voru vinkonur ásamt nokkrum
öðrum. Við unnum öll í frystihús-
inu og þá vorum við fljótar að
kynnast og hélt sá vinskapur
meðan allar lifðu. Elma var mikil
félagsvera og var í bæjarstjórn
um tíma fyrir Alþýðubandalagið,
einnig var hún í stjórn íþrótta-
félagsins Þróttar og í handbolt-
anum var hún driffjöður. Svo á
seinni árum gekk hún í kvenna-
deild Slysavarnafélagsins heima í
Neskaupstað, en þá var ég for-
maður þar. Seinna á ævinni
mættumst við í Golfklúbbi Norð-
fjarðar, þar til ég fór til Reykja-
víkur árið 2001. Þessi orkumikla
og duglega kona varð ekki göm-
ul, aðeins 77 ára sem er ekki hár
aldur í dag, en hún fékk heila-
blóðfall fyrir nokkrum árum og
náði sér ekki eftir það. Ég sendi
fjölskyldu og eins Jóni Einari
hugheilar samúðarkveðjur við
fráfall Elmu.
Kær kveðja til ykkar allra.
Rósa Skarphéðinsdóttir.
Elma
Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Elmu Guðmunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.