Morgunblaðið - 15.10.2020, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 53
Komdu að vinna
með okkur!
Vallaskóli - Sveitarfélaginu Árborg,
íþróttakennsla
• Íþróttakennara vantar í íþróttakennarateymi
Vallaskóla, 100% staða.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með mikla
hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu
og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af
teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki. Viðkomandi þarf
að hafa kennsluréttindi grunnskóla.
Í Vallaskóla eru yfir 640 nemendur í 1.-10. bekk og yfir
100 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is.
Sækja skal um starfið á starfavef Árborgar, starf.arborg.is.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur Ólason skólastjóri -
gudbjartur@vallaskoli.is eða í síma 480 5800.
Umsóknarfrestur er til 27. október 2020. Ráðið verður
í starfið frá og með 1. nóvember nk. Starfið hentar jafnt
körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttar-
félags.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 10 þúsund íbúar,
þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur
grunnskólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu
heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð
er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins,
snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um
umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Nánari upplýs-
ingar um sveitarfélagið, fjölskyldusvið og Skólaþjónustu
Árborgar má finna á www.arborg.is.
Framkvæmdastjóri
Selasetur Íslands
Laus er staða framkvæmdarstjóra við Selasetur
Íslands. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með mögu-
leika á framlengingu. Selasetur Íslands var stofnað
árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rann-
sóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu.
Meginmarkmið setursins er að efla náttúrutengda
ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu
selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum
rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli
við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á
Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag.
Í starfinu felst:
• Stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands
• Öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á
fræðasviðum setursins
• Uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar
ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
• Móttaka gesta og miðlun þekkingar
• Rekstrar- og fjármálastjórnun setursins
Við leitum að einstaklingi með:
• Meistarapróf á fræðasviði sem nýtist til uppbygging-
ar starfsemi Selaseturs Íslands en doktorsmenntun
er æskileg
• Reynslu af stjórnun, rannsóknum og þróunarstarfi
• Leiðtogahæfileika, ábyrgð, frumkvæði og hæfni í
mannlegum samskiptum
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2021
og er krafist búsetu í Húnaþingi vestra. Umsóknir
berist fyrir 1. nóvember 2020 ásamt afritum af próf-
skírteinum, ferilskrá og nöfnum tveggja meðmæl-
enda. Umsóknir sendist til Guðmundar Jóhannes-
sonar, gummijo@simnet.is
Director of the
Icelandic Seal Center
The Icelandic Seal Center invites applications for
the full time position of a director of the center. The
Icelandic Seal Center was founded to foster pinniped
research in Iceland, to promote sustainable tourism
in the area, and to educate the general public about
seals. The Center was originally established in 2005
in the interests of further reinforcement of sustain-
able tourism in Húnaþing vestra region. The Seal
Center is located in the village of Hvammstangi,
which is a family friendly community with excellent
educational and healthcare facilitie. The location
offers great access to nature. See our websites:
www.selasetur.is
The position entails:
• Goal setting and leadership of the institute
• Leadership in developing and implementing new
research projects
• Involvement in the development of local nature-
based and rural tourism related to seals
• Hosting and teaching student groups and visitors
• Financial and management leadership
We are looking for a person with:
• Master degree in tourism studies or fields related to
the research focus of the Seal Center is required,
but Ph.D. is beneficial
• Experience in project management, research,
teaching, and tourism development
• Leadership qualities, and who is responsible with
good personal skills and able to manage diverse
collaborations
The position starts January 1st 2021; application
deadline is November 1st 2020.
Applications, including a CV, academic records, and
two letters of recommendation should be sent to:
Guðmundur Jóhannesson gummijo@simnet.is
Áhættustýring og eftirlit
ÍV sjóðir hf. leita að sérfræðingi í áhættustýringu, áhættueftir-
liti og greiningu fjárfestinga og markaða. Viðkomandi heyrir
beint undir framkvæmdastjóra félagsins og starfar náið með
sjóðstjórum. Starfið er á Akureyri. Leitað er eftir einstaklingi með
áhuga og þekkingu á fjármálamörkuðum, greiningarhæfni og
innsæi hvað viðkemur fjárfestingarkostum.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Áhættueftirlit og stýring ÍV sjóða hf.
• Áhættueftirlit og stýring sjóða í rekstri ÍV sjóða hf.
• Áhættugreining og áhættueftirlit sértækra fjárfestinga,
markaða og eignarflokka.
• Aðkoma að ferli fjárfestingarákvarðana út frá áhættu-
sjónarmiði.
• Greining viðskiptatækifæra í samhengi við áhættustefnu
ÍV sjóða eða sértækra sjóða í rekstri félagsins.
• Aðkoma að mótun áhættustefnu félagsins eða sértækra
sjóða í rekstri þess og eftirfylgni með hlýtni.
• Skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Reynsla, þekking eða menntun sem nýtist í starfi.
• Áhugi á fjármálamörkuðum.
• Þekking á virkni fjármálamarkaða.
• Greiningarhæfni og innsæi.
ÍV sjóðir hf. eru fjármálafyrirtæki sem rekur verðbréfasjóði, fjár-
festingarsjóði og aðra sérhæfða sjóði. Félagið er með u.þ.b. 40
ma.kr. í stýringu og viðskiptavinahópurinn er allt frá almennum
fjárfestum til fag- og stofnanafjárfesta. Félagið er dótturfélag
Íslenskra verðbréfa hf. og höfuðstöðvar þess eru á Akureyri.
Umsóknir skulu berast á netfangið starf@iv.is fyrir
20. október 2020.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf.
REKSTRARSTJÓRI ORA
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
ORA, sem er eitt elsta og rótgrónasta matvælafyrirtæki landsins, var stofnað 1952 og er nú hluti af ÍSAM.
ORA framleiðir mikið úrval matvæla fyrir innlendan markað og einnig til útflutnings.
Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2020 og skulu umsóknir berast rafrænt á heimasíðu
www.isam.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum aðila í starf rekstrarstjóra ORA.
Starfið er í senn fjölbreytt og krefjandi. Leitað er að aðila með brennandi áhuga á innlendri
framleiðslu matvæla og reynslu af stjórnun. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og faglegur, auk
þess að búa yfir getu til að forgangsraða verkefnum og fylgja þeim eftir. Umfram allt, leitum við þó
að aðila sem er tilbúinn að leggjast á árarnar með okkur í krefjandi umhverfi innlendrar framleiðslu,
tekur upp símann frekar en að senda tölvupóst og er tilbúinn að fara í slopp af og til.
STARFSSVIÐ
• Umsjón og ábyrgð á daglegri starfsemi
• Umsjón og ábyrgð á framleiðslunni
• Umsjón og ábyrgð á starfsmannahaldi
• Umsjón og ábyrgð á birgðahaldi
• Umsjón og ábyrgð á öryggismálum
• Umsjón og ábyrgð á upplýsingakerfi
• Gerð framleiðsluáætlana
• Kostnaðarverðsútreikningar
• Þátttaka í starfi gæðadeildar
• Þátttaka í vöruþróunarstarfi
• Umsjón og ábyrgð á húsnæði, lóð og vélbúnaði
• Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi
MENNTUNAR – OG HÆFNISKRÖFUR
• Reynsla af stjórnun er skilyrði
• Háskólapróf sem nýtist í starfi er kostur
• Þekking á matvælaframleiðslu er kostur
• Skipulag og drifkraftur
• Góð almenn tölvufærni og góð kunnátta
á Excel er skilyrði
• Góð samskiptafærni og reynsla
af teymisvinnu
• Frumkvæði og áreiðanleiki
• Ákveðin og fagleg vinnubrögð
Nánari upplýsingar:
Elísabet Þóra Jóhannesdóttir, mannauðsstjóri
elisabet@isam.is eða í síma 522 2703
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á