Morgunblaðið - 15.10.2020, Page 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Sláum nýjan
tón í Hörpu
Við óskum bæði eftir áhugasömum
rekstraraðilum og hugmyndum
einstaklinga að skemmtilegum
nýjungum á neðri hæðum í Hörpu
Nánar á harpa.is/nyr-tonn
.
leikhópnum Kriðpleir árið 2014 fyrir
endurupptöku á máli Jóns Hregg-
viðssonar til að rannsaka hvort hann
hefði raunverulega gerst sekur um
böðulsmorðið sem hann var dæmdur
fyrir árið 1683.
Morðgátan sem undirtitill nýjustu
sýningar Friðgeirs vísar til er hið
dularfulla mál um Ísdalskonuna, en
árið 1970 fannst skammt frá Bergen í
Noregi illa brunnið lík af konu sem
enn hefur ekki tekist að bera kennsl
á. Líkfundurinn er sveipaður ákveð-
inni dulúð sem skýrist vafalítið af því
að Ísdalskonan virðist í lifanda lífi
hafa villt á sér heimildir og markvisst
reynt að hylja slóð sína á flandri um
Evrópu sem sumir telja til marks um
að hún hafi verið njósnari. Eðli máls-
ins samkvæmt tekst Friðgeiri ekki
að leysa ráðgátuna um Ísdalskonuna
í verki sínu, enda leikurinn ekki til
þess gerður. Það sem honum hins
vegar tekst listavel er að nota óvænta
glæparannsókn sína til að bregða
ljósi á mannlega tilvist þar sem við
reynum að gefa hversdagsleikanum,
endurtekningunni og angistinni
merkingu. Friðgeir fellur sem betur
fer aldrei í þá gryfju að velta sér upp
úr hryllingnum, en er samt ófeiminn
við að skoða dauðann.
Skáldsagan Útlendingurinn eftir
fransk-alsírska heimspekinginn og
Nóbelsverðlaunahafann Albert
Camus rammar inn samnefnt verk
Útlendingurinn – morðgátamun vera annað verkið íráðgátuþríleik FriðgeirsEinarssonar í Borgar-
leikhúsinu sem hóf göngu sína með
hinni geysivinsælu Club Romantica í
fyrra og mun sama listræna teymi
koma að öllum þremur sýningum.
Þótt Friðgeir hafi í höfundarverki
sínu fram til þessa að stærstum hluta
einbeitt sér að hinu hversdagslega er
hann ekki ókunnugur ráðgátum og
morðmálum, enda stóð hann með
Friðgeirs, því hann er leikrit sitt á
enda að reyna að finna leið til að leik-
gera skáldsöguna fyrir Borgar-
leikhúsið, þar sem starfsmenn bíða
spenntir eftir afrakstrinum. Vandinn
er bara sá að Friðgeir tengir jafnlítið
við söguhetju Camus og hún tengir
við umhverfi sitt og lífið í kjölfar
móðurmissis.
Amstur hversdagsins, búferla-
flutningar Friðgeirs og fjölskyldu frá
Íslandi til Noregs, endalausar göngu-
ferðir til að fylgja afkvæmunum í og
úr leik- og grunnskóla í Bergen og
leitin að bestu ryksugunni gleypa
tímann hjá Friðgeiri og undirstrika
fáranleika tilverunnar í anda tilvist-
arspekinganna sem litu svo á að lífið
hefði engan tilgang og að það væri
undir manneskjunni sjálfri komið að
gæða það tilgangi. Í skrifum sínum
um Sísyfos komst Camus síðan að
þeirri niðurstöðu að aðeins væri
hægt að finna hamingjuna svo fremi
maður tæki fáránleika tilverunnar al-
varlega.
Friðgeir nálgast efnivið sinn af
mikilli alvöru, en jafnframt einlægni.
Góðlátlegur húmorinn er samt aldrei
langt undan. Hann býður okkur að
hlæja bæði með sér og að í
vandræðagangi sínum og strögli.
Aðferðafræði Friðgeirs í nálguninni
á efniviðinn er kunnugleg þeim sem
séð hafa fyrri sýningar hans, en
frumleikinn og dýptin sem hér birtist
í úrvinnslunni nær nýjum hæðum.
Friðgeiri tekst á meistaralegan hátt
að flétta saman þrjár frásagnir af
útlendingum svo úr verður áhrifa-
mikil og falleg leiksýning sem býr
lengi með áhorfendum.
Þótt verkið sé að stærstum hluta
textadrifið þar sem hinn magnaði
sögumaður Friðgeir, með sinn mikla
sviðssjarma, talar nær látlaust í
rúma tvo klukkutíma er sviðs-
útfærslan undir styrkri stjórn Péturs
Ármannssonar leikstjóra bæði lifandi
og myndræn. Meðal mynda sem lifa
munu lengi er þegar Friðgeir, í gervi
Ísdalskonunnar, hleypur á staðnum
með bensínbrúsa í hvorri hendi eða
þegar hann stingur höfðinu inn í
skattholið til að svara tölvupósti frá
breskum ellilífeyrisþega og áhuga-
spæjara sem er, líkt og þúsundir
manna út um allan heim, hugfanginn
af örlögum Ísdalskonunnar.
Snorri Helgason semur tónlist
sýningarinnar, sem einkennist af við-
eigandi angurværð og fegurð. Hann
stjórnar ýmsum leikhljóðum með
skemmtilegum hætti og bregður sér
af mikilli fimi í ýmis minni hlutverk,
svo sem sona Friðgeirs og eiginkonu
en einnig tilfallandi Norðmanns.
Samleikur þeirra Friðgeirs er afar
góður. Hljóðmynd Þorbjörns Stein-
grímssonar er vel heppnuð þar sem
áhrifshljóð og upptökur af símtölum
leika stórt hlutverk. Leikgervi Elínar
Sigríðar Gísladóttur lukkast vel og
búningar Brynju Björnsdóttur eru
firnagóðir. Brynja hannar einnig
sjónræna umgjörð sýningarinnar og
býður upp á ævintýraheim þar sem
skógur Ísdalsins myndgerist á svið-
inu meðan Friðgeir og Snorri fá hvor
sína bækistöðina til hliðar við skóg-
inn. Risastórt málverk Viðars Jóns-
sonar fyrir miðju sviði kallast í litum,
mótífi og löngum pensilstrokum með
skemmtilegum hætti á við Ópið,
frægasta málverk norska listmál-
arans Edvards Munch þar sem hann
myndgerði með eftirminnilegum
hætti tilvistarangistina. Frábær lýs-
ing Pálma Jónssonar fær málverkið
og sviðsmyndina í heild til að skipta
litum. Þannig er sviðið ýmist íðil-
fagurt baðað heitum litum eða dimmt
og drungalegt þegar kaldari tónar
ríkja.
Í Útlendingnum – morðgátu vinn-
ur Friðgeir ásamt listrænu teymi
sínu áfram með þá aðferð og nálgun
sem kynnt var í Club Romantica,
mátar hana við margþættari og
flóknari efnivið og vinnur úr honum á
mun dýpri hátt. Útlendingurinn –
morðgáta er allt í senn fyndin og ein-
læg sýning, drungaleg og falleg,
hversdagsleg og heimspekileg. Hún
minnir okkur á að við höfum val um
að lifa í núinu, taka lífið hæfilega
alvarlega og samtímis njóta þess sem
það hefur upp á að bjóða.
Þótt ég gangi nú um dimman dal
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Heimspekilegur „Útlendingurinn – morðgáta er allt í senn fyndin og einlæg sýning, drungaleg og falleg, hversdagsleg og heimspekileg,“ segir í rýni um nýja sýningu Friðgeirs Einarssonar.
Borgarleikhúsið
Útlendingurinn – morðgáta
bbbbm
Eftir Friðgeir Einarsson. Leikstjórn:
Pétur Ármannsson. Tónlist: Snorri
Helgason. Leikmynd og búningar:
Brynja Björnsdóttir. Lýsing: Pálmi Jóns-
son. Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir.
Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson.
Málverk: Viðar Jónsson. Flytjendur:
Friðgeir Einarsson og Snorri Helgason.
Frumsýning á Litla sviði Borgarleik-
hússins föstudaginn 2. október 2020,
en rýnt í sýningu á sama stað sunnu-
daginn 4. október 2020.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn
Ingrid Carlberg og rithöfundurinn,
gagnrýnandinn og þýðandinn Steve
Sem-Sandberg ganga formlega til
liðs við Sænsku akademíuna (SA)
20. desember samkvæmt tilkynn-
ingu sem birtist á vef SA fyrr í vik-
unni. Þar með verður SA loksins
aftur fullskipuð, en félagar hennar
geta mest orðið 18 talsins. Carlberg
kemur í stað Görans Malmqvist,
sem lést í fyrra, og Sem-Sandberg í
stað Kristinu Lugn sem lést í vor.
Steve Sem-
Sandberg
Ingrid
Carlberg
Sænska akademí-
an senn fullskipuð