Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 4

Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 „Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Ellefu ný kórónuveirusmit greind- ust innanlands á þriðjudag. Níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkví- ar. Einangrun var létt af 36 sjúk- lingum sem lágu inni á Landspít- ala vegna Covid-19. Þar liggja nú 18 vegna sjúkdómsins. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Einn lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Landspítali vottaði aðstandendum hins látna samúð sína í tilkynningu í gær. Alls hafa því 26 fallið frá vegna Covid-19 hérlendis frá upphafi. Alls eru 384 í sóttkví og 267 í einangrun. Nýgengi innanlands- smita á hverja 100.000 íbúa síðast- liðna 14 daga mælist nú 56,4. Þegar litið er til fjölda smita frá útlöndum þá greindust fjórir smit- aðir á landamærunum en þeir bíða allir mótefnamælingar. 812 einkennasýni voru greind á sameiginlegri deild Íslenskrar erfðagreiningar og veirufræði- deildar Landspítala á þriðjudag, 226 sýni voru tekin í landamæras- kimun. Þá var 131 sýni tekið í sóttkvíar- og handahófsskimunum. Flestir eru í einangrun á höfuð- borgarsvæðinu eða 181, næstflestir eru í einangrun á Norðurlandi eystra eða 49. Á þriðjudag kom upp smit á Austurlandi en Austur- land er sá landsfjórðungur sem hefur helst sloppið við smit. Rakn- ing vegna þess gengur vel, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns. Hinn smitaði er bílstjóri skólabíls sem keyrir börn í tvo grunnskóla á Egilsstöðum, Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 37, þar af 28 skólabörn, eru í sóttkví vegna smitsins. Lögreglan á Aust- urlandi telur litlar líkur á fleiri smitum. Afléttu einangrun 36 sjúklinga Nýgengi innanlands: 56,4 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 11 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 267 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október nóv. Fjöldi staðfestra smita innanlands frá 30. júní H e im ild : c o vi d .is 75 1116 99 86  Ellefu ný veiru- smit innanlands  Einn lést í gær Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tvær athafnakonur hafa sótt um að- stöðu fyrir ofan Sólbakka á Flateyri fyrir rekstur lúxustjalda fyrir ferða- fólk á sumrin. Málið er til athugunar hjá skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar og hverfisráði Flat- eyrar. Gistiþjónusta í tjöldum hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heiminn á undan- förnum árum sem valkostur við gistiheimili og hótel. Hér á landi bjóða ferðaþjón- ustufyrirtæki upp á slíka gistingu á að minnsta kosti níu stöðum, aðal- lega á Suðurlandi en einnig á Norð- urlandi. Þar er vissulega um mis- munandi útfærslur að ræða. Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, sem áformar uppbygginguna á Flateyri ásamt Þórunni Ásdísi Óskarsdóttur, segir að aukin ásókn sé í slíka gist- ingu. Telur hún að það tengist ásókn fólks í að vera úti í náttúrunni en njóta samt þæginda. Oft séu slíkar tjaldbúðir í tengslum við útivist, upplifun og ævintýri. Þær Ásdís búa í Reykjavík en reka gistihús á Flateyri í félagi við fleira fólk og hafa mikil tengsl við staðinn. „Okkur finnst gott að vera þar, þar er góð orka sem við tengj- um við. Önundarfjörður er fallegur og frá þeim stað sem við höfum í huga er magnað útsýni,“ segir hún. Hugmyndirnar ganga út á að koma upp aðstöðu fyrir tíu upphituð tjöld í hlíðinni fyrir ofan Tankinn á Sólbakka sem er rétt innan við Flat- eyri. Hvert tjald verður á bilinu 20 til 30 fermetrar að stærð, sett upp á viðarpall. Einnig þarf að koma upp klósett- og sturtuaðstöðu. Bílastæði verði gert og einfaldir göngustígar upp að tjöldunum. Móttaka fyrir starfsemina verði í Tanknum sem og einföld kaffiaðstaða. Aðeins sumarrekstur Hugmyndin er að tjöldin verði sett upp að vori og tekin niður að hausti. Þess ber að geta að svæðið er skilgreint sem snjóflóðahættusvæði. Dýrleif leggur áherslu á að gengið verði vel frá öllu þannig að aðstaðan valdi ekki sjónmengun í þessu fal- lega umhverfi Tekið er fram í umsókn um að- stöðu á landi Ísafjarðarbæjar að ekki sé sambærileg gistiþjónusta í Önundarfirði eða á stöðunum í kring og því sé tilvalið að nýta þetta gat í markaðnum. Dýrleif segir stefnt að því að hefja rekstur á komandi vori, að því til- skildu að leyfi fáist. Undirbúa tjaldgistingu á Flateyri  Möguleikum á gistingu í lúxustjöldum fjölgar stöðugt  Tvær athafnakonur hafa hug á að koma upp tjöldum í hlíðinni ofan við Sólbakka á Flateyri Lúxustjaldgisting Hér er ein útgáfa. Tjöldin eru búin helstu þægindum, eru rýmri og betur búin en hvítu tjöldin sem vegavinnumenn notuðu. Dýrleif Ýr Örlygsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Starfsfólkið er magnað og skjólstæð- ingarnir enn þá magnaðri. Sem betur fer eru allir að vinna sín verk með bros á vör, við gerum okkar besta,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrun- arfræðingur á Sólvöllum – heimili aldraðra á Eyrarbakka. Heimilið fór illa út úr hópsýkingunni sem kennd er við Landakot. Sextán af nítján heilmilismönnum á Sólvöllum veiktust af Covid-19 og voru settir í einangrun á heimilinu og einhverjir þurftu að leggjast tíma- bundið inn á Covid-deildina á Land- spítalanum. Tveir heimilismenn lét- ust úr veirusýkingunni. Tólf starfsmenn fengu veiruna og eru þeir komnir aftur til vinnu. Heim- ilisfólkið hefur ekki allt lokið einangr- un en í það styttist, að sögn Jóhönnu Harðardóttur. Kórónusmitið kom upp á Sólvöllum að kvöldi 23. október hjá tveimur heimilismönnum. Annar hafði verið fluttur frá Landakoti þar sem hóp- smitið hefur verið byrjað að grassera. Lagði meira á sig Fyrir utan þá sem veiktust þurfti fjöldi starfsmanna Sólvalla og þeir heimilismenn sem ekki veiktust að fara í sóttkví. Hún segir að heimilið hafi fengið starfsfólk annars staðar frá til að leysa málin. Meðal annars hefur komið fram að það fékk stuðning frá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Jóhanna segir að starfsfólk heim- ilisins hafi einnig lagt á sig aukna vinnu, til að hjálpa heimilinu að kom- ast í gegnum erfiðleikana. Eru að komast í gegnum faraldur  Lífið að komast í lag á Sólvöllum Bærinn Sólvellir eru á Eyrarbakka. Lögmannafélag Íslands hvetur fé- lagsmenn sína til að fara vel yfir dóma með vísan til reglna dóm- stólasýslunnar og persónuvernd- arreglna. Það þarf að gera til að tryggja að ekki sé brotið á friðhelgi skjólstæðinga eða annarra. Lög- mannafélagið sendi félagsmönnum sínum ábendingu þessa efnis í tölvu- pósti í byrjun vikunnar. Ingimar Ingason, framkvæmda- stjóri Lögmannafélagsins, segir þess dæmi að mistök hafi verið gerð við birtingu dóma. Þannig hafi í þeim verið að finna persónugreinanlegar upplýsingar um málsaðila sem hefði átt að vera búið að fjarlægja úr text- anum fyrir birtingu dómsins. Endurrit sem lögmenn og aðilar máls fá við dómsuppkvaðningu eru alla jafna ekki með þessum útstrik- unum. Eftir að dómur er kveðinn upp og þar til hann er birtur á heimasíðu viðkomandi dómstóls á að fara yfir textann með tilliti til gild- andi reglna og fjarlægja það sem ekki á að birta. gudni@mbl.is Hvatning um að fara yfir dóma  Ekki sé brotið á friðhelgi málsaðila

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.