Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 42

Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 ✝ HalldóraMagnúsdóttir fæddist 9. ágúst 1954. Hún lést 1. nóvember 2020. Hún var dóttir Ragnheiðar Þórð- ardóttur, f. 22.2. 1934, d. 15.5. 2020, og Magnúsar Guð- mundssonar kjöt- iðnaðarmanns í Reykjavík, f. 12.12. 1934. Foreldrar Ragnheiðar voru hjónin Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 16.8. 1901, d. 23.2. 1991, og Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari, f. á Kirkjubóli í Hvítársíðu 4.5. 1897, d. 27.7. 1975. Foreldrar Magnúsar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 16.9. 1917, d. 4.11. 1968, og Una Bára Ólafs- dóttir, f. 15.9. 1911, d. 26.4. 2007. Maki 1: Jón Árnason, f. 1954, þau skildu. Sonur þeirra er a) Grímur, f. 23.11. 1977, k. Svana Björk Hjartardóttir, f. 1977, börn þeirra Ingibjörg Íris, f. 2009, og óskírður sonur, f. 2020. læknir, f. 23.6. 1960. Maki Magnúsar: Ásta Gunnarsdóttir, f. 3.2. 1944, þau skildu. Börn þeirra: Elín Bára íslenskufræð- ingur, f. 6.3. 1962, Guðrún Lára leikskólastjóri, f. 12.4. 1964, Guðmundur forstjóri, f. 13.8. 1966, og Ásta Margrét, starfar við ferðaþjónustu, f. 5.6. 1974. Halldóra gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hagaskóla, MR, og lauk kennaraprófi 1978. Eftir það BS-prófi frá Háskóla Íslands í tölvunarfræðum. Hún vann víða á yngri árum áður en hún fann sinn sess í tölvubransanum, m.a. í sveit, í kjötiðnaði, á hóteli á Hvítársíðu í Borgarfirði og á Laugarvatni á sumrin, í sjoppunni í Melabúð- inni á kvöldin og um helgar með skóla. Hún var líka hjá Póstgíró. Eftir útskrift starfaði hún á tölvudeild Ríkisspítalanna, Landsteinum Streng um hríð og svo aftur hjá Landspítala- Háskólasjúkrahúsi sem kerf- isstjóri og vann þar fram til þess að hún veiktist, vorið 2018. Útför Halldóru fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 19. nóv- ember 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna verða einungis þeir nánustu viðstaddir. Streymt verður frá útför: https://www.facebook.com/ grafarvogskirkja.grafarvogi Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Maki 2: Helgi Flóvent Ragn- arsson, f. 1951, d. 2015, þau skildu. Synir þeirra eru b) Magnús, f. 25.5. 1990, maki Anna Bryndís Gunn- laugsdóttir, f. 1987, börn þeirra Ragn- heiður Örk, f. 2017, og Björn Dóri, f. 2019, og c) Helgi, f. 26.11. 1992. Halldóra var stjúpdóttir Magnúsar Hjálmarssonar. For- eldrar Magnúsar voru hjónin Sólveig Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1903, d. 1983, og Hjálmar Halldórsson póst- og símstöðv- arstjóri á Hólmavík, f. 1900, d. 1961. Börn Magnúsar og Ragnheið- ar eru: 2) Solveig, 24.4. 1958, d. 19.9. 1982, ritari í sendiráði Ís- lands í Brussel. 3) Lára sagn- fræðingur, f. 30.4. 1960. 4) Þórð- ur, f. 10.2. 1963, d. 16.5. 1985 í Reykjavík. Systkini Halldóru samfeðra, börn Magnúsar Guðmunds- sonar: Bernharð Laxdal dýra- Dóra var elst okkar systkin- anna fjögurra á heimili Ragnheið- ar Þórðardóttur og Magnúsar Hjálmarssonar. Hún átti fimm systkini sam- feðra og þrjár stórfjölskyldur því að hún var dóttir Magnúsar Guð- mundssonar og pabbi tók hana að sér eins og hún væri hans eigin. „Pabbi Guðmunds“ var alla tíð nánast eins og einn af fjölskyld- unni okkar. Dóra eignaðist þrjá syni, þrjú barnabörn og tvær tengdadætur. Æskuminningarnar eru fullar af vinkonum og frænkum, brennó, badminton, söng og Lög- um unga fólksins og ég var enn barn að aldri þegar Dóra fór í MR. Svo tók hún kennarapróf en lærði eftir það tölvunarfræði og vann lengst af hjá Ríkisspítölun- um, sem síðar hétu Landspítali – Háskólasjúkrahús. Hún var dugnaðarforkur sem féll aldrei verk úr hendi og byrjaði ung að fara út á land á sumrin, í sveita- vinnu eða hótel, og hún kunni að útvega sér vinnu með skóla. Dóra hafði unun af því að fara á tón- leika og í útilegur, var í vinkvenn- ahópi, saumaklúbbi, matarklúbbi, pítsuklúbbi, gat spilað á gítar og hún prjónaði listaverk. Hún tók þátt í fótboltaspili drengjanna sinna af fullum krafti þegar þeir voru yngri, en var sjálf með allra bestu briddsspilurum og fór á ófá mótin. Síðast bættist golfið við og það tók hún líka með trompi. Þrátt fyrir allt þetta leit Dóra svo á að hún væri ekki félagslynd. Við systurnar vorum ólíkar og göntuðumst með að smekkur okkar og áhugamál væru svo ná- kvæmlega andstæð að það mætti nota til viðmiðunar. Þegar ég lít yfir farinn veg stendur hæst upp úr mikil samheldni; milli mömmu, pabba og okkar Dóru. Við geng- um í gegnum mikla sorg við að missa systkini okkar tvö, en við áttum líka saman allt það sem er gott og fallegt í lífinu. Dóra var skapmikil, hjartahlý og raungóð. Börnin okkar ólust upp saman og það var mikil samvera og stuðn- ingur alltaf vís. Þessi mikla sam- heldni fjölskyldunnar var okkur Dóru báðum ómetanleg. Mamma og pabbi héldu saman utan um Dóru í veikindum henn- ar þar til mamma féll frá í maí á þessu ári. „Hugsaðu þér hvað hún Dóra er heppin að hafa eignast þennan stjúpföður,“ sagði mamma við mig skömmu áður en hún dó. Strákarnir hennar Dóru voru yndislegir við mömmu sína, en að öðrum ólöstuðum var pabbi hennar stoð og stytta síðustu árin og hann var hjá henni til hinstu stundar. Undanfarin þrjú ár hafa reynst fjölskyldunni þungbær. Pabbi Guðmunds veiktist líka, en Lára frænka í Ameríku var Dóru frábær félagsskapur þá eins og alltaf. Og það var gott að vita af ræktarsemi gömlu vinkvennanna við Dóru, úr briddsinum og golf- inu og ekki síst af Hildi Petersen og Þórunni Ólafsdóttur, sem verður seint fullþakkað. Blessuð sé minning Dóru syst- ur minnar. Lára Magnúsardóttir. Nú hefur hún Dóra systir kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Dóra var elsta systir mín, við vor- um hálfsystur og hún alin upp hjá móður sinni og stjúpföður. Það var alltaf kært á milli fjölskyldna og samgangur á milli heimila okk- ar alla tíð. Dóra var ákveðin, hafði skoðanir á hlutunum og lét skoð- anir sínar óhikað í ljós. Sem barn man ég ekki mikið eftir samskipt- um okkar í milli, enda var hún unglingur þegar ég man fyrst eft- ir mér. Leiðir okkar lágu hins vegar meira saman þegar við báðar bjuggum á stúdentagörð- unum og vorum komnar með eig- in börn. Það var skemmtilegur tími hjá okkur systrum og gaman hvernig synir okkar náðu vel saman. Við vorum báðar í námi, Dóra komin í sitt seinna háskóla- nám, tölvunarfræði. Hún var dugleg námskona og þá ein af fáum konum sem stunduðu það nám. Raunvísindi lágu opin fyrir henni. Áður hafði hún byrjaði á að mennta sig sem kennara og var góð sem slíkur. Hún hafði metnað fyrir því að kenna vel og miðla þekkingu. Ég man eftir því þegar kom að prófi hjá mér í eðlis- og efnafræði að ég spurði hana hvort hún gæti hjálpað mér að rifja upp fyrir prófið þar sem námsefnið hafði ekki höfðað mikið til mín. Við sátum yfir námsefninu kvöld- ið fyrir prófið og ég upplifði að allt sem ég hafði átt að læra á önninni lærði ég af stóru systur á þessu kvöldi og rúllaði prófinu upp morguninn eftir, þökk sé henni. Dóra var frekar alvörugef- in við fyrstu kynni, en var líka húmoristi og gat slegið á létta strengi. Hún var örlát og það sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Þar á bak við var per- sónulegur metnaður sem hún flíkaði ekki endilega. Takk fyrir samfylgdina elsku stóra systir mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Grímur, Magnús, Helgi og fjölskyldur, bæn og blessun ykkur til handa. Guð blessi minningu um trausta og góða systur. Guðrún Lára Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við yndislega systur og mágkonu. Margar eru minningarnar sem koma upp á svona stundu. Sunnu- dagskaffiboðin á Bárugrandan- um, gönguferðirnar um Vest- urbæinn með barnavagnana og síðan allir golfhringirnir sem spil- aðir voru bæði hér heima og í Flo- rida. Ekki má heldur gleyma matarboðunum á Kaplaskjóls- veginum. Dóra var mikil keppnismann- eskja, bæði i bridge og svo golf- inu. Það sýndi sig þegar við sóttum hana á flugvöllinn í Orlando um árið, eftir átta tíma flug og það fyrsta sem hún spurði var hvort það væri ekki örugglega golf í fyrramálið. Það átti að nýta tím- ann í botn. Dóra var mætt. Það var aðdáunarvert að sjá hana í síðustu ferðinni sinni hjá Láru frænku i Florida, hún naut sín í hitanum og sólinni, en í þetta sinn leyfði heilsan ekkert golf. En þá tóku bara búðirnar við, sérstaklega skóbúðirnar. Við erum þakklát fyrir allar góðu minningarnar og samveru- stundirnar. Góða ferð elsku Dóra. Elsku Grímur, Magnús, Helgi og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Samúðarkveðja, Guðmundur og Lisbeth. Halldóra Magnúsdóttir, hálf- systir mín, er látin eftir langvar- andi veikindi. Dóra var elsta barn föður míns og ólst upp hjá móður sinni, Ragnheiði, og manni henn- ar, Magnúsi, í Vesturbænum. Við fjölskyldan áttum heima í Hraun- bænum og þangað kom Dóra oft í heimsókn. Hún var alltaf stóra systir okkar systkinanna þótt við hefð- um ekki alist upp saman. Ég skildi fljótt sem barn að Dóra var vel gefin, ákveðin, og vissi snemma hvað hún vildi með lífi sínu. Ég leit því alltaf upp til hennar. Seinna bættist Bern- harð, hálfbróðir okkar, í systk- inahópinn og síðan þá hefur alltaf verið gott samband á milli okkar systkinanna. Fjölskylda Dóru þurfti að ganga í gegnum erfiða raun þeg- ar tvö systkina hennar, Solveig og Þórður, létust í blóma lífsins. Dóra kom þá stundum í Hraunbæinn, við reyndum að skilja það sem hafði gerst og þá sýndi hún hvað hún bjó yfir mikl- um andlegum styrk. Hún bjó einnig að því að eiga góða fjöl- skyldu sem stóð saman á þessum erfiðu tímum. Dóra tók kennarapróf úr Kennaraháskólanum og stundaði námið ásamt fyrri manni sínum, Jóni, og átti með honum fyrsta barn sitt, Grím. Dóra hafði mikla hæfileika á sviði raungreina og ég ákvað að notfæra mér það og bað hana að hjálpa mér að læra undir eðlisfræðipróf. Hún reynd- ist vera góður kennari, var þol- inmóð og gaf sér tíma til að hjálpa mér þótt hún væri sjálf í háskólanámi og komin með fjöl- skyldu. Hér gafst mér líka tæki- færi til að vera ein með Dóru og mér fannst þá, sem og alla tíð síð- an, mjög gefandi að spjalla við hana um hin ýmsu mál. Dóra fór síðar í nám í tölvun- arfræði við Háskóla Íslands en á þeim tíma vorum við Þorsteinn, maðurinn minn, einnig við nám í HÍ. Hún bjó þá á Hjónagörðum og þar bjó líka Guðrún Lára, systir okkar, og fyrri maður hennar, Kristján Einar heitinn. Á þessum árum var því mikill samgangur á milli okkar systr- anna og fjölskyldna okkar. Á þessum tíma kynntist Dóra Helga, seinni manni sínum, og þau eignuðust saman tvo drengi, Magnús og Helga. Þegar þau fóru að búa saman fórum við stundum í heimsókn til þeirra, og það var alltaf gaman að hitta þau hjónin enda mikið líf og fjör á heimilinu sem synirnir stóðu þó aðallega fyrir! Sumarið 1996 fluttum við Þor- steinn til Bergen í Noregi og eftir það varð samband okkar Dóru stopult. Við hittumst þó stundum á sumrin, m.a. á Melstað í Mið- firði þar sem Guðrún Lára og Guðni búa, en þau hafa boðið okkur systkinunum og fjölskyld- um að dvelja hjá sér eina helgi á sumrin mörg undanfarin ár. Þeg- ar ég hitti Dóru þar síðast höfðu veikindi hennar tekið sig upp aft- ur og það voru alvarleg veikindi. Við reyndum samt að njóta lífsins og eiga góða helgi saman, enda sjaldan sem við komum öll sam- an, bæði systkini mín og hálf- systkini. Þessi helgi verður lengi í minnum höfð. Ég vil að lokum senda innileg- ar samúðarkveðjur til nánustu fjölskyldu Dóru, sona hennar, Gríms, Magnúsar og Helga, og fjölskyldna þeirra. Elín Bára Magnúsdóttir. Látin er eftir löng og ströng veikindi elsku frænka mín Hall- dóra, frumburður Ragnheiðar systur minnar sem lést í vor. Hún var elsta barnabarn for- eldra minna og alnafna móður- ömmu sinnar. Hún naut elsku og aðdáunar fjölskyldunnar og fékk gælunafnið Dóra. Allir voru sam- mála um að fallegra og skemmti- legra barn væri vandfundið. Föð- urfjölskyldan hampaði henni líka. Fyrstu tvö árin á sama heimili bundumst við sterkum böndum sem vöruðu alla tíð og við náðum vel saman. Þegar ég átti heima fyrir norðan var hún hjá mér eitt sumar, það styrkti böndin. Hún var í miklu uppáhaldi hjá foreldr- um mínum, á Hagaskóla- og Menntaskólaárunum kom hún til þeirra daglega eftir skóla og lærði og fékk aðstoð ef þurfti. Leiðir foreldra Dóru skildi en hún átti alltaf gott samband við föður sinn auk þess að eignast annan góðan föður og kallaði hún þá báða pabba. Hún ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Magn- úsi Hjálmarssyni, lengst á Kapla- skjólsvegi 41. Þrjú systkin, Sol- veig, Lára og Þórður, bættust í hópinn heima en fjölskyldan varð fyrir þeim harmi að Solveig og Þórður létust bæði þegar þau voru um tvítugt. Dóru gekk vel í námi, ekki síst í stærðfræði, fyrst í Ísaksskóla, þá í Landakotsskóla, Hagaskóla og MR. Hún var mjög dugleg og drífandi, á sumrin réð hún sig sjálf í vinnu, í kaupavinnu, á sum- arhótel o.fl. Skömmu eftir stúdentspróf giftist hún Jóni fyrra manni sín- um og þau eignuðust soninn Grím. Hún fór í Kennaraháskól- ann og lauk þaðan prófi. Eftir skilnað þeirra Jóns flutti hún með Grím til Húsavíkur þar sem hún var kennari. Dóru fannst hún ekki á réttri hillu, hún dreif sig suður og hóf nám í tölvunarfræði sem þá var frekar nýleg grein í HÍ. Að loknu námi vann hún sem kerfisstjóri, lengst hjá Landspít- alanum. Dóra giftist seinna manni sín- um Helga og þau eignuðust syn- ina Magnús og Helga. Eftir skiln- að þeirra hjóna bjó hún á Kaplaskjólsvegi með yngri son- um sínum. Magnús stofnaði heimili með Önnu Bryndísi unn- ustu sinni og eiga þau tvö börn, Ragnheiði og Björn Dóra. Helgi var stoð og stytta móður sinnar meðan hún gat búið heima. Þriðja barnabarnið bættist í hópinn fyr- ir rúmum mánuði, sonur Gríms og Svönu eiginkonu hans. Brids var sannarlega aðal- áhugamál Dóru, hún stundaði það af kappi og alvöru. Í sögnum, úr- spili og vörn naut hún vel hæfni sinnar að fara eftir kerfi og setja hlutina í kerfi. Hún eignaðist marga góða félaga í spilamennsk- unni, tók þátt í keppnum á lands- vísu og fór margar bridsferðir innan lands og utan með þeim. Fyrir um tveimur árum greindist Dóra með illvígt krabbamein sem svipti hana heilsu og hefur nú dregið hana til dauða. Lengi vel kom hún dag- lega til foreldra sinna, en þar kom að hún flutti á hjúkrunarheimilið Hrafnistu á Sléttuvegi þar sem hún naut góðrar umönnunar til dauðadags. Ég sendi föður hennar og stjúpföður, Láru systur hennar og sonum, Grími, Magnúsi og Helga, og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Dóru frænku minnar. Guðrún Þórðardóttir. Við lát Dóru frænku rifjast upp margar góðar minningar, sem ná allt aftur til bernskuheim- ilis míns á Kaplaskjólsvegi 39. Í næsta stigagangi, nr. 41, bjuggu Ragnheiður, föðursystir mín, og Magnús Hjálmarsson ásamt börnum sínum; Dóru, Solveigu, Láru og Þórði. Góðvild, sam- heldni og gestrisni einkenndu heimilishaldið. Kom það oft í hlut systranna að gæta mín og var langlundargeð þeirra gagnvart litlum frændum með ólíkindum. Dóra var hæglát, ákveðin og föst fyrir en var líka oft fyrst til að sjá spaugilegu hliðina á ærslum okk- ar og uppátækjum. Fjölskylduboðin á Kapló gátu verið með fjörugasta móti en smám saman lærðu frískir og fjörugir drengir þó að vera til friðs. Þar hafði ákveðni Dóru sitt að segja en að auki skipti máli að við eygðum von um stóra kók- flösku (33 cl) úr ísskápnum fyrir lok heimsóknar ef við höguðum okkur „eins og menn“. Mikil virð- ing var borin fyrir þessum ísskáp af drengjum sem höfðu fram að því aðeins kynnst venjulegri kók- flösku (25 cl). Til er gömul mynd úr barna- afmæli á Kapló við lok átaka sem leiddu til eyðileggingar leik- fangatrommu. Myndin, sem er einkar lýsandi, er tekin af mér tveggja ára gömlum og systrun- um andartaki eftir að þær koma á vettvang og stilla til friðar. Síðar hefur Dóra eflaust búið að þess- ari reynslu við uppeldi þriggja fjörugra og mannvænlegra sona, þeirra Gríms, Magnúsar og Helga. Einhvern tímann sagði Dóra mér að fátt væri hún þakk- látari fyrir en að hafa fengið tæki- færi til að ala drengina sína upp við hlið KR-vallarins, þar sem þeir æfðu af kappi og fundu kröft- um sínum viðnám í ríkum mæli. Um tíma bjuggu Dóra og Grímur á Húsavík þar sem Dóra fékkst við kennslu. Ég kom í heimsóknir til þeirra sem ung- lingur þar sem ég var í sveit skammt frá og fékk góðar mót- tökur hjá þeim mæðginum. Dóra varð fyrir þungbærum áföllum þegar hún missti systkini sín Solveigu og Þórð, rúmlega tví- tug að aldri, en tókst á við sáran missi af aðdáunarverðu æðru- leysi. Í seinni tíð hafði Dóra mikla ánægju af því að spila bridge. Ferðaðist hún víða um heim til að sinna því áhugamáli og var gam- an að heyra lýsingar hennar á þeim ferðalögum. Þakklæti og söknuður eru efst í huga þegar hugsað er til Dóru að leiðarlokum. Aðstandendum hennar sendi ég einlægar samúð- arkveðjur. Kjartan Magnússon. Dóra frænka mín var elst í kynslóð frændsystkina minna í föðurfjölskyldu, en þar hefur samgangur alla tíð verið mikill og samheldni sömuleiðis. Við ólumst upp í sömu blokk við Kaplaskjóls- veg, sitt í hvorum stigaganginum; hún og systkini hennar þrjú, Sol- veig, Lára og Þórður, börn Ragn- heiðar föðursystur minnar Þórð- ardóttur, sem er nýlátin, og Magnúsar Hjálmarssonar á núm- er 41, og við Kjartan bróðir á númer 39, en svo voru börn Guð- rúnar föðursystur minnar sjaldn- ast langt undan. Þetta var stór og fjörugur hóp- ur, en Dóra var ellefu árum eldri en ég, svo mér fannst hún auðvit- að alltaf mjög fullorðin. Hún var alvörugefin og þótti eflaust meira en nóg um öll þessi læti í okkur rollingunum, en hún var líka um- burðarlynd og lét fátt hagga sér. Að því leyti svipaði henni um sumt til alnöfnu sinnar, Halldóru ömmu okkar, og kannski ekki skrýtið að á milli þeirra var sterk taug. Að því bjó hún líka þegar hún þurfti að stilla til friðar, sem hún gerði ströng í fasi, með lág- stemmdum en ákveðnum hætti, svo okkur datt ekki annað í hug en að hlýða. Held ég hafi ekki vilj- að láta á reyna hvað gerðist ef hún þyrfti að hækka róminn. Þarna í blokkunum við Kaplaskjólsveg var mikil barna- Halldóra Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.