Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Eyesland býður upp á gott úrval af útivistar- og íþróttagleraugum. Við erum einnig með góðar lausnir fyrir sjóngler, sólgleraugu og annað sem snýr að góðum lausnum fyrir útivistina. Skoðaðu vefverslun okkar eyesland.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, er meðal þeirra sem taka þátt í Kolapse, rafrænum vettvangi sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar munu sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í um- ræðum um framtíð jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér, að því er fram kemur í tilkynningu. Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett (sjá wearekab- inett.com) sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa nokkur andartök friðar, hlusta á tón- list, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum. Hófst í Argentínu Kolapse hefst 19. nóvember og stendur yfir til 21. febrúar á næsta ári og er lýst sem vettvangi sem orð- ið hafi til í Argentínu fyrir um ári. Edo Costantini, stjórnandi Kabinett í samstarfi við stjórnvöld þar í landi, tónlistarkonan Patti Smith og fleiri ræddu þá aðsteðjandi vanda sem heimsbyggðin glímdi nú við og hvernig Argentína gæti verið í for- ystuhlutverki í baráttunni gegn þeim ógnum. Í tilkynningu segir að RIFF hafi í dagskrársetningu sinni undanfarin ár lagt áherslu á málefni sem þessi, svo sem í flokknum Betri heimur þar sem kastljósinu sé jafnan beint að stöðu heimsins og þeim vandamálum sem steðji að og tengist m.a. loftslags- málum. Kvikmyndir geta verið í lykilhlutverki „Getum við haldið áfram enda- laust eins og ekkert hafi í skorist? Getur jörðin þolað þennan ágang? Hver er siðferðisvitund okkar gagnvart okkur sjálfum og öðrum? Svör við slíkum spurningum halda okkur á RIFF við efnið; okkar ástríða er að koma áhugaverðum og brýnum skilaboðum um ástand heimsins á framfæri með sýningu úrvalskvikmynda og ýmiss konar umræðum og uppákomum. Við teljum að betri heimur sé mögulegur og kvikmyndir geti ver- ið þar í lykilhlutverki. Þær hafa kraftinn til að koma á breytingum sem eru þarfar og mikilvægar,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu frá RIFF. Þrjú verk RIFF kynnir þrjú verk á hátíð- inni, opnunarmyndina Last And First Men eftir Jóhann Jóhannsson heitinn og sýnt verður auk hennar viðtal við kvikmyndatökumann myndarinnar, Sturlu Brandt Gröv- len, um gerð myndarinnar. Önnur myndin er hin austurríska Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og verður einnig flutt TED-spjall Andra Snæs Magnason- ar, rithöfundar og kvikmyndagerð- armanns, um nýjustu bók hans, Um tímann og vatnið, sem tekið var upp sérstaklega í samvinnu við Iceland Naturally á ensku auk sérstaks við- burðar Um tímann og vatnið með Andra Snæ og Högna Egilssyni sem tekið var upp í Borgarleikhúsinu í síðustu viku og er samstarfsverkefni við Nordic-safnið í Seattle í Banda- ríkjunum og Kolapse. Anní Ólafs- dóttir leikstýrir því myndbandi og Lind Höskuldsdóttir klippti það. Frekari upplýsingar má finna á wearekabinett.com. „Við teljum að betri heimur sé mögulegur“  RIFF tekur þátt í Kolapse, rafrænum vettvangi sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðar- ástand í loftslags- og samfélagsmálum  „Getur jörðin þolað þennan ágang?“ er lykilspurningin Heillandi Stilla úr Last and First Men, kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar. Út er komið nýtt tölublað Stuðla- bergs, tímarits helgað hefðbund- inni ljóðlist. Rit- sjóri þess er Ragnar Ingi Að- alsteinsson. Meðal efnis í Stuðlabergi að þessu sinni er grein um allt aðra gerð af vísu eftir Vatnsenda- Rósu en áður hefur verið þekkt og hefst með línununum „Augun mín og augun þín,/ó, þá fögru steina“. Viðtal er við Jónas Friðrik Guðna- son á Raufarhöfn en þekkt lög hafa verið samin við mörg ljóð hans. Grein er í ritinu um tilurð Þórs- merkurljóðs Sigurðar Þórarins- sonar en það mun samið í rann- sóknarferð við Grímsvötn, þá er þar dægurvísnaþáttur þar sem alþingismenn yrkja um virðingu Al- þingis og opnuviðtal við Ragnheiði Gröndal tónlistarkonu, sem segir áhuga sinn á bragfræði og ljóða- gerð hafa byrjað snemma. Í Stuðla- bergi er líka grein um vestur- íslensku skáldkonuna Undínu, fjallað um ljóð Valdimars Tóm- assonar og margt fleira. Fjölbreytt efni í nýju Stuðlabergi Ragnar Ingi Aðalsteinsson Bandaríski rapp- arinn Lil Wayne hefur verið ákærður fyrir að hafa skotvopn í fórum sínum og ef hann verður fundinn sekur getur hann þurft að sitja inni í allt að tíu ár. Við leit í einkaþotu Lils Wayne, ssem heitir réttu nafni Dwayne Michael Carter Jr., fannst gull- húðuð skammbyssa. Wayne sat áð- ur inni í átta mánuði eftir að hafa verið dæmdur fyrir ólöglega byssu- eign og er eftir dóminn bannað að eiga skotvopn. Samkvæmt Vulture-vefnum hef- ur Lil Wayne sagt byssuna hafa verið gjöf til sín á feðradaginn. Byssan fannst í þotunni í desem- ber í fyrra en málið verður tekið fyrir af dómstól nú á aðventunni. Lögmaður Waynes segir hann aldr- ei hafa notað þessa skammbyssu. Það vakti athygli að Lil Wayne átti fund með Donald Trump Banda- ríkjaforseta á dögunum. Lil Wayne gæti fengið tíu ára dóm Lil Wayne
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.