Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 67

Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Eyesland býður upp á gott úrval af útivistar- og íþróttagleraugum. Við erum einnig með góðar lausnir fyrir sjóngler, sólgleraugu og annað sem snýr að góðum lausnum fyrir útivistina. Skoðaðu vefverslun okkar eyesland.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, er meðal þeirra sem taka þátt í Kolapse, rafrænum vettvangi sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar munu sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í um- ræðum um framtíð jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér, að því er fram kemur í tilkynningu. Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett (sjá wearekab- inett.com) sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa nokkur andartök friðar, hlusta á tón- list, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum. Hófst í Argentínu Kolapse hefst 19. nóvember og stendur yfir til 21. febrúar á næsta ári og er lýst sem vettvangi sem orð- ið hafi til í Argentínu fyrir um ári. Edo Costantini, stjórnandi Kabinett í samstarfi við stjórnvöld þar í landi, tónlistarkonan Patti Smith og fleiri ræddu þá aðsteðjandi vanda sem heimsbyggðin glímdi nú við og hvernig Argentína gæti verið í for- ystuhlutverki í baráttunni gegn þeim ógnum. Í tilkynningu segir að RIFF hafi í dagskrársetningu sinni undanfarin ár lagt áherslu á málefni sem þessi, svo sem í flokknum Betri heimur þar sem kastljósinu sé jafnan beint að stöðu heimsins og þeim vandamálum sem steðji að og tengist m.a. loftslags- málum. Kvikmyndir geta verið í lykilhlutverki „Getum við haldið áfram enda- laust eins og ekkert hafi í skorist? Getur jörðin þolað þennan ágang? Hver er siðferðisvitund okkar gagnvart okkur sjálfum og öðrum? Svör við slíkum spurningum halda okkur á RIFF við efnið; okkar ástríða er að koma áhugaverðum og brýnum skilaboðum um ástand heimsins á framfæri með sýningu úrvalskvikmynda og ýmiss konar umræðum og uppákomum. Við teljum að betri heimur sé mögulegur og kvikmyndir geti ver- ið þar í lykilhlutverki. Þær hafa kraftinn til að koma á breytingum sem eru þarfar og mikilvægar,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu frá RIFF. Þrjú verk RIFF kynnir þrjú verk á hátíð- inni, opnunarmyndina Last And First Men eftir Jóhann Jóhannsson heitinn og sýnt verður auk hennar viðtal við kvikmyndatökumann myndarinnar, Sturlu Brandt Gröv- len, um gerð myndarinnar. Önnur myndin er hin austurríska Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og verður einnig flutt TED-spjall Andra Snæs Magnason- ar, rithöfundar og kvikmyndagerð- armanns, um nýjustu bók hans, Um tímann og vatnið, sem tekið var upp sérstaklega í samvinnu við Iceland Naturally á ensku auk sérstaks við- burðar Um tímann og vatnið með Andra Snæ og Högna Egilssyni sem tekið var upp í Borgarleikhúsinu í síðustu viku og er samstarfsverkefni við Nordic-safnið í Seattle í Banda- ríkjunum og Kolapse. Anní Ólafs- dóttir leikstýrir því myndbandi og Lind Höskuldsdóttir klippti það. Frekari upplýsingar má finna á wearekabinett.com. „Við teljum að betri heimur sé mögulegur“  RIFF tekur þátt í Kolapse, rafrænum vettvangi sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðar- ástand í loftslags- og samfélagsmálum  „Getur jörðin þolað þennan ágang?“ er lykilspurningin Heillandi Stilla úr Last and First Men, kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar. Út er komið nýtt tölublað Stuðla- bergs, tímarits helgað hefðbund- inni ljóðlist. Rit- sjóri þess er Ragnar Ingi Að- alsteinsson. Meðal efnis í Stuðlabergi að þessu sinni er grein um allt aðra gerð af vísu eftir Vatnsenda- Rósu en áður hefur verið þekkt og hefst með línununum „Augun mín og augun þín,/ó, þá fögru steina“. Viðtal er við Jónas Friðrik Guðna- son á Raufarhöfn en þekkt lög hafa verið samin við mörg ljóð hans. Grein er í ritinu um tilurð Þórs- merkurljóðs Sigurðar Þórarins- sonar en það mun samið í rann- sóknarferð við Grímsvötn, þá er þar dægurvísnaþáttur þar sem alþingismenn yrkja um virðingu Al- þingis og opnuviðtal við Ragnheiði Gröndal tónlistarkonu, sem segir áhuga sinn á bragfræði og ljóða- gerð hafa byrjað snemma. Í Stuðla- bergi er líka grein um vestur- íslensku skáldkonuna Undínu, fjallað um ljóð Valdimars Tóm- assonar og margt fleira. Fjölbreytt efni í nýju Stuðlabergi Ragnar Ingi Aðalsteinsson Bandaríski rapp- arinn Lil Wayne hefur verið ákærður fyrir að hafa skotvopn í fórum sínum og ef hann verður fundinn sekur getur hann þurft að sitja inni í allt að tíu ár. Við leit í einkaþotu Lils Wayne, ssem heitir réttu nafni Dwayne Michael Carter Jr., fannst gull- húðuð skammbyssa. Wayne sat áð- ur inni í átta mánuði eftir að hafa verið dæmdur fyrir ólöglega byssu- eign og er eftir dóminn bannað að eiga skotvopn. Samkvæmt Vulture-vefnum hef- ur Lil Wayne sagt byssuna hafa verið gjöf til sín á feðradaginn. Byssan fannst í þotunni í desem- ber í fyrra en málið verður tekið fyrir af dómstól nú á aðventunni. Lögmaður Waynes segir hann aldr- ei hafa notað þessa skammbyssu. Það vakti athygli að Lil Wayne átti fund með Donald Trump Banda- ríkjaforseta á dögunum. Lil Wayne gæti fengið tíu ára dóm Lil Wayne

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.