Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa FRÁBÆR JÓLAGJÖF! GJAFABRÉF handa ömmu og afa eða mömmu og pabba og minningarnar gleymast ekki ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT. ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB. ob.is LÆGSTA VERÐÓB ARNARSMÁRI BÆJARLIND FJARÐARKAUP HLÍÐARBRAUT AKUREYRI Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það má segja að íslenskir ungling- ar skari fram úr unglingum annars staðar í Evrópu hvað varðar litla vímuefnanotkun og það hafa þeir gert í svolítinn tíma. Áfengisneysla íslenskra unglinga er mun minni en jafnaldra þeirra í öðrum löndum Evrópu,“ sagði Ársæll Már Arnars- son, prófessor í tómstunda- og fé- lagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er fulltrúi Íslands í evrópsku samstarfi um gerð ESPAD-saman- burðarrannsókna á vímuefnanotk- un 10. bekkinga í 35 Evrópulöndum. ESPAD-könnunin var fyrst gerð árið 1995 og hefur Ísland tekið þátt í henni frá upphafi. Hún var gerð í sjöunda skipti í fyrra. Öllum grunn- skólum með 10. bekk var boðin þátttaka og tók 61% íslenskra tí- undubekkinga þátt í könnuninni 2019. Ársæll sagði íslensku ung- lingana standa sig mjög vel nú hvað varðar litla áfengisneyslu, sígar- ettureykingar og notkun kannabis- efna. En það hefur ekki alltaf verið svo. „Við fórum úr því að vera með unglinga sem notuðu hvað mest áfengi í Evrópu þegar byrjað var að gera þessar kannanir í að vera með unglinga sem nota áfengi hvað minnst,“ sagði Ársæll. Hann sagði tilhneiginguna vera þá í flestum Evrópulöndum að unglingar reyktu minna og drykkju minna en jafn- aldrar þeirra gerðu á árum áður. Allsgáða kynslóðin „Þessi kynslóð unglinga í dag er stundum kölluð allsgáða kynslóðin. Við höfum skorið okkur talsvert úr öðrum löndum með að hér hefur þessi breyting orðið snarpari og meiri en annars staðar,“ sagði Ár- sæll. Hann sagði erlenda fræði- menn horfa mikið til Íslands í þessu sambandi og vera mjög forvitna um hvaða aðferðum hefði verið beitt til að ná þessum árangri. Þrátt fyrir góðan árangur við að draga úr notkun áfengis og tóbaks hjá íslenskum unglingum veldur mikil lyfjanotkun íslenskra ung- menna áhyggjum. „Notkun íslenskra unglinga á geð- og taugalyfjum er með því mesta sem gerist í Evrópu. Þeir eru mjög mikið að nota lyf við ofvirkni, þunglyndislyf, róandi lyf og þess háttar sem læknar hafa ávísað til viðkomandi. Það kemur fram í þess- um mælingum ESPAD að íslenskir unglingar nota talsvert mikið af ró- andi lyfjum og ofvirknilyfjum án þess að læknar hafi skrifað upp á þau fyrir þessa einstaklinga,“ sagði Ársæll. Hann sagði þessa miklu lyfjanotkun mögulega tengjast al- mennt mikilli notkun á geð- og taugalyfjum hér á landi. „En mikil notkun íslenskra unglinga á geð- og taugalyfjum án þess að hafa fengið þau ávísuð af lækni er sérstakt áhyggjuefni,“ sagði Ársæll. Íslenskir unglingar drekka lítið  Mjög hefur dregið úr vímuefnanotkun íslenskra unglinga  Niðurstöður ESPAD-samanburðarrann- sóknarinnar sýna jákvæða þróun  Mikil notkun tauga- og geðlyfja íslenskra unglinga er áhyggjuefni 59 54 49 46 45 45 42 40 39 36 35 34 34 34 32 32 32 32 28 24 22 20 16 14 7.6 Tíðni lotudrykkju áfengis hjá 15-16 ára* Ísland og nokkur Evrópulönd skv. könnun í skólum árið 2019 (%) Marktækt fleiri drengir** Marktækt fleiri stúlkur** **Yfir 3 prósentustig Heimild: ESPAD *Hlutfall 15-16 ára sem segjast einu sinni eða oftar á síðustu 30 dögum hafa neytt fimm eða fleiri áfengra drykkja í einni lotu D an m ö rk Þ ýs ka la n d A u st u rr ík i S ló va kí a G eo rg ía K ró at ía H o lla n d S ló ve n ía T ék kl an d Le tt la n d Ít al ía S p án n P ó lla n d Fr ak kl an d Fæ re yj ar Ír la n d E is tl an d G ri kk la n d Li th áe n P o rt ú ga l Fi n n la n d S ví þ jó ð N o re g u r K ó so vó Ís la nd Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tímann notum við til þess að syngja, nú þegar tilveran er í rólegri gír en endranær,“ segir Hlynur Snær Theódórsson bóndi og trúbador á Voðmúlastöðum í Austur- Landeyjum. Tón- list hefur lengi verið hans hálfa líf og saman hafa þau Sæbjörg Eva dóttir hans komið víða fram. Þau hafa spilað og sungið á manna- mótum á Suður- landi, svo sem fyr- ir tjaldgesti í Þórsmörk, á sveitasamkomum á Suðurlandi og svo mætti áfram telja. „Bullandi músík“ Fyrir þetta tónlistarstarf tók síð- asta vor þegar sóttvarnir vegna kór- ónuveirunnar voru settar á. Því varð að finna nýjar leiðir svo söngurinn mætti hljóma og landinn gæti tekið lagið! Fjörið var fært yfir á Facebook og hefur verið þar á laugardags- kvöldum. Fram undan nú er fimmta skemmtunin og allt í beinni! Hlynur Snær bóndi á Voðmúla- stöðum og Guðlaug Björk Guðlaugs- dóttir kona hans eiga þrjú börn. Son- urinn Valtýr Freyr býr í Svíþjóð með sinni fjöskyldu og svo eru það tvær dætur; Sæbjörg Eva sem nemur tón- list við Listaháskóla Íslands og Brynja Sif sem er leikskólakennari á Selfossi. „Það er bullandi músík í báðum stelpunum,“ segir Hlynur sem sest í stofusófann á laugardags- kvöldum heima og er með gítarinn undir hendi. Syngur og spilar og dæt- urnar með. Eiginkonan og móðirin stendur svo á bak við myndavél og græjur. Er í hlutverki tæknimanns- ins sem sér til þess að spilverkið og söngurinn berist á Facebook til áhorfenda heima í stofu. 30.000 innlit á einni helgi „Miðað við tækni nútímans sem flestir hafa tileinkað sér er útsend- ingin ekki flókin í framkvæmd. Að þetta sé mögulegt í raun er samt magnað,“ segir Hlynur Snær. „Oft eru um 500 notendur tengdir við facebooksíðuna mína í einu, inn- litin á hverju laugardagskvöldi eru um 10.000 og 30.000 yfir helgina. Með þau viðbrögð erum við fjölskyldan hæstánægð. Raunar má segja að andrúmsloftið á þessum undarlegu tímum hafi fært samfélagið á nýjan stað og skapað stemningu, samanber þættirna Það er komin Helgi. Sjálfur er ég búinn að vera í tónlist alveg síð- an á barnsaldri, hef verið í kórum, kvartettum og fleiru. Finnst fátt skemmtilegra en að taka lagið með góðu fólki – skemmtileg lög sem bók- staflega allir kunna.“ Fjölbreytnin er ráðandi á lagalista Hlyns á Voðmúlastöðum og dætra hans. Svo nokkuð sé tínt til af listan- um má þar nefna lögin Rósin, Sólar- samba, Við gengum tvö, Ríðum sem fjandinn, Vor í Vaglaskógi, Undir bláhimni, Síðan hittumst við aftur, Í fjarlægð, Traustur vinur og Vegbú- inn. Jökullinn logar Og síðast en ekki síst Ég er kom- inn heim, einkennislag stuðnings- manna íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu. Í þeim slagara er sungið um jökulinn sem logar og haft er fyrir satt að Jón Sigurðsson bankamaður, sem samdi textann, hafi haft Eyja- fjallajökul í huga. Það getur vel pass- að því Jón ólst upp undir Eyjafjöllum og hafði fyrir augum á æskuslóðum sínum hinn logandi jökul, sem blasir sömuleiðis við frá Voðmúlastöðum. „Það sem gerir þessi partí hér heima í stofu skemmtileg eru gagn- virk samskipti. Í útsendingu berast kveðjur frá fólki víða að og beðið er um óskalög,“ segir tónlistarbóndinn. „Við höldum áfram enn um sinn með þessar skemmtanir. Söngkvöld á að- ventunni í beinni útsendingu á Face- book er nokkuð sem ekki má vanta. Þar erum við með nokkur jólalög tilbúin og byrjuð að æfa fleiri.“ Söngvaseiður Frá vinstri: Brynja Sif, Sæbjörg Eva og Hlynur Snær syngja og leika og áhorfendur við tölvuna. Sveitafólkið syngur  Bóndi og dætur heima í stofu  Söngur og spil í beinni útsendingu  Þúsundir fylgjast með  Lífið í Landeyjum Hlynur Snær Theódórsson Facebook: Hlynur Snær Theódórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.