Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 56
Hrós vikunnar Kennarar landsins hafa staðið sig vel á þessum erfiðu tímum. Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og er því viðeigandi að í hverri viku sé ein- hverjum gefið uppbyggilegt hrós. Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa því sem vel er gert. Bæði höfum við öll gott af því að fá hrós sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar vetur konungur er mættur í öllu sínu veldi og tak- markanir vegna Covid hafa verið gífurlegar. Kennarastéttin á hrós skilið Það er söng- og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir sem veitir hrósið í þessari viku. „Hrós mitt fær kennarastéttin, í þessu hrósi tala ég sérstaklega til kennara sonar míns. Ég vil hrósa kennara hans fyrir að taka á móti honum hvern morgun með bros á vör, tilbúin/n að leiðbeina honum meðan hann tekur sín fyrstu skref um menntaveginn. Þar sem samband skóla og for- eldra er mikilvægt hefur kenn- arinn tekið að sér að taka á móti syni mínum í dyrunum og fylgja honum inn þar sem ég má ekki koma inn í bygginguna,“ segir Karitas. Hún segist vilja hrósa kennara sonar síns fyrir jákvæða og upp- byggilega skólareynslu á þessum erfiðu tímum. „Fyrir sveigjanleika og aðlög- unarhæfni eftir því sem yfirvöld boða hverju sinni, það er ekki látið bitna á barninu að allt sé með breyttu sniði. Kennarinn fer frá heimili sínu hvern morgun, frá fjölskyldu sinni, til þess að sinna syni mínum og hans bekkjarfélögum og gera sitt allra besta til að þau finni ekki hve miklar breytingar eru raunveru- lega í gangi og fái að upplifa eins „venjulegasta“ skólagöngu og mögulegt er á svona tímum. Ég get alveg lofað því að það hefur farið aukinn tími, aukin orka, aukið þrek og þol í allan þennan undirbúning og úrvinnslu, nú veit ég ekki fyrir víst, en geri ekki ráð fyrir því að kennari hans né aðrir kennarar fái sérstaklega greitt fyrir alla þá aukavinnu sem þau hafa þurft að leggja í daglega kennslu, en fyrir þessa stétt er ég gífurlega þakklát og vil hrósa þeim fyrir að setja börnin okkar og líð- an þeirra í forgang.“ Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vik- unnar og ef þú lumar á jákvæðu hrósi endilega deildu því með okk- ur. Karitas Harpa hrósar kennur- um landsins Karitas Harpa Davíðsdóttir vill hrósa kennarastétt- inni fyrir vel unnin verk á skrítnum tímum. Hún er þakklát fyrir það að sonur hennar skuli fá jákvæða og uppbyggilega skólareynslu þrátt fyrir Covid. Jákvætt Karitas Harpa Davíðsdóttir er þakklát fyrir kennara sonar síns. Hrós vikunnar fær kennarastéttin í heild sinni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 NETKAST 7.- 12. okt. Outdoor Ultra Verð 17.995.- / Stærðir: 36-41 HLÝIR OGVATNSHELDIR DÖMU KULDASKÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.