Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 28
Laugavegur 83 Minjagripaverslunin Lundinn var í þessu húsnæði. Laugavegur 74 Kráin Ræktin var hér áður til húsa. Laugavegur 100 Woolcano giftshop á horni Snorrabrautar er lokuð. Mörg verslunarrými standa nú auð á Laugavegi. Þróunin síðustu ár hef- ur verið sú að verslanir á Laugavegi hafa í auknum mæli beinst að ferða- mönnum og þjónustu við þá. Frá því heimsfaraldur Covid-19 skall á, með tilheyrandi fækkun ferðamanna, hefur fjöldi verslana þurft að skella í lás eða þeim jafnvel verið lokað var- anlega. Ljósmyndari Morgunblaðsins gekk nýverið niður Laugaveginn, frá Hlemmi að Lækjargötu, og taldi á leiðinni um 50 lokuð rými á neðstu hæðum húsanna og þar af stóðu ríf- lega 30 tóm. Eru þá veitinga- og kaffihús ekki talin með sem lokað hafa tímabundið vegna Covid-19. Samkvæmt talningu Reykjavík- urborgar hefur útsölustöðum versl- unar og þjónustu fækkað á Lauga- vegi frá árinu 2005 þegar þeir voru 191. Í sumar, þegar síðasta talning fór fram, voru útsölustaðir á Lauga- vegi sagðir 172. Til stendur að telja aftur, segir Sæunn Unnsteinsdóttir, verkefnastjóri miðborgarmála á skrifstofu borgarstjóra. Á meðan ferðamannabúðum fækkar á Laugavegi hafa sumar verslanir gripið til breyttra áherslna og aukið vöruúrval sem höfðar einn- ig til Íslendinga. Hjarta Reykjavík- ur, sem selur minjagripi og hönnun tengda kennileitum í Reykjavík, hefur sem dæmi markaðssett meira til Íslendinga. Íslenskar hönnunarbúðir færa sig til í miðbænum og sumar stækka við sig húsnæði. Kvenfatahönnuðurinn Hildur Yeoman flytur sig um set í miðbænum og tekur við stærra verslunarrými á Laugavegi. Skó- verslunin KRON hefur fært sig til á Laugavegi og opnað stærri verslun. Frumkvöðlar í verslun hafa sett á laggirnar verkefnið Sköpum líf í lok- un. Laugavegur 53b Hér var verslunin Kúnígúnd áður til húsa. Tómlegt um að litast á Laugaveginum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bankastræti 3 Minjagripabúðin Islandia er lokuð um þessar mundir. Laugavegur 54 Í kjallaranum var KIDKA, verslun með ullarvörur. Laugavegur 86 Fataverslunin Couture og hönnunarbúðin Jökla voru hér. Laugavegur 58 Hér var Reykjavík Superdry Store til húsa. Laugavegur 51 Hér var Reykjavík Foto lengi vel og nú síðast saumaverkstæði. Laugavegur 48 Verslunin KRON hefur fært sig í stærra verslunarrými á Laugavegi. Laugavegur 95-99 Versl- un Álafoss sem selur vörur úr íslenskri ull er lokuð. 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Lokað og tómt þjónusturými á Laugavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.