Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 28
Laugavegur 83 Minjagripaverslunin Lundinn var í þessu húsnæði. Laugavegur 74 Kráin Ræktin var hér áður til húsa.
Laugavegur 100 Woolcano giftshop á horni Snorrabrautar er lokuð.
Mörg verslunarrými standa nú auð
á Laugavegi. Þróunin síðustu ár hef-
ur verið sú að verslanir á Laugavegi
hafa í auknum mæli beinst að ferða-
mönnum og þjónustu við þá. Frá því
heimsfaraldur Covid-19 skall á, með
tilheyrandi fækkun ferðamanna,
hefur fjöldi verslana þurft að skella í
lás eða þeim jafnvel verið lokað var-
anlega.
Ljósmyndari Morgunblaðsins
gekk nýverið niður Laugaveginn,
frá Hlemmi að Lækjargötu, og taldi
á leiðinni um 50 lokuð rými á neðstu
hæðum húsanna og þar af stóðu ríf-
lega 30 tóm. Eru þá veitinga- og
kaffihús ekki talin með sem lokað
hafa tímabundið vegna Covid-19.
Samkvæmt talningu Reykjavík-
urborgar hefur útsölustöðum versl-
unar og þjónustu fækkað á Lauga-
vegi frá árinu 2005 þegar þeir voru
191. Í sumar, þegar síðasta talning
fór fram, voru útsölustaðir á Lauga-
vegi sagðir 172. Til stendur að telja
aftur, segir Sæunn Unnsteinsdóttir,
verkefnastjóri miðborgarmála á
skrifstofu borgarstjóra.
Á meðan ferðamannabúðum
fækkar á Laugavegi hafa sumar
verslanir gripið til breyttra áherslna
og aukið vöruúrval sem höfðar einn-
ig til Íslendinga. Hjarta Reykjavík-
ur, sem selur minjagripi og hönnun
tengda kennileitum í Reykjavík,
hefur sem dæmi markaðssett meira
til Íslendinga.
Íslenskar hönnunarbúðir færa sig
til í miðbænum og sumar stækka við
sig húsnæði. Kvenfatahönnuðurinn
Hildur Yeoman flytur sig um set í
miðbænum og tekur við stærra
verslunarrými á Laugavegi. Skó-
verslunin KRON hefur fært sig til á
Laugavegi og opnað stærri verslun.
Frumkvöðlar í verslun hafa sett á
laggirnar verkefnið Sköpum líf í lok-
un.
Laugavegur 53b Hér var verslunin Kúnígúnd
áður til húsa.
Tómlegt um að litast
á Laugaveginum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bankastræti 3 Minjagripabúðin Islandia er lokuð um þessar mundir.
Laugavegur 54 Í kjallaranum var KIDKA, verslun með ullarvörur.
Laugavegur 86 Fataverslunin Couture og hönnunarbúðin Jökla voru hér. Laugavegur 58 Hér var Reykjavík Superdry Store til húsa.
Laugavegur 51 Hér var Reykjavík Foto lengi vel
og nú síðast saumaverkstæði.
Laugavegur 48 Verslunin KRON hefur fært sig í
stærra verslunarrými á Laugavegi.
Laugavegur 95-99 Versl-
un Álafoss sem selur vörur
úr íslenskri ull er lokuð.
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Lokað og tómt þjónusturými á Laugavegi