Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020
Það er falleg tilhugsun að önn-ur mannvera geti veriðmanni svo kær að meðhenni komi sjálft ljósið inn í
tilveru manns. Um þessa tilhugsun
hverfist ný skáldsaga Jóns Kalmans,
Fjarvera þín er myrkur.
Á fyrstu síðum bókarinnar kynnist
lesandinn karlmanni sem virðist hafa
misst minnið, staddur í gamalli sveita-
kirkju og veit hvorki hvernig hann
komst þangað né hver hann er. Hann
gerist sögumaður verksins og með
honum ferðast lesandinn áreynslu-
laust frá vitund til vitundar, stundum
svo áreynslulaust að hann á á hættu
að tapa þræði en
það kemur ekki að
sök.
Við flökkum á
milli sagna af fólki,
kynslóð fram af
kynslóð, frá seinni
hluta 19. aldar til
sumarsins 2020
þegar kórónu-
veiran hefur skot-
ið upp kollinum og
haft áhrif á ferðamannastrauminn í ís-
lenskum sveitum. Verkið hverfist um
lítið sveitasamfélag í dal nálægt
Hólmavík en teygir þó anga sína víða;
á Snæfellsnes og alla leið til Parísar.
Hver persóna er vel smíðuð og
sannfærandi. Við fáum innsýn í hugar-
heim þeirra allra og kynnumst hverri
þeirra vel. Það er helst prestslærði
rútubílstjórinn, presturinn með
meiraprófið, sem erfitt er að átta sig á
og auðvitað gerir minnisleysi sögu-
mannsins það að verkum að saga hans
og persóna fellur í skuggann. En
þannig er ef til vill að vera sagnamað-
ur, sögurnar verða að fá að taka yfir
og gleypa líf manns og persónu til
þess að þær komist almennilega til
skila.
Skáldsagan er einföld og flókin í
senn; einföld vegna þess að umfjöll-
unarefnið er ósköp hversdagslegt fólk
og hversdagslegt líf þess en flókin
vegna þess að hversdagsleg tilveran
er sjaldnast einföld. Hún er þvert á
móti stormasöm, margbrotin og óút-
reiknanleg.
Fjarvera þín er myrkur hefur að
geyma sögur sem fléttast saman,
speglast hver í annarri og eiga sér
ákveðinn samhljóm. Það sem sam-
einar þær flestar eru ástin og sorgin,
tvær hliðar á sama peningi, tvær syst-
ur sem seint verða aðskildar. Því ef
maður elskar getur maður misst.
Jón Kalman er ljóðrænn að vanda.
Þeir sem eru hrifnir af einkennandi
stíl hans verða ekki fyrir vonbrigðum
með þetta verk. Textinn er fagur,
stundum yfirgengilega fagur, og
frumlegar líkingar og skapandi mynd-
mál sýna að Jón Kalman er mikið
skáld.
Verkið er stútfullt af tónlist.
Dægurlagatextar óma um frásögnina
og það á vel við. Tónlist á það til að
vekja minningar, flytja mann langt í
burtu, aftur í tíma og fá mann til þess
að gleyma stað og stund. Það fellur vel
að byggingu og umfjöllunarefni skáld-
sögunnar.
Meðan á lestri stóð óskaði ofanrituð
sér þess heitt að einhver tæki saman
lista yfir þau lög sem nefnd eru á blað-
síðum bókarinnar. Jón Kalman var
ekki lengi að láta þá ósk rætast, því
þegar komið er á síðustu síðurnar
blasir við manni slíkur lagalisti. Þá er
ekkert því til fyrirstöðu að leita þessi
lög uppi á einhverri tónlistarveitu og
taka þau saman. Við næsta lestur (því
verkið langar mann að lesa aftur) gæti
maður leitað á náðir þessa lista og
spilað lögin jafnóðum og þau koma
fyrir og skapað þannig áhugaverða
lestrarupplifun.
Fjarvera þín er myrkur er ættar-
saga, ástarsaga, sveitasaga og saga
um sögur. Hún er ljóðræn og falleg og
svo full af ást og harmi að hún lætur
engan ósnortinn.
Morgunblaðið/Einar Falur
Höfundurinn „Fjarvera þín er myrkur er ættarsaga, ástarsaga, sveitasaga
og saga um sögur. Hún er ljóðræn og falleg og svo full af ást og harmi að
hún lætur engan ósnortinn,“ skrifar rýnir um nýja skáldsögu Jóns Kalmans.
Systurnar ástin og sorgin
Skáldsaga
Fjarvera þín er myrkur bbbbm
Eftir Jón Kalman Stefánsson.
Benedikt, 2020. Innbundin, 496 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Litli garðurinn er fyrsta skáldsaga
Láru Óskarsdóttur sem segir frá því
hvað gerist þegar barni er rænt frá
foreldrum sínum. Lára segir að
kveikjan að bókinni hafi verið viðtal
við franska konu sem hún las fyrir
áratug. „Hún átti lítinn strák, á að
giska 6-7 ára, sem var sífellt suðandi
um að fá að fara einn til kaupmanns-
ins á horninu og kaupa eitthvað smá-
legt fyrir mömmu sína. Einn daginn
leyfði hún honum það og sá hann
aldrei eftir það. Hún sagðist ekki
hafa getað lifað sínu lífi áfram og
yfirgaf vinnu og heimili.“
– Ég held að það sem þú lýsir sé
býsna algengt, þ.e. að slíkur hörm-
ungarviðburður eins og þú lýsir í
bókinni verði til þess að jafnvel
sterkustu sambönd trosni.
„Já, ég hef sjálf upplifað skilnað
og það kom yfir mig þessi tilfinning
að það væri kannski bara best að
fara en börnin mín hef ég aldrei get-
að skilið við mig, svo þetta varð aldr-
ei annað en hugsun í álagi.“
– Aðalpersóna bókarinnar er Elín,
móðir drengsins sem rænt er; önnur
áhrifamikil persóna er Stefano, Stef.
Hvernig varð Stef til?
„Hán kom af sjálfu sér. Elín er
mjög brotin manneskja og þegar
maður er brotinn meikar maður ekki
9-5 týpur með allt á hreinu. Hún
þurfti meðreiðarsvein og Stef var
týpa sem nennti Elínu með öll henn-
ar vandamál. Enda góðmenni.
Stef á fyrirmynd úr heimildar-
þætti sem ég sá, ég man ekki hve-
nær. Sú týpa var kynsegin án þess
að það væri kallað það þá. Hán var
fætt karl en lét setja á sig brjóst og
var með mjög kvenlegt hár. Hán
kenndi líkamsrækt og mátti greini-
lega sjá kynfæri karlmanns í þeim
buxum sem hán kenndi í.“
– Elín gengur í gegnum ýmislegt
og um síðir er eins og hún hafi gefist
upp á öllu saman. Stef verður bjarg-
vættur hennar að svo miklu leyti
sem hægt er að bjarga öðrum en
sjálfum sér.
„Áfallastreituröskun er það sem
hún tekst á við þegar hún hættir leit-
inni. Þegar hugurinn er hættur að
skipuleggja og hún er ekki lengur
upptekin af því að leita eða byggja
upp með Stef fer hún að fá einkenni.
Þetta er víst algengt þegar líður frá
áfalli sem ekki er unnið neitt með.
Stef glímir við allt annað, hán verk-
efni er að finna sjálft sig og þroska
sig sem það sem hán er fætt til. Elín
er aftur á móti að takast á við áfall
og hefur ekkert í það, hvorki leitina
né að byggja sjálfa sig upp.“
– Varstu lengi að skrifa bókina og
leggja drög að henni?
„Já, ég velti hugmyndinni lengi
fyrir mér. Loks þegar ég fór að
skrifa tók það ca. tvö ár. Eftir það
fór ég á milli forlaga en fékk alltaf
nei. Það tafði mig mikið að bíða og
bíða eftir svari. Forlagið t.d. er með
þá reglu að þú mátt ekki senda
handrit neitt annað ef þú sendir
þeim. Ég beið mjög lengi eftir svari
þaðan. Þegar ég fékk síðasta neiið í
fyrrahaust, var ég næstum búin að
gefast upp. Þá ýttu ættingjar og vin-
ir mér áfram. Loks réð ég mér rit-
stjóra í vor og í kjölfarið málfars-
ráðgjafa. Ég gaf sjálfri mér þetta í
afmælisgjöf.“
– Ertu með meira í bígerð?
„Já, ég er byrjuð á sögu sem á sér
stað erlendis, aðalsögupersónan
fæðist erlendis en endar hér á Ís-
landi. Mér til aðstoðar með raun-
dæmi er ung kona sem kemur úr
sama umhverfi og býr hér. Hún lenti
þó engan veginn í þeim hrakningum
sem persóna sögunnar gerir. Ég veit
ekki hve langan tíma ég gef mér í
hana, það fer eftir umfangi.“
arnim@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Lára Hún segist hafa velt hugmyndinni að sögunni lengi fyrir sér.
Gaf sér bókina
í afmælisgjöf
Í sögunni Litla garðinum segir Lára
Óskarsdóttir frá afleiðingu barnsráns
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Gelísprautun
Neauvia Organic býður einnig upp á
kollagenörvandi fjölsykrugel og er það
hið eina sinnar tegundar á markaðnum.
Gefur náttúrulega fyllingu
• Grynnkar línur og hrukkur
• Eykur kollagenframleiðslu