Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 20-25% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum Lýkur á mánudag 20% Sparadu- af borðbúnaði 20% Sparadu- af jólavörum Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira Yfirlitssýning á verkum myndlistarmannsins Sigurðar Árna Sigurðssonar, ÓraVídd, verður opin fyrir gesti Kjarvalsstaða frá og með deginum í dag. Vegna veiru- faraldursins verður ekki um formlega sýningaropnun að ræða og geta 10 gestir verið í safninu á hverjum tíma. Verkin á sýningunni spanna um þrjátíu ára feril Sigurðar Árna. Í tengslum við sýninguna gefur Lista- safn Reykjavíkur út veglega sýningarskrá með ljós- myndum af sýningunni, myndum af verkum og textum um Sigurð Árna og viðfangsefni hans. Umfangsmikil yfirlitssýning á verk- um Sigurðar Árna á Kjarvalsstöðum FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Allar líkur eru á því að Ísland sé á leiðinni í lokakeppni EM U21-árs landsliða í knattspyrnu í annað sinn á næsta ári en mótið fer fram í Ungverjalandi og Slóven- íu. Íslandi verður líklega úrskurðaður sigur gegn Arme- níu sem varð að draga sig úr keppni og mun það duga til að enda í öðru sæti riðilsins. Eiður Smári Guðjohn- sen þjálfari ræddi við Morgunblaðið í gær um ævintýrið í undankeppninni þar sem Ísland lenti í gríðarlega erf- iðum riðli. Hann segist stoltur af liðinu og því afreki sem það hefur unnið við erfiðar kringumstæður. »61 Ísland fer að öllum líkindum á EM U21-árs landsliða á næsta ári ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Ein er fyrsta skáldsaga Ásdís- ar Höllu Bragadóttur en áður sendi hún frá sér minningabækurnar Tví- sögu og Hornauga. Að þessu sinni beinir hún augum sínum að einsemd- inni, sem er dauðans alvara, í átak- anlegri og raunsærri spennusögu. „Einsemdin hefur alltaf verið hluti íslenska samfélagsins, en í fyrsta sinn er fjöl- mennur hópur eldra fólks mikið einn heima,“ segir hún. „Við höfum ekki enn lært að passa upp á þennan hóp félagslega, hvorki sem aðstandendur né sveit- arfélögin eða ríkið í sínu hlutverki. Þessu verður að breyta og ég vona að bókin veki einhverja til umhugs- unar.“ Ásdís Halla var einn stofnenda Sinnum heimaþjónustu 2008. Hún segir að þá hafi hún stundum hlaupið í skarðið að lokinni skrifstofuvinnu dagsins og sinnt öldruðu og lang- veiku fólki á heimilum þess. Hún hafi verið mjög hugsi yfir einsemdinni, sem hún hafi víða orðið vör við, og oft átt erfitt með að fara út af heimilum og skilja íbúana eftir eina. „Veruleiki þessa fólks, sem býr eitt, jafnvel sárt og kvalið, opnaðist fyrir mér og síðan hefur blundað í mér að miðla af reynslunni og skrifa skáldsögu, sem endurspeglaði líf einstæðinga en væri um leið áhugaverð, skemmtileg og spennandi.“ Mein í einveru og samskiptum Sagan gerist á föstudaginn langa í ár og sviðið er fyrst og fremst blokk við Aflagranda í Reykjavík, en frá- sögnin teygir anga sína til Ísafjarðar og vestur um haf til New York. Ásdís Halla segist hafa byrjað á henni í fyrra og tilviljun hafi ráðið því að kórónuveirufaraldurinn hafi blandast í málið. Hún hafi verið á fullu í að breyta Hótel Íslandi í heilsuhótel, þegar faraldurinn hafi skollið á. „Þá upplifðum við mjög sterkt að við hefðum því miður litla sem enga stjórn á rekstrinum,“ segir hún. Nýj- ar reglur hafi oft tekið gildi með skömmum fyrirvara og á svipstundu hafi rekstrargrundvellinum verið kippt undan fótunum á þeim. „Þá var gott að fara heim í lok langs vinnu- dags og setjast niður við skriftir þar sem maður ekki bara stjórnar at- burðarásinni heldur skapar persón- urnar og er með örlög þeirra í hönd- unum. Um leið er gefandi að hafa getað notað þetta andrúmsloft til að ljúka sögunni, sem ég vona að eigi er- indi og ég er mjög þakklát fyrir við- tökur lesenda.“ Helstu persónur sögunnar eiga sér nokkrar fyrirmyndir, að sögn Ásdís- ar Höllu. „Þeir, sem þekkja til, kann- ast eflaust við karaktereinkennin,“ segir hún, en einstaklingar túlki og upplifi hlutina með misjöfnum hætti og því sé undirtitillinn, (ó)sönn (skáld)saga, tvíræður. „Þetta er skáldsaga, en ég skrifa að mestu leyti um það sem ég hef séð, hugsað út í, fólk sem ég hef hitt, kynnst. Því má kalla þetta raunsæissögu.“ Ásdís Halla leggur áherslu á að það að vera einn sé ekki alltaf það sama og að vera einmana, en því mið- ur megi oft setja samasemmerki þar á milli. Bókin heitir Ein en fyrir framan er stafurinn M frekar ógreinilegur. „Í hönnuninni leikum við okkur með þennan undirliggjandi tón, sem er mein, sem getur verið mein í einverunni eða mein í mann- legum samskiptum. Ef við vöndum okkur ekki og komum ekki fallega fram við hvert annað getur setið eftir djúpt mein.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Rithöfundur Ásdís Halla fetar nýjar slóðir og beinir augum að einsemdinni. Einsemd er átakanleg og dauðans alvara  Ásdís Halla sendir frá sér spennandi raunsæissögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.