Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 1
Stofnað 1913 273. tölublað 108. árgangur
T Í BEINNI!KL. 19:00IS/BINGO
ÁT
D
.
TAKTU
Í KVÖ
Á MB
Þ
L
L
F I M M T U D A G U R 1 9. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
ÁHRIFAMIKILL
OG VINSÆLL
LISTAMAÐUR GOTT OG BLESSAÐ
BÆNDAMARKAÐUR Á VEFNUM 14THORVALDSEN 250 ÁRA 62
Wellington
Nautalund
5.939KR/KG
ÁÐUR: 8.999 KR/KG
KRÆSILEG TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ
Lambasúpukjöt
Fjallalamb – niðursagað
699KR/KG
ÁÐUR: 1.295 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 19.—22. nóvember
-46% -34% Kúrbítur
405KR/KG
ÁÐUR: 579 KR/KG
Eggaldin
419KR/KG
ÁÐUR: 599 KR/KG
-30%
velvirk.is
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Við gerum ráð fyrir að MAX-vél-
arnar komi inn í áætlunina hjá okkur
næsta vor.“ Þetta segir Bogi Nils
Bogason, forstjóri Icelandair Group,
inntur eftir viðbrögðum nú þegar
bandarísk flugmálayfirvöld hafa gef-
ið út flughæfnisvottorð á Boeing 737-
MAX-vélarnar sem staðið hafa kyrr-
settar um heim allan frá því í mars í
fyrra. Með því hillir undir lengstu
samfelldu kyrrsetningu farþegavél-
ar í sögu flugsins sem átti rætur að
rekja til tveggja mannskæðra flug-
slysa í Jövuhafi og Eþíópíu sem kost-
uðu 346 manns lífið. „Það hefur verið
talað um að Evrópska flugmálaeft-
irlitið muni gefa sér tvo mánuði til að
fara yfir niðurstöðurnar hjá því
bandaríska og þá er sennilegt að
flughæfni vélarinnar verði staðfest
fyrir Evrópu í janúar næstkomandi.
Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir
að taka vélarnar okkar inn í áætlun
fyrr en nokkru eftir það. Miðað við
umsvifin sem við gerum ráð fyrir
næstu mánuðina erum við með nógu
margar vélar til að anna flugáætl-
uninni.“
Í Bandaríkjunum hafa flugfélög
nú þegar gefið út í einhverjum mæli
hvernig þau hyggjast byggja upp
traust flugfarþega á vélunum. Bogi
segir þá vinnu fram undan hjá Ice-
landair einnig.
„Við munum miðla upplýsingum
til okkar farþega og útskýra að þess-
ar vélar eru mjög traustar og hafa
farið í gegnum mjög yfirgripsmikið
ferli sem tryggir öryggi þeirra.“
Þá segir Bogi Nils það ótvíræðan
kost að þegar félagið hyggist taka
vélarnar í notkun að nýju verði kom-
in reynsla á vélarnar bæði í Ameríku
og Evrópu.
„Það mun staðfesta fyrir fólki það
sem við höfum sagt að þessar vélar
eru mjög traustar.“ Segir hann að
innan tíðar hefjist að nýju þjálfun
flugmanna sem ekki hafa haft færi á
að fljúga vélunum í eitt ár og átta
mánuði.
Maxinn fer í loftið í vor
Forstjóri Icelandair segir ekki þörf fyrir vélina fyrr en á komandi vori Hefja
senn undirbúning að þjálfun flugmanna Flughæfni staðfest í Bandaríkjunum
Stormasamt
» Icelandair staðfesti kaup á
16 Boeing 737-MAX-vélum árið
2013.
» Félagið tók við fyrstu þot-
unni í mars 2018.
» Nú hefur náðst samkomulag
um að félagið muni kaupa 12
vélar í stað 16.
Þegar gengið er niður Laugaveginn
um þessar mundir blasa við tóm og
lokuð verslunar- og þjónusturými til
beggja handa. Þar hefur kórónu-
veirufaraldurinn haft sín áhrif en
fjölda ferðamannaverslana hefur
verið lokað síðustu mánuði.
Sömuleiðis standa mörg rými tóm.
Í talningu Morgunblaðsins nýverið
kom í ljós að ríflega 30 rými standa
auð og yfirgefin og til viðbótar hefur
20 verslunum verið lokað. Eru þá
ótalin þau veitinga- og kaffihús við
Laugaveginn sem hafa lokað tíma-
bundið vegna faraldursins eða eru
með takmarkaða þjónustu. Séu þau
talin með fer talan vel yfir 70, líkt og
kom nýverið fram á mbl.is. Borgin
áformar að fara í nýja talningu á
sölustöðum við Laugaveg. »28-29
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Laugavegur Hér var áður minja-
gripabúð en stendur núna auð.
Tugir rýma
tóm og lokuð
á Laugavegi
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lauk
keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í gærkvöldi
með enn einu tapinu, að þessu sinni gegn Eng-
lendingum á hinum víðfræga Wembley-
leikvangi, 4:0. Ísland tapaði öllum sex leikjum
sínum í keppninni og er fallið niður í B-deildina
eftir að hafa endað í neðsta sæti riðilsins. Leik-
urinn var jafnframt sá síðasti hjá Erik Hamrén
sem þjálfari íslenska landsliðsins.
AFP
Ófarir Íslands í Þjóðadeildinni héldu áfram á Wembley
Stofnað 1913 273. tölublað 108. árgangur