Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Bolholt 4 BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sterkar vísbendingar eru um að ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki búi til töluvert meiri verðmæti úr hverju lönduðu kílói af þorski en Norð- menn áður en afurðin er flutt úr landi. Þetta má meðal annars rekja til þess að meiri vinnsla á sér stað hér á landi auk þess sem meiri fjöl- breytni er að finna í framleiðslu af- urða, að því er fram kemur í grein- ingum sem Sea Data Center hefur birt að undanförnu. Meðal þess sem fram kemur er að útflutningsverðmæti þorskafurða frá Íslandi á tímabilinu janúar til ágúst á þessu ári var um 564 millj- ónir evra, jafnvirði um 91,6 millj- arða íslenskra króna, sem er svipað og á sama tímabili í fyrra en 12% meira en meðaltal síðustu þriggja ára. Þá segir að útflutnings- verðmæti Norðmanna á sama tíma- bili hafi verið 651 milljón evra, sem er um 10% minna en á sama tímabili í fyrra og 9% minna en meðaltal síð- ustu þriggja ára. Aðeins munar um 15% á heildarútflutningsverðmæt- um þorskafurða milli Íslands og Noregs. Fjölbreyttari framleiðsla Hins vegar var á þessu tímabili útflutningsmagn þorskafurða frá Ís- landi 92 þúsund tonn en 138 þúsund tonn frá Noregi eða um 50% meira. Útflutningsverðmæti hverra þús- und tonna frá Íslandi var því um 6,13 milljónir evra á meðan hver þúsund norsk tonn skiluðu Norð- mönnum aðeins 4,72 milljónum evra. Íslensk fyrirtæki fengu þannig 30% meira fyrir hvert útflutt tonn. Þessi munur kann að eiga sér margar skýringar en greinendur Sea Data Center telja augljóst að nýting afurðarinnar er mismunandi milli ríkjanna og þegar rýnt er í gögnin má sjá að á fyrstu sjö mán- uðum ársins var stærsta útflutn- ingsvaran (meðal þorskafurða) heil- frystur þorskur, næst á eftir var það saltfiskur og síðan heill ferskur þorskur. Á sama tímabili voru þrjár helstu útflutningsvörur íslenskra fyrirtækja á þessu sviði ferskir skammtar, frosin flök og frosnir skammtar. Þá stóðu þrjár helstu útflutnings- vörur Norðmanna fyrir um 61% af útflutningsverðmæti norskra þorsk- afurða, en á sama tíma stóðu þrjár helstu útflutningsvörur Íslendinga fyrir 40 % heildarverðmæti útfluttra þorskafurða. „Þetta sýnir fjöl- breyttari framleiðslu á Íslandi en í Noregi,“ segir í einni greiningu fyrirtækisins. Önnur aðferð skilar sömu niðurstöðu Málið virðist hins vegar ekki klippt og skorið og gerir fyrirtækið fyrirvara við útreikninga þar sem ýmsar breyt- ur geta haft það í för með sér að út- reikningar skekkjast. Bent er á að út- flutningstölur er varða magn geta verið á grundvelli mismunandi staðla þar sem vöruframboðið kann að vera mismunandi sem um sinn getur ýtt undir frávik við útreikninga og valdið misskilningi. „Önnur leið er að bera saman heild- arafla og heildarútflutnings- verðmæti,“ segir í einu nýlegu frétta- bréfi Sea Data Center. Þar er greint frá því að landaður þorskafli í Noregi hafi á árinu 2019 verið 426 þúsund tonn, en 284 þúsund tonn á Íslandi. Heildarverðmæti útfluttra þorsk- afurða frá Noregi var í fyrra 1.057 milljónir evra, en 857 milljónir evra í tilfelli íslenskra þorskafurða. Sam- kvæmt þessu eru Norðmenn að fá að meðaltali 2,43 evrur fyrir hvert kíló, jafnvirði 394 íslenskra króna. Það er töluvert minna en í tilfelli Íslendinga sem fá að meðaltali 3,02 evrur á kíló, jafnvirði 490 íslenskra króna. Hvert landað kíló af þorski skilar því Íslend- ingum 24,3% meira í útflutningstekjur en Norðmönnum. Nýta ódýrt vinnuafl erlendis Það er hins vegar ekki hægt að álykta á grundvelli fyrrnefndra gagna að íslenskur sjávarútvegur sé að skila meiri hagnaði þar sem flókn- ar virðiskeðjur skipta verulegu máli. Eins og nefnt hefur verið er útflutn- ingur á heilum þorski frá Noregi fyr- irferðamikill hluti af útfluttu magni þorskafurða þaðan. Þorskurinn er því ekki unninn í heimahögum í eins miklum mæli og tíðkast hér á landi. Þessir samkeppnisaðilar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja nýta sér hins vegar ódýrt vinnuafl erlendis við vinnslu hráefnisins. Franska sjónvarpsstöðin France 5 birti fyrr á þessu ári heimildarmynd þar sem sýnt var hvernig norskur þorskur er sendur í heilu lagi til Kína þar sem hann er unninn og spraut- aður með rotvarnarefnum áður en hann er sendur aftur til Evrópu. Fram kom í umfjöllun norska rík- issjónvarpsins NRK um málið að umræddur þorskur, sem hefur verið unninn í Kína og með ríflega 15 þús- und kílómetra siglingu að baki, er merktur með MSC-umhverfisvott- uninni í sænskum dagvöruversl- unum. Merkið vottar sjálfbærni veið- anna en nær ekki til þeirrar losunar sem á sér stað við flutninga. Þessi tilhögun Norðmanna er ekki einsdæmi og var sagt frá því í janúar síðastliðnum að í breskum dag- vöruverslunum er að finna breskan þorsk sem hefur verið unninn í Kína af verkafólki með um 320 íslenskar krón- ur í dagslaun. Útflutningsverð- mæti þorskafurða Janúar-ágúst 2020 4,72 6,13 H e im ild : S ea D a ta C e n te r Þús. tonn Millj. evra Þús. tonn Millj. evra 138 651 92 564 Noregur Ísland €/kg Íslendingar fá meira fyrir þorskinn Vinnsla Styðjast þarf við tæknivæðingu fiskvinnslunnar í samkeppninni við þá sem nýta ódýrt vinnuafl erlendis.  Skilar Íslendingum meiri útflutningsverðmætum en Norðmönnum  Íslenskur þorskur í meiri mæli í vinnslu heimafyrir  Munar 24,3% á hvert landað kíló  Norskur fiskur m.a. unninn í Kína Afurðaverð á markaði 17. nóv. 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 367,87 Þorskur, slægður 311,57 Ýsa, óslægð 335,73 Ýsa, slægð 286,03 Ufsi, óslægður 63,82 Ufsi, slægður 162,17 Gullkarfi 238,02 Blálanga, slægð 164,57 Langa, óslægð 221,76 Langa, slægð 200,44 Keila, óslægð 68,51 Keila, slægð 74,18 Steinbítur, óslægður 118,00 Steinbítur, slægður 447,55 Skötuselur, slægður 553,52 Grálúða, slægð 486,84 Skarkoli, slægður 487,73 Þykkvalúra, slægð 528,35 Sandkoli, óslægður 103,00 Bleikja, flök 1.442,33 Gellur 1.120,80 Hámeri, slægður 50,00 Hlýri, óslægður 352,00 Hlýri, slægður 372,36 Lúða, slægð 456,34 Lýr, óslægður 38,00 Lýsa, óslægð 21,45 Lýsa, slægð 113,00 Skata, slægð 120,00 Stórkjafta, slægð 130,42 Tindaskata, óslægð 5,00 Undirmálsýsa, óslægð 63,58 Undirmálsýsa, slægð 84,00 Undirmálsþorskur, óslægður 94,31 Undirmálsþorskur, slægður 132,99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.