Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 55
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Að sögn Silju Mistar, markaðsstjóra Nóa-Síríusar, er unnið hörðum höndum að því að tryggja að allir fái sitt konfekt. „Nóa-konfektið skipar stóran sess í jólahaldinu hjá mörg- um og við berum ómælda virðingu fyrir því. Eins og staðan er núna er allt kapp lagt á að framleiða eins mikið og hægt er innan þeirra reglna sem gilda. Það sem gerir okk- ur erfitt fyrir er að allt konfektið okkar er handgert og þar sem venju- lega eru rúmlega 30 manns á fram- leiðslulínunni eru einungis tíu núna,“ segir Silja Mist. Allt kapp sé þó lagt á að framleiða konfektið. „Það er einungis leyfi fyrir tíu manns í fram- leiðslusalnum sjálfum og því höfum við leitað allra leiða til að nýta annað rými til að geta haldið fram- leiðslugetunni að einhverju leyti.“ Einstakur starfsandi hjá Nóa Ástandið í kjölfar Covid-19 hefur haft í för með sér verulega krefjandi áskoranir fyrir starfsfólk Nóa- Síríusar en Silja segir að það sem standi upp úr sé án efa samstaðan meðal starfsfólks og hvað allir eru tilbúnir að gera allt til að láta hlutina ganga. „Venjulega erum við hætt að framleiða jólavörurnar viku fyrir jól en nú er ljóst að við verðum að fram- leiða alveg fram á aðfangadag til að tryggja að allir fái sitt konfekt. Og það eru allir til í það! Eftirspurnin er til staðar og við gerum allt sem við getum til að mæta henni,“ segir Silja Mist en Nói-Síríus fagnar 100 ára af- mæli sínu í ár og er því eitt elsta fyrirtæki landsins. „En þessi andi meðal starfsfólksins kemur mér ekkert á óvart. Hér er gott að vinna og starfsmannaveltan afar lítil. Dæmi eru um fólk sem hefur unnið hér áratugum saman og það er það sem gerir Nóa-Síríus að því fyrir- tæki sem það er. Hér ríkir fjöl- skylduandi og það skilar sér – ekki síst þegar virkilega þarf á að halda,“ segir Silja. Nýju molarnir vekja lukku Fyrirtækið tilkynnti fyrr á árinu að fjórir nýir molar væru vænt- anlegir í sjálft Nóa-konfektið og vakti það mikla athygli enda kon- fektið rótgróin eftirlætisvara með áratuga hefð. „Nýju molarnir hafa fengið frábærar viðtökur enda skemmtileg viðbót við konfektkass- ana. Það er saga á bak við molana og þróun þeirra og mér finnst það gæða vöruna enn meira lífi.“ Aðspurð seg- ir Silja að pressan eftir nægu kon- fekti fyrir jólin sé síst minni nú þeg- ar eftirvæntingin vegna nýju molanna bætist við. „Nei, áhuginn er meiri en nokkru sinni. Þess vegna ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa nóg á boð- stólum fyrir alla í aðdraganda jóla.“ Höldum sterkt í hefðirnar Framleiðsla Nóa-Síríusar er tals- vert viðamikil og jólavenjur þjóð- arinnar tengjast fjölmörgum vörum frá fyrirtækinu sem seljast fyrir bragðið í auknum mæli í aðdraganda jóla. „Það er að sjálfsögðu konfektið, enda ómissandi um hátíðarnar. Sama er að segja um bökunarvör- urnar og allt í baksturinn eins og suðusúkkulaðið, ásamt nýjum hátíð- arvörum hvers árs,“ útskýrir Silja. „Nýju bökunarvörurnar í ár eru trompkurl og súkkulaðihúðaðar krispkúlur.“ En hefur smekkur landsmanna breyst? „Við höldum sterkt í hefð- irnar og konfektið er fastur liður á jólunum hjá fólki, ekki síst sá fallegi siður að gefa Nóa-konfektið í jóla- gjöf. Fólk fær sér heitt súkkulaði úr suðusúkkulaðinu okkar um hátíð- arnar, en á sama tíma tekur landinn öllum nýjungum svakalega vel. Sem dæmi nefni ég nýju konfektmolana fjóra, nýjungar frá okkur hafa aldrei fengið aðrar eins viðtökur og fólk bara getur ekki beðið eftir að smakka.“ Gera allt til að mæta eftirspurninni Kórónuveiran hefur snúið flestum hliðum daglegs lífs okkar á hvolf og fátt sem kemur orðið á óvart í þeim efnum. En það síðasta sem við áttum líklega von á var að hinum árvissu sælustundum okkar á aðventunni með konfektinu frá Nóa-Síríusi væri teflt í tvísýnu. Vegna fjöldatakmarkana í fram- leiðslusalnum eru blikur á lofti hvað framboðið varðar en ekki er þó öll nótt úti enn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Munu gera sitt besta Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa-Síríusar, segir að starfsfólk fyrirtækisins muni gera sitt besta til að allir fái sitt konfekt. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 JÓLIN ERU BYRJUÐ „Upplifðu jólin” og „Jólaleyndarmál Matarkjallarans” eru mætt aftur í sal Jólaboðið heim – lágmark fyrir 2 5 forréttir til að deila, 2 aðalréttir og jóla eftirréttur – 9.990 kr. á mann 25% afsláttur ef sótt Pantaðu á www.matarkjallarinn.is á Matarkjallaranum „Jólakaffið er ómissandi hluti af aðventunni og bíða margir með eftirvæntingu eftir jólakaffinu okkar,“ segir Ása Ottesen markaðsstjóri hjá Te & kaffi. „Við ákváðum að fara í breytingar á útliti á öllum okk- ar jólavörum og vildum koma með eitthvað alveg nýtt þar sem við höfum verið að vinna með rauðan lit á vörum og umbúðum í mörg ár. Blátt þema varð fyrir valinu þar sem við vildum fanga stemningu á kaldri og stjörnu- bjartri íslenskri vetrarnótt. Við erum gríðarlega ánægð með útkomuna sem við unnum í samstarfi við Öggu Jónsdóttur á auglýsingastofunni Pipar,“ segir Ása um nýju umbúðirnar. Umhverfisvænar umbúðir „Við höfum sett okkur skýra stefnu í umhverfismálum og markmið um grænna fyrirtæki. Liður í því eru um- hverfisvænni umbúðir og er jólakaffið okkar í vistvænum umbúðum unnum úr plöntusterkju. Það má því annað- hvort flokka þær í lífrænt eða almennt sorp,“ segir Ása að lokum en kaffið er komið í allar helstu verslanir. Ilmríkt jólakaffi í vistvænum umbúðum Það er alltaf ákveðin dulúð og spenningur sem fylgir jólakaffinu sem er þessa dagana að detta í verslanir. Hjá Te & kaffi liggur margra mánaða undirbún- ingur að baki sem skilar sér í þéttu og bragðmiklu kaffi með einstökum ilmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.