Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Íslensk-danski myndhöggvarinn Ber- tel Thorvaldsen var einn þekktasti lista- maður Evrópu um sína daga og hlotn- aðist á langri ævi nánast hver sá heiður sem listamanni getur fallið í skaut. Í dag, 19. nóvember, eru 250 ár liðin frá fæðingu hans. Af því tilefni er ærin ástæða til að minnast veg- lega þessa stórmerka myndhöggv- ara hér á landi bæði vegna upp- runa hans og ræktarsemi sem hann sjálfur sýndi „Íslandi, ætt- arlandi sínu“. Bertel sótti innblástur til klass- ískrar myndlistar Forn-Grikkja og Rómverja og er talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í högg- myndalist ásamt hinum ítalska Antonio Canova. Thorvaldsen var lengst af búsettur í Róm og vann þar meðal annars verk fyrir páf- ann, Napóleon og margar af kon- ungsfjölskyldum álfunnar. Er hann eini myndhöggvarinn sem á verk í Péturskirkjunni í Róm sem er ekki kaþólskur. Finna má verk Thorvaldsens um all- an heim, ýmist í söfn- um, kirkjum eða utan- dyra. Thorvaldsen-safnið í Kaupmannahöfn varð- veitir verk Bertels Thorvaldsens og held- ur minningu hans á lofti. Er listamað- urinn jarðsettur í garði safnsins. Fagnað sem þjóðhetju Bertel Thorvaldsen fæddist í Kaupmannahöfn árið 1770 og ólst þar upp. Faðir hans, Gottskálk Þorvaldsson, prests- sonur úr Skagafirði, var fæddur árið 1741. Fór hann ungur til iðn- náms í Kaupmannahöfn og lærði myndskurð í tré og vann síðar við að skera út stafnmyndir á skip og höggva í stein. Móðir Bertels hét Karen Dagnes, fædd á Jótlandi 1735 þar sem faðir hennar var djákni. Þau hjónin bjuggu við frekar þröngan kost en snemma komu listrænir hæfileikar einka- sonarins í ljós og hóf hann nám við Kunstakademiet eða Kon- unglega listaháskólann í Kaup- mannahöfn árið 1781, aðeins 11 ára að aldri, og lauk þar námi árið 1793. Hlaut hann fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars ferðastyrk sem gerði honum kleift að fara til Rómar árið 1796. Borgin var þá háborg menningar og lista og bjó Thorvaldsen þar við góðan orðstír allt til ársins 1838 er hann flutti aftur til Danmerkur og var honum þá fagnað sem þjóðhetju. Eftirsóttasti myndhöggvari Evrópu Bertel Thorvaldsen gerði rúm- lega 90 frístandandi höggmyndir, tæplega 300 lágmyndir og yfir 150 brjóstmyndir auk mikils fjölda af teikningum, skissum og módelum. Í safni Thorvaldsens eru varð- veittar upprunalegar gifsmyndir af flestum verka hans, en þar má einnig sjá mörg verk hans höggvin í marmara eða steypt í brons. Thorvaldsen varð á sínum tíma einn eftirsóttasti myndhöggvari Evrópu og fékk pantanir frá kon- ungshirðum og aðalsfólki víðs veg- ar að. Mörg helstu verka hans sækja efnivið sinn og fyrirmyndir í grísk-rómverska goðafræði og kenningar Winckelmanns og Less- ings um yfirburði grískrar klass- ískrar höggmyndalistar þar sem lögð var áhersla á hreinleika marmarans og fullkomnun forms- ins. Fjöldi verka á Íslandi Í Reykjavík eru þrjár bronsaf- steypur af verkum Thorvaldsens í almannarými auk þess sem þrjú verka Thorvaldsens höggvin í marmara eru í opinberri eigu. Í kirkjugörðum landsins má sjá lág- myndir Thorvaldsens á fjölmörg- um legsteinum og í söfnum lands- ins eru varðveittar ýmsar eftirgerðir af vinsælustu verkum hans. Nálgast má upplýsingar um verk Bertels Thorvaldsens á ís- lenskum söfnum á vefnum sarp- ur.is. Ekkert verk Thorvaldsens hefur enn verið sett upp úti við á slóðum ættmenna hans í Skaga- firði þó að sú tillaga hafi verið borin upp. Til að heiðra minningu hins mikla listamanns væri ekki úr vegi að koma því í verk, „í ræktarskyni“ eins og hann sjálfur orðaði það þegar hann gaf Dóm- kirkjunni í Reykjavík skírnarfont eftir sig árið 1827. Það má líka með sanni segja að rekja megi hina listrænu æð Thorvaldsens til Íslands að hluta en ævistarf hans varpaði skærum ljóma á danska konungsríkið. Eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur » Í dag eru 250 ár liðin frá fæðingu íslensk- danska myndhöggv- arans Bertels Thorvald- sens. Hann var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga. Silja Dögg Gunnarsdóttir Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins. siljadogg@althingi.is Minnumst myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens Albert Bertel Thorvaldsen Vinnuverndar- stofnun Evrópu hefur um langt ára- bil haldið úti for- varnarverkefnum og í ár og næstu tvö ár- in er þemað: Vinnu- vernd er allra hagur. Hæfilegt álag – heil- brigt stoðkerfi. Sér- stakur stýrihópur fer fyrir verkefninu hér á landi sem í eiga sæti, auk Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðuneytið, samtök að- ila vinnumarkaðarins og VIRK – starfsendurhæfing- arsjóður. Átakið miðar að því að auka vitund um að vinnutengd stoðkerfisvandamál gera vart við sig í öll- um atvinnugreinum og störfum. Jafnframt að sýna fram á að hægt sé að koma í veg fyrir stoðkerf- isvandamál og hafa áhrif á þau með markvissum aðgerð- um. Markmiðið er að hvetja atvinnurekendur, starfs- menn og aðra hagsmunaaðila til að vinna saman að forvörnum gegn stoðkerfisvandamálum. Vinnutengd stoðkerfisvandamál hafa áhrif á starfsmenn á öllum aldri og í öllum gerðum starfa. Forvarnir gegn áhættuþáttum sem geta leitt til vinnutengdra stoðkerfisvandamála eru mik- ilvægar til að stuðla að sjálfbærni vinnunnar, þannig að starfsmenn komi heilir heim eftir vinnudag- inn og séu heilir heilsu í lok starfsævinnar. Slíkar forvarnir eru einkum mikilvægar með hlið- sjón af hækkandi aldri starfandi fólks og stefnu um aukna at- vinnuþátttöku meðal eldri aldurs- hópa. Stoðkerfisvandi er útbreiddasta vinnutengda heilbrigðisvandamálið í Evrópu og ein algengasta orsök örorku, veikindaleyfa og snemmbúinnar lífeyristöku. Þar af leiðandi dregur hann ekki einungis úr lífsgæðum einstakra starfs- manna heldur hefur líka neikvæð áhrif á fyrirtæki og efnahag landa. Það er því til mikils að vinna að bæta heilsu og vellíðan starfs- manna. Ekki aðeins fyrir þá sjálfa heldur gerir það fyrirtæki sam- keppnishæfari og dregur úr álagi á og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Til að vekja athygli á málefninu og undirstrika mikilvægi þess stendur Vinnueftirlitið fyrir vef- ráðstefnunni „Meira vinnur vit en strit“ í dag milli 13.00 og 15.55. Þar verður málið skoðað út frá ýmsum hliðum svo sem heilsuefl- ingu á vinnustöðum, kostnaði við endurhæfingu og skaðabótarétti. Ráðstefnunni verður streymt beint af vef Vinnueftirlitsins og er öllum opin. Eftir Gunnhildi Gísladóttur » Stoðkerfisvandi er útbreiddasta vinnutengda heilbrigðis- vandamálið í Evrópu og ein algengasta orsök örorku. Gunnhildur Gísladóttir Höfundur er sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira vinnur vit en strit Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Gjafabréf Kjötsmiðjunnar eru fullkomin í jólapakkann fyrir starfsfólkið. Eða til að gleðja nákominn sælkera með góðu kjöt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.