Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Brúarfoss, hið nýja skip Eimskipa- félags Íslands, er væntanlegt til Reykjavíkur á mánudaginn, eftir langa siglingu frá Kína, þar sem skip- ið var smíðað. Mögulegt er að það hitti þar fyrir systurskipið Dettifoss, sem kom til landsins í júlí sl. Þetta eru langstærstu skip íslenska kaup- skipaflotans, 26.169 brúttótonn. „Það er bæði spennandi en jafnframt flókið að taka við svona nýju skipi,“ segir Karl Guðmunds- son skipstjóri á Brúarfossi. Þegar blaðamaður heyrði í Karli var skipið að lesta vörur í Álaborg í Danmörku og var þar með komið inn á áætlun Eim- skips. Næst liggur leiðin til Helsingjaborgar, Árósa og Þórs- hafnar í Færeyjum, og síðan heim til Reykjavíkur. Karl segir að það séu mikil við- brigði að koma á nýtt skip eftir að hafa áður stýrt 25 ára gömlu skipi. „Það er auðvitað allt nýr búnaður hér um borð, allt það nýjasta sem í boði er. Þetta hefur verið mikil vinna fyrir áhöfnina alveg frá morgni til kvölds enda gríðarlega mörg kerfi í skipinu sem þarf að fínstilla saman,“ segir hann. Heimferðin frá Kína hefur gengið ljómandi vel og engin vandræði kom- ið upp, segir Karl. Lagt var af stað frá Guangzhou í Kína þriðjudaginn 13. október. Næst lá leiðin til Tai- chang í Kína, þar sem farmur af nýj- um gámum var tekinn um borð. Næst var siglt til Singapúr þar sem skipverjar tóku olíu og vistir. Síðan til Srí Lanka og vopnaðir verðir tekn- ir um borð. Innst í Aden-flóanum, þar sem beygt er upp í Rauðahafið, við Jemen og Sómalíu, má búast við sjó- ræningjum. Því er allur varinn góður. „Við urðum ekki varir við neina sjó- ræningja enda er skipið svo gang- mikið og hátt fríborð að það er ekki mikil hætta á svoleiðis,“ segir Karl. Brúarfoss var kominn á akkeris- lægið við Súes-skipaskurðinn 5. nóv- ember. Nóttina eftir lagði skipalest af stað inn í gegnum skurðinn. Fyrsta skipið lagði af stað klukkan fjögur og svo fór skip á 12 mínútna fresti næstu 4-5 klukkutímana. Eins fór skipalest af stað hinum megin frá. Lestirnar mættust svo á stöðuvatni á miðri leið. Næst var siglt eftir Mið- jarðarhafi og til Rotterdam og þaðan til Álaborgar, en þangað kom skipið á þriðjudaginn. Þegar Brúarfoss kemur til Reykja- víkur á mánudaginn verður stoppað stutt við því fram undan er sigling til Nuuk á Grænlandi. Áhöfn Brúarfoss telur 16 manns og fara sumir þeirra í land á mánudaginn. Nokkrir halda áfram til Grænlands, þar á meðal Karl skipstjóri. Nýir menn koma um borð í Reykjavík til að læra á skipið, m.a. Jón Ingi Þórarinsson, sem verð- ur skipstjóri Brúarfoss á móti Karli. Þegar skipið kemur aftur frá Grænlandi lýkur langri útivist Karls og félaga. Hann ásamt fjórum öðrum skipverjum fór utan til Kína 10. ágúst til að sækja skipið. „Við erum óneit- anlega orðnir spenntir að koma heim,“ segir Karl að lokum. Spennandi að taka við nýju skipi  Brúarfoss væntanlegur til Reykjavíkur eftir helgina  Heimsiglingin frá Kína hefur gengið vel Ljósmynd/Eimskip Á heimleið Brúarfoss kom til Álaborgar í Danmörku á þriðjudaginn. Vörur voru teknar um borð og skipið var þar með komið inn á áætlun Eimskips. Karl Guðmundsson SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.