Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 63

Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Fransk-senegalski leikstjór-inn Mati Diop skráði sigá spjöld sögunnar á síð-asta ári þegar kvikmynd hennar Atlantshafs varð fyrsta kvikmyndin eftir svarta konu til að keppa í aðalkeppni kvikmyndahá- tíðarinnar í Cannes. Myndin gerði þó gott betur og hreppti Grand Prix-verðlaunin, sem telst næst- mesta viðurkenning hátíðarinnar. Bakgrunnur Diop er áhugaverður en hún er af stórætt listamanna. Móðir hennar frönsk er ljósmynd- ari, faðirinn senegalski tónlistar- maðurinn Wasis Diop og föður- bróðirinn kvikmyndaleikstjórinn Djibril Diop Mambéty en kvik- mynd hans Touki-Bouki (1973) er lykilverk í afrískri kvikmyndasögu. Undanfarinn áratug hefur Diop vakið athygli fyrir stutt- og heim- ildarmyndir sínar en þar að auki er hún prýðisleikkona og lék meðal annars aðalhlutverkið í meistara- verkinu 35 staup af rommi (2008) eftir Íslandsvininn Claire Denis. Þessarar sértæku blöndu menning- arlegra áhrifa gætir í Atlantshafs, fyrstu frásagnarmynd Diop í fullri lengd, en hún er aðgengileg ís- lenskum áhorfendum á streymis- veitunni Netflix. Í grunninn er Atlantshafs saga forboðinnar og dauðadæmdrar ást- ar í anda Rómeó og Júlíu en sögu- sviðið er Dakar, höfuðborg Sene- gals. Souleiman er ungur maður sem fæst við iðnaðarstörf. Hann og samstarfsfélagar hafa ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði og standa í átökum við yfirmenn sína. Byggingin sem mennirnir reisa er nýtískulegt háhýsi sem hlutgerir á skarpan hátt muninn á stöðu þess sem stritar og þess er græðir. Ada, aðalpersóna myndarinnar og ást- kona Souleimans, er heitin öðrum manni af ríkum ættum, samkvæmt samkomulagi fjölskyldna þeirra og er brúðkaupið á næsta leiti. Kvöld eitt á Ada stefnumót við Souleiman á bar sem vinahópur þeirra sækir en á barnum eru bara stúlkur. Strákarnir hafa horfið út á Atlantshaf í þeirri von að ná til stranda Spánar. Sjóferðin frá Dak- ar til Íberíuskaga, oft sigld á slæm- um skipakosti, er sannkölluð háskaför þar sem ótal mannslíf glatast. Frásögnin gerir þennan félagslega veruleika sem blasir við Senegölum og öðrum norður- afrískum þjóðum að umfangsefni sínu en einblínt er á hlutskipti þeirra sem verða eftir – kvenn- anna. Tónlistin í lykilhlutverki Framan af er yfirbragð myndar- innar afar raunsæislegt og í heim- ildarmyndastíl. Allt virðist stefna í raunsæisfléttu þar sem napurleg- um örlögum brúðarinnar Ödu er fylgt eftir. Þó kraumar einhver óá- þreifanleg dulúð undir yfirborðinu. Hljóðhönnunin magnar þessa ókennilegu tilfinningu í stórfeng- legri nætursenu þar sem stór kvennahópur fylgir brúðinni Ödu úr garði og syngur hástöfum hefð- bundna söngva. Söngraddirnar dofna smátt og smátt og ógnvæn- legt raftónasurg tekur yfir hljóð- rásina sem undirstrikar togstreit- una milli hugarheims aðalpersón- unnar og væntinga samfélagsins til hennar. Tilkomumikil tónlist raf- tónlistarkonunnar Fatima Al Qadiri (en hún vekur m.a. hugrenninga- tengsl við kvikmyndatónlist Johns Carpenters frá níunda áratugnum) gegnir lykilhlutverki innan mynd- arinnar og er í raun ein og sér næg ástæða til að kynna sér verkið. Einn helsti styrkur myndarinnar er notkun hennar á þekktum frá- sagnarminnum og blöndun og útúr- snúningar á greinarhefðum. Róm- antískur grunnþráðurinn er flækt- ur inn í reimleikasýnir og saka- málafléttu. Töfraraunsæi myndar- innar og slagkraftur þess byggist á vel smíðuðum raunsæislegum sögu- heimi sem er síðan snúið á haus. Ef einhverja vankanta þyrfti að finna þótti rýni sakamálaþátturinn einna sístur – en hann hefur þó skýra virkni innan heildarfléttu og meginhugsunar verksins, þar sem gefin er mynd af spillingu inn- an stjórnkerfisins og hvernig hags- munum hinna ríku er hampað á kostnað hinna lægst settu. Eftirtektarvert er hversu mikið vald leikstjórinn Mati Diop hefur yfir miðlinum þrátt fyrir að hér sé um frumraun að ræða. Samstarf Diop við leikaralið sitt skilar frammistöðu sem er náttúruleg og látlaus. Stjórnandi kvikmyndatöku, Claire Mathon (en sú annaðist einnig myndatöku Svipmyndar af hefðarkonu í logum (2019)), skilar einnig fantagóðu verki í samvinnu við Diop. Ekki er elst við fullkomn- un eða áhersla lögð á að sérhver myndrammi sé áferðarfagur. Skörp skil á degi og nóttu og endurtekin myndskeið af sjónum, tunglinu og sólarlagi einkenna myndrænu hlið- ina. Sjórinn er fyrirferðarmesta mótífið og magnað er hversu fjöl- breyttar myndir hann hefur upp á að bjóða. Hafið virðist í senn geta táknað ógn, dauða, kyrrð og frelsi innan verksins – en ekki er sama hvort litið er á það í dagsbirtu eða að næturlagi. Atlanshafs er kvikmynd sem má njóta hvað best þegar framvindan fær að koma áhorfendum í opna skjöldu og umfjöllunin er mótuð af því. Ef leyfist að grípa til yfir- borðskenndrar samlíkingar mætti segja að söguheimurinn líkist því að furðuhryllingi kvikmynda Jor- dans Peele sé stefnt ofan í ofur- raunsæisveröld Dardenne-bræðra. Slík fullyrðing hefur takmarkað gildi og hunsar allt menningarlegt samhengi en varpar þó ljósi á það hvað Diop á sameiginlegt með þessum starfsbræðrum sínum – að framreiða einkar frjó og listfengin verk með skýra pólitíska skírskot- un. Sjónarhorn Atlantshafs er spennandi og tjáir stöðu og sjálfs- vitund ungrar kynslóðar Senegala sem gæti ekki komið frá öðrum listamanni. Það er afrek í sjálfu sér en svo er hún auk þess dýrðlega rómantísk. Draugar kapítalismans fara á stjá Atlanshafs Kvikmynd sem má njóta hvað best þegar framvindan fær að koma áhorfendum í opna skjöldu. Netflix Atlantshafs/Atlantique bbbbn Leikstjórn: Mati Diop. Handrit: Mati Diop, Olivier Demangel. Kvikmynda- taka: Claire Mathon. Aðalleikarar: Mame Bineta Sane, Amadou Mbow, Ibrahima Traoré, Nicole Sougou. Frakk- land, Senegal, Belgía, 2019. 106 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.