Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 68

Morgunblaðið - 19.11.2020, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Stærðir: 36-41 Verð: 19.995.- Vnr. MIT5083-435-03 Stærðir: 36-40 Verð: 19.995.- Vnr. MIT5144-413-03 Caterina Firenze dömuskór Stærðir: 36-40 Verð: 19.995.- Vnr. MIT3096-317-08 Stærðir: 36-41 Verð: 19.995.- Vnr. MIT5188-414-05 S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE KRINGLAN - SMÁRALINDFRÍ HEIMSENDING CF Caterina Firenze Sú sögn hefur lifað í Skagafirði, einkum austan Héraðsvatna, að Bertel Thorvaldsen hafi fæðzt um borð í dönsku kaupfari, er hafi beðið byrjar inni á Skagafirði undir Málmey eða Þórðar- höfða síðla hausts 1770, og að annaðhvort hafi verið farið með hann óskírðan til Hafnar eða að presturinn í Felli í Sléttuhlíð hafi verið sóttur til að skíra hann, sem þó sé líklegra. En þetta hafi orsakazt þannig af því, að Gottskálk Þor- valdsson, er þá var búsettur í Höfn, hafi komið þetta sumar ásamt konu sinni danskri í kynnis- för á æskustöðvarnar í Skagafirði. Skipið hefur svo orðið síðbúið, því að þann 19. nóvember fæddist drengurinn. Er ekkert ósennilegt við þessa sögu, þó að hún verði nú ekki sönnuð, því að hafi fæðing og skírn Bertels Thorvaldsens verið færð í ís- lenzkar kirkjubækur, þá eru þær nú ekki leng- ur til. En hins vegar eru enn til kirkjubækur Kaupmannahafnar frá þessum tíma, og er fæð- ingar og skírnar hans hvergi getið í þeim, og ekki er hans heldur getið í blaði nokkru, sem kom út í Höfn og gat allra barnaskírna. Sögu þessa styður einnig það, að fundizt hefur í heimildum frá þessum tíma í Höfn, að vorið 1770 eru Karen og Gottskálk Thorvaldsen orð- in hjón og þá sennilega fyrir skömmu. Er því ekki ósennilegt, að þau hafi tekið sér þessa ferð á hendur með Ólöfu, systur Gottskálks, er þá mun hafa farið aftur heim til Íslands alfarin frá Höfn. Illa hefur mönnum fallið, að þessi óvissa hvíl- ir yfir fæðingarstað Bertels Thorvaldsens og fæðingardagur hans finnst hvergi skráður, og hefur oft verið leitað þessara heimilda, en þó aldrei eins og fyrir nokkrum árum, er menn tóku sig til í Kaupmannahöfn og leituðu af sér allan grun í hvers konar bókum, skjölum og skilríkjum, sem um var að ræða í borginni frá þessum tíma. Fundu menn þá í bókum fæðing- ardeildarinnar á Friðriksspítala, að þann 13. nóvember 1768 hafi fæðzt þar drengur, sem samdægurs var skírður Bertel Torvals. Þótti þá ekki frekar þurfa vitnanna við, þetta gæti enginn verið annar en myndhöggvarinn frægi, Bertel Thorvaldssen. Th. Oppermann, sem ýtarlegast hefur skrifað um Bertel Thorvalds- sen á síðari árum, slær þessu föstu í bók sinni um hann og svo aðrir eftir honum, og þannig hefur það meira að segja komist inn í íslenzkar bókmenntir, eins og t.d. í ritgerð hins merka fræðimanns Matthíasar Þórðarsonar um Bertel Thorvaldsen í bók hans um íslenzka listamenn. En Matthías Þórðarson hefur frem- ur öðrum haldið minningu Bertels Thorvald- sens á lofti í íslenzkum bókmenntum. Aftur á móti hefur annar merkur fræðimaður danskur, dr. Louis Bobé, talið þessa skoðun að engu hafandi og hrekur hana í bók sinni „Thorvaldsen í Kærlighe- dens Aldre“, enda mælir allt í móti henni annað en nafn barnsins eitt. Ef Torvals þarf endilega að vera rangskrifað fyrir Thorvaldsen, þá er fyrst þess að geta, að ýmsir aðrir báru þetta nafn í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Hitt var einnig mjög algengt, einkum meðan ung- barnadauði var mikill, að foreldrar, sem misstu barn sitt ungt, létu næsta barn heita sama nafni. Gottskálk og Karen hafa því getað eign- azt tvo drengi með sama nafni, og sá fyrri dáið. Á móti þessu mælir aftur það, að Bertel Thor- valdssen sagði svo sjálfur síðar, að hann hefði aldrei átt bróður, og virðist eftir orðalaginu eiga við það, að foreldrar sínir hafi ekki eignazt annað barn en sig. En fæðingardagur hans hef- ur alltaf verið talinn 19. nóvember 1770. Þann dag taldi hann sjálfur fæðingardag sinn, og það hefur verið rétt með farið, styðst við ferming- arskírteini hans, sem enn er til og sýnir, að hann var fermdur 1787, og hefur þá verið 16½ árs, sem er sennilegra en að hann hafi verið orðinn 18½ árs gamall, er hann var fermdur. Einnig er mjög sennilegt, að presturinn sem fermdi hann, hafi haft skírnarvottorð hans í höndum, eins og lög gera ráð fyrir og þykir sjálfsagt enn í dag. Enn má geta þess, að kringum 1791 skrifaði vinur Thorvaldsens í vasabók sína eftir honum sjálfum eða for- eldrum hans, að hann væri fæddur þann 19. nóvember 1770. Í þessari vísindalegu leit að fæðingardegi Bertels Thorvaldsens hafa nokkrir menn þótzt komast að þeirri niðurstöðu, að alls óvíst væri, að hann væri Gottskálks Þorvaldssonar, og vilja þeir, sem því halda fram, vinna til að gera hann óskilgetinn. En þessi skoðun hefur ekki við nokkur minnstu rök að styðjast og verður því að skoðast sem óvingjarnleg getsök ódóm- bærra manna og verður ekki virt svars. En annað hefur komið á daginn í þessum rannsóknum, er ekki virðist verða mótmælt fljótt á litið, að móðir Bertels hafi ekki heitið Karen Grönlund, eins og sonur hélt þó og aðrir, heldur Karen Dagnes. Það hafi hún verið skrif- uð í kirkjubækur, bæði þegar hún var fermd og þegar hún var jörðuð. En svo einkennilega vill þó til, að við andlát sitt er hún sögð 12 árum yngri en hún ætti að vera, ef hún er sama kon- an og fermd var á sínum tíma undir þessu nafni. Er því alls ekki ósennilegt, að einhverjar vísindalegar breytingar verði enn gerðar á ævisögu hennar. Mætti benda mönnum á, sem mest sækjast eftir að fá út rangfeðrun í sam- bandi við Bertel Thorvaldsen, að þá væri það helzt móðir hans, sem vafi væri með, þar sem hún hefur sýnilega gengið undir tveimur ætt- arnöfnum til skiptis, ef ættfærsla hennar er rétt. En hér skal engu slíku haldið fram eða nokkru því, er varpi skugga á minningu þeirrar ástríku móður, sem engu unni í þessari tilveru öðru en syni sínum og hann unni alla sína ævi af heilhug hinnar norrænu tryggðar. Annars skal þess getið, að Bertel Thorvald- sen er ekki einn um það heimsfrægra manna að geymast í minningum síðari tíma undir dularhjúpi þjóðsagnanna um uppruna sinn og fæðingarstað. Það er eins og tilverunni finnist slíkt skipta of litlu máli, þegar mestu andans menn hennar eiga í hlut. Sjálfur var Bertel Thorvaldsen góður sonur móðurlands síns. Hann unni Danmörku og gerði henni mikinn sóma, sem samborgarar hans mátu að verðleikum og þökkuðu honum með virðingu sinni, aðdáun og umhyggjusemi. En honum var heldur ekki óljúft að minnast þess, að hann var af íslenzku bergi brotinn, og er hann var suður í Róm, kallaði hann sig Ís- lending, og aðrir kölluðu hann það eftir honum. Í glæsilegustu lofkvæðum, sem ort voru til hans, er hann þráfaldlega nefndur sonur Ís- lands, og hefði það ekki verið gert, ef honum hefði verið það á móti skapi. Honum hefur ver- ið það ljóst, að hagleik sinn hafði hann erft frá Íslandi, frá föður sínum, sem var myndskeri og afa sínum, síra Þorvaldi á Miklabæ í Blöndu- hlíð, sem var skurðhagur, og svo öðrum for- feðrum sínum, svo sem Guðbrandi biskupi Þor- lákssyni, hinum mikla snillingi, og öðrum fleirum. Louis Bobé styður þetta kröftuglega í bók sinni um Thorvaldsen. Segir hann svo í formála hennar: „Hetjur þær, sem hann skóp, voru gæddar mætti sögunnar og myndauðgi íslenzkrar arf- leifðar. Samtíðarmenn Bertels Thorvaldsens þóttust sjá kynborinn niðja Sögueyjunnar, er þeir litu hann. Hann var mikill á vöxt og vel vaxinn, ljóshærður og hárprúður, bláeygur og bjartur yfirlitum og norrænn að skapferli og hátterni. Og þannig lýsir honum Wilhelm von Schadow, þýzkur listmálari, og þykir þar fara rétt með: „Í íslenzku eðli hans blundaði mátt- urinn til að taka hærri flug en aðrir og steypa sér svo eins og valur yfir listrænan feng sinn.“ Og danska skáldið Carsten Hauch segir af miklum næmleik: „Eftir að ég kynntist Íslend- ingasögunum, skildi ég, hví Thorvaldsen var svo fáorður og gagnorður. Þetta var kynfylgja hans frá íslenzkum forfeðrum, þeir höfðu vanið sig á að skyggnast um gættir og tala fátt og voru þó ekki myrkir í máli. Þeim var einnig far- ið líkt og Thorvaldsen, að þeir sýndu fremur í afreksverkum en orðum, hvað innra fyrir bjó. Vinir Thorvaldsens kölluðu hann stundum Þór og gerðu það ekki að eins af því, að það yrði dregið af nafni hans, heldur af því, að þeir fundu líkingu með honum og Þór hinum sterka, því að báðir höfðu hamarinn að vopni. Og þegar Thorvaldsen gerði skjaldarmerki sitt, hafði hann mynd Þórs í því.“ Af uppruna og fæðingu Bertels Thorvaldsens Bókarkafli | Í dag er gefin út að nýju bók Helga Konráðssonar um Bertel Thorvaldsen af því tilefni að 250 ár eru liðin frá fæð- ingu listamannsins. Formálsorð ritar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands en eftirmáli er eftir Stefano Grandesso sem er einn fremsti sérfræðingur heims um verk Thorvaldsens. Listamaðurinn Bertel Thorvaldsen, málverk eftir Karl Begas frá því um 1820.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.