Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sesamgaldur er dásamleg blanda af sesam- og birkifræjum, hvítlauk, laukdufti og flögusalti. Frábær blanda t.d. í baksturinn, á brauðið eða beygluna og yfir salatið. Rótargrænmetið er blanda af lauk, hvítlauk, rósmarin, þurrkuðum tómötum, steinselju, timian, svörtum pipar og lárviðarlaufi. Blandan smellpassar á ofnbakað grænmeti og á sætu kartöflurnar með kalkúninum. Spennandi nýjungar frá Pottagöldrum Hreinleiki krydds leggur grunninn að góðri og hollri matseld. Allar okkar vörur eru án auka- og íblöndunarefna og koma frá viður- kenndum birgja í Evrópu, sem styður vistvæna og sjálfbæra fram- leiðslu kryddbænda víða um heim. Við höfum séð landsmönnum fyrir kryddum og kryddblöndum allt frá árinu 1989 www.pottagaldrar.is • Sími 564 4449 Þess er minnst að í dag er 250 ára af- mæli Bertels Thorvaldsens mynd- höggvara, einhvers mesta listamanns af íslenskum uppruna. Faðir hans var Gottskálk Þorvaldsson frá Reynistað í Skagafirði, en móðirin Karen Dagnes dönsk. Jafnan er talið að hann hafi fæðst í Danmörku, en þó eru sagnir um það að hann hafi raunar fæðst í Skagafirði. Eftir nám í Fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn hélt Bertel til Rómar, enda nýklassískur listamaður, og þar bjó hann óslitið síðan. Ættjörðinni í norðri gleymdi hann þó ekki, en óræk- asta dæmið um það er skírnarfont- urinn í Dómkirkjunni, sem Bertel Thorvaldsen gaf 1827 og letraði sjálf- ur á hann, að það gerði hann af rækt- arsemi. Í dag kl. 9.30 mun forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, leggja sveig að líkneski Bertels Thorvaldsens í Hljómskálagarðinum, en kl. 10 hefst hátíðardagskrá og málþing um lista- manninn í Listasafni Íslands, sem streymt verður frá listasafn.is. »62 250 ára afmælis Bertels Thorvaldsens minnst með blómsveig og hátíðardagskrá Dýrgripur í Dóm- kirkjunni Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Skírnarfonturinn Hinn fagri skírnarfontur Thorvaldsens er einn mesti dýrgripur Dómkirkjunnar, segir síra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur. Hann er með lágmyndum á öllum hliðum; fremst er skírn Krists, á vinstri hlið er María með barnið, á hægri hlið blessar Jesús börnin, en að altarinu snúa þrír englar. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það getur tekið langan tíma að vinna úr samráði ef marka má birtar tíma- setningar og fresti í samráðsgátt stjórnvalda. Dæmi eru um að enn sé verið að vinna úr innkomnum um- sögnum í nánast þrjú ár eftir að um- sagnarfrestur rann út og hafin var vinna í viðeigandi ráðuneyti við að móta niðurstöðu. Fram kemur í samráðsgáttinni að niðurstöður samráðs um drög að reglugerð um fráveitur og skólp hafi verið í vinnslu í umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu frá 25. apríl 2018. Um efni reglugerðarinnar segir að „breyttar aðstæður og lagaumhverfi síðan 1999 hafa leitt til þess að breyt- ingar á reglugerðinni eru orðnar tímabærar“. Þá hefur í samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu verið unnið að niðurstöðum úr samráði vegna mats- lýsingar umhverfismats samgöngu- áætlunar 2019-2033 frá 29. júní 2018, en engar umsagnir bárust vegna málsins. Umsagnir bárust heldur ekki vegna samráðs um eyðublað fyrir úttektaryfirlýsingu á íbúðar- húsnæði og hefur félagsmálaráðu- neytið ekki birt niðurstöður þess samráðs, en úrvinnsla hófst 6. des- ember 2018. Fjöldi mála bíður úrvinnslu Mennta- og menningarmálaráðu- neytið er engin undantekning hvað varðar úrvinnslu samráðs. Hinn 25. nóvember 2018 hófst úrvinnsla sam- ráðs vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um við- urkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi og hafa nið- urstöður enn ekki verið birtar. Það skal þó tekið fram að umsagnir, sem þarfnast úrvinnslu, bárust vegna málsins en þær voru alls tvær. Þá hefur verið beðið eftir niður- stöðum úr samráði dómsmálaráðu- neytisins vegna draga að reglugerð um rafrænar þinglýsingar frá 24. mars 2019. Ein umsögn frá Samtök- um fjármálafyrirtækja barst 22. mars sama ár. Alls bíður 251 mál þess að fá nið- urstöðu úr samráði eða 33,8% allra mála sem skráð hafa verið frá því að samráðsgáttin var tekin í notkun 5. febrúar 2018. Þá hafa verið birtar niðurstöður samráðs í 64,3% skráðra mála og eru 14 mál í virku samráðs- ferli. Frá upphafi hafa borist 7.100 umsagnir í samráðsgáttina. Samráð stjórnvalda getur tekið fleiri ár  251 mál bíður úrvinnslu ráðuneyta í samráðsgátt  Frá upphafi hafa borist 7.100 umsagnir í gáttina Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í fjórða sinn í kvöld klukkan 19:00. Þar færa þau Siggi Gunnars og Eva Ruza fjöl- skyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. Söngkonan Bríet mætir sem gestur og ætlar að syngja fyrir þátttakendur í þetta skiptið. Aðalvinningur kvöldsins er Sam- sung Galaxy-sími af tegundinni S20 FE en ásamt honum verður fjöldi gjafabréfa og ógrynni af ýmsum öðrum glæsilegum vinningum í boði. Þá verður tekið í notkun myllumerkið #mblbingo og hvetja bingóstjór- arnir fólk til þess að deila myndum á instagram með myllu- merkinu. „Mig langar að fá aðstoð hjá áhorfendum við að finna upp á einhverju sniðugu til að segja og ætla ég að byrja á b-röðinni. Það verður hægt að gera það í gegnum facebook en líka undir myllumerkinu #mblbingo ef menn eru á twitter,“ segir Siggi, sem er greinilega orðinn mjög spenntur fyrir kvöldinu. Siggi og Eva bjóða í bingó á mbl.is í kvöld Siggi Gunnars  Samsung Galaxy-sími í aðalvinning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.