Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 2

Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sesamgaldur er dásamleg blanda af sesam- og birkifræjum, hvítlauk, laukdufti og flögusalti. Frábær blanda t.d. í baksturinn, á brauðið eða beygluna og yfir salatið. Rótargrænmetið er blanda af lauk, hvítlauk, rósmarin, þurrkuðum tómötum, steinselju, timian, svörtum pipar og lárviðarlaufi. Blandan smellpassar á ofnbakað grænmeti og á sætu kartöflurnar með kalkúninum. Spennandi nýjungar frá Pottagöldrum Hreinleiki krydds leggur grunninn að góðri og hollri matseld. Allar okkar vörur eru án auka- og íblöndunarefna og koma frá viður- kenndum birgja í Evrópu, sem styður vistvæna og sjálfbæra fram- leiðslu kryddbænda víða um heim. Við höfum séð landsmönnum fyrir kryddum og kryddblöndum allt frá árinu 1989 www.pottagaldrar.is • Sími 564 4449 Þess er minnst að í dag er 250 ára af- mæli Bertels Thorvaldsens mynd- höggvara, einhvers mesta listamanns af íslenskum uppruna. Faðir hans var Gottskálk Þorvaldsson frá Reynistað í Skagafirði, en móðirin Karen Dagnes dönsk. Jafnan er talið að hann hafi fæðst í Danmörku, en þó eru sagnir um það að hann hafi raunar fæðst í Skagafirði. Eftir nám í Fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn hélt Bertel til Rómar, enda nýklassískur listamaður, og þar bjó hann óslitið síðan. Ættjörðinni í norðri gleymdi hann þó ekki, en óræk- asta dæmið um það er skírnarfont- urinn í Dómkirkjunni, sem Bertel Thorvaldsen gaf 1827 og letraði sjálf- ur á hann, að það gerði hann af rækt- arsemi. Í dag kl. 9.30 mun forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, leggja sveig að líkneski Bertels Thorvaldsens í Hljómskálagarðinum, en kl. 10 hefst hátíðardagskrá og málþing um lista- manninn í Listasafni Íslands, sem streymt verður frá listasafn.is. »62 250 ára afmælis Bertels Thorvaldsens minnst með blómsveig og hátíðardagskrá Dýrgripur í Dóm- kirkjunni Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Skírnarfonturinn Hinn fagri skírnarfontur Thorvaldsens er einn mesti dýrgripur Dómkirkjunnar, segir síra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur. Hann er með lágmyndum á öllum hliðum; fremst er skírn Krists, á vinstri hlið er María með barnið, á hægri hlið blessar Jesús börnin, en að altarinu snúa þrír englar. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það getur tekið langan tíma að vinna úr samráði ef marka má birtar tíma- setningar og fresti í samráðsgátt stjórnvalda. Dæmi eru um að enn sé verið að vinna úr innkomnum um- sögnum í nánast þrjú ár eftir að um- sagnarfrestur rann út og hafin var vinna í viðeigandi ráðuneyti við að móta niðurstöðu. Fram kemur í samráðsgáttinni að niðurstöður samráðs um drög að reglugerð um fráveitur og skólp hafi verið í vinnslu í umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu frá 25. apríl 2018. Um efni reglugerðarinnar segir að „breyttar aðstæður og lagaumhverfi síðan 1999 hafa leitt til þess að breyt- ingar á reglugerðinni eru orðnar tímabærar“. Þá hefur í samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu verið unnið að niðurstöðum úr samráði vegna mats- lýsingar umhverfismats samgöngu- áætlunar 2019-2033 frá 29. júní 2018, en engar umsagnir bárust vegna málsins. Umsagnir bárust heldur ekki vegna samráðs um eyðublað fyrir úttektaryfirlýsingu á íbúðar- húsnæði og hefur félagsmálaráðu- neytið ekki birt niðurstöður þess samráðs, en úrvinnsla hófst 6. des- ember 2018. Fjöldi mála bíður úrvinnslu Mennta- og menningarmálaráðu- neytið er engin undantekning hvað varðar úrvinnslu samráðs. Hinn 25. nóvember 2018 hófst úrvinnsla sam- ráðs vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um við- urkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi og hafa nið- urstöður enn ekki verið birtar. Það skal þó tekið fram að umsagnir, sem þarfnast úrvinnslu, bárust vegna málsins en þær voru alls tvær. Þá hefur verið beðið eftir niður- stöðum úr samráði dómsmálaráðu- neytisins vegna draga að reglugerð um rafrænar þinglýsingar frá 24. mars 2019. Ein umsögn frá Samtök- um fjármálafyrirtækja barst 22. mars sama ár. Alls bíður 251 mál þess að fá nið- urstöðu úr samráði eða 33,8% allra mála sem skráð hafa verið frá því að samráðsgáttin var tekin í notkun 5. febrúar 2018. Þá hafa verið birtar niðurstöður samráðs í 64,3% skráðra mála og eru 14 mál í virku samráðs- ferli. Frá upphafi hafa borist 7.100 umsagnir í samráðsgáttina. Samráð stjórnvalda getur tekið fleiri ár  251 mál bíður úrvinnslu ráðuneyta í samráðsgátt  Frá upphafi hafa borist 7.100 umsagnir í gáttina Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í fjórða sinn í kvöld klukkan 19:00. Þar færa þau Siggi Gunnars og Eva Ruza fjöl- skyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. Söngkonan Bríet mætir sem gestur og ætlar að syngja fyrir þátttakendur í þetta skiptið. Aðalvinningur kvöldsins er Sam- sung Galaxy-sími af tegundinni S20 FE en ásamt honum verður fjöldi gjafabréfa og ógrynni af ýmsum öðrum glæsilegum vinningum í boði. Þá verður tekið í notkun myllumerkið #mblbingo og hvetja bingóstjór- arnir fólk til þess að deila myndum á instagram með myllu- merkinu. „Mig langar að fá aðstoð hjá áhorfendum við að finna upp á einhverju sniðugu til að segja og ætla ég að byrja á b-röðinni. Það verður hægt að gera það í gegnum facebook en líka undir myllumerkinu #mblbingo ef menn eru á twitter,“ segir Siggi, sem er greinilega orðinn mjög spenntur fyrir kvöldinu. Siggi og Eva bjóða í bingó á mbl.is í kvöld Siggi Gunnars  Samsung Galaxy-sími í aðalvinning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.