Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 58

Morgunblaðið - 19.11.2020, Page 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Hnetubrjótur 3 teg. 89 cm Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Mixbox Gold 25 stk. ks. Dinnerkerti Tré Silver 27 cm Jólapoki-Nutcracker 2 teg. 26x32 cm LEDJólasveinn 120 cm Upph. Nutcracker Bear 11cm Viðararinn 23x100x115 cm Dýrin í Skóginum Hvít 27 cm Fiður stelpa 2 teg. 22 cm Jólapappír Metalic 5 teg. 2 mtr LED Vax Wave Kerti 3 stk. sett LED Jólatré Prelit 2 teg. 30 cm Fuglar Glitter Gold 2 teg 19 cm Jólatré Snowy 210 cm 900 l Grenigrein m/könglum 38 cm Fullt af fallegri vöru Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu það ekki stöðva þig, þótt stundum sé erfitt að fá ákveðin svör. Gerðu því ekkert sem getur varpað skugga á samband þitt og þeirra sem þér eru kærir. 20. apríl - 20. maí  Naut Hringdu í foreldra þína eða sendu þeim kort í dag. Jafnvel hlutir sem þér þykja hversdagslegir geta þarfnast full- komnunar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru ýmsir lausir endar sem þú þarft að hnýta áður en persónulegt mál telst farsællega í höfn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að gera upp hug þinn til vandasams verkefnis. Fyrir því liggja vissar ástæður sem þú munt fá að vita í fyllingu tímans. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Andstæðan við það að tala er ekki að bíða. Ræddu það sem þig langar til þess að gera við aðra, fólk skilur þig núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er hvorki staður né stund til að vera tilfinningalega lokaður. Lausnir margra mála liggja nær þér en þú vilt í fljótu bragði viðurkenna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér er óhætt að hafa háleitar hug- myndir ef þú hefur fæturna bara á jörðinni. Spáðu í að flytja, þó ekki væri nema á ann- an stað í sama hverfi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú veist öðrum betur hvað þér er fyrir bestu svo vertu óhræddur við að fara þínar eigin leiðir. Að skipta auðveld- lega um gír gæti gefið gull í mund. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð alltof lítinn tíma til að sinna verkum þínum. Vinir þínir geta einnig komið þér skemmtilega á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skoðanir þínar falla í misgóðan jarðveg svo þú þarft að temja þér háttvísi við kynningu þeirra. Næsta mánuðinn er best að vinna á bak við tjöldin og hafa sig ekki í frammi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. Losaðu þig við skuldir og hvers konar drasl. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur verið nauðsynlegt að vera einn með sjálfum sér um tíma. Bæði vinir og óvinir eru kennarar og maður lærir mest af þeim sem maður er mest með. hvernig hægt sé að hafa áhrif á nið- urstöður könnunar með niðurröðun spurninga. „Þegar þú ert að spyrja ákveðinna spurninga, skiptir sam- hengið ótrúlega miklu máli.“ Þegar hjónin komu heim frá myndi sjá um barnið, en á þessum tíma þurfti að fá dvalarleyfi í land- inu. Guðbjörg blómstraði í náminu og vildi læra allt sem hún gat um aðferðafræði skoðanakannana, en doktorsritgerð hennar fjallaði um G uðbjörg Andrea Jóns- dóttir fæddist 19. nóv- ember 1960 í Framnesi í Mýrdal, næstelst fjögurra barna hjónanna Ingibjargar Ásgeirs- dóttur frá Framnesi og Jóns Ein- arssonar, kennara í Skógaskóla. Þau bjuggu í Framnesi hjá for- eldrum Ingibjargar en fluttu að Skógum þegar Guðbjörg var rúm- lega hálfs árs. „Það var dásamlegt að alast upp í sveitinni. Þar var stór hópur barna kennaranna í Skóga- skóla og við ólumst þarna upp eins og systkini og tengsl okkar eru ennþá sterk.“ Eftir landspróf fór Guðbjörg í Menntaskólann við Hamrahlíð á ný- málasvið. „Ég þekkti engan í skól- anum þegar ég byrjaði, en bara á fyrstu dögunum eignaðist ég mínar bestu vinkonur.“ Á síðasta árinu í MH var hún í sálfræðiáfanga, en það var þó ekki fyrr en hún fór að vinna á meðferðarheimilinu á Kleif- arvegi sem hún fékk virkilegan áhuga á faginu og skráði sig í sál- fræði í Háskóla Íslands. „En ég var reyndar ótrúlega fljót að missa áhugann. Þegar ég var komin á annað árið var ég að spá í að hætta, en pabbi sagði að ég yrði að klára það sem ég byrjaði á,“ sem hún gerði og lauk BA-prófi 1984. Guð- björg fann sig ekki í þeim kúrsum sem leiddu til frekara náms í klín- ískri sálfræði en segir að hún hafi fundið sig í aðferðafræðinni og töl- fræðinni. Guðbjörg kynntist eiginmanni sínum, Jóhanni Friðriki Klausen, í háskólanum og þau ákváðu að fara til Lundúna þar sem Guðbjörg hugði á frekara nám. „Við bjuggum í London í fjögur ár, frá 1985-89, en komum heim þegar ég var ófrísk að dóttur minni.“ Guðbjörg gekk í London School of Economics, þar sem hún nam félagssálfræði og lauk meistaraprófinu 1986 og dokt- orsprófinu lauk hún frá sama skóla 2004. Jóhann var heima með þriggja ára son þeirra og Guðbjörg hlær þegar hún rifjar það upp hversu erfitt það var að útskýra það fyrir Bretunum að faðirinn Bretlandi fór Guðbjörg að kenna í MH og við Félagsvísindadeild HÍ. Árið 1996 varð hún forstöðumaður þróunarsviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. „Þetta var mjög skemmtilegur tími. Það var verið að byggja upp fræðslumiðstöðina, afla tölfræðilegra upplýsinga um skóla- kerfið og hanna stjórnkerfi Reykja- víkurborgar varðandi rekstur á grunnskólunum, en þeir voru að taka við skólunum frá ríkinu á þess- um tíma.“ Guðbjörg var ráðin rannsókn- arstjóri Capacent Gallup árið 2005. „Þarna var ég komin inn í það um- hverfi sem ég hafði menntað mig sérstaklega til, sem er gerð kann- ana. Ég lærði afskaplega mikið af því að vera hjá einkafyrirtæki og kynntist mörgu góðu fólki.“ Frá árinu 2010 hefur Guðbjörg verið forstöðumaður Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands. „Mesta vinnan hefur farið í upp- byggingu rannsóknainnviða í félagsvísindum. Við höfum verið að taka þátt í stórum alþjóðlegum könnunum reglulega, en með þeim er verið að fylgjast með breytingum á viðhorfum í samfélaginu. Svo höf- um við líka verið byggja upp gagna- þjónustu, þ.e. að gera þessi gögn aðgengileg, svo hver sem er geti komist í gögnin og unnið með þau.“ Þegar hún er spurð um hvað sé að breytast nefnir hún að mikið hafi dregið úr trausti til stjórnvalda, sérstaklega eftir hrunið, en þó sé áhugavert í því sambandi að Ísland hefur þar talsverða sérstöðu, því enn ríki mikið traust á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Núna er Guðbjörg í námsleyfi og er að taka mjög áhugaverðan kúrs í sínum gamla háskóla í London um gervigreind og hvernig er hægt að nýta sér hana til að vinna með stór gagnasöfn. Eftir að hún fann sína hillu hefur áhuginn á faginu bara aukist með árunum. Það er ekki að spyrja að því að sveitastelpan er mikið fyrir útivist. „Við hjónin erum í gönguhópnum Afturgöngurnar, sem dregur nafn sitt af því að við göngum alltaf aftur og aftur,“ segir hún og hlær. Hóp- Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands – 60 ára Fjölskyldan Frá vinstri Andri, Jóhann Friðrik, Herdís með Friðrik Úlf, Jón og Guðbjörg Andrea. Myndin er tekin þegar Jón útskrifaðist frá MH 2019. Samhengið skiptir miklu máli Gönguferð Með góðum vinum af Fræðslumiðstöð á Laka í ágúst 2020 í tilefni af 70 ára afmæli Ingunnar Gísladóttur fyrr á árinu. Frá vinstri Þorvarður Kári Ólafsson, Grétar Guðmundsson, Ingunn Gísladóttir, Gerður G. Ósk- arsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Jóhann Friðrik og Guðbjörg Andrea. Til hamingju með daginn Stykkishólmur Finnur Óliver Corp- in Hinriksson fæddist 13. febrúar 2020 kl. 23.23. Hann vó 2.236 g og var 45 cm langur. Foreldrar hans eru Bernadette S. Corpin og Hinrik Elvar Finnsson. Nýr borgari 30 ára Harpa ólst upp í Kópavogi en býr núna í miðbæ Reykjavíkur. Harpa er með BA í myndlist og lærði förð- unarfræði. Hún vinnur við kvikmyndagerð í búningadeild og sem sminka. Hún hefur einnig unnið í leikhúsi og í ýmsum sjálfstætt starfandi verk- efnum. Henni finnst gaman að vinna í verkefnum með stórum hópi af fólki. Maki: Víkingur Kristjánsson, f. 1989, vinnur í kvikmyndum og veitingageir- anum. Foreldrar: Oddný Halla Haraldsdóttir, f. 1955, myndlistarkennari og Finnur Logi Jóhannsson, f. 1956, búfræðingur og smiður. Harpa Finnsdóttir 30 ára Elva Katrín ólst upp í Danmörku og í Hafnarfirði. Núna býr hún í Reykjavík. Elva Katrín er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá HR. Hún var að vinna í ferðamálageiranum en er núna að sinna börnum og búi þar til ástandið lagast. Helstu áhugamál Elvu Katrínar eru úti- vera og samvera með fjölskyldunni. Maki: Brynjar Þór, f. 1984. Börn: Kristófer Arnar, f. 2009, og Elías Þór, f. 2019. Foreldrar: Kristín Erla Einarsdóttir, f. 1969, verkfræðingur og Elías Birgir Andrésson, f. 1964, pípulagningamaður, d. 2018. Elva Katrín Elíasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.