Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 Kórónuveira sú, er gengur undir nafninu „Covid-19“, herjar nú á heimsbyggðina með víðtækum heilsufars- legum og ekki síður efnahagslegum af- leiðingum. Ekkert stöðvar för hennar fyrr en bóluefni verð- ur tilbúið. Íslenska ríkisstjórnin hefur mætt fárinu af fagmennsku með lækna og vísindamenn sem ráð- gjafa. Þríeykið fer fyrir liði af ein- lægni með þekkinguna í handrað- anum og Kára að baki sér. Hér hefur betur tekist til en í flestum löndum og þrátt fyrir varúð hefur komið í ljós að hvergi má slaka á klónni. Veiran fer um eins og sinueldur og gýs upp við minnstu eftirgjöf. Auðvitað takast á heilsufarsleg sjónarmið og miklir efnahagslegir hagsmunir. Þessi skaðræðisveira ræðst helst að öldruðum og veik- um, en börn og ungmenni sleppa að mestu leyti við hana. Staðfest smit hér eru á sjötta þúsund ein- staklingar og 27 látnir. Þessar töl- ur eru háar en gætu verið í hæð- um hefði heilbigðiskerfið brugðist. Heilbrigðisþjónustan og heilbrigð- isstéttirnar stóðust prófið. Þær hlúðu að veikum og björguðu lífi margra. Með markvissri varúð hefur lífi hundraða fólks verið bjargað. Hvað efnahaginn varðar fer ekk- ert í gang á veraldarvísu hvað ferðalög varðar fyrr en bóluefni sigrar óvininn. Það finnst engin önnur lausn. Við Ís- lendingar eigum eng- an annan kost en þreyja jólin, þorrann og góuna með þá einu von að heimurinn verði frelsaður á vor- dögum. Ég hefi dáðst að málflutningi Þór- ólfs og Ölmu og Víðis. Þau koma fram af hógværð en festu og falla aldrei í þá freistni að benda á annan. Þau standa af einurð með heilbrigðisráðherra og ríkisstjórninni. Við verðum að grímuklæðast til vors en það þýðir að við getum orðið fyrsta landið sem ferðamenn vilja heimsækja, þegar um hægist. Þar liggur von ferðaþjónustunnar. Einn meginkostur mannverunnar er hversu hún er oft fljót að aðlag- ast breyttum aðstæðum. Ég tala nú ekki um eins og þegar dauðinn ógnar lífinu. Nú hlakka allir til vorsins. Þá öðlumst við vonandi frelsi á ný. Heimurinn er breyttur og margt ber að endurskoða í háttum okkar mannanna, þegar veirunni hefur verið komið fyrir kattarnef. Vonandi leggst gæfan á eitt með vísindunum í þeim efnum. Þreyjum jólin, þorrann og góuna Eftir Guðna Ágústsson Guðni Ágústsson » Þríeykið fer fyrir liði af einlægni með þekkinguna í handrað- anum og Kára að baki sér. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Frá aldamótum hefur legið fyrir ís- lensk þýðing á Wind- ows-stýrikerfinu, al- gengasta stýrikerfinu í einkatölvum. Micro- soft stóð að þýðing- unni í upphafi sam- kvæmt samningi við menntamálaráðu- neytið. Árið 2008 veitti Microsoft yf- irmönnum tölvudeilda í grunnskólum Hafnarfjarðar viðurkenningu fyrir að taka upp íslenska þýðingu Windows. Í BA- ritgerð Huldu Hreiðarsdóttur við HÍ í íslensku um notkun íslenskra þýðinga á stýrikerfum í grunn- skólum Hafnarfjarðar segir að notkun íslenskunnar hafi aukið sjálfsöryggi nemenda og skilning þeirra á tölvunotkun. Jafnframt virðist sem nemendur í Hafn- arfirði hafi notað íslensk orð um tölvunotkun í meiri mæli en nem- endur skóla sem notuðu enska út- gáfu. Í dag má velta fyrir sér hvers vegna notkun íslenskra þýðinga á stýrikerfum eigi undir högg að sækja. Líkleg ástæða er að við tæknimenn og kerfisstjórar forð- umst íslenskuna. Ég finn því mið- ur iðulega fyrir mikilli mótstöðu og neikvæðni hjá minni stétt. Hvers vegna? Kannski þóttu ís- lensku þýðingarnar í upphafi asna- legar, óþjálar eða lélegar? Eða er ástæðan að tæknimenn þurfa að hugsa meira við leit úrlausna á netinu á tæknivandamálum sem birtast þeim á íslensku? Gagna- grunnurinn með úrlausnum á móð- urmálinu okkar ylhýra er ekki stór. Einnig kann tregða notenda við að breyta yfir í íslensku að ráða för. Þar eig- um við sölumenn, tæknimenn og þeir sem sjá um uppsetn- ingu tölva ef til vill þátt með því að tala niður íslenska not- endaviðmótið. Tökum ákvörðun um að nota ís- lenskt viðmót Ég hef notað kerfi með íslenskt viðmót í allnokkurn tíma. Má þar nefna gömlu Nokia- símana, Android-stýrikerfið, Microsoft Windows og Office. Meira að segja man ég þá tíma þegar Macintosh var á íslensku, en Apple breytti um stefnu og kerfið er því miður ekki lengur fá- anlegt á íslensku. Ég held að það sé sjaldgæft að tæknimaður, sem undirritaður er einnig, noti ís- lenskt viðmót á stýrikerfi í tölvu. Ég byrjaði að nota íslenskuna sem áskorun á sjálfan mig og til að vera jákvæðari fyrir þá við- skiptavini sem vildu íslenskt við- mót. Þetta var í raun markviss viðleitni til að auka þjónustuna. Það tók mig ekki nema tvær vikur að venjast íslenskunni og nú nota ég að mestu íslenskt viðmót og hef lagt metnað í að bjóða viðskipta- vinum mínum það. Persónulega finnst mér þýðingarnar í dag nokkuð góðar; ég man ekki hve- nær ég rakst síðast á skondna þýðingu hjá Microsoft. Snýst þetta bara um að velja íslenskt viðmót í stjórnsýslu, sveitarfélögum og skólum landsins? Tryggjum framtíð íslenskunnar innan upplýsingatækninnar Upplýsingatækni er mikilvægur þáttur í daglegu lífi fólks. Þær ánægjulegu fréttir bárust um dag- inn að nýtt íslenskt smáforrit, Embla, sem svarar spurningum á íslensku og getur flett upp í Wi- kipediu, er væntanlegt í snjall- síma. Framkvæmd íslenskrar mál- stefnu hlýtur að krefjast þess að ríki, sveitarfélögum og grunn- skólum sé skylt að bjóða íslenskt viðmót þar sem það er fáanlegt. Sjái framleiðendur kerfanna sér ekki fært að bjóða tungumál að eigin frumkvæði á að knýja þá til að bæta þjónustu sína. Láti ís- lenskir notendur við það sitja að kaupa gallaða vöru að þessu leyti vega þeir að eigin tungu og menn- ingu. Mikilvægt er að notendur venjist íslenskunni frá byrjun og því ríður á að hugbúnaður í grunn- skólum landsins sé á íslensku. Hugsanlega reynist nauðsynlegt að krefjast þess af söluaðilum að þeir afhendi tölvur á íslensku. Gerð er krafa um að innihaldslýs- ingar á umbúðum og aðrar upplýs- ingar séu á íslensku. Eiga stýri- kerfi og notendaviðmót ekki einnig að vera það? Allir geta skipt yfir í ensku ef þeir vilja en lágmarks- krafan er þó að upplýsinga- tæknikerfi séu boðin á íslensku. Hættum að tala ís- lenska viðmótið niður Reynsla mín er að notendur sem taka upp íslenskt viðmót og nota það í 30 daga vilji ekki hverfa frá því. Við endurnýjun tölvubúnaðarins spyrja þeir oft sérstaklega hvort þeir haldi ekki örugglega íslensk- unni. Ég hef hins vegar þurft að sannfæra starfsmenn og sam- starfsaðila innan tölvugeirans um að gott sé að nota íslenskuna. Þeir tala íslenska viðmótið ítrekað nið- ur og harðneita jafnvel að setja það upp. Íslenska viðmótið geri vinnu þeirra erfiðari. Ég stóð í þeirra sporum fyrir nokkrum ár- um en þarf nú í versta falli að hugsa aðeins lengur við leit að lausnum á veraldarvefnum. Ef við viljum tryggja framtíð íslensk- unnar er mikilvægt að við tækni- menn þróum með okkur jákvætt viðhorf til tungumálsins og sjáum til þess að íslenskan sé notuð inn- an upplýsingatækninnar. Ríki og sveitarfélög spyr ég: Hefur verið íhugað að gera kröfu um að íslenskt notenda- viðmót sé í tölvum hjá ríki, sveit- arfélögum og grunnskólum? Hvaða sveitarfélög og stjórn- sýslustofnanir keyra nú þegar stýrikerfi og notendahugbúnað á íslensku? Hvaða afstöðu hefur mennta- málaráðherra til þess að skylda sölu- og dreifingaraðila til að selja og dreifa tölvum með íslenskt við- mót? Að keyra íslensku inn í hug- búnað ætti að vera minna mál en að fá áprentaða íslenska stafi á lyklaborðið. Til að ná þessu mark- miði þurfum við að fá í lið með okkur sterka kerfisstjóra og tæknimenn sem draga vagninn og sýna gott fordæmi. Er „download“ flottara en „niðurhal“? Eftir Valgeir Ólafsson »Reynsla mín er að notendur sem taka upp íslenskt viðmót og nota það í 30 daga vilji ekki hverfa frá því. Valgeir Ólafsson Höfundur er framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar valgeir@tolvuadstod.is Word á íslensku Windows stillingar á íslensku Fasteignir SMARTLAND Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Lukkutröll í jólapakkann BÖRN 5.990,- stk FULLORNIR 6.990,- stk Töfrahlið 5.590,- JÓLAHÚS 14.990,- Jólatré lítið 2.690,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.