Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2020 ✝ Erla Jak-obsdóttir var fædd í Hafnarfirði 6. janúar 1932. Hún lést á Landspít- alanum 31. október 2020. Hún fluttist barnung með for- eldrum sínum til Hallstaða í Naut- eyrarhreppi við Ísafjarðardjúp þar sem hún ólst upp. Foreldrar hennar voru Jakob Jónsson, f. 15.11. 1900, d. 6.12. 1981, frá Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 30.4. 1904, d. 7.12. 1933, frá Seli í Holtahrepp. Seinni kona Jak- obs var Emilía Vigfúsdóttir, f. 6.6. 1907, d. 13.5. 1991, fædd í Villingaholtshreppi í Flóa og gekk hún Erlu í móður stað. Ekki varð þeim barna auðið en Emilía átti fyrir dótturina Vikt- oríu Finnbogadóttur, f. 13.6. 1930, sem ólst einnig upp á Hallstöðum. Fjölskyldan fluttist síðan suður í Kópavoginn 1945. Þá ólu Þau Jakob og Emilía upp dótturson Emilíu, Arnór G. Ragnarsson. Erla giftist Herbert Gränz málarameistara á Selfossi, f. 12.4. 1930, d. 3.2. 2011, og flutti rúnar var Þórir Sigmundur Þórisson sem er látinn en Guð- rún er nú í sambúð með Kirk A. Johnson og á hann tvær dætur. b) Sævar Þór Gíslason, f. 26.12. 1975, kvæntur Halldóru Sif Jó- hannsdóttur og eiga þau 3 börn, Aniku Líf, Jakob Dan og Köru Eik. Fyrir átti Sævar soninn Bjarka Þór. c) Edda Ósk Gísla- dóttir, f. 27.7. 1982, í sambúð með Davíð Þór Sigurðarsyni og eiga þau 4 börn, Arnór Daða, Eriku Rún, Ellý Björk og Eivör Stellu. Erla og Herbert hófu búskap að Smáratúni 3 en byggðu sér síðan hús að Mánavegi 4 þar sem þau bjuggu í hartnær 50 ár, en eftir að Erla varð ekkja flutti hún í Grænumörk 2 þar sem hún bjó til dauðadags. Erla hóf störf í Tryggvaskála sem ung stúlka 1949 og þar með voru ör- lög hennar ráðin er hún kynnt- ist væntanlegum eiginmanni sínum. Hún vann við versl- unarstörf mest af sinni starfs- ævi, lengst af í versluninni GÁB og mjólkurbúð MBF, en síðar i KÁ og heildv. VB. Erla starfaði með kvenfélagi Selfoss, Leikfélagi Selfoss, þar sem hún lék nokkur eftirminni- leg hlutverk og svo með Blindrafélaginu á Selfossi eftir að hún varð lögblind. Útför Erlu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 19. nóvember 2020, klukkan 15. þá á Selfoss þar sem hún bjó ætíð síðan. Börn þeirra eru 1. Rúnar Jakob Gränz, f. 20.2. 1951, var kvæntur Svövu Guðmunds- dóttur úr Hafn- arfirði, en þau slitu samvistir. Þeirra börn eru a) Elín Gränz, f. 21.5. 1974, gift Ríkharði Friðriki Friðrikssyni og eiga þau 3 börn, Erlu Maríu, Evu Maríu og Guðmund Ernst. b) Karl Jóhann Gränz, f. 10.3. 1976, c) Herbert Gränz, f. 15.6. 1986, d. 17.4. 2006. 2. Eygló Lilja Gränz, f. 23.9. 1953, gift Viðari Bjarnasyni og eiga þau tvo syni. a) Herbert Viðarsson, f. 5.5. 1976, og á hann einn son, Patrek Thor. Hann er í sambúð með Berglindi Sveinsdóttur og á hún 2 börn. b) Leifur Við- arsson, f. 2.5. 1979, og á hann soninn Mikael Mána. 3. Emilía Björk Gränz, f. 23.3. 1956, gift Gísla Árna Jónssyni og eiga þau þrjú börn a) Guðrún Erla Gísla- dóttir og á hún 3 börn, Atla Jak- ob, Gísla Fannar og Svanhildi Björk. Eiginkona Atla er Sam- antha og eiga þau soninn Jó- hann Thor. Eiginmaður Guð- Í dag kveð ég tengdamóður mína, Erlu Jakobsdóttur, með þökk og virðingu, og finnst mér því rétt að minnast hennar hér með nokkrum orðum. Ég kynntist Erlu fyrst árið 1974 þegar við Eygló dóttir henn- ar byrjuðum okkar samveru, og fannst mér alltaf vera dálítill drottningarbragur yfir henni, enda glæsileg kona. Fyrst þegar ég var boðinn í mat á Mánaveginn var boðið upp á íslenska kjötsúpu, sem mér þótti í þá daga ekki vera góður matur, en borða alltaf síðan af bestu lyst, enda einn af mínum uppáhaldsréttum. Erla var skemmtileg kona, góð við alla, opin og hreinskilin en gat þó alveg staðið föst á sínu, þegar það átti við. Tengdamamma vann síðar hjá mér í mínum verslunarrekstri í nokkur ár, og þar fór vinnusöm og dugleg kona sem þekkti vel til verka, vegna fyrri starfsreynslu. Það var alltaf gott að koma á Mánaveginn og þar var ætíð stór- fjölskyldan velkomin og oft glatt á hjalla. Ég mun varðveita minningu þína, Erla mín, og ég þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman og ég skal passa vel upp á það sem þú gafst mér. Ávallt drottinn blessi þig og bænir yfir breiði. Góði guð á æðra stig götu þína greiði. (VB) Þinn tengdasonur, Viðar Bjarnason. Ég var aðeins á 18 ári þegar ég kynntist Erlu tengdamömmu minni fyrst. Ég var farinn að rúnta með dótturinni Emmu. Henni leist ekki sérlega vel á það í fyrstu þar sem ég kom úr stórum systkina- hópi og stelpan gæti orðið ólétt strax. Hún reyndist nokkuð sannspá því við eignuðumst stúlku það sama ár og gerðum Erlu að ömmu 40 ára. Eftir þetta tókust með okkur kær kynni sem aldrei hefur borið skugga á. Erla er ættuð að vestan, úr Ísafjarðardjúpi, nánar til tekið úr Nauteyrarhreppi og var hún alla tíð mjög stolt af því. Hún missti móður sína aðeins tveggja ára og ólst síðan upp hjá stjúpmóður sinni Emilíu sem var henni mjög kær. Á 80 ára afmælisári Erlu fór- um við börn og tengdabörn í píla- grímsferð á æskustöðvarnar. Það var henni mikils virði að heim- sækja m.a. leiði foreldra sinna sem eru jarðsett að Melgraseyri. Erla kom víða við á lífshlaupi sínu sem einn af stofnendum Hjónaklúbbs Selfoss og var for- maður hans um tíma, lék nokkur hlutverk með Leikfélagi Selfoss svo einhvers sé getið. Hún vann verslunarstörf sín starfsár. Erla var einstök mamma, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma. Takk Erla fyrir þessi 48 ár sem við áttum saman, ég sem tengdasonur þinn. Gísli tengdasonur. Það var vorið 1973 þegar rúm- lega tvítuga daman ég ferðaðist með sérleyfisrútunni frá Reykja- vík til Selfoss með kærastanum mínum, Rúnari Jakobi Gränz. Ekki var laust við að daman væri eilítið stressuð og spennt að hitta verðandi tengdaforeldra í fyrsta skiptið, þau Erlu Jakobsdóttur og Herbert Gränz. Þegar rútan stoppaði eftir klukkutíma ferða- lag tók á móti okkur brosmild systir Rúnars, Eygló Lilja Gränz, á splunkunýjum gulum Skoda sem þótti svona frekar flottur á þessum tíma. Brunað var beinustu leið að heimili tengdaforeldranna á Mánavegi 4 og við fyrstu kynni hvarf allur kvíði og spenna eins og dögg fyrir sólu þar sem mót- tökurnar voru afskaplega hlýjar og góðar, en þarna var gott að vera. Erla og Hebbi áttu afskaplega fallegan garð sem minnti helst á erlendan skrúðgarð enda var mikið búið að nostra við hann. Fyrir utan fjölbreytt úrval trjáa og blóma þá ræktuðu þau jarð- arber, rabarbara og kartöflur, barnabörnunum til mikillar gleði og sérstaklega þegar sultukrukk- urnar hrönnuðust upp. Hebbi hafði málað risastóra mynd af Þórsmörk á bílskúrs- vegg sem sneri inn í garðinn frá nágrönnunum og þegar maður sat úti í sólinni að drekka kaffi þá flaug hugurinn með mann í Þórs- mörk. Erla var ansi iðin við prjóna- skap og prjónaði sérstakar kaðla- peysur á alla fjölskylduna og fengu þær nafnið Erlu peysur sem allir fyrir austan fjall þekktu vel. Ekki var hún síðri í sauma- skapnum enda átti hún það til að sauma föt á fjölskyldumeðlimi eftir pöntun. Erla átti alltaf mikið af tísku- blöðum kvenna og bauðst hún einu sinni til að sauma á mig kjól og þurfti ég bara að velja ein- hvern sem mér líkaði úr einu tískublaðanna og auðvitað var svo förinni heitið í vefnaðarvöru- verslunina Múla til að kaupa efn- ið. Þau hjónin fór oft til útlanda á haustin og var heimkomu þeirra alltaf beðið með mikilli eftirvænt- ingu og söfnuðust börn og barna- börn heima saman hjá þeim til að sjá framandi dót frá útlöndum en allir fengu eina gjöf. Erla var jafnframt mikil sögukona og hafði skemmtilega frásagnargáfu en hún var félagi í Leikfélagi Sel- foss um langt skeið og tók þátt í mörgum sýningum. Mér finnst við hæfi að vísa í lýsingu dóttur minnar, Elínar Gränz, sem sagði alltaf að amma Erla væri sólarmiðja stórfjöl- skyldunnar. Flesta sunnudaga bauð Erla upp á vöfflukaffi þar sem fjöl- skyldan safnaðist saman og mynduðust margar skemmtileg- ar umræður um hin ýmsu málefni á þessum dögum sem notalegt er að hugsa til. Elsku Erla mín, ég tek með mér áfram inn í lífið svo ótal margt sem þú kenndir mér og held uppi minningu þinni, umvaf- in hlýju, virðingu og ást. Hér sendi ég þér lítið ljóð með ljós frá hjarta mínu og vekja skal það vænstu glóð og von í brjósti þínu. Og ljóðið fjötra leysa má, þess ljós fer stöðugt innar um eilífð það mun friðinn fá í faðmi sálar þinnar. Svo sæll og frjáls þinn andi er og ekkert mun þig binda ef ljóðsins vængir lyfta þér á lífsins hæstu tinda. (Kristján Hreinsson) Svava Guðmundsdóttir. Erla Jakobsdóttir ✝ Óskar ÞórÞráinsson fæddist í Reykja- vík 17. október 1947. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 6. nóv- ember 2020. For- eldrar hans voru Þráinn Agnarsson, f. 1922, d. 2013, og Guðrún Bárð- ardóttir, f. 1924, d. 2011. Systir hans var Guð- laug Bára, f. 1945, d. 2014. Óskar giftist hinn 17. maí 1969 Önnu Guðmundsdóttur, f. á Höfn í Hornafirði 22. ágúst 1948. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 1972, maki Agn- ar Örn Arason, synir þeirra eru Ari Páll og Óskar. 2) arapróf í bifreiðasmíði 1978. Óskar gegndi ýmsum störfum en lengst af starfaði hann sem verkstjóri á verkstæði Toyota, sem tjónaskoðunarmaður hjá VÍS og sem ráðgjafi hjá Tryggingum og ráðgjöf. Óskar stundaði laxveiði í net með föður sínum í fjölda ára á Snæfoksstöðum og var einnig mikill stangveiðimað- ur. Hann var mikill bridge- spilari og var félagi í Bridge- félagi Breiðfirðinga. Hann sat lengi í stjórn félagsins og þá oft sem formaður eða vara- formaður. Útför Óskars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 19. nóvember 2020, klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur við- staddir. Útförinni verður streymt á: https://www.facebook.com/ grafarvogskirkja.grafarvogi Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Katrín, f. 1975, maki Kristján Ingi Úlfsson, dótt- ir þeirra er Anna Rakel, Katrín á fyrir Ólaf Andra. 3) Þráinn, f. 1980, maki Inga Hrönn Häsler, dætur þeirra eru Eldey og Hafrún. Óskar ólst upp í Reykjavík, gekk í Vogaskóla og tók gagnfræða- próf þar. Á unglingsárum bjó hann í rúm tvö ár á Árbæ í Ölfusi og gekk í skóla á Sel- fossi. Óskar lærði bifreiða- smíði á verkstæði Egils Vil- hjálmssonar og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann tók meist- Það er sárt að kveðja en ég minnist pabba með ást og hlýju. Hann var einstaklega ljúfur maður og alltaf tilbúinn að aðstoða þegar á þurfti að halda. Hann var til dæmis alltaf mættur í málningarvinnu þegar við vorum að skipta um hús- næði. Pabbi hjálpaði mér líka að kaupa minn fyrsta bíl sem var tjónabíll sem hann gerði upp fyrir mig og að sjálfsögðu var það Toyota en þar vann hann í mörg ár. Það var líka alltaf hægt að leita til hans með öll bílavandamál enda þekkti hann til á mörgum verkstæð- um. Fyrsta starf mitt fyrir utan unglingavinnuna var í SS við Hlemm en pabbi hafði hjálpað mér að fá þá vinnu þegar ég var 14 ára. Pabbi var mjög náinn for- eldrum sínum og systur og það var mikill samgangur á milli heimila. Þegar amma og afi fóru að eldast var pabbi þeirra stoð og stytta, heimsótti þau mikið og aðstoðaði með allt sem þurfti. Pabbi var handlaginn og sinnti sjálfur ýmsu viðhaldi á heimilinu. Mér er minnisstætt þegar við fluttum í Leirubakk- ann, þá hélt ég að við myndum ekki kaupa þá íbúð því hún var í hræðilegu ástandi, pabbi hins- vegar sá möguleika á því að taka íbúðina í gegn og gerði það vel. Pabbi var mikill bridgespil- ari, spilaði mikið á árum áður og vann til fjölda verðlauna. Hann var félagi í Bridgefélagi Breiðfirðinga þar sem hann sat í stjórn í fjölda ára og þá oft sem formaður eða varaformað- ur félagsins. Hann kenndi mér grunnat- riðin í bridge, spilaði við mig þegar ég var að byrja að spila keppnisbridge og fylgdist vel með því hvernig mér gekk í öll- um mótum. Það voru ófá símtölin þar sem spilin voru rakin en þann- ig minnist ég þess líka frá því ég var krakki þegar pabbi ræddi spilin við sinn makker eftir hvert spilakvöld. Hann var mikill laxveiðimað- ur og stundaði netaveiði í Hvítá í Ölfusi með afa Þráni. Á hverju sumri í minni æsku dvöldum við fjölskyldan á Snæ- foksstöðum þar sem laxinn var veiddur og svo seldur í versl- anir í bænum. Þeir voru með gott orðspor enda fiskurinn alltaf ferskur hjá þeim og mikil eftirspurn. Barnabörnin voru pabba af- ar hugleikin og hann sótti mjög í að fá þau í heimsókn. Skemmtilegt þótti honum að atast dálítið í þeim og það var alltaf stutt í stríðnina. Strák- arnir okkar voru teknir í sund, ísferðir og berjamó á Snæfoks- staði svo dæmi séu tekin. Hann fylgdist vel með náminu hjá þeim, íþróttum og tómstund- um. Pabba fannst afar gott að komast í heita pottinn í Breið- holtslaug en hana stundaði hann í fjöldamörg ár ásamt mömmu en þau fóru einnig í sundleikfimi þar. Pabba fannst líka gott að komast í sólina og það voru þó- nokkrar ferðirnar hjá honum og mömmu til Spánar og Te- nerife en einnig fóru þau með okkur til Flórída í tvígang þar sem við áttum góðar stundir saman. Síðustu ár ágerðust lungna- veikindi sem hann tókst á við af mikilli þrautseigju. Þótt úthaldið væri lélegt mætti hann í öll fjölskylduboð og vissi ekkert betra en að komast í gott kaffiboð og hitta fjölskylduna. Hans verður sárt saknað, hvíl í friði, elsku pabbi. Guðrún. Óskar Þór Þráinsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR, Brekkugötu 22, Þingeyri, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 5. nóvember. Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 14. Vegna aðstæðna geta aðeins nánustu aðstandendur verið viðstaddir. Athöfninni verður streymt á facebook-síðunni Þingeyrarprestakall. Slóðin er https://www.youtube.com/watch?v=bEVAMnVQSf4 Sigríður J. Andrésdóttir Bragi Þór Haraldsson Jóhanna Jóna Andrésdóttir Jónas Magnús Andrésson Vilborg Helgadóttir Þuríður Andrésdóttir Sigurður Freyr Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, ALMAR ÅKE OLOFSON, lést sunnudaginn 25. október á hjúkrunarheimili í Åsele í Svíþjóð. Sólveig Gunnarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, KJARTAN JÓHANNSSON, fyrrverandi sendiherra, lést föstudaginn 13. nóvember. Útförin auglýst síðar. Irma Karlsdóttir María Kjartansdóttir Þorkell Guðmundsson Kári Þorkelsson Atli Þorkelsson Sunna Þorkelsdóttir Ingigerður M. Jóhannsdóttir Reynir Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.