Morgunblaðið - 20.11.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.11.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Heimssýn, hreyfing sjálfstæðis-sinna í Evrópumálum, hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og nokkurra annarra þing- manna, um nýja stjórnarskrá. Um frumvarpið segir Heimssýn meðal annars: „Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um fram- sal ríkisvalds til erlendra aðila. Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að sam- þykkja þá grein ekki óbreytta.    Ljóst er að 113. grein miðarfyrst og fremst að því að auð- velda inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið, annaðhvort með bein- um hætti eða með valdaframsali í smáum skömmtum í gegnum EES-samninginn. Hvort tveggja er ekki aðeins varasamt, heldur óásættanlegt. Rök fyrir nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá rúmar heimildir til að framselja vald úr landi eru að mestu óljós. Að því leyti sem þau eru ljós, og vísa í samninga við erlenda aðila, verð- ur ekki á þau fallist. Stangist samningur á borð við EES- samninginn á við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samn- ing til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnar- skrá fyrir valdaframsali sem óljóst er hvert leiðir og getur valdið miklu tjóni.“    EES-samningurinn hefði ekkiverið samþykktur á sínum tíma ef hann hefði kallað á breyt- ingar á stjórnarskrá. Ríkisstjórn og Alþingi verða hins vegar að taka sig á og beita ákvæðum samningsins til að verja hagsmuni Íslands og tryggja áframhaldandi stuðning við hann. Stjórnarskrá um inngöngu í ESB? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samninganefndir Vestmannaeyjabæjar og Vega- gerðarinnar vinna enn að gerð samnings um rekstur Herjólfs, á grundvelli ramma sem aðilar hafa orðið ásáttir um. Þegar er orðið ljóst að Vest- mannaeyjabær mun reka ferjuna næstu þrjú árin og ferðatíðni verður óbreytt. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, segir að vonast sé til að samningsgerðinni ljúki á næstu dögum. Gert sé ráð fyrir samningi til ársins 2023. Starfshópur var skipaður að ósk Vegagerðar- innar til að ræða kröfur Herjólfs ohf. um viðbótar- greiðslur frá ríkinu vegna meiri mönnunar skips- ins en gert var ráð fyrir í samningi. Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. var sagt upp störfum vegna endurskipulagningar rekstursins og taka uppsagnir gildi um næstu mánaðamót. Þegar fullbúinn samningur liggur fyrir verður hann lagður fyrir bæjarstjórn og samgönguráðu- neytið til staðfestingar. helgi@mbl.is Eyjamenn reka Herjólf til 2023  Samningamenn Vegagerðarinnar og Vestmanna- eyjabæjar eru að ganga frá samningi um ferjuna Morgunblaðið/Óskar Pétur Ferja Herjólfur siglir í brælu frá Eyjum. Öll sýni sem Matvælastofnun tók á minkabúum landsins vegna kórónu- veirusmits reyndust neikvæð. At- vinnuvegaráðuneytið hefur fyrir- skipað hertar sóttvarnir á búunum. Ráðist var í skimum aliminka hér vegna þess að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar kom upp í minkum og starfsfólki minkabúa í Danmörku. Var fyrirskipaður niðurskurðar allra minka þar í kjölfarið. Hér á landi eru níu minkabú og voru tekin sýni úr dýrum á þeim öll- um. Niðurstöður Tilraunastöðvar Há- skóla Íslands í meinafræði á Keldum sýndu að þau voru öll neikvæð. Matvælastofnun hefur gert áætlun um reglubundnar sýnatökur í vetur á öllum búunum. Einnig verða allir starfsmenn minkabúa skimaðir. Atvinnuvega- ráðuneytið hefur fyrirskipað hertar sóttvarnaaðgerðir á minkabúum, að tillögu Mast. Markmið þeirra er að verja minka fyrir smiti. Hertar eru kröfur um persónulegar sóttvarnir starfs- manna, flutningur lifandi minka verður óheimill og ónauðsynlegar heimsóknir í minka- hús bannaðar. Einnig verður sýning- arhald með minka bannað og því verða minkarnir í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Reykjavík ekki til sýnis. helgi@mbl.is Kórónuveira ekki á minkabúunum  Fyrirskipaðar hertar sóttvarnir Nú er unnið að pelsun á minka- búum landsins. Ranglega var sagt í blaðinu í gær í umfjöllun um Laugaveginn að kráin Ræktin væri ekki starfandi. Hún er í rekstri við hliðina á Laugavegi 74. Í því rými mun myndlistarmaðurinn Birgir Breiðdal opna sýningu um aðra helgi, eins og boðað er á plaköt- um utan á rýminu. Þar sem Reykja- vik Foto var áður við Laugaveg 51 var sl. miðvikudag opnað Munasafn Reykjavíkur, þar sem hægt er að fá lánuð verkfæri o.fl. gegn vægu fé- lagsgjaldi, safn byggt á hugmyndum um deilihagkerfið. LEIÐRÉTT Starfsemi við Laugaveg 51 og 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.